Morgunblaðið - 11.08.1982, Síða 23

Morgunblaðið - 11.08.1982, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 51 Nokkrar spurningar til BSRB Guðbjartur Finnbjörnsson loft- skeytamaður skrifar á ísafirði 4. ágúst: „Nú þegar BSRB er að ganga til nýrra kjarasamninga, langar mig að beina til forráðamanna sam- takanna nokkrum spurningum. Það gætu verið fleiri en ég, sem hefðu áhuga á að heyra svörin og vona ég að Velvakandi sjái sér fært að birta þau. I aðalkjarasamningi BSRB og fjármálaráðherra er að finna eft- irfarandi um vaktavinnu og vaktavinnufólk. Grein 2.6.4.: „Vinnuvökur skulu vera 6—10 klst. og skuðu líða minnst 9 klst. til næstu vinnuvöku." Grein 2.6.11. hljóðar svo: „Starfsfólk í vakta- vinnu hefur ekki sérstaka matar- og kaffitíma. Starfsmönnum er þó heimilt að neyta matar og kaffis við vinnu sína á vaktinni ef því verður við komið starfans vegna. Vegna takmörkunar þeirra, sem að ofan greinir á matar- og kaffitímum, skal telja hverja vakt sem unnin er til uppfyllingar vikulegri vinnu- skyldu 25 mínútum lengri en raunverulegri viðveru nam.“ Þannig er hægt að skylda vakta- vinnufólk, þar sem einn aðili er á vakt, til að vinna allt að 10 klst. án þess að viðkomandi fái að neyta matar eða kaffis. Sem fyrrverandi félagsmaður í BSRB hef ég slæma reynslu af slíkum vöktum svo ekki sé meira sagt og er ég varla einn um það. Eg vil því spyrja hvort uppi séu hugmyndir um að breyta þessum ávæðum í samningnum? Það mun hafa komið til umræðu fyrir nokkrum árum, en var hafnað af vaktavinnufólki þar sem tveir eða fleiri eru á vakt í einu. Þessi atriði um mat eða kaffi skipta ekki máli í slíkum tilfellum því að þá getur fólk skipst á um að taka sér hlé frá vinnu. Er vitað um aðra kjarasamn- inga á Islandi með tilsvarandi ákvæði? Eins og kunnugt er á fólk, sem vinnur 8 klst, vinnudag, rétt á matartíma og 2 kaffitímum. I lögum um kjarasamninga BSRB nr. 29/1976 í 5. gr segir: „Ríkisstarfsmaður, sem lög þessi taka til, á rétt til að vera félagi BSRB eða félags innan vébanda þess, eftir nánari reglum í sam- þykktum bandalagsins. Ríkis- starfsmaður samkvæmt þessum lög- um má eigi vera félagi eða aðili að félagi annarra viðurkenndra heild- arsamtaka.“ Geta forráðamenn BSRB sagt mér tilgang þessarar síðustu málsgreinar? Gild ástæða hlýtur að vera fyrir því að þurft hefur að setja slík ákvæði í lög. Hvað er átt við með því, að „vera félagi eða aðili að félagi"? Má ef til vill líta á þessa máls- grein, sem „dauðan" lagabókstaf? Vitað er að margir félagsmenn BSRB eru félagar í öðrum stéttar- félögum innan annarra viður- kenndra heildarsamtaka. Er ég ef til vill sá eini, sem hefur verið bent skriflega á þessa 5. gr. lag- anna, reyndar að gefnu tilefni, af Félagi íslenskra símamanna? Eða gerir BSRB eitthvað af því að kynna nýjum (og gömlum) félags- mönnum sínum þessa lagagrein?" Þessir hringdu Færri ráðherra og færri þingmenn F.S.D., Drápuhlíð, R., hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Hvað höfum við að gera við alla þessa ráðherra? Væri ekki þjóðráð að hafa þá helmingi færri? Þá tæki karpið væntanlega minni tíma og þeim gæfist betra tóm til þess að vinna það sem vinna ber. Þetta er mögulegt í löndum með margfalda íbúatölu á við ísland. Alltaf eru þingmenn okkar að tala um, að við, þ.e.a.s. fólkið í landinu, þurfum