Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 8

Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 8
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 Stiklað á stóru um nunnur og nunnuklaustur á íslandi TKXTI: ARNALDUR INDRIÐASON „Guð blessi þæru Það voru munkar, sem fyrstir byggðu ísland, segir sagan. Papa köllum við þá, komu frá Irlandi. Þá var landið víst kallað Thule, en eyja á sunnanverðum Austfjörðum var nefnd eftir þeim. Það er Papey. Hingað leituðu munkarnir einveru og næðis og friðar frá erli heimsins. Hér fundu þeir það. Þeir lifðu fábreyttu lífi en tengsl við Drottin Guð almáttugan voru sterk. Þeir bjuggu víða um landið, segir sagan. Sumir í hálfgildings klaustrum. Svo hrökktust þeir burtu. ísland var ekkert svo byggilegt land, jafn- vel fyrir munka sem ekki gera miklar kröfur ef þeir aðeins geta dregið andann og tignað Drottin sinn. Skrítið að fyrstu byggð ból á íslandi skuli hafa verið klaustur. - Hin fyrstu klaustur - „Kajxilskuni mönnum á miðöld- um |m')Uí vænlejíast til sáluhjálpar — ok {>yhir raunar enn — að ger- ast einsetumenn eða ganga í klaustur til að fá næði til að til- biðja Guð og lifa með þeim hætti, er menn hugðu að hann hefði mesta vel|x'>knun á,“ segir Jón Jó- hannesson í Sögu Islendinga, fyrsta hefti, þegar hann greinir frá upphafi klaustra á Islandi. Ekki er vitað hver varð brautryðj- andi klausturlifnaðar hér á landi, en elsta klaustrið var sett á Þing- eyrum 1133, á biskupsárum Ketils Þorsteinssonar. Þar var Bene- diktsregla. Reglurnar voru mis- munandi, en þeim var það öllum sameiginlegt að sá eða sú sem gekk í klaustur skyldi heita hlýðni (við regluna og yfirboðara sína), hreinlífi og fátækt (þ.e. uppgjöf allrar einkaeignar). Sagt er að Hróðólfur biskup (um 1030—1049) hafi sett munklífi í Bæ í Borgar- firði og þrír munkar hafi orðið þar eftir, er hann fór brott þaðan. Það hefur verið fyrsta tilraun til klausturstofnunar hér á landi. Árið 1155 setti Björn biskup Gilsson klaustur að Þverá (Munkaþverá) í Eyjafirði. Líklega hefur Þverá verið ættarsetur hans, því hann mun hafa verið af- komandi Einars Þveræings í bein- an karllegg, sonur Gils Einarsson- ar, Járn-Skeggjasonar, Einarsson- ar Þveræings. Á Munkaþverá var Benediktsregla eins og á Þingeyr- um. Fyrsti ábótinn var Nikulás Bergþórsson. Hann hafði framast erlendis, var skáld og lét rita „Iæiðarvísi og borgarskipan“, er fjallar um leiðir til Rómar og Jórsala. Magnús biskup Einarsson í Skálholti hafði keypt til staðarins þar nær allar Vestmannaeyjar og ætlaði að setja þar munklífi, en honum entist ekki til þess aldur. Hann fórst i húsbruna i Hítardal 1148 með 72 mönnum. Meðal þeirra, sem björguðust, var Þor- leifur beiskaldi Þorláksson (d. 1200). Hann var goðorðsmaður, bjó i Hítardal, og mun siðar hafa beitt sér fyrir setningu klausturs þar, og hefur þess verið til getið að eitthvert samband hafi verið milli brunans í Hítardal og klaustur- stofnunarinnar. í klaustrum þeim, sem hingað til voru stofnuð hér á landi og í nunnuklaustrunum, er síðar voru sett á fót, var Benediktsregla. Hana stofnaði Benedikt frá Nursia 529 og var hún stundum í klaustrum erum við frjálsar Klaustur þeirra Jósefssystra i Garðabæ er sex ára gamalt, en saga systranna hér spannar yfir 86 ára tímahil. Klaustrið er fallegt, á skemmtilegum stað og þar hafast þær við 15 talsins og einn prestur. Klaustrið er hvildarheimili fyrir nunnurnar, sem þjónað hafa guði og mönnum alla sina æfi, fórnað sér óskiptar í það og ekki hlotið neitt að launum. Laun þeirra eru heldur ekki metin af mönnum, til þess eru þau of dýrmæt. Þau eni metin af þeim, sem þær trúa á og hafa fórnað æfi sinni fyrir — og eflaust metin að verðleikum. Nunnurnar eru erlendar, allar þýskar utan ein, hún er ítölsk. Þær elstu hafa þjónað guði sínum hér á landi í allt að fimmtíu ár. Þær og forverar þeirra reistu Landakotsspítala. Alveg frá þvi að fyrstu fjórar nunnurnar stigu á land í Reykjavíkurhöfn höfðu St. Jósefssystur hafist við i Landa- koti. Og fyrstu híbýlin voru ekki glæsileg. Þær settu það ekki fyrir sig. Þeirra síðustu hýbýli, klaustr- ið í Garðabæ, er