Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 16
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Jón !>♦ Árnason:_______________________________________________________— Lífríki og lífshættir LXXX Spurningin er: Hver treystir sér til að færa þolanleg rök gegn því, að megin- verkefni stjórnmála nú á dögum verði að felast í viðleitni til að forða manneskj- unni undan öflum, sem hafa teymt heim- inn fram á heljarþröm ? Vissulega er ekki auðskilið, síður en svo, þó að staðfestingu hljóti í nánast sérhverju tilviki, að eftir því sem atburðirnir ger- ast ógnvænlegri, þeim mun lengra líður unz þeir verða skýrgreinanlegir. Ástæðan mun líklega vera sú, að örlagaríkustu afleiðingarnar hljóta, orsökum sínum samkvæmt, að þurfa lengstan tíma til að grípa um sig til fulls. Ekki ber svo að skilja, að í hversdagslífinu finnist fá dæmi þess, að mönnum sjáist yf- ir atvik, sem virðast lítilfjörleg, þegar þau eiga sér stað, en af- hjúpa sig og eðli sitt fyrst löngu síðar. Hér sýnist því fremur vera að ræða um reglu en undantekn- ingu. Reynslan hefir og kennt, að mistök og yfirsjónir eru líkleg- astar, þar sem staðreyndirnar hafa gengið fram af hinu auðug- asta ímyndunarafli og mögu- leika til samanburðar skortir. Eða, máski öllu heldur, hæfileik- ann til að gera sér grein fyrir þeim og nýta. Ömurleg uppskera Væntanlega bera fáir aðrir en kenningakrepptir á móti því nú, að 3. fjórðungur 20. aldar, en þó alveg sérstaklega 7. áratugurinn, hafi verið blómaskeið og upp- gangstími falsspádóma, tálvona og gljtrandi bjartsýni. I fáum orðum sagt, þetta var uppskeruhá- tíð vinstri mennsku, sam- tvinnu sósíalisma og liberalisma, ásýndin var svo- kallað velferðar- ríki. Reyndar hafði sósíal- isminn útvegað sér nokkurs kon- ar mannsandlit og liberalisminn hafði reynt að svíkja sér út æru mcð því að ganga aftur undir nafngiftinni libertarianismi. Á íslenzku hefir afturgangan hlot- ið hálf kindarlegt gælunafn og kallast frjálshyggja, en er þó að því leyti til greindarlegri heldur en hin hlið vinstrimennskunnar, að hún segir nákvæmlega ekki neitt sérstak; öllum heilbrigðum manneskjum er áskapað að hyggja að eigin frjálsræði. Á nefndu tímabili voru allir vinstrisinnar sannfærðir um, að mannkyninu hefði loks upplokizt ótæmandi orkulind, sem gerði því kleift að bergja að eigin geð- þótta af öllum veraldarinnar gnægtabrunnum allt til heims- slita. Undir „velferðar"- og hag- vaxtaráhrifum — svo og vegna ýtni vissra hraðgróðahópa — sá allt vinstrafólk mannlífið baðað rósum, náttúruauðæfin sagði það vera óþrjótandi, úrræðum vísinda og tækni engin takmörk sett, að ævinlega myndu öll hrá- efni verða fáanleg við spottprís- um. Vinstraríkið, sem heitið var að myndi sjálfkrafa láta alsælu- drauma allra rætast í veruleik- anum, átti að vera handan við næsta hílskúr. Loksins hefði mannkyninu hlotnazt hið lang- þráða perpetuum mobile lífs- hamingjunnar. í rauninni lék ekki vafi á, að efnahagslíf Vesturlandaþjóða dafnaði í rísandi hagsveiflu, mjög mikill hagvöxtur sýndist óstöðvandi í marga áratugi, og heimsviðskiptin þöndust út. Flestir létu sannfærast um, að þessi þróun, sem fjöldi þjóða hafði notið í vaxandi velmegun, myndi gera hinum dugmestu fært að fullnægja þörfum og aukinni eftirspurn innanlands, og láta jafnframt ríflegar fjár- fúlgur af höndum rakna í því skyni að létta lífsbaráttu hinna vanmáttugri. Baxið við að seðja ofátshneigðir heima fyrir átti að verða úr sögunni án þess að skera þyrfti ölmusur við bón- bjargaþjóðir við nögl. Úr hugar- óraheimum vinstrihyggju átti ávallt að verða unnt að ausa af rausnarskap með óbrigðulum árangri jafnskjótt og einhver ný, mannleg vandamál kynnu að láta á sér kræla. Dómur reynslunnar yfir verk- um og vinnubrögðum vinstri- fylkinga er nú fallinn. Hann var birtur fyrir röskum 7 árum: Hvæsandi heimskreppa er skollin yfir; heimskreppa, sem þó er varla hafin enn; heims- kreppa, sem allt útlit er fyrir að verða muni endalaus. Á nýjum drifhjólum Forsætishégómaskapur ís- lands („Vilji er allt, sem þarf!