Morgunblaðið - 20.08.1982, Síða 16

Morgunblaðið - 20.08.1982, Síða 16
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGUST 1982 „Fatnaöur fyrír íslenskar aðstæöur“ RÆTT VIÐ ÖRN JÓHANNSSON, ANNAN EIGANDA VERSLUNARINNAR ÖSSU „Ég hef veriö spurður aö því, hvort grundvöllur sé fyrir nýrri tískuverslun í Reykjavík. Ég svara þessari spurningu hiklaust játandi og tel aö evrópska línan, sem viö erum meö, eigi eftir aö falla fólki vel i geð," segir Örn Jóhannsson annar eigandi verslunarinnar ASSA á Laugaveginum, en hinn eigandinn er kona hans, Friörikka Guðmundsdóttir. Sá fatnaöur, sem her er til sölu, er einkum frá Þýskalandi og Danmörku. Eitt aöalfyrirtækið, sem við skiptum viö, framleiöir undir heitinu Laurel. Hér er um aö ræöa fatnaö eins og pils, jakka, peysur, blússur og kápur, sem hægt er aö velja saman á ýmsa vegu. Sú sem hannar þennan fatn- aö var áöur fatahönnuöur hjá þýska fyrirtækinu Mondi, en fyrir nokkrum árum stofnaði hún eigiö fyrirtæki og byggir hún sitt fataúr- val upp ekkert ósvipaö og Mondi. Frá fyrirtækinu Lecomte erum viö meö sportlegan fatnaö, eins og peysur, skyrtur og buxur, einnig þennan fatnaö er hægt að velja saman á fleiri en einn veg. Strenesse er líka þýskt fyrir- tæki, sem framleiöir einkum kápur, dragtir og stakka, svo og fínan kvöldfatnað eins og pils, buxur og jakka. Hægt er að velja saman fatnaö frá þessum þremur fyrir- tækjum, þvi fatnaöurinn frá þeim hæfir vel hver öörum. Hrásilkifatnaöurinn frá Elisa- beth Rudolph, sem viö erum meö, er fyrir kvöldið. Þessar flíkur eru danskar. Hægt er aö fá náttkjóla, handklæöi og þvottastykki frá þessu fyrirtæki. Finnst okkur tilval- iö að vera meö gjafahluti svona inn á milli. Þá erum viö meö buxur úr teygjuefni frá Gloríu Vanderbilt, bæöi úr gallaefni og flaueli. Viö er- um einnig meö pils, blússur og peysur frá þessu sama fyrirtæki. It’a me er vörumerki fyrirtækis, sem viö höfum umboö fyrir, en það framleiðir fremur pönkaöan fatnað fyrir unglinga. Rúskinns- og leöurvörur eins og pils, buxur og jakkar eru frá Claus Pind, sem starfar í Danmörku.Skór og töskur eru svo frá ítalska fyrir- tækinu Sebastian og þaö má geta þess aö Margrét Danadrottning spásseraöi mikiö á stígvélum frá þessu fyrirtæki meöan á Græn- landsdvöl hennar stóð. Sá fatnaöur, sem viö bjóöum upp á, er fyrir konur á aldrinum 18—40 ára. Höfum við lagt á þaö áherslu að vera meö fatnaö, sem hæfir íslenskum aöstæöum. „Þú spyrö aö því, hvort ég hafi komið nálægt tískufatnaöi áöur, en svo er ekki og heldur ekki kon- an mín, en hún er hjúkrunarfræö- ingur. Ég er aö Ijúka námi í bygg- ingartæknifræöi en þaö nám hef ég stundaö aö undanförnu úti í Óðinsvéum. Samhliöa náminu höf- um viö hjónin veriö meö heildsölu, sem heitir DANCO hf., og höfum vö flutt inn ýmislegt fyrir ungabörn eöa allt frá snuöi upp i barna- vagna. Þaö má eiginlega segja aö þetta sé hálfgerö ævintýramennska aö vera stofna tískuverslun, ef miöaö er viö efnahagsástandiö nú. En þaö þarf líka aö hafa unga menn, sem þora að framkvæma hlutina, þaö lífgar svolítiö upp á þetta allt saman. Auövitaö er dýrt aö setja upp búö eins og þessa, en vinir og kunningjar hafa veriö okkur ein- staklega hjálpsamir og var unniö dag og nótt viö aö ganga frá versl- uninni áöur en hún opnaöi. Innrétt- ingarnar koma allar frá Danmörku og eru unnar af Jörgen Hansen, sem kom hingað sérstaklega til aö setja þær upp. Einnig hefur veriö mér til aöstoðar Nelly Kops, sem rekur verslun viö Strikiö í Kaup- mannahöfn, en sú verslun selur meöal annars skó frá Sebastian. Viö höfum ákveöið, aö hafa hér tiskusýningar í versluninni á hverj- um föstudegi, þegar koma inn nýj- ar vörur, því verslunin er rúmgóö og því auðvelt að koma slíkum sýningum fyrir og mun ég auglýsa þær deginum áöur. Þaö hefur veriö mikil vinna viö að setja þessa verslun upp, raun- verulega meiri vinna en ég bjóst viö í upphafi, en þetta er spenn- andi verkefni og þaö er mikiö aö gerast, en ég tek þessu samt frem- ur rólega," sagði Örn Jóhannsson. Tvær nýjar tískufataverslanir hafa veriö opnaöar með stuttu millibili í Reykjavík. t>»r eíga þaö sammerkt aö hafa á boöstólum