Morgunblaðið - 12.09.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982
53
gengiö vonum framar. Ég haföi
lítiö fengiö aö spreyta mig hjá
liði Bayern á síöasta tímabili og
það er gott aö vera kominn á
fulla ferö í slaginn aftur.
Þaö reyndi á mann sálarlega
aö þurfa alltaf aö sitja á bekkn-
um hjá Bayern. En það kenndi
manni líka aö þaö veröur aö taka
hlutunum þó ekki gangi allt aö
óskum. Þaö var viss reynsla aö
vera settur til hliðar.
Hvert er nú takmark leik-
manna í Stuttgart 6
keppnistímabilinu? Er stefnt aö
meistaratitli eöa gera menn sig
ánægöa með aö ná Evrópu-
sæti?
— Viö leggjum áherslu á aö
komast í UEFA-keppnina á
næsta ári. Ætlum okkur aö reyna
aö veröa í einu af sjö efstu sæt-
unum í deildinni. Menn eru ekki
með neinar gyllivonir. Þaö er
langt og strangt keppnistímabil
framundan og allt getur gerst.
En ef viö spilum rétt úr spilum
okkar, ætti okkur aö takast aö
ná takmarkinu sem er, eins og
ég sagöi, UEFA-sæti.
Ertu ánægöur meö þaö hlut-
verk sem þjálfari Stuttgart ætl-
ar þér í liðinu?
— Já, þaö er ég svo sannar-
lega. Mér finnst mjög svipað aö
leika hér og meö Standard á sín-
um tíma. Ég fell mjög vel inn í
þau leikkerfi sem þjálfarinn legg-
ur upp. Og næ góðu sambandi
viö aöra leikmenn liösins. Staöa
mín er erfiö og ég verö aö skila
mikilli vinnu á vellinum á meöan
á leiknum stendur, en ég er í
góöri æfingu og á ekki erfitt meö
það.
Nú hefur þú átt viö þrálát
meiösli aö stríöa og þau hafa
sett strik í reikninginn hjá þér.
Ertu aö verða góöur af þeim,
eöa há þau þér ennþá?
— Ég er nýbúinn aö vera hjá
færasta sérfræöingi V-Þýska-
lands í íþróttameiöslum. Sá hef-
ur meöhöndlaö allra helstu
íþróttamenn landsins um langt
skeið. Hann tjáði mér eftir aö
hafa skoöaö mig, aö ég þyrfti aö
gangast undir uppskurö.
Ég hef átt viö mjög þrálát og
slæm meiðsli aö stríöa í náran-
um. Afar slæma tognun. Ég var
aö ná mér þegar keppnistímabil-
iö var aö hefjast, en meiöslin
tóku sig upp.
— Síðan hef ég veriö spraut-
aður og deyfður fyrir hvern leik.
En sérfræöingurinn sagöi mér
aö þaö mætti ég ekki láta gera
• Ásgeir er meö ólíkindum
skotfastur knattspyrnumaöur.
Hér sést hann vera aö æfa skot
Ljótm. ÞR.
lengur. Ég yröi aö reyna aö
þrauka og spila ódeyföur fram
aö jólafríinu. Þá kemur hlé í einn
og hálfan mánuö í deildarkeppn-
inni hór og þá stendur til aö
skera mig upp.
— Ég mun aö öllum líkindum
veröa í 10 daga á sjúkrahúsi, en
þarf um þaö bil sex vikur til aö
ná mér. Fram aö þeim tíma verð
ég á mjög stífum pillukúr. Þarf
aö boröa allt aö 20 pillur á dag.
En þaö er iítil von til þess aö
meiöslin skáni. Ég mun reyna að
leika ódeyföur. Hvernig sem þaö
tekst nú.
— Eins og stendur get ég
ekkert notaö hægri fótinn nema
til þess aö hlaupa. Á mjög vont
meö aö beita honum nokkuö viö
sendingar og skot. Vinstri fótur-
inn er hinsvegar mikið skárri.
Þaö þarf aö öllum líkindum aö
skera mig upp beggja megin í
náranum og klippa á og strekkja
vel á böndum sem þar eru.
