Morgunblaðið - 12.09.1982, Side 31

Morgunblaðið - 12.09.1982, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. SEPTEMBER 1982 79 Perú: Þekktum þingmanni útskúfað Lima, Perú, 10. aeptember. AP. ÞEKKTUR perúanskur þingmað- ur úr flokki Belaunde Terry, for- seta, hefur verið rekinn úr flokkn- um fyrir að gagnrýna stefnu ríkis- stjórnarinnar. Þingmaður þessi, Julio Cesar Galindo, átti sæti í mannréttindanefnd flokksins og hefur oft og einatt látið í sér heyra upp á síðkastið og ekki vandað rík- isstjórninni kveðjurnar. Hefur hann sakað stjórnvöld um yfir- gang og kúgun við bændur og staðhæft að fangar væru pyntaðir. Ríkisstjórnin hefur neitað öllum þessum ásökunum, en vinstri sinnuðum skæruliðum hefur vaxið mjög ásmegin upp á síðkastið og stjórnvöld svarað með auknum handtökum og boðum og bönnum. Ur flokknum voru einnig reknir tveir aðrir fulltrúar, en ekki jafn þekktir og Galindo, fyrir að greiða atkvæði gegn stjórninni í nýaf- staðinni atkvæðagreiðslu. Gaddafi heimsótti Pólland Varsjá, 10. seplember. AP. MOAMMAR Gaddafi, þjóðhöfðingi Líbýu hélt frá Varsjá í dag eftir eins dags heimsókn í Póllandi. Gaddafi kom til Póllands til að ræða stjórn- málaleg og efnahagsleg samskipti ríkjanna, að því er talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði í dag. Gaddafi hitti flesta forystumenn pólska kommúnistaflokksins, meðal annars Jaruselski hershöfðingja og forsætisráðherra. Gaddafi hélt síðan til Vínar- borgar að hitta Bruno Kreisky kanzlara. Einnig er búizt við að hann komi við í Búlgaríu á þessu ferðalagi sínu. I óstaðfestum heimildum AP- fréttastofunnar sagði, að meðan Gaddafi var í Póllandi hefði verið gengið frá viðskiptasamningum milli ríkjanna og væri þar meðal annars kveðið á um að Pólverjar sendu fjórtán þúsund tækni- menntaða menn á ýmsum sviðum til starfa í Líbýu. EF ÞAÐ ER FRÉTTNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐENU Beztu þakkir til allra fyrir heimsóknir, gjafir og skeyti á sjötugsafmælinu, 22. ágúst sl. Halldór Ágústsson frá Hróarsholti. Hugheilar þakkir til bama minna, bamabama, tengda- bama og allra ættingja og vina, sem glöddu mig með gjöfum, skeytum, blómum og heimsóknum á 80 ára af- mæli mínu 6. september sL Guðfylgi ykkur um ókomin ár. Ingigerdur Jóhannsdóttir, Hjallabraut 5, Hafnaríirði. JPinnréttingar Skeifan 7 - Reykjavík - Símar 83913 -31113 forusta! VÖNDU innréttingaframleiösla Bjóðum úrval glæsilegra innréttinga með fjölbreyttum uppsetningarmöguleikum. 20 ára reynsla segir meira en mörg orð. - Lítið við og skoðið úrvalið. Gerum verðtilboð, teiknum, og ráðleggjum þeim sem þess óska. Fallegt handbragð í fyrirrúmi. •möbelfakta Gæðaprófað Aðili að svensk Mobelinstetute

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.