vandaöan og sígildan fatnaö frá víöur- kenndum fyrirtækjum í Noröur-Ameríku og Vestur- Evrópu. Viö ræöum hér viö eígendur þessara verslana og spyrjum þá meöal annars hver só sá grundvöllur, sem þeir byggja á og spjöllum um þann fatnaö, sem þeir bjóða upp á og sýnum svolítið sýnishorn af honum. Fágæt umslög á FRÍMEX1982 Frímerki Jón Aöalsteinn Jónsson í síöasta þætti fyrir viku var birt mynd af sjaldgæfu bréfspjaldi frá 1879, sem sýnt er þessa dagana á FRÍM- EX-1982. Um leiö var gefið í skyn, að margt annað fágæti yröi sýnt þar. Nú er komið í Ijós, viö hvaö var átt. Er sjálfsagt að helga þáttinn þessu nýja efni, sem menn líta nú augum í fyrsta sinni á frímerkjasýningu þeirri, sem haldin er á Kjarvalsstööum til að minnast 25 ára afmælis Félags frímerkjasafnara og þess starfs, sem það hefur innt af höndum í þágu frímerkjasafnara hér á landi öll þessi ár. Áriö 1973 var haldin mikil frí- merkjasýning á Kjarvalsstööum, ISLANDIA 73, af þvi tilefni, aö hundraö ár voru liðin frá útkomu fyrstu íslenzku frímerkjanna. Þá vildi svo skemmtilega til, að fram komu hvorki meira né minna en sjö skildingabréf, áður ókunn, og eitt svonefnt aurabréf með þjón- ustufrímerkjum á. Þetta var ein- stæður fundur, enda settu þessi bréf sérstæðan svip á sýninguna, og voru þó þar fyrir 20 skildinga- bréf í söfnum ýmissa sýnenda. Þegar ákveöiö var aö halda af- I mælissýningu 1982, greindi ég | formanni F.F. frá því, aö ýmislegt áhugavert myndi vera til í Þjóö- skjalasafninu, sem gaman væri aö fá til sýningar. Veitti Bjarni Vil- hjálmsson þjóöskjalavöröur góö- fúslega leyfi sitt til aö athuga nánar það, sem fundizt heföi í skjalasafn- inu síöustu árin, og taka eitthvaö af því á væntanlega sýningu. Síöan voru valin 46 bréf eða umslög, og eru tíu þeirra meö skildingafrí- merkjum á og öll áöur ókunn. Er fjöldi skildingabréfa þá oröinn um 50. Er enginn efi á, að þetta er langmerkasti fundur gamalla ís- lenzkra umslaga til þessa, og tæp- lega trúlegt, aö annar eins eigi eftir aö gerast í frímerkjaheimi okkar. Rétt er aö benda sérstaklega á þaö, aö þessi umslög öll hafa legiö óhreyfð um og yfir hundraö ár og hafa því hvorki orðiö fyrir áhrifum Ijóss né misjafnri meöferö manna. Þau halda því „ferskleika" sínum, og þaö er mikils viröi í augum frí- merkjafræöinga. Á þann hátt má fá nákvæma mynd af réttum litum hverrar prentunar, því að aura- merkin svonefndu voru flest endurprentuö og sum oft á þeim rúma aldarfjórðungi, sem þau voru í notkun, og aldrei varö liturinn nákvæmlega eins og áöur. Lítum svo á nokkur skildinga- bréf, sem sýnd eru. Hér eru fjögur almenn bréf meö 4 sk. merkjum, en þau eru víöar þekkt. Aftur á móti gegnir allt ööru máli um þau sex bréf, sem eru með svokölluö- um þjónustufrímerkjum á. Þau frí- merki máttu aöeins embættis- menn nota og einungis á embætt- isbréf. Upplag þeirra var alltaf lítið í samanburöi viö almenn merki, svo aö þau eru eölilega sjaldgæf og ekki sízt á heilum umslögum. Fram aö þessu hafa veriö þekkt sex þjónustubréf meö skildinga- frímerkjum á, en nú bætast önnur sex viö og sum þeirra meö áöur óþekktu burðargjaldi. Hér er eink- um ástæöa til aö benda á tvö bréf, sem hvort um sig er frímerkt með tvennd af 8 sk. merki og einu 4 sk. merki. Annaö bréfanna er frá í apr- íl 1873 og því elzta skildingabréf, sem vitaö er meö vissu um aldur á. Árið 1876 varö að gefa út ný frímerki í samræmi viö myntbreyt- ingu áriö áöur, og komu nú aurar í stað skildinga. Þessi frímerki nefndust því aurafrímerki og voru bæði almenn og þjónustumerki. Elzta almenna auramerkið er 5 aura blátt og mjög sjaldséö. Hér eru fjögur bréf meö þessu merki, ýmist sér eöa meö öörum verögild- um. Þá er þetta frímerki með tvenns konar tökkun, og eru þær báöar hér. 20 aura frímerki fjólu- blátt frá 1876 er einnig sjaldgæft merki og ekki sízt á bréfi meö skýrum lit, því að liturinn er mjög næmur fyrir Ijósáhrifum. Hér er eitt umslag með 10 merkjum á fram- hlið og þremur á bakhliö eöa alls 13 merkjum. Auk þess er svo eitt 10 aura af 1. prentun. Þetta hefur verið óvenjuhátt buröargjald, enda

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.