Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 55 Norræn tónlistar- hátíð hefet í dag Tónlistarhátíðin „Ung Nordisk Musik“ verður haldin í Reykjavík dagana 19.—26. september. Þessi hátíð, sem efnt er til árlega, er haldin til skiptis á Norðurlöndun- um fimm. Er þetta í annað sinn sem hún fer fram hér á landi. Gestir hátíðarinnar að þessu sinni eru hollenska tónskáldið Ton de Leeuw, sem mun halda fyrirlestra, standa fyrir námskeiði um nútíma tónsmíðaUekni, auk þess sem tón- leikar verða með verkura hans. Breska söngkonan Jane Mann- ing, sem einkum er kunn fyrir túlkun sína á nútímatónlist, mun halda söngnámskeið á hverjum degi hátíðarinnar, hún mun einnig halda tónleika, þar sem m.a. verða flutt ný verk, sér- staklega samin fyrir hana af ís- lenskum tónskáldum. Sett verður á stofn 85 manna samnorræn sinfóníuhljómsveit, og mun hinn þekkti bandaríski hljómsveitarstjóri Arthur Weisberg stjórna henni. í lok hátíðarinnar mun hljómsveitin halda tónleika, einleikari verður Diana Kennedy víóluleikari frá Bandaríkjunum. Um 120 manns frá Norður- löndum sækja hátíðina, tón- skáld, hljóðfæraleikarar og fréttamenn frá norrænu út- varpsstöðvunum, svo eitthvað sé nefnt. Auk fyrrgreindra tónleika verða 11 tónleikar víðs vegar um borgina og verður flutt samtals 41 verk eftir ung norræn tón- skáld, þar af 11 íslensk, 7 þeirra hafa ekki áður átt verk á opin- berum tónleikum. Tónleikarnir verða af ýmsu tagi, kammertón- leikar, tónleikar með elektrón- ískri músik og Sinfóníuhljóm- sveit íslands verður með tón- leika undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Einleikari á þeim tónleikum verður Roger Carls- son, slagverksleikari frá Svíþjóð. Á sunnudagskvöld, 19. sept- ember, verða haldnir tónleikar í Menntaskólanum við Hamrahlíð með verkum eftir hollenska tónskáidið Ton de Leeuw og hefj- ast þeir kl. 20. Hljómsveitar- stjóri verður Guðmundur Emils- son. Flutt verða þrjú verk á þess- um tónleikum: Music for Strings, and They Shall Reign for Ever, og Reversed Night. Music for Strings er verk fyrir tólf strengjaleikara, sem var samið 1970 að beiðni Listahátíð- arinnar í Zagreb fyrir hljóm- sveitina Soloists of Zagreb. Þeir sem flytja þetta verk eru: Rut Ingólfsdóttir, Unnur María Ing- ólfsdóttir, Laufey Sigurðardótt- ir, Lilja Hjaltadóttir, Þórdís Stross og Gerður Gunnarsdóttir (fiðla), Hrefna Hjaltadóttir, Sesselja Halldórsdóttir, Helga Oddrún Guðmundsdóttir (víola), Arnþór Jónsson, Haukur Hann- esson (selló) og Richard Korn (bassi). Það er engin leið að lýsa Music for Strings hvað varðar lagræna eða hljóðræna þróun þess. Þýð- ingarmesti þáttur þessarar tón- listar er líklega hinar stöðugu breytingar á lögun hennar og lit, líkt og í kviksjá. Hin iðandi form eru í þessu tilfelli hljóðræn, sett saman úr þúsundum örsmárra skeytinga, færsla, míkrótóna, styrkbreytinga o.s.frv. Andstætt þessum síbreytilega hljóðheimi eru nær hreyfingarlausir, krist- allaðir hljómar, er heyrast í upp- hafi verksins. Þeir mynda bak- grunn og veita skýra andstæðu vegna stöðugleika síns. Eðli þessarar tónlistar krefst mikils krafts og einbeitingar af hálfu hljóðfæraleikaranna. Hver þeirra gegnir nokkurs konar ein- leikshlutverki án þess að verða nokkurn tíma allsráðandi. Manuela Wiesler flytur verkið Reversed Night. Það var samið 1971 fyrir einleiksflautu, og er útfærð gerð flautuverksins Night Music (1966). Ýmsar vídd- ir tónlistar víxlast og renna saman í þessu verki. Verkið lýsir hljóðlátum og friðsælum minn- ingum um þögn næturinnar, en andstætt þeim eru ofsafengin köll og uppkomur sem trufla þögnina hvað eftir annað. Mið- hluti verksins er settur saman úr mjög hröðum og spenntum hreyfingum, er flökta umhverfis ákveðna tónmiðju. Fjórða víddin kemur að lokum fram og um- breytir hún áðurkomnum ein- kennum í nýjan þátt, sem er rólegur og líðandi. í þessu verki er stemmningum og einkennum komið til skila á svipaðan hátt Ton de Leeuw og gert er í indversku rasa, þar sem tónlist er ætlað að lýsa mannlegum tilfinningum á efra vitundarstigi. Verkið And They Shall Reign for Ever flytja eftirtalin: Rut Magnússon söngur, Johan Donk- er Kaat horn, Sigurður Snorra- son klarinett, Snorri Sigfús Birgisson píanó, Árni Áskelsson og Eggert Pálsson ásláttarhljóð- færi. Þetta verk er samið 1981 í tilefni tvö hundruð ára afmælis formlegra samskipta Hollands og Ameríku. Verkið er samið fyrir messó-sópran, klarinett, horn, slagverk og píanó. Textinn samanstendur af brotum úr