Morgunblaðið - 26.09.1982, Page 4

Morgunblaðið - 26.09.1982, Page 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 xxxxjLin Colourcylrt Vhoto Vandaöar stofumyndir Þaö er góöur siöur aö láta taka mynd af börnunum Þau vaxa, dafna og breyt- ast. Þessvegna er það svo gaman aö eiga góöa Ijósmynd. E* ; Gjafa- myndatökur aldraðra f tilefni árs aldraöra er mér sérstök ánægja aö bjóöa öllum 70 ára og eldri ókeypis myndatöku. Á hamingjustund ríklr há- tíðarstemmning á stofunni hjá mér. Ekta strigamyndir, Barr- okk-rammar, Innrömmun. Mikiö úrval. Það jafnast fáir á við Hauk hvað varðar skemmtilega sviðsframkomu. MorgunblaAiA/KÖE. Ánægjuleg kvöldstund með Hauki IIAtlKlIR Morthens sló í gegn, rétt einu sinni, á tónleikum i veit- ingahúsinu Broadway á sunnu- dagskvöldið, en tónleikarnir voru haldnir í tilefni þess, að Haukur var nú fyrir skömmu kjörinn heið- ursborgari Winnipeg í Kanada. Var kvöldstund þessi hin ánægju- legasta og hjálpaðist þar allt að, góð tónlist, stórgóður söngur Hauks svo og skemmtileg sviðs- framkoma, en i augnablikinu man ég ekki eftir neinum islenskum skemmtikrafti, sem jafnast á við Hauk í þeim efnum. Hann hefur á sér þetta alþjóðlega yfirbragð hins sviðsvana manns, sem er fátítt að sjá hér á landi. En það voru fleiri en Haukur, sem stóðu fyrir sínu þetta kvöld og má þar nefna söngkonurnar þrjár, sem fram komu, þær Kristbjörgu Löve, Soffíu Guð- mundsdóttur og Mjöll Hólm, að ógleymdri hljómsveitinni sem skipuð var þeim Guðna Guð- mundssyni, píanó, Eyþóri Þor- lákssyni, gítar, Guðmundi Steingrímssyni, trommur, Reyni Jónassyni, tenórsaxófón og harmónika, og Ómari Axelssyni, bassa. Þeir Eyþór og Reynir komu einnig fram sem einleikar- ar, Eyþór á gítar og Reynir á harmóniku. Kynnir var Jónas Jónasson og skilaði hann hlut- verki sínu með ágætum eins og hans var von og vísa. Þá má og geta þess, að Hrönn Geirlaugs- dóttir lék á fiðlu við undirleik Guðna Guðmundssonar áður en sjálfir tónleikarnir hófust, en að tónleikunum loknum var stiginn dans. Meðfylgjandi myndir voru teknar á tónleikum Hauks á Broadway og tala þær sínu máli, en myndirnar tók ljósmyndari Morgunblaðsins, Kristján Örn Elíasson. — Sv.G. Að loknum tónleikunum var stiginn dans „með sveiflu' „Opið hús“ hjá FEF á þriðjudag á Hótel Heklu FÉLAG einstæðra foreldra er nú að hefja vetrarstarfið og verður opið hús á Hótel Heklu, í kaffistofunni, meðlæti. Þangað koma félagar úr Vísnavinum, Kristín Bjarnadóttir les meðal annars undirbúning ráð- stefnu, sem verður í október um málefni einstæðra foreldra. Félags- menn eru hvattir til að fjölmenna á opna húsið og taka með sér gesti. Þá er í gangi nú happdrætti á vegum félagsins til að standa straum af lokafrágangi hússins í Skeljanesi, þar sem nokkru er ólokið í kjallara. Helgina 2. og 3. október heldur félagið sinn árlega og stóra flóamarkað í Skeljanesi 6, og um miðjan október hefst vænt- anlega dreifing á jólakortum FEF. Um frekari fundi og uppákomur verður tilkynnt síðar, þegar starfsnefndir hafa verið skipaðar, en það verður gert á opna húsinu og starfsfúsir félagar geta skráð sig í nefndir og starfshópa eftir áhugasviðum. (Frá stjórn FEF). eigin Ijóð og fleira verður á dag- þriðjudaginn 28. september frá kl. skránni. Einnig er ætlunin að ræða 20.30. Verður á boðstólum kaffí og innanfélagsmál, eflingu starfsins,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.