“) og hinir „dugandi menn og góðu drengir" hans spurðu tíðindin í vor — um svipað leyti og I upphafi heims- kreppu búvinnuvélar bænda komu und- an vetrarsnjóum og verkalýðs- hreyfingin hafði „tryggt" fólki sínu hinar árlegu „kjarabætur". Bjargráðasveitin brást við með þeim hætti, sem þjóðinni var fyrir beztu — með því að gera ekki neitt og hugsa minna, leit ekki einu sinni upp úr ríkissjóðs- blöðunum sínum, „Þjóðviljan-' um“ og „Tímanum". Nýhafin heimskreppa er ann- ars ekki bara kreppa í venju- legum skilningi, þ.e. minnkandi framleiðsla neyzlu- og notavarn- ings, verðsveiflur, verkalauna- sorgir, óreiða í gjaldmiðia- og gengismálum, atvinnuleysi, fjár- málaöngþveiti o.s.frv. eins og oft áður hafa tíðkazt og gengið yfir í fyllingu tímans. Allt eru þetta auðvitað rauðir kreppustrengir. Yfirstandandi heimskreppa er miklu gjörtækari og á sér orsak- ir, sem að vísu hafði áður gætt, en ríkja nú í krafti sigurvegara. Hún er sigur vinstriandans í gegndarlausu stríði hans gegn móður jörð og öllum heilbrigð- ustu lífsháttum, sem börn henn- ar hafa smátt og smátt þegið í arf eftir úrval forvera sinna í fórnfrekri baráttu þeirra á hrasgjörnum vettvangi óblíðra náttúruafla. Enn sem jafnan áður og eilíf- lega standa þau sannindi óhagg- anleg eins og klettur upp úr haf- inu, að öll vandræði og örðug- leikar eiga sér andlegar/sálræn- ar orsakir. Hvorki vinnulauna- taxtar, eins og sósíalistar halda, né verðmiðar, eins og liberalist- ar staðhæfa, eða hringrás papp- írspeninga, eins og hvorir tveggja trúa, ráða nema tiltölu- lega litlu um örlög manns og heims. Mestu máli skiptir og úr- slitum ræður atgervi kynstofns- ins og að náttúrulegt úrval skeri úr um forystu, sem að sjálfsögðu hefir augun vel opin fyrir því, að lýðinn verður að binda traustum böndum réttarríkisins til þess að hann fái notið frelsis. Gamla Róm má aldrei gleymast Augliti til auglitis við þá upp- lausn og óðahnignun, sem óneit- Arangur vinstri- andans ______ anlega ógna nú tilveru menning- arheimsins, verður öllum þeim, er telja róttæka hugarfarsbylt- ingu frumforsendu endurreisnar og uppbyggingar, ósjálfrátt hugsað til dauðastríðs Rómar- rikis á lokaskeiði keisaraveldis- ins. Traustasta og ítarlegasta heimild, sem ég hefi til vitnis um þá skelfilegu helför, er hið sí- gilda þrekvirki (2ja binda verk upp á 2.764 síður í þéttprentuðu 20x13 cm broti eftir enska sagnfræðinginn Edward Gibbon (1737-1794), „The History of the Deeline and Fall of the Rom- an Empire", þar sem hann brýt- ur örlög hins glæsta heimsveldis á árunum 180—1461 til mergjar. Einnig þá, með svipuðum hætti og nú á Vesturlöndum, gerði upphaf endaloka Rómar- ríkis boð á undan sér með fúa og rotnun í siðferðis-, réttarfars- og stjórnmálalegum máttarstoðum þjóðfélagsins, þannig að sam- anburður við núríkjandi heims- ástand verður beinlínis óverjan- legur uppátroðningur. Þeim mun furðulegra er, hversu sjaldan þess verður vart að gerðar séu alvarlegar tilraunir til að draga augljósustu úrkynjunardæmi úr sögu Rómverja fram í dagsljósið til varnaðarvítis sem hliðstæðu hinna hrópandi tortímingar- sjúkdóma samtíðarinnar. Máski er ástæðan sú, að um- mæli rómverska ríkisréttar- heimspekingsins Luciusar Anna- eusar Seneca (4 f.Kr. — 65. e.Kr.) eiga alltof vel við andlega örbirgð á vinstriöld og koma því við kaun of margra: „Mjög skammvinn og sorgmædd er ævi þeirra, sem gleyma fortíðinni, vanrækja nútíðina og hræðast framtíð- ina.