Morgunblaðið - 11.08.1982, Side 15

Morgunblaðið - 11.08.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 43 Er unnt að jafna út óæski- legar sveiflur í laxveiðinni? Netaveiði Línuveiði Linuveiði Heildarveiði við Vestur- austur af við Færeyjar í úthafinu Ár Grænland Jan Mayen (tonn) (tonn) (tonn) (tonn) 1970 2146 946 12 3104 1971 2689 488 0 3177 1972 2113 506 9 1628 1973 2341 533 28 2902 1974 1917 373 20 2310 1975 2030 475 28 2533 1976 1175 289 40 1504 1977 1420 192 40 1652 1978 984 124 51 1159 1979 1395 118 194 1707 1980 1194 155 718 2067 1981 1264 213 1017 2494 Eftir Einar Hannesson Eitt af því athyglisverðasta sem gerðist í sambandi við laxveiðina hér á landi tvö sl. sumur var góð heimta hafbeitarstöðvanna í Lár- ósi á Snæfellsnesi og í Kollafirði á laxi. Heimta hjá Lárósstöðinni var 1981 um 11% af gönguseiðum frá Kollafirði, sem sleppt var í Lárósi sumarið 1980. Skaut þessi góði árangur skökku við minni laxagengd í árnar 1980 og 1981 en áður. I heild var lax- veiðin 1981 um 27% lakari en ár- legt meðaltal 10 ára þar áður og sé litið tii 20 ára tímabils var veiðin 8% minni 1981. Meðalþyngd á laxi 1980 var sú hæsta sem þekkist hér á landi eða 9,6 pund. Jafngildir það 69 þúsund laxa veiði á þunga 7,2 pund, sem er nálægt meðallagi. Er þetta gildi 7% yfir árlegri með- alveiði 10 ára fyrir 1980, en 38% betra sé tekið 20 ára tímabil. í grein „Laxinn og lögin" eftir Gunnar Schram, sem birtist hér í blaðinu fyrir nokkru segir m.a.: „Það er ekki að undra þótt margir séu áhyggjufullir vegna hins mikla samdráttar, sem átt hefur sér stað síðustu árin í lax- veiði hér á landi. Á síðasta sumri veiddist ekki nema lítill hluti með- alafla í sumum bestu laxveiðiám landsins og allvíða var aflinn ekki nema um helmingur þess, sem hann áður var í meðalári. Ekki er þessi þróun einungis áfall fyrir laxveiðimenn og bænd- ur, heldur hlýtur hún óhjákvæmi- lega að verða þrándur í götu hinn- ar nýju atvinnugreinar, hafbeitar- innar, ef svo fer sem nú horfir. Við hana hafa miklar vonir verið bundnar, sem hljóta að bresta, ef hér verður ekki fljótlega breyting á.“ Að dómi undirritaðs er hér djúpt í árinni tekið þó ekki sé meira sagt, miðað við þær upplýs- ingar og þá vitneskju sem fyrir hendi er um þessi málefni. Vissu- lega er fyllsta ástæða til þess að ræða þessi mál og vekja athygli á þróun til verri vegar í laxveiðimál- um nú um sinn og benda á úrræði. Hinsvegar þjóna ýkjur í þessu efni engu nema gera skaða og veikja málstaðinn. Hér fer á eftir tafla er sýnir úthafsveiðar á laxi sl. 12 ár sund- urliðun á veiðisvæðin: Yfirlit þetta sýnir, að árleg meðalveiði á þessu 12 ára tímabili hefur verið 2.186 tonn. Mest var úthafsveiðin árið 1971 eða 3.177 tonn og minnst árið 1978 eða 1.159 tonn. Horfur eru á, vegna alþjóð- legs samkomulags, að veiðin á yf- irstandandi ári geti orðið nálægt 2.000 tonn og á árinu 1983 innan við 2.000 tonn. Vonandi tekst að þrýsta veiðimagninu enn meira niður á næstu árum. í fyrrnefndri grein „Laxinn og lögin" er tekið svo til orða að heildarveiði á laxi hér á landi hafi hrapað úr 80.578 löxum árið 1978 í 46.000 laxa árið 1981. Telja verður hæpið að tala um hrap í þessu sambandi þar sem toppárið 1978 var einstakt veiðiár. Vitað er að sveiflur eru í veiði frá ári til árs. Þannig hefði á sama hátt mátt tala um hrap eftir árið 1975, sem var mesta veiðiárið til þess tíma með 74.004 laxa, en næsta ár gaf 59.633 laxa og árið 1977 64.575 laxa. Árið 1979 veiddist svo til sami fjöldi laxa og árið fyrir met- árið 1978 eða 64.228 laxar. í þessu efni er því eðlilegast að fjalla um meðaltalstölur yfir skemmra eða lengra tímabil, svo sem eins og 10 eða 20 ár. I upphafi þessa spjalls var vikið að góðum árangri hafbeitarstöðv- anna í lægðinni, sem verið hefur í laxveiðinni sl. tvö ár. Það ætti að gefa vísbendingu um að unnt sé með gönguseiðum af laxi frá eld- isstöðvunum að draga úr óæski- legum sveiflum í laxveiðinni, sem hvorttveggja má rekja til lakari náttúrulegra skilyrða og úthafs- veiða á laxi. Einar Hannesson Við bjóðum hinar bráð- skemmtilegu kvikmyndir Walt Disneys á Video- kassettum. Einnig þekkt- ar ævintýramyndir og teiknimyndir. Skemmtun fyrir alla fjöl- skylduna. Snffbjörnlícrnsson&Co.hf HAFNARSTRÆTl 4 SlMI 14281 Munio ad varahlutaþjónusta okkar er i sérflokki Bifreiðar og Landbúnaðarvélar hf Suðurlandsbraut 14 Sími 38 600 brýtur verðbólgumúrinn-besta kjarabótin! Verð Lada kr. 129.500 Góðir greiðsluskilmálar. Lada Safír 79.500 Lada 1200 Station uppseldur Lada Canada 92.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.