Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 28

Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 28
76 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 Hl'CAAIin « IMZ HniYtrt* *■» SYQdifi. yy Hvcnaer er \jor\ <X ■s\ön\Jc*x'f>S\J\ ð- gerð&rmönrvjnurvi ?" TM Rsg U S. Pat Off — all rlghts rnarvad • 1982 Los Angetes Tlmes Syndicate Li knlr. va-ri ekki hapgt art láta hana vera rúmliggjandi, útsol unum er alveg lokid á þessu hausti. l’lugvallarstarfsmennirnir eru í verkfalli, en gjörid svo vel að ganga um borð. HÖGNI HREKKVÍSI 8-/* IM fiu nSMPU PAI?A " ■ r^) 1 /Ö /n 1 „ NANM Eft BKKEHt 1» tOOKUNGA.1' „Er að furða þó að nautinu blöskri?“ Árni Helgason skrifar: „Góði Velvakandi! Mikil ósköp er að heyra. Allt að fara í strand. Enginn rekstrar- Krundvöllur. Vitlaus stjórnar- stefna. Allt í kaldakoli og allir á leið á sveitina. Þetta er tónn stjórnarandstöð- unnar í dag. Ja, það er Ijótt, ef satt er. En hvernig stendur þá á því, að aldrei hafa verið byggðar fleiri hallir, aldrei reykt meira, aldrei drukkið meira, aldrei fleiri farið í utanlandsreisur og aldrei fleiri hamast við að fá sér báta og bíla, svo að það er talið, að við séum annað mesta bílaland veraldar- innar miðað víð fólksfjölda? Það er enginn vandi að fara í nokkurra vikna verkfall. Hvað munar um einn kepp í sláturtíð- inni? Markaðirnir falla, sumt er nú að verða illseljanlegt, fiskurinn minnkar í sjónum, peninga- markaðurinn er dvínandi. Við þessu er bara eitt ráð sem dugir, og það er bara að hækka kaupið, fjölga opinberum starfsmönnum og bæta við nýjum bönkum. Svona einfalt er þetta. „Bara selja, bara græöa, bátar inn í landið flæða. Baksað er og bara eytt og borgað aldrei neitt." Þetta var kveðið fyrir nokkru. Það þarf að auka framleiðni, segir röddin, og þá kemur LÍÚ eins og engill af himni sendur, flotinn stoppar og framleiðnin vex. Það þarf að fækka sauðfénu og þá er bara að hamast við að byggja fleiri og fleiri fjárhús, og sláturhúsin þarf að stækka og gera þau svo fín og flott. Og það skiptir engu máli hvað þetta kost- ar. Mjólkina þarf að sækja langar leiðir, því að það er ekkert vit í því I að hafa kúabú í námunda við ' mjólkurstöðvarnar. Iðnaðurinn er I allur í froðu, gróði og tap, tap og gróði. Hvað er nú hvað? Það botn- I Árni Helgaaon ar enginn neitt í neinu. Og svo á úrræðalaus stjórnarandstaða að taka við og bjarga þegar nóg hefur verið grafið undan stjórninni, já, og þjóðfélaginu um leið. Ég segi nú bara eins og Kjarval sagði í eina tíð: „Er að furða, þó að naut- inu blöskri?" “ Frá Keykjavikurleikunum í frjálsum iþróttum. Verið að stela af fólkinu peningum sem það á með öllum rétti Angantýr Jónsson, Grindavík, skrifar 16. september: „Velvakandi! Lengi hafa íslenskir stjórn- málamenn í öllum flokkum klifað á því í fjölmiðlum, að brýnt væri að bæta kjör eldra fólksins sem mest og hlynna að því. En hefir þetta verið efnt sem skyldi? Ég sem þessar línur rita hér er búinn að vera tólf ár í stjórn Líf- eyrissjóðs verkafólks í Grindavík, svo að á þeim tíma hefi ég fylgst vel með þeim málum öllum. Tek hér eitt dæmi. Ekkja, sem flutti til Grindavík- ur frá Vestmannaeyjum eftir gos- ið, vann þar í sex ár og greiddi í áðurnefndan sjóð, sótti um eftir- laun úr honum er hún var orðin sjötug og fékk þau strax. Hefur hún fengið úr honum þar til í júlí sl., en þá fékk ég bréf frá umsjón- arnefnd eftirlauna um að þessar bætur yrðu felldar niður með öllu í ágúst sl. Ég spurði eftirlaunanefnd hvernig á þessu stæði. Svarið var að hún hefði svo háar makabætur að á þeim forsendum væri þetta fellt niður. Ég hringdi í dómsmálaráðu- neytið og fékk þau svör þar að þetta væri orðið að lögum fyrir nokkru. Dálaglegir þingmenn sem þjóðin hefur kosið til að arðræna eldra fólkið. Og eftir því sem ég best veit hafa ýmsir fleiri orðið fyrir þessu arðráni. Hafa lesendur nokkurn tíma heyrt annað eins? Ef fólk greiðir í lífeyrissjóð á það að fá sín elli- eða eftirlaun aldraðra þegar það er orðið sjötíu ára gamalt. Þarna er verið að stela af fólkinu peningum sem það hefur greitt í sjóðinn og á með öllum rétti. Þetta er heilsulítil kona, 75 ára gömul, og eru makabætur hennar Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til Tóstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfóng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Meira af frjálsum Ómar Hólm, Hafnarfirði, skrif- ar: „Kæri Velvakandi! Mig langaði til að beina einni spurningu til Bjarna Felixsonar: Er ekki hægt að sýna aðeins meira af frjálsum íþróttum í sjónvarp- inu? Ég tók eftir því, að skrifað var um það í þessa dálka fyrr í mánuðinum, að meira mætti sýna frá körfuboltaleikjum sem hér eru háðir og eins frá leikjum með liði Péturs Guðmundssonar í Banda- ríkjunum. Þetta tek ég undir. Það ætti að vera hægt að sýna fleira en þennan sífellda fótbolta. Með þökk fyrir birtinguna." kr. 2.900 á mánuði; það sem hún fékk úr sjóðunum hjá mér kr. 1.200. Hún þarf að greiða í húsa- leigu á mánuði kr. 3.500 og í hús- sjóð um 500 kr. á mánuði, svo að makabæturnar og eftirlaunin hrukku rétt fyrir þessum kostnað- arliðum. Hún hefur eftirlaun frá Tryggingastofnun ríkisins kr. 4.300 á mánuði, með tekjutrygg- ingu, og á hún þá að lifa á þessum krónum og borga bæði rafmagn, hita og meðul og allt sem svo til þarf. Það sjá allir heilvita menn að svona lagað getur ekki gengið og ekkert réttlæti er í þessu. Góðir lífeyrissjóðs- og eftirlauna- þegar! Ykkur er boðið upp á það sem þið hafið varla átt von á. Eg skora á þá menn sem að þessu arðráni standa að svara þessari grein minni eða gefa sig fram við mig annaðhvort í síma eða með blaða- skrifum, svo að ég viti hverjir þeir eru, þessir óvinir gamla fólksins."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.