Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 30

Morgunblaðið - 19.09.1982, Side 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 Utangarðsmenn endurreistir inn an veggja Egó? Ef marka má þau orö, sam Járnsíðan hefur heyrt, og ekki er minnsta ástæöa til að vantreysta, virðist allt benda til þess aö Utangarðsmenn séu aö rísa upp á afturlapp- imar á ný, en að þessu sinni innan veggja Egósins. Nei, þeir bræöur Mikki og Danny Pollock eru ekki gengnir til liðs við Bubba Morthens, en Rúnar Erlings- son, bassaleikari, virðist vera á góöri leið með það. Eftir því sem Járnsíöan hef- ur fregnaö kom upp óánægja innan Egósins vegna fram- mistöðu Þorleifs, bassaleik- ara, fyrir örfáum dögum. Hljómsveitin er að æfa fyrir aöra breiöskífu sína, sem kemur út fyrir jólin. Heldur hún í hljóöver innan skamms og þá er eins gott að hafa allt á hreinu. Heimildir Járnsíöunnar herma, að Þorleifi hafi verið lagt á hilluna til skamms tíma a.m.k. og Rúnar leiki með Egó á plötunni. Hvort hann verður síðan ráöinn í framhaldi af því er ekki vitað. Rúnar var hins vegar oröinn hálf-trúlofaöur hljómsveit Sigurgeirs Sigmundssonar. Hin nýja Start. Frá vinstri: Oavíð Karlsson, trommur, Pétur Kristjánsson, sðngur, Eövarð Lárusson, gítar, Ágúst Ragnarsson, gítar og hljómborð, og Jón Ólafsson, bassi. Morgunblaöió/Emilía. Steini í Þey finnst ekki Margir hafa hringt og spurst fyrir af hverju Þorsteinn Magnússon. Steini, hafi ekki verió meö Þeysurum á Risa- rokkinu í Höllínni um fyrri helgi. Skýringin er einfaldlega sú aö Steini er týndur. Var síöast vitaö af honum á ísafiröi, en þegar maöur var sendur þangaö til þess að ná fundum hans, fannst gítarsnillingurinn hvergi. Til stóö aö sólóplata hans kæmi út um þessar mundir, en útgáfu hennar hefur veriö frestaó um óákveóinn tíma. Eftir áreiöanlegum heimildum hefur Járnsíóan þaö, aö Þeys- arar hyggist halda áfram fjórir og hafi jafnvel þegar tekið ákvöröun um slíkt. „Þaö tekur sinn tíma að koma bandinu á fulla ferð“ — segir Pétur Kristjánsson, en er bjartsýnn á framtíðina hjá Start „Það tekur sinn tíma að koma bandinu á fulla ferö, við æfum stíft þessa dagana,“ sagði Pétur Krístjánsson, forsprakki hljómsveitarinnar Start, er Járnsíðan heimsótti hana fyrir nokkrum dögum þar sem hún var á æfingu. „Við eigum að leika á tveimur réttarböllum eftir hálfan mánuð og annaö þeirra er á heimavelli okkar, Félagsgarði í Kjós.“ Eins og þegar hefur veriö skýrt ásamt tveimur öörum. frá á Járnsíöunni uröu þær breyt- ingar á hljómsveitinni, aö þrír meö- limanna hættu. Voru þaö þeir Ei- ríkur Hauksson, Kristján Edelstein og Nikulás Róbertsson. .Eiríki fannst, sem ekki gæfist nægur tími til aö vinna í frum- sömdu efni á meöan viö værum á þessum þeytingi um landiö. Þess vegna hætti hann. Kristján fór með honum en Nikulás ákvaö aö hætta upp úr þessu,“ sagöi Pétur. Eiríkur og Kristján gengu til liös viö Sigurgeir Sigmundsson, einn besta rokkgítarista landsins, og saman mynda þeir nýja hljómsveit Nýju mennirnir í Start eru þeir Eövarö Lárusson, gítarleikari, sem áöur lék meö Tíbrá á Akranesi, og Ágúst Ragnarsson, sem síöast lék á bassa meö Landshornarokkur- um. Hann mun leika á gítar og grípa í hljómborö öðru hverju í Start. „Þaö er ágætt aö fá nýtt blóö í hljómsveitina," sagöi Jón Ólafs- son, bassaleikari, loks þegar hann leit upp frá hljóöfærinu. Hinir tóku undir þaö. Eðvarö taldi þaö ekki þýöa miklar breytingar fyrir sig aö ganga til liös viö Start. Hann myndi halda sínu striki eins og hann var vanur aö gera meö Tíbrá. Ágúst var aftur á því aö þetta væri tals- vert stökk fyrir sig upp úr Lands- hornarokkurunum og þá ekki sist vegna þess aö nú léki hann á ann- aö hljóöfæri en þar. Þótt þrír meðlima hljómsveitar- innar standi nú á þrítugu var ekki neinn þreytuhljómur í mönnum. „Sumarið í sumar er þaö langbesta sem veriö hefur í sveitaballabrans- anum allt frá 1976 og reyndar þaö eina almennilega frá því þá. Diskó- iö hóf innreið sína upp úr því og drap alla lifandi músík. í sumar höfum viö verið meö blöndu laga af plötunni okkar og þrusurokklögum. Þaö prógramm hefur fengið góöar viötökur alls staöar nema á Akureyri. Þar virö- ast vera tóm diskófrík. Fólk þarf