“ Til afsökunar má að vísu vekja athygli á, að framtíðin er allt öðruvísi núna heldur en hún var á dögum Seneca. Vinstriský voru vissulega á lofti eins og alltaf, en þau voru ekki tekin að hrannast saman. „Velferðin" grandaði Róm Enginn ætti að efast um, að sögurýni og sögurannsóknum hljóti nútíð ávallt að geta dregið geisimikla og gagnlega lærdóma um sjálfa sig og sennilega fram- tíð. Áð svo miklu leyti, sem mig ekki brestur þekking á viðfangs- efninu, finnst mér endilega að beinast liggi við, að hæfir menn geri sér far um að gaumgæfa til- urð, þróun og — síðast en ekki sízt — hin dapurlegu örlög mesta og glæsilegasta heims- veldis skráðrar sögu: vitanlega Rómarríkis. Ef hamingjan yrði hliðholl, gæti það kannski orðið til þess að kaldrifjaðir kraftar, lausir við hjartameyrufár andlegra umkomuleysingja, losnuðu úr læðingi og mönnuðu sig upp í að horfast í augu við „manninn" og sannleikann um hann, létu síðan verk í stað vælu skera úr um rás viðburða, hvort framtíðin sé þegar að baki ellegar beri í sér líf. Hamsun ótt- aðist smitun Við lauslega athugun þætti mér trúlegt að furðufljótt kæmi í ljós, að flestar sjúkdómsrætur „velferðarþjóðfélaga" 20. aldar myndu reynast vera af svipuðum toga spunnar og þær, sem boðuðu fall Rómarríkis. Rót- slitnar kynslóðir Vesturlanda, sem bæði hafa tætt í sundur sið- læg og huglæg blóðbönd við upp- runa sinn og skyldug lífernisboð, auk þess gengið af drottnunar- vilja forvera sinna dauðum — allt í vímu ranghverfrar mann- úðar og dauðvona friðarhyggju, geta tæplega átt sér viðreisnar- von, ef ekki reynist unnt að kenna þeim 1. lexíu líffræðinnar: Lífið er barátta — og baráttu verður ekki aðeins að heyja fyrir lífinu, heldur verður einnig að lifa lífinu fyrir baráttuna. En einmitt þessi staðreynd hefir gleymzt á Vesturlöndum, alveg eins og enginn vinstriandi hafi nokkru sinni verið til, og þau gætu að skaðlausu sóað tíma og kröftum þegna sinna í pen- inga. „Siðaboðskapur Bandaríkjamanna, það eru pen- ingarnir," segir Knut Hamsun (í bók sinni „Fra det moderne Am- erikas Aandsliv", Kristiania 1889). Evrópa hefir smitazt. Bæði fyrr og heiftarlegar en Hamsun gat grunað. Rómverska heimsveldið var voldugra og þróttmeira heldur en nokkurt annað heimsveldi mannkynssögunnar. Samt sem áður var það ekki orðið mikið meira en illa máluð umgerð utan um forna frægð, þegar hálf- og ósiðaðar nágrannaþjóðir tróðu það undir fótum sér fyrir nálægt 1.500 árum. Leti og lauslæti, peningahyggja og verðbólga, uppgjöf og flótti yfirstéttanna, slaknandi siðgæðismeðvitund og frjálslyndi í uppeldismálum, jöfnunaráhrif í mennta- og stjórnmálum, dvínandi hernað- arandi og agaleysi, tómlæti í löggæzlu og réttarfari, allt hjálpaðist þetta að við að sjúga merg og blóð úr þjóð og ríki. Róm leið undir lok — örmagna undir ofurþunga „velferðar" og vinstrimennsku. En þrátt fyrir dauðastunur Rómar, sem óma í gegnum ald- irnar, er hvort tveggja í miklum metum á Vesturlöndum. Og blóðþyrstar morðsveitir sovétsteppunnar bíða rólegar 50 km frá Hamborg. Undir sótskýjum sósíal- ismans FANTAFAGNAÐUR Leonid Brésneff verðlaunar Erich Honecker, yfirböðul sinn í Berlín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.