Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 8
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Helgi Sæmundsson skrifar frá Stuttgart: Þing alþjóðasambands myndlistarmanna og sýning Dieter Rot í haust verður haldið 10. al- þjóðaþinK myndlistarmanna. I því tilefni má minnast á 9. al- þjóðaþingið, sem haldið var í StuttKart. SÍKríður Björnsdóttir var góður ok virðulegur fulltrúi íslands á því þingi. Alþjóðafélagsskapur mynd- listarmanna er samband félaga myndlistarmanna í 46 löndum heims, sem sendu 46 fulltrúa á þingið. Sambandið starfar mikið með UNESCO. í forsal þingsins setti Sigríður Björns- dóttir upp upplýsingatöflur um íslenzka myndlist. Slíkt er mjög vel þegið, því íslenzk myndlist er vissulega lítið þekkt úti í heimi. Á þinginu kynnti Sigríð- ur íslenzkt listalíf og vakti mikla eftirtekt, enda var hún af fáum kvenfulltrúum sú glæsi- legasta. Borgin Stuttgart lagði sig fram um að gera sem fegurstan ramma utan um þingið. Hún gerði mögulegar fjölmargar sýningar á myndlist og opinber- ar umræður um myndlist, menntun listamanna, kennslu á list í skólum og listmenntun fullorðinna. Fjölmiðlar gerðu mikið til að auka þátttöku al- mennings í þessum viðburðum. Stærsta sýningin var hin ár- lega sýning félags myndlist- armanna í Þýzkalandi, en sam- sýning 50 gailería eða lista- verkasala frá ýmsum löndum heims var líka mjög stór. Samt var ein sýning, sem vakti einna mesta athygli. Það var sýning Dieter Rot í lista- safni ríkisins í Stuttgart. Það er í fyrsta sinn sem ríkislistasafn- ið leyfir listamanni að setja sjálfur uppeigin sýningu í safn- inu. Aðsókn að sýningunni varð svo mikil, að það varð að fram- lengja sýningunni. Á sýningunni voru teikn- ingar, Ijósmyndir, grafik, objekt t.d. vinnuborð listamannsins og svo hljóðmyndir. Sumar af SigríAur Björnsdóttir (t.h.) í viðræóum við starfsstúlku á þingi alþjóðasanibands myndlistarmanna. Dieter Rot hljóðmyndunum eru segulbandsupptökur gerðar með aðstoð barna hans, Björns og Veru. Hugmyndaflug Dieters er óstöðvandi. Hann er ekki smeykur að velja nöfn á lista- verkin. „Sjálfsmynd sem hundaskítur í Stuttgart" og „sjálfsmynd sem snemmvaxin kartafla" eru góð dæmi um þetta. Sýningarskráin inniheld- ur 600 ljósmyndir af verkum hans, margar í litum. Gagnrýnendur virðast vera sammála um að Dieter Rot sé einn bezti grafik-listamaður okkar tíma. Þýzkt tímarit gerði fyrir nokkru lista yfir fremstu listamenn heims og notaði til þess punktakerfi, sem tók tillit til þess hve þekktur listamaður var, hve mörg verk hans voru í hve mörgum opinberum söfnum um allan heim o.fl. Á þessum lista var Dieter í 42. sæti, en helmingur nafnanna á listanum var frá USA og byrjaði á Robert Rauschenberg. Dieter Rot er af svissneskum og þýzkum ættum og var kvæntur Sigríði Björnsdóttur. Hann bjó í mörg ár eingöngu á íslandi, en nú virðist hann búa í Stuttgart, Reykjavík og víða um heim. Hann notar í myndum sínum oft efni frá Islandi. Fyrir Dieter er það mikill heiður að hann var valinn sem fulltrúi Sviss í Biennale í Feneyjum í ár. HBS Kirkjukór Siglufjarðar Frá vinabsja- mótinu. Forseti bæjarstjórnar Kangasala, Pertti Tulen- heimo heldur ræðu. Við borð- sendann situr séra Vigfús Þór Árnason. Vinabæjamót Siglufjarðar haldið í Finniandi þetta árið SIGLUFJÓRÐUR tók þátt í móti norrænna vinabæja sinna, sem haldiö var í Kangasala i tinnlandí fyrr i sumar, en Kangasala er finnski vinabærinn. Mót sem þessi eru árviss viðburður og hefur Siglufjörður verið þátttakandi í þeim í fjölmörg ár. I»au cru haldin í hinum óliku vinabæjum til skiptis, síðast var það á Siglufirði 1979 og verður því næst 1986, þar eð vinabæirnir eru alls 7. I»eir eru auk Siglufjarðar og Kangasala: Vanersborg í Svíþjóð, Aland á Alandseyjum, Ejde í Færeyjum, Herning í Danmörku og Holme- strand í Noregi, en þar verður mótið haldið næsta ár. Oftast hefur Siglufjörður látið nægja að senda einn til tvö full- trúa á mótin, vegna kostnaðarins, sem því er samfara, en í þetta skipti varð það úr að Kirkjukór Siglufjarðar færi ásamt sóknar- presti, Vigfúsi Þór Árnasyni, og voru makar einnig með í förinni. Sungin var finnsk-íslensk guðs- þjónusta, sem í tóku þátt sókn- arprestar Kangasala og Siglu- fjarðar og báðir kirkjukórar safn- aðanna, að viðstöddu fjölmenni, um 1000 manns hlýddu á guðs- þjónustuna. Þar flutti kirkjukór- inn ásamt sóknarpresti Hátíðar- tón séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds og fyrrverandi prests á Siglufirði við mikla hrifningu áheyrenda að sögn sóknarprests- ins á Siglufirði, séra Vigfúsar Þórs Árnasonar. Þá hélt kirkjukórinn tónleika, þar sem hann flutti íslensk sálma- lög og íslensk veraldleg lög og var söngnum sérstaklega vel tekið af áheyrendum, sem voru fjölmargir, að sögn séra Vigfúsar. Einkum og sér í lagi vakti athygli kvintsöngur kórsins á lögunum „Gefðu að móð- urmálið mitt“ og „Island farsæld- ar Frón“. Móttökurnar í Kangasala voru í alla staði frábærar, að sögn séra Vigfúsar, en dagskráin var mjög stíf alla dagana. Þetta var eini kórinn á mótinu, því frá hinum löndunum komu lúðrasveitir og þjóðdansahópar og vakti því þátt- taka hans enn meiri athygli en ella. Kórsins var getið í mörgum finnskum dagblöðum, þar á meðal því stærsta. Kangasala eða Tamerfors eins og bærinn heitir á sænsku er 22 þúsund manna bær í Suður- Finnlandi þar sem helstu atvinnu- greinarnar eru iðnaður og þjón- usta. Stærsta orgelverksmiðja á Norðurlöndum og ein sú stærsta í allri Evrópu er staðsett þar. I tengslum við vinabæjamótið var haldin listsýning, þar sem hver bær hafði ákveðið pláss til að sýna verk sinna listamanna. Sýndu þar fjölmargir siglfirskir listamenn, bæði burtfluttir og þeir sem búa þar enn. Kirkjan á Siglufirði verður 50 ára 28. ágúst í sumar og má líta á ferð kórsins að hluta til sem lið í þeim hátíðahöldum. Alls voru þeir 34 sem þátt tóku í förinni, þeirra á meðal Sigurður Gunnlaugsson formaður Norræna félagsins á Siglufirði. Stjórnandi kirkjukórs Siglufjarðar er Guðjón Pálsson, organisti Siglufjarðarkirkju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.