— Þetta er einn af þessum
hlutum sem maður veröur aö
sætta sig viö, þó aö þaö sé
slæmt að þurfa aö gangast undir
uppskurö á miðju keppnistíma-
bili. En ef meiðslin lagast ekki,
sem lítil von er til, er ekki um
annaö aö ræöa, sagöi Ásgeir.
— ÞR.
Ásgeiri
er ætluð
lykilstaða
í liði
Stuttgart
á tímabilinu
Þaö hefur sjaldan veriö búist
viö miklu af knattspyrnuliöinu
Stuttgart í upphafi keppnistíma-
bils þýöverskra. Og gildir það
einu hvort sjálfskipaöir knatt-
spyrnusérfræöingar eða forráöa-
menn liðsins hafa átt í hlut. Þó
hefur raunin oft og tíðum oröiö
sú, aö félagiö uppskar meir en
ráö var gert fyrir. En þrátt fyrir aö
þaö hafi aldrei veriö í hópi allra
sterkustu iiöanna, má segja aö
félagiö hafi stundum komiö
skemmtilega á óvart. Þaö sem
ber því ef til vill gleggst vitni, er
árangur liösins síöustu fjögur ár.
Á þessu tímabili hefur liöið þris-
var sinnum náö aö tryggja sór
sæti í UEFA-keppni.
En í fyrra var markiö sett
hærra: Þá átti aö gera Stuttgart
aö stórveldi á knattspyrnusviö-
inu. Og þjálfarinn og forráöa-
menn liösins lýstu yfir því, aö
ekkert kæmi til greina annaö en
meistaratitillinn. Til aö þessi
draumur gæti ræst var fjárfest í
miöframherjanum Dieter Muller
og franska landsliösmanninum
Diedier Six á vegum félagsins.
Reyndist kaupveröiö vera 2,5
milljónir marka fyrir þá báöa. — í
upphafi virtist allt ganga sam-
kvæmt áætlun sökum þess aö
liöiö bar sigurorö af andstæöing-
um sínum í fyrgtu þremur leikjun-
um. En síöan fór að síga á ógæfu-
hliöina. Og þegar upp var staðið,
var liöiö rétt fyrir ofan miöja
deild. Vann liöiö sér ekki einu
sinni rétt til þátttöku í UEFA-
keppninni.
I kjölfar þessa slaka árangurs
uröu róttækar breytingar á liöinu.
T.a.m. fór landsliðsmaöurinn
Hansi Muller frá fólaginu, en hann
lék fáa leiki á síöasta keppnis-
tímabili sakir meiösla. Þá var
Leikmenn VFB Stuttgart: Efsta röö, frá vinatrí, Makan, Sigurvinaaon, Allgöwer, Reichert, Bialon, Niedermayer,
Six, Betreuer. Miöröö, frá vinatri, Beithaua, þjálfari, Entenmann, aöatoöarþjálfari, Flad, MUIIer, Weiaa, Habiger,
Kelsch, Karlheinz Förster, Braun, nuddari, og Jeske, sjúkraþjálfari. Neösta röð, frá vinatri. Jeske, Ohlicher,
Schlierer, Gruninger, Roleder, Hadewicz, Bernd Förater, Schafer. Fyrirliði Stuttgart er Bernd Förater, 26 ára
gamall. Meöalaldur i liöínu er 25,8 ár. Þeir sem eru fastir leikmenn meö liðinu og leika alla leiki eru: Roleder,
Schafer, K-H Förater, Makan, B. Förster, Niedermayer, Allgower, Kelsch, Ásgeir Sigurvinsson, Kempe og Six!
Liöiö er í heild metiö á 12 milljónir marka. Fyrir aö vinna leik fá leikmenn 3000 mörk í bónus. Ef jafntefli veröur fá
leikmenn 1500 mörk. . _
Helmut Bentheus, þjáHari
Stuttgart. Henn tók vió liö-
inu fyrir keppnistlmabiliö,
og óskaöi eftir því aö Ásgeir
yröi keyptur. (17 ár samfellt
þjálfaói Benthaus Basel I
Sviss. Hann hefur 127 þús-
und íslenskar krónur í mán-
aðarlaun hjá félaginu.