ekki aö halda aö þaö kaupi köttinn í sekknum þótt þaö fari á ball meö Start eftir breytinguna, viö höldum alveg okkar línu,“ sagöi Pétur. Reyndari mönnum í hljómsveit- inni bar saman um að aö vissu leyti væri mun skemmtilegra aö spila á böllunum í sveitinni en áö- ur. Fólk væri í dag miklu móttæki- legra fyrir allrahanda rokki en áöur og því væri ekkert um þaö aö ræöa aö hljómsveitin þyrfti aö halda sig viö ákveöin lög, heldur gæti hljómsveitin leikiö þau lög, sem henni féllu best í geö. Þegar ég skildi viö þá félaga voru þeir aö renna í gegnum lagiö „Hurt’s So Good“ meö John Coug- ar. Plata hans, American Fool, trónar nú á toppi bandariska list- ans. Ekki var aö heyra annaö en Start skilaöi því lagi meö prýöi, þannig aö aödáendur sveitarinnar vita hverju þeir eiga von á þegar hún mætir galvösk til leiks um mánaöamótin. — SSv. nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur... Splrff/85555: Nina Hagen má svo sannar- lega naga sig í handarbökin Hefur fólk heyrt tölvu-reggae? Ef ekki þá er hægt aó heyra slíkt undurvel flutt á plötu Spliff, 85555. Fyrstu kynni mín af v-þýsku hljómsveitinni Spliff var þegar ég heyröi lagiö Heute nacht, sem reyndar ber nafniö Tonight á ensku útgáfu plötu þeirra félaga, sem hér veröur fjallaö um. Strax viö þetta eina lag var Ijóst aó hér var athyglisverö hljómsveit á ferð. Plata hennar, 85555, sem út kom fyrir nokkru gerir þaö aö verkum, Frida/Something's going on: Lítil Abba-áhrif, en samt... ABBA-söngkonan Frida sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu. Þaö vantar ekki, aö hún byrjar vel og er mjög ólík því sem ABBA hefur veriö aö gera, en eftir því sem líöur é plötuna veróur ABBA-keimurinn sterkari og sterkari og endapunkturinn er skallapopp.Sérstaklega eru allar raddanir óþarflega keimlíkar því sem gerist hjá ABBA. Þó er margt á þessari plötu, sem er vel gert. Fyrri hliöin er mun áheyrilegri og kemur þaö nokkuö á óvart því á síöari hliöinni eru lög eftir fræga menn eins og Russ Ballard, Rod Argent, Bryan Ferry og Phil Collins, sem stjórnaöi upp- tökum á plötunni. Lag Ballard er þó, ásamt lögunum Tell Me it’ s Over og I Got Something, þaö besta á plötunni. Meö Fridu er fríöur flokkur kunnra hljóófæraleikara. Enda er ekki hægt aö finna neitt aö undir- leiknum sjálfum. Frida hefur ekki mikla rödd, en áheyrilega. Plata þessi veröur aö teljast þokkaleg byrjun á sólóferli, en óþarflega slakir punktar inn á milli- aö „nýbylgja" hverju nafni, sem hún nú nefnist, veröur hreinlega aö gjalti í samanburöi viö Spliff. Hljómsveitin Spliff haföi áöur þann starfa aö leika undir meö söngkonunni Ninu Hagen. Hverju svo sem um er aö kenna skildu leiðir þeirra og Hagen má svo sannarlega naga sig í handarbökin (ég veit að hún nagar neglurnar). Spliff er hljómsveit, sem á sér fáa líka í poppi nútímans. Sannast sagna veit ég lítió um þessa hljómsveit, utan hvaö hún er skipuö fjórmenningunum Bernard Potschka, Manfred Praeter, Reinhold Heil og Herwig Mitter- egger. Allt saman ákaflega sann- færandi þýsk nöfn, en kvenfólkiö myndi líkast til segja, aö þetta væru „svakalega Ijótir gæjar“. Ekki smáfríöir piltarnir. Platan 85555 er meö þeim heil- steyptari sem ég hef heyrt lengi. Samt eru hliöarnar á henni gerólík- ar. Sú fyrri er meö „mannlegri" og reyndar frábærum lögum á borö viö Deja Vu, Tonight og Emerg- ency Exit. Þar er tölvuvæöingin í algleym- ingí. Nokkurn tíma tekur aö melta síöari hliöina, en þegar þaö hefur veriö gert er hún ekki síóur áhuga- verö en sú fyrri. Spliff tekst betur upp en flestum öðrum á þessu sviði. Lögin eru ekki eins köld og fráhrindandi og menn eiga aö venjast úr tölvupoppinu. Á kafla í lokalaginu, In those days, minnir tónlistin meira aö segja dulítiö á War of the Worlds eftir Jeff Wayne, en þaö er þó ekki víða sem tónlist Spliff likist einhverju ööru, sem maöur hefur heyrt. Meö þessari plötu hafa V-Þjóð- verjar sýnt aö þeir geta fleira en spilaö góöan fótbolta og tapa heimsstyrjöldum. 85555 er af- bragös plata. nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur ... nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur... nýjar plötur...

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.