Morgunblaðið - 12.09.1982, Síða 8

Morgunblaðið - 12.09.1982, Síða 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 Filippseyjar: ÞEGAR komið var inn í tandur- hreina og nýja glæsilega flugstöð- ina við Manilla á Filippseyjum, þar sem þjónusta var með slíkum ágætum að leitun má vera á öðru eins, hugsaði ég, hvar mér var sóp- að áhugalaust gegnum tollskoðun, að mikið hlyti þetta að vera skipu- lagt og pottþétt þjóðfélag, hér hlyti margt að vera í röð og regiu eins og oft er í harðstjórnarríki. En þessi dýrð mín stóð ekki lengi. Uti fyrir flugstöðinni beið leigu- bíll til að aka mér á Hótel Manilla og tók nú við einhver ævintýra- legasti akstur, sem ég hef lent í um dagana. Það ná engin lýs- ingarorð yfir skelfingu mína þar sem ég flengdist til í sætinu á leið- inni til hótelsins, ég hugsaði með mér hvort það yrði örugglega sent skeyti heim um slysið, sem ég var sannfærð um að væri í vændum og færi svo ólíklega að ég kæmist lif- andi á hótelið skyldi ég verja dög- unum i Manilla við sundlaugina og ekki hætta mér út í þessi ósköp á nýjan leik. Því að í orðsins fyllstu merkingu: menn keyra þarna bara þvers og kruss — og aðallega kruss. Umferðarljós virðir ekki nokkur sem vill telja sig mann með mönnum, það liggur við að hver bíll keyri ofan á öðrum. Samt komumst við heil á hótelið og það verður sannarlega að telj- ast saga til næsta bæjar. Og auð- vitað hafði ég enga eirð í mér til að liggja við sundlaugina. Svo að ég ákvað að taka mér leigubíl inn í miðborgina, þegar ég var búin að skola af mér ferðaryrkið. Hristst um holóttar götur í jeppastrætó og spjallaö við eldri frú á kaffihúsi Ég tók ljómandi sannfærandi leigubíl og bað bílstjórann að fara með mig inn í miðborgina. Þegar við vorum komin hálfa leið brotn- aði gírstöngin og samstundis hafði myndazt þvílíkt umferðaröng- þveiti, að ég er efins í hvort þeim hefur enn tekizt að greiða úr því. En þá kom þarna að sérfilippeyskt fyrirbrigði sem eru jeppastrætó- arnir, furðulegt sambland af glæsikerru og rútubíl frá 1930. Þeir komast leiðar sinnar þótt allt annað klikki, ég smeygði mér upp í jeppastrætóinn og hann hökti og skjökti um holóttar moldargöt- urnar — því að hann var öldungis ekki að fara beint inn í miðborg, hann kom víða við og það gaf mér líka kost á að gera mér eilitla grein fyrir þessari borg. Manilla er ákaflega dreifð og sum hverfi hennar fögur og skipu- lögð og þar eru glæsilegir skrúð- garðar, og á hinn bóginn eru svo íbúðarhverfi þeirra sem minna mega sín og þeir eru greinilega í Jeppastrætó. Hefði maður átt að fara í teboðið? i Á fleygiferð um Austurlönd fjær meirihluta í þessari átta milljóna manna borg. Með mér í bílnum voru einkum Filippseyingar, þeir tóku mér fagnandi og bentu mér á ýmsa staði sem þeir töldu ég hefði gaman af að sjá sem útlendingur, aftur á móti dróst ekki upp úr þeim orð þegar ekið var um snautlegri hverfin, en það er kannski skiljanleg ástæða fyrir því, þá höfðum við einfaldlega nóg að gera að halda okkur, meðan jeppastrætóinn hentist eftir hol- óttum götunum og stórfurða að hann skyldi ekki liðast í sundur á staðnum. Vegna þess hve Manilla er dreifð fékk ég ekki tilfinningu fyrir gríðarlegri stærð hennar, en þetta var óneitanlega athyglisverð ökuferð í rösklega 32 stiga hitan- um. Síðan sté ég út úr þessu far- artæki og hafði þá ekki greitt eyri fyrir aksturinn og virtist enginn ætlast til að ég gerði það. Ég rölti um og horfði á þetta iðandi mannhaf, þó var eins og allir gættu sín á því að vera ekki marg- ir saman, enda handtökur sjálf- sagðar, ef