glæsilegt og hæf- ir þeim vel. Systurnar hafa það gott í ellinni í Garðabænum. Fara á fætur eldsnemma á morgnana og ekkert er gert fyrr en farið hef- ur verið með stutta bæn. Dagur- inn líður í kyrrð og ró, við bænir og hannyrðir og snemma er gengið til hvílu. „Ég var ekki eldri en 12 ára þeg- ar ég ákvað að verða nunna,“ segir systir ApAllonia, lítil og broshýr við mig þegar ég er sestur i dag- stofuna í klaustri þeirra systra í Garðabænum til að forvitnast nokkuð um nunnur og klaustur hér á íslandi. Systir ApAllonia er fædd í Þýskalandi í bæ, sem hét Gleiwitz, sem nú tilheyrir reyndar Póllandi — segir hún með nokk- urri eftirsjá. En 12 ára er fulllítill aldur til að gerast nunna og 16 ára líka eins og ApAllonia komst að raun um þegar hún reyndi það. Hún var beðin að bíða í þrjú ár í viðbót og þá yrði hún tekin inn. Þremur árum seinna var hún flutt til Danmerkur. Það aftraði henni ekki að hún var í ókunnu landi. Um leið og hún náði aldrinum 19 ár gekk hún i klaustur þeirra St. Jósefssystra. Það var í heimabæn- um hennar, Gleiwitz í Þýskalandi, sem hún ákvað að ganga í klaust- ur. Þær voru margar kunningja- stúlkur hennar, sem gerðu það sama. Árið 1946 kom hún hingað til ísiands og hóf að starfa á Landa- koti. Hún er lærð hjúkrunarkona — eða hjúkrunarfræðingur eins og sagt er í nútímanum — segir hún á sinni sérkennilegu íslensku og hlær. Fyrir tveimur árum hætti hún að vinna á Landakoti og flutti í klaustrið í Garðabænum. Við hliðina á systur ApAlloniu situr í setustofunni systir Vin- centia. Hún er frá N-Þýskalandi. Hún flutti einnig til Danmerkur og gekk þar í klaustur St. Jósefs- reglunnar. Og þó systir ApAllonia hefði oftast orðið í þessu viðtali, kinkaði Vincentia samþykkjandi kolli og tók undir með systúr sinni. Og þegar Vincentia talaði kinkaði ApAllonia kolli. Þannig voru þær sama sinnis um hvern einasta hlut. Þannig eru eflaust systurnar 15, allar sem ein sál. Hvers vegna ákváðuð þið að helga lífi ykkar Guði og ganga i klaustur? — Við gerðum það tii að fórna okkur algerlega fyrir Guð. Þið hefðuð ekki getað gert það án þess að ganga í klaustur? — Nei. Ef við erum utan við klaustrin getum við ekki verið óskiptar í þjónustu okkar við Guð. I klaustrum erum við frjálsar. Þar höfum við ekki um mann og fjöl- skyldu að hugsa, ekki um klæðnað eða skemmtanir, eða matarboð og aðrar félagslegar skyldur. Vissu- lega er hægt að þjóna Guði utan við klaustrin, en það er öðruvisi en í klaustri. Hvað felst í því heiti, sem þið sverjið þegar þið verðið nunnur og gangið í klaustur? — Það gengur þannig fyrir sig að tvö og hálft ár líða í klaustrinu áður en fyrsta heitið er unnið. Eft- ir fimm ára reynslutíma er geng- ist undir heit, sem gildir til æfi- loka. Rétt eins og þegar sagt er við giftingu að hún verði trú honum til æfiloka og gagnkvæmt. Þannig bindumst við Drottni. í heitinu felst sem sagt að vera trú Guði til æfiloka og kirkjunni — að hjálpa öðrum — að giftast aldrei — að lifa í fátækt — að lifa í samfélagi með öðrum systrum og að skipta öllu á milli okkar. Að ganga í klaustur, það er eins og að gifta sig? — Já, það má segja það. Nema hvað að gifta sig, það er náttúran. Að ganga í klaustur, það er svolít- ið annað. Þið hafið aldrei séð eftir að hafa unnið þessi heit? — Nei. Það höfum við aldrei gert. Ef við værum ungar aftur færum við aftur í klaustur. Hvernig leist ykkur á að vera sendar til íslands? A: Það var hræðilegt til að byrja með. Ég hélt ég væri komin í eyði- mörk. Engin tré, ekkert gras og yfirleitt lítill gróður. Og það var kalt. Ég kom í byrjun vors og á milli Hafnarfjarðar og Reykjavík- ur var þá ekkert nema hraun. Já, það var hræðilegt til að byrja með, en eftir tvö ár var ég orðin rótföst hérna og nú vil ég aldrei fara héð- an. V: Mér þótti gaman að koma hingað. Ég kom í júní í glampandi sólskini þó það væri um miðja nótt. Það skiptir held ég máli á hvaða tíma fólk kemur hingað. Ég held að fallegasti tími ársins sé sá tími, sem ég kom á. íslendingar eru alveg sérstaklega gott fólk. Þeir eru hjálplegir og samvinnu- þýðir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.