að spara og spara, því að voði sé í nánd. En hvað gera þeir sjálfir? Sýna þeir lit á þessu í ein- hverri mynd? Spara þeir sigling- arnar við sig eða sitt fríða föru- neyti? Eru það ekki dálaglegar fúlgur sem þar hafa farið og fara enn fyrir lítið? Mig grunar að svo sé. Það horfir a.m.k. þannig við manni, að þeir rétt lendi hér á eyj- unni sinni á milli ferðalaga til að sjóða saman og flytja fyrir alþjóð einhverja pistla fyrir útvarp eða sjónvarp eða dagblöð um „gagn- semi“ ferðalaganna. Og útmála það svo fyrir okkur smælingjunum að við verðum nú að fara að spara og spara mikið — þetta sé algjört feigðarflan á okkur. Ég held líka, að það mætti komast af með færri þingmenn, 8—10 skulum við segja, í hæsta lagi. Þá yrði nú vel rúmt um þá í Alþingishúsinu. Þá spöruðust líka öll þessi húsakaup sem þessir háu herrar stunda þar í nágrenn- inu, og nefndafarganið drægist saman og allt kapphlaupið í kring- um það. Við skulum hefja orðið „hagsýni" til vegs í máli okkar að nýju. Fyrirspurn tii ungl- ingaskemmtistaða 3270—1094 og 3249—8272 hringdu og höfðu eftirfarandi að segja: — Okkur langar, vinkonurnar, til að spyrja forráðamenn unglinga- skemmtistaða einnar spurningar: Hvers vegna er ekki miðaö við fæð- ingarár fremur en fæðingardag, þegar sett eru aldurstakmörk við inngang á skemmtistöðum? Athug- um eitt dæmi: Tvær stelpur í sama bekk, önnur verður sextán í janúar, hin í desember, komast ekki saman inn á slíka staði, ef eingöngu er litið á sextán ára aldursmarkið. Spyrja má: Er sú sem fædd er í desember ekki nógu þroskuð til að fylgja hinni eftir inn á skemmtistaðinn? Ef svo er: Er þá ekki hæpið að ætla henni að vera í sama bekk? Lá svona mikið á? 9251—2975 hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Sl. sunnudag var ég á leið til Reykjavíkur eftir að hafa sótt flugfarþega upp á Keflavíkurflug- völl. Við vorum komin yfir hæð nokkra á leiðinni og þarna var tölu- verð umferð í báðar áttir. Akst- urshraðinn var um 80 km eins og þarna er leyfilegur við góðar að- stæður. Allt í einu birtist lögreglu- bíll með blikkandi ljós fyrir aftan bílinn hjá okkur, áreiðanlega á yfir 100 km hraða, því svo hratt bar hann áð. Var ekki annað að gera en snarast út af veginum í lausamöl- ina, því að umferð var á móti. Og þarna geystist lögreglubíllinn framhjá og á eftir honum forseta- bíllinn. Það munaði ekki miklu, að illa færi hjá okkur þarna í lausa- mölinni og því langar mig til að spyrja: Lá svona óskaplega mikið á, þó að forsetinn væri að koma heim frá útlöndum, að ástæða væri til að stofna lífi fólks í hættu þess vegna? GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Til sölu er tveggja dyra bíll. Rétt væri: Til sölu er tvennra dyra bíll. Eða ... tveggja hurða bíll. (Ath.: Orðið dyr er ekki til í eintölu; en hurð í báðum tölum.) S\G6A V/öGA fi A/LVtftAW GM SAUÐÁRKRÓKUR Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Skagfirðinga ^VÉIADEILD WÓNUSTUMIÐSTÖÐ Höfðabakka 9 086750 ALLTAFA FIMMTUDÖGUM BROSTU! MYNDASÖGURNAR KOMA Á-r MORGUN Vikuskammtur af skellihlátri V&M, \[VAQ S fltí'xA'ZA \ WLM6T QlNQlNQi.Emc&Vlfy WMOá&'fá X\\\\ vifv \WUM VtALtf) V\V VAM%16A,06WJ Vfö\ ^OUÁOVhV) X\ Kmemimiu \ /VfiO SVÁL VCgA^ \ Vi9 ÁVVÁQUYI $ \W(\\ ÁVILAmí/ 06 <?f.óA9 viq m.. ^ íAV’I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.