þjálfaranum, Júrgen Sunder-
mann, sagt upp störfum. í þelrra
stað komu Ásgeir Sigurvinsson
og Kurt Niedermaier frá Bayern
Múnchen og Thomas Kempe frá
Duisburg. Einnig var þjálfarinn
Helmut Benthaus ráöinn til fé-
lagsins, en hann gat sér orö fyrir
aö hafa þjálfaö svissneska liöiö
Basel samfleytt í 17 ár. Og telja
fróðir menn að þaö sé Evrópu-
met. — Hvaö sem því líöur er
hinn nýi þjálfari öllu hæverskari
en fyrirrennari hans: „Við stefn-
um aö því aö endurheimta sæti
okkar í UEFA-keppninni.“ — En
fyrir félagið er meira í húfi, því aö
fá veröur meö öllum ráöum þá
áhorfendur sem sögöu skiliö viö
liöiö og hættu aö mæta á völlinn
á síöasta keppnistímabili til fylgis
viö það á ný. Að vísu er útlitið
ekki gott: Um 20% færri ársmiöar
voru seldir fyrir þetta keppnis-
tímabil en í fyrra. En til að fólagiö
sé rekiö hallalaust þurfa aö meö-
altali 28 þúsund áhorfendur aö
sækja heimaleiki þess í vetur. Á
síöasta ári brugöu forráðamenn
liösins sér i gervi falsspámanna
og áætluöu aö um 33 þúsund
áhorfendur kæmu á völlinn til aö
styðja viö bakiö á sínum
mönnum. Sú spá stóöst engan
veginn og berst félagið því nú í
bökkum. Og þó aö fyrrverandi
þjálfari liösins, Sundermann, hafi
gefiö þaö loforö á síöasta keppn-
istímabili aö leikin yröi sóknar-
knattspyrna til aö laöa aö áhorf-
endur, gleymdist sá mikilvægi
þáttur sem vörnin er. Afleiöingin
varö sú, aö liöiö tapaöi hverjum
leik á fætur öðrum. Af þessu
spruttu ýmis leiöindamál sem
geröu einungis illt verra. Förster-
bræöurnir, sem eru skærustu
stjörnur liösins, fóru t.d. aö viöra
ýmsar hugmyndir um breytt
leikskiplag í trássi viö þjálfarann.
Ennfremur lýsti Hansi Múller yfir
því, aö hann heföi í hyggju aö
yfirgefa félagiö. — Nú telur aftur
á móti Benthaus aö bjartari tímar
fari í hönd. Og sá maður sem
hann ætlar lykiistööu í liöinu er
Ásgeir Sigurvinsson. Meö honum
á aö hefja félagið til vegs og virö-
ingar á ný.
Segja má aö hlutverk Ásgeirs
sé tvíþætt: Annars vegar aö
stjórna leik liösins og hins vegar
vera aöalskytta þess. Benthaus
hefur nefnilega gert sér grein fyrir
því, aö Ásgeir er feiknalega skot-
fastur. En Ásgeir á ekki einvörö-
ungu aö bera ábyrgö á leik liös-
ins, heldur hefur Benthaus í
hyggju aö láta öðrum leik-
mönnum í té erfið verkefni á
knattspyrnuvellinum í því skyni
aö koma andstæöingunum sífellt
á óvart. Hvort þetta ber árangur
eða ekki veit guöinn einn. En
gengi liösins í fyrstu leikjunum
lofar vissulega góöu um fram-
haldiö.
Benthaus hefur einnig fastmót-
aöar hugmyndir um leikskipulag
liösins: Nú á ekki aö falia í annaö
sinn í sömu gildruna. j staö þess
að leggja höfuðáherslu á sóknina,
eiga miövallarleikmennirnir að
móta leik liösins; því til staöfest-
ingar má nefna aö hann aetlar
einungis aö hafa tvo sóknarmenn
í liöinu. En þaö mun þó mál
manna aö vörnin veröi áfram
helzti veikleiki liösins. Aö vísu er
Förster-bræörum þar tii að
dreifa, en margir telja aö það sé
ekki nóg fyrir þá sök aö hinir
varnarmennirnir eru allir fremur
slakir.
En a.m.k. er Benthaus í betri
aöstööu en fyrirrennari hans, því
aö nú talar enginn um titilinn í
Stuttgart. Og þó ...