Opinberunarbók Jóhannesar. Opinberun sýnarinnar af eyð- ingu heimsins er túlkuð í sex ólíkum þáttum, sem lýsa á víxl tilfinningum vona og örvænt- ingar. Ton de Leeuw fæddist í Rott- erdam árið 1926. Hann hóf tónsmíðanám hjá Toebosch og Badings, hélt síðan til Parísar og var við nám hjá Messiaen og Hartmann. Þegar hann kom aft- ur til Hollands, lagði hann stund á austurlenska tónlist í fjögur ár undir leiðsögn Jaap Kunst. Hann hefur lengi kennt tónsmíðar við Tónlistarháskólann í Amster- dam og var skólastjóri skólans árin 1971—1973. Þess má geta, að Ton de Leeuw kemur óbeint við sögu íslenskrar tónlistar, þar eð þrír íslendingar hafa lært hjá honum tónsmíðar; Gunnar Reynir Sveinsson, Jónas Tóm- asson og Snorri Sigfús Birgisson. Meðal helstu verka Ton de Leeuw eru: Útvarpsóratorían JOB, en fyrir hana hiaut hann verðlaun árið 1956. Þar notar hann bæði söng og tal, hljóm- sveit og elektróník. I fyrsta kvartetti sínum og í hljómsveit- arverkinu Mouvements Rétro- grades (1957) beitir hann rað- tækni á skýrt afmarkaðan hátt. Árið 1961 dvaldi Ton de Leeuw á Indlandi í boði hollenska menntamálaráðuneytisins og hefur austurlenskra áhrifa gætt í tónlist hans síðan, t.d. í hljómsveitarverkunum Ombres og Nritta. Symphonies of Winds samdi hann árið 1963 fyrir mjög stóra sinfóníska blásarasveit. Það verk er tileinkað Igor Strav- insky, sem samdi verk með sama nafni fyrr á öldinni og byggir Ton de Leeuw á hljómi úr Stra- vinsky-verkinu. I þessu verki notar hann í fyrsta sinn nótna- skrift, sem er sjónræn með tilliti til tíma. Eftir árið 1965 tekur Ton de Leeuw að nýta rými í tón- verkum sínum og semur röð af verkum, sem bera heitið Spatial Music. I verkinu Spatial Music I er 32—48 hljóðfæraleikurum dreift um salinn. í Spatial Music II fyrir> slag- verkssveit er hljóðfæraleikurun- um einnig dreift á vissan hátt og staða þeirra látin hafa áhrif á tónlistina, og í þriðja verkinu er heilli hljómsveit dreift í fjögur horn salarins og breyta menn stöðu sinni meðan á flutningi verksins stendur. I Spatial Music IV eru 12 hljóðfæraleikarar á stöðugri hreyfingu kringum fasta punkta, sem eru píanó og tveir slagverksmenn. Haiku II er fyrir sópransöngkonu, sem syng- ur á sex mismunandi stöðum í salnum og er henni fylgt eftir af fjórum blásurum, en hljómsveit- inni er skipt í fimm hópa. Af dramatískum verkum Ton de Leeuw má nefna Alceste, sem er ópera fyrir sjónvarp, De Droom, óperueinþáttungur, og Litany of Our Time, sem er sérstaklega samið fyrir sjónvarp. Ennfremur má geta þess að kammertónleikar verða haldnir mánudaginn 20. september kl. 20.30 á Kjarvalssöðum. Þar koma fram norrænir hljómlist- armenn. Svíinn Lars-Ove Börj- esson flytur verkið Mue-Zan sem samið er fyrir altflautu, klarin- ett, bassklarinett, trompet horn, túbu og selló, Hróðmar I. Sigur- björnsson flytur tilbrigði fyrir tvo gítara, Steen Pade frá Danmörku verkið Strygekvartet, Finninn Tapio Nevanlinna leikur verkið Duetto, Cecilie Ore frá Noregi verkið Le Tombeau des Naiades og Hjálmar H. Ragn- arsson flytur verkið Rómansa. Eins og áður sagði munu sópr- ansöngkonan Jane Manning og Ton De Leeuw halda námskeið í tengslum við þessa tónlistarhá- tíð í næstu viku. Jane Manning hefur getið sér góðan orðstír fyrir flutning á 20. aldar tónlist sem og hefðbund- inni tónlist. Hún hefur sungið í óperum og óratoríum og komið fram á mörgum einleikstónleik- um. Jane mun halda söngnámskeið þar sem hún leiðbeinir söngvur- um. Á morgun kl. 10 heldur hún fyrirlestur um nútímasöng- tækni, en námskeiðið hefst kl. 14 sama dag og er síðan daglega að miðvikudegi undanskildum, frá kl. 10-13 og 14-17 fram á föstudag. Fyrirlesturinn og námskeiðið fara fram í Tónlist- arskólanum í Reykjavík og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Ton de Leeuw heldur fyrir- lestra og námskeið um tónsmíð- ar og tengsl austrænnar og vest- rænnar tónlistar. Fara fyrir- lestrarnir og námskeiðið fram í Norræna húsinu kl. 16—18 mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag. Fyrsti fyrirlest- urinn fjallar um tónlist Indó- nesíu. Einnig verða sýndar iit- skyggnur og leikin tónlist. Að lokum má geta þess að aðgangur á fyrirlestra og námskeið Jane Manning og Ton de Leeuw er ókeypis og öllum heimill. Bílaeigendur — bílaeigendur Tökum aö okkur aö hreinsa miöstöövarkerfi, vatns- kassa og vélablokkir meö kemískum efnum. Sími eftir kl. 5, 43116 og 12521. Fljót og góö afgreiðsla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.