fimm manns safnast Daginn eftir var sagt frá því að Im- alda hefði fylgt manni sinum á sjúkrahúsið ... saman — og hefur þó herlögum verið aflétt fyrir löngu. Eftir að hafa gengið um lengi, villzt af leið, lent inn á litríkum markaði, farið um stórmarkað á mörgum hæðum og gægzt inn í litlar búðir, þar sem allt var á boðstólum, hvort sem um var að ræða tau eða tölur ell- egar skrækjandi grísi. ákvað ég að fá mér hressingu. Ég fann mér vinalegan stað og pantaði mér einn bór sem heitir San Miguel og er ljómandi góður. Eldri kona bauð mér sæti hjá sér og við tók- um tal saman. Hún var augljós- lega vel efnum búin, enda kom í ljós að þau hjónin áttu hús í Man- illa og annað á eynni Mindanao sem er einna syðst 5 eyjaklasan- um. Ég spurði hana um stjórn- málaástandið í ríki þeirra Marcos og Imöldu. „Ástandið er auðvitað betra en þegar herlögin voru í gildi," sagði hún og skimaði í kringum sig. En hins vegar væri því nú svo háttað, þrátt fyrir allt, að ekki væri nokkur maður óhult- ur fyrir útsendurum forsetahjón- anna og fylgifiska þeirra. „Okkur er ekki einu sinni óhætt að tala um þetta hérna nema mjög lágt,“ sagði hún, „það er aldrei að vita nema einhver af þjónunum sé á hans snærum og fylgist með því að ekki séu látin óvirðuleg orð falla um þau.“ Hún bað mig að nefna ekki nafnið sitt ef ég skrifaði eitthvað frá Filippseyjum og við það er sjálfsagt að standa jafnvel þótt maður efist um að Marcos lesi Morgunblaðið spjaldanna á milli. Eyjaklasinn þar sem austriö og vestriö mætast Mér fannst athyglisvert hversu opinskátt fólk var ef spurt var um stjórnmál og var þá ekki alltaf að tala í lágum hljóðum. Fólk kvart- aði undan harðræðisstjórn Marc- osar, og þeim lífskjaramun sem væri manna á meðal og ekki væri reynt að brúa. Og burt séð frá lífskjaramun, þá ríkir þarna held- ur ekki frelsi, ómæld eru þau hryðjuverk sem forsetinn hefur Iátið fremja á þessum fallegu eyj- um á valdaárum sínum, væntan- lega til að treysta sig í sessi. Það er mikið stáss gert út af þeim hjónum í blöðum á hverjum degi, tíundaðar eru góðgjörðir þeirra og vakin athygli á öllum þeirra ferðum. Stundum voru pínulitlir eindálkar í blöðunum um, að einhverjir sóðalegir hryðjuverkamenn hefðu verið handteknir, vegna þess að þeir voru með voðaverk á prjónunum. Til margs af þessu fólki spyrst síð- an ekki meir. Filippseyjar tilheyra vissulega Suðaustur-Asíu, en að mörgu leyti hygg ég að eyjarnar séu ólíkar öðrum löndum í þessum heims- hluta. Langflestir tala ensku auk sinnar eigin mállýzku og þótt þeir haldi í heiðri forna siði og hefðir, bera þeir margir sterkan keim af spönskum áhrifum, enda ekki óeðlilegt með tilliti til fortíðarinn- ar. Ég fór eitt kvöldið að horfa á filippeyska þjóðdansa og söngva og fannst mikið til um, en þeir höfðu ótvíræðara vestrænna yfir- bragð en víða annars staðar í Suð- austur-Asíu. Fornleifafræðingar hafa fundið merki um að ættbálkar hafi lifað á eyjunum þegar klasinn var enn fastur við meginlandið. Þó eru fyrstu íbúar þeirra jafnan taldir Negóítar, sem munu vera ættbálk- ur örsmárra dverga sem enn haf- ast við inni í frumskógunum og lifa þar sams konar lífi og fyrir árþúsundum. Eftir að þeir komu til eyjanna munu Indónesar hafa komið frá Súmötru og Jövu og á eftir þeim tóku Malajar að flytjast til eyjanna og hröktust þá þeir sem fyrir voru lengra inn í landið. Kínverskir og arabískir kaupa- héðnar gerðu sér tíðförult til eyj- Við Manilla-hótel beið sannfærandi leigubíll. Kin af sölubúðunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.