Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 31 Þróunarsaga merki- legrar hljómsveitar Finnbogi Marinósson Talking Heads The name of this band is Talking Heads SIRE2SR 3590 Fimmta plata hljómsveitar- innar Talking Heads kom út fyrir nokkrum mánuðum en af ókunnum ástæðum barst hún ekki til landsins fyrr en fyrir nokkru. Er hér um að ræða hljómleikaplötu og samkvæmt venjunni er hún tvöföld. Þessum tveimur plötum er skipt í tvö tímabil, 1977—1979 og 1980—1981. Fyrra tímabilið er á hlið eitt og tvö. Hlið eitt hefur að geyma upptökur frá 17. nóvem- ber 1977 og eru lögin tekin upp „live“ í stúdíói. Öll lögin eru af fyrstu tveimur plötum hljóm- sveitarinnar (77 og More Songs about Foot Bildings) og greini- legt að Talking Heads hefur ver- ið góð hljómsveit frá upphafi. Seinni hliðin geymir hinsvegar upptökur sem eru teknar upp nákvæmlega tveimur árum seinna eða 17. nóvember 1979 og nú í hljómleikasal. Á þessum tveimur árum sem líða á milli hefur tónlistin þróast hratt og er talsverð breyting orðin á henni. Öll lögin eru orðin flóknari og mun þyngri áheyrnar. Samt sem áður eru þau enn einungis fjögur sem sjá um hljóðfæraleikinn. Nú í seinni tíð hafa þau hinsvegar notið aðstoðar aukahljófæraleik- ara og hafa þá verið alls níu á sviðinu. Og á seinni plötunni eru þau einmitt orðin níu og inniheldur þessi plata lög frá tímabilinu 1980—1981. Upptökurnar eru frá þrennum tónleikum og eru einir þeirra haldnir í Central Park og aðrir í Tókýó. Enn hefur orðið nokkur breyting á tónlistinni þó ekki sé hún eins mikil og á fyrri plötunni. Lögin eru mjög vel flutt og hvergi hnökra að finna. Án efa hlítur það að vera nokkuð erfitt að flytja tónlist þessa „live“ en fjölgun hljóðfæraleik- ara gerir það kleift. Aðstoðar- fólkið er ekki af verri endanum og má þar nefna Adrian Bleev en hann hefur spilað með nöfnum eins og Frank Zappa, og David Bowie, Robert Ripp, Brian Eno, King Crimson og japönsku hljómsveitinni Yellow Magic Orchestra. Piltur þessi er hreint út sagt frábær hljóðfæraleikari og leikur hans á plötunni gerir hana þess virði að hún sé bara keypt út á hann. Ekki má skilja við þessa plötu án þess að geta Brians Eno. Hann hefur starfað mikið með Talking Heads og haft mikil áhrif á tónlistina. Engan veginn er hægt að gera upp á milli laga en þó vil ég nefna þrjú lög sem sennilega ættu að vekja áhuga einhvers ef hann hefur ekki heyrt neitt frá Talking Heads. Þetta eru lögin „New Feeling", „Psycho Killer" og „Take me to the River“. Með þessari plötu hefur Talk- ing Heads skipað sér í hóp stóru hljómsveitanna og sannað það að hún er einhver merkilegasta hljomsveit seinni ára. FM Gisting í tvær nætur og sigling meö Baldri fram og til baka yfir Breiöafjörö, meö viökomu í Flatey, fvrir aöeins 645 krónur. Skreppiö í Stykkishólm, skoöiö Snæfellsnes og Breiöafjarðareyjar -perlur íslenskrar náttúru- slakiö á í friðsæld á fyrsta flokks hóteli. VANTAR ÞIG VINNU (n VANTAR ÞIG FÓLK í Þl ALGLYSIR l'M ALLT LAND ÞEGAR ÞU AUG- LÝSIR í MORGUNBLAÐINU [>=0eEe[nlIB)M)eD4 Einnig fylgir m.a.: Verö 27. júlí 1982 Beinskiptur 5 gíra EX • Litaðar rúður • Hiti, þurrka afturrúðu • Speglar stillanlegir innan frá • Snúningsmælir • Klukka/dagatal • Ásamt fleiru kr. 160.000 Sjálfskiptur m/ overdrive EXS kr. 169.000 Honda á Islandi Suðurlandsbraut 20, sími 38772. SérklasAning Mœlaborö Vökvastýri Útvarp/segulband/rafm.ioftnet Sóllúga/rafdrifin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.