Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 61 Er lífíð löður? Nýlega kom út hjá Farrar, Strauss & Giroux í New York ný skáldsaga eftir perúanska rithöfundinn Mario Vargas Llosa sem sennilega er þckktastur fyrir skáldsögu sina „The Green House“ (La Casa Verde) frá árinu 1968. Nýja bókin heitir í bandarísku útgáfunni „Aunt Julia and the Scriptwriter" og er 374 bls. að stærö. í bókinni, sem Vargas Llosa seg- ir vera að einhverju leyti sjálfs- ævisögulega, setur hann fram þá hugmynd að sé grannt skoðað sé lífið ekki ýkja ólíkt velluþætti í sjónvarpi (soap opera) og að í raun sé vellan ef til vill ein af grund- vallareindum frásagnarlistarinn- ar, lífið sé löður. Sögusviðið er höfuðborg Perú, Lima, fyrir þrjátíu árum. Sögu- maðurinn, Mario, er átján ára námsmaður sem vill verða rithöf- undur og fær dálítil laun fyrir að endursemja fréttapistla úr dag- blöðum fyrir útvarpsstöð í borg- inni. Tveir atburðir, sem gerast samtímis, breyta lífi hans. Annar er sá að útbrunninn framhalds- þáttahöfundur frá Bólivíu tekur til starfa við stöðina, hinn er, að systir eiginkonu frænda Marios kemur til Lima. Hún er 32 ára og fráskilin. Mario fellur fyrir báðum þessum manneskjum. Konan heit- ir Julia og er á höttunum eftir eig- inmanni. Handritahöfundurinn, Pedro Camacho, er smávaxinn og hlægilegur í algeru húmorleysi sínu. Hann tekur starf sitt, sem hann kallar list sina, ótrúlega al- varlega. Mario dáist að því hvernig Pedro helgar sig starfinu. Hann skrifar, stjórnar og leikur í tiu framhaldsþáttum á dag og vinnur myrkranna á milli. Hann er illa læs og skrifandi og lifir í eymd og óhreinindum, en skrýðist grímum og hárkollum, þegar hann er að skrifa hlutverkin í velluþáttunum sínum. En einurð hans ber árang- ur. Pedro Camacho öðlast geysi- legar vinsældir í Perú. Mario segir sögu sina í þeim köflum bókarinnar sem bera Mario Vargas Llosa oddatölu að yfirskrift, en hinir kaflarnir eru smásögur. Þessar sögur eru vægast sagt rosalegar og verða æ svakalegri er á líður. Það sem er á ferðinni er það, að Vargas Llosa er að beita tækni Pedro Camachos við bókmennta- sköpun. Hann setur bara nýja leikendur inn í framhaldsleikritin. Smám saman fara þessar sögur Pedros að gefa sterklega til kynna aukna brjálsemi höfundarins eftir því sem vinnuálagið tekur meir á taugarnar. Þetta lýsir sér m.a. þannig að persónur Pedros taka að skjóta upp kollinum í vitlausum sögum og hann fer að deyða þær í hópum með jarðskálftum, eldsvoð- um, járnbrautarslysum og öðrum hörmungum. Svipað á sér stað í ástarsögu Marios og Juliu. Sú saga verður grátbrosleg þegar faðir Marios hótar að skjóta hann. Hin nýja saga Vargas Llosa þykir bæði fyndin og hlaðin stöð- ugri spennu, svo lesandann þyrstir ávallt í framhald eftir hvern kafla. — Byggt» Time. Traust og vel þekkt inn- flutningsfyrirtæki með þjónustustarfsemi Gamalt og gróiö fyrirtæki hyggst tvöfalda hlutafé sitt til aö fjármagna aukin umsvif og fjárfestingu í fram- tíöarsölu. Fyrirtækiö er meö mikla þekkingu á sviöi skrifstofutækni og er meö heimsþekkt umboö fyrir tölvur og önnur háþróuö tæki. Áætlaö söluverö nýs hlutafjár er 4.000.000. Áhugasamir aðilar leggi inn nöfn stn og símanúmer til Morgunblaösins eða til Fasteignasölunnar Kjör- eign s.f., Ármúla 21, Reykjavík, merkt 1113. Heilsuræktin Glæsibæ Þjálfun við allra hæfi. Morguntímar, hádegistímar, siðdegis- tímar og kvöldtímar. Sér morgunþjálfun fyrir dömur W ára og eldri. Upplýsingar og innritanir i sima 85655 alla virka daga frá 9—21. Einnigfyrir ellilifeyrisþega. Komið og kynnist hinni frábæru að- stöðu Heilsuræktarinnar i Glœsibœ. Komið og lœrið að geisla af gleði og lifs- þrótti. HEILSURÆKTIN GLÆSIBÆ SÍMI 85655 KENWOOD chef 8ESJ/ HJALPARKOKKUWNN KENWOOD CHEF fylgir þeytari, hrærari, hnoðari, grænmetis- og ávaxtakvörn, plasthlíf yfir skál. KENWOOD CHEF er til í þremur mism. litum. Ennfremur er ávallt fyrirliggjandi úrval aukahluta, svo sem, hakkavél, grænmetisrifjárn, grænmetis- og ávaxtapressa, kartöflu- afhýðari, dósahnífur ofl. (JMBOÐSMENN: < co cr Ql J L-húsið, Hringbraut 121, Reykjavík J L-húsið, Borgarnesi. Húsið, Stykkishólmi. Verslun Einars Stefánssonar, Búðardal. Kaupfélag Saurbæinga, Skriðulandi, Dal. Póllinn h/f, ísafirði. Verslun Einars Guðfinnssonar, Bolungarvík. Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi. Kaupfélag Skagfirðinga, Sauðárkróki. Radío- og sjónvarpsþjónustan, Sauðárkróki. Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri. Grímur og Árni, Húsavík. Radío- og sjónvarpsþjónustan, Selfossi. Kjarni, Vestmannaeyjum. Rafvörur, Þorlákshöfn. Verslunin Bára, Grindavík. Stapafell h/f, Keflavík. RAFTÆKJADEILD Verslun Sveins Guðmundssonar, Egilsstöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.