Morgunblaðið - 26.09.1982, Page 7

Morgunblaðið - 26.09.1982, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 55 • Arnór býr í mjög vistlegu húsi í Lokeren og þar hefur hann komið sér vel fyrir. • Arnór æfir mikið sjálfur í frístundum SÍnum. Ljósm. Þórarinn Ra)?narsson. minna á bekknum sem varamaður. Það var mikil reynsla og er mér minnisstæð. Ég ætla mér ekki á bekkinn aftur. Greip tækifærið um ieið og það bauðst Fjórða tímabilið mitt hér varð breyting á. Það kom nýr þjálfari og hann gaf mér tækifæri til að spreyta mig með liðinu í æfinga- leikjum. Ég greip tækifærið sem bauðst fegins hendi og skoraði í hverjum leik og barðist eins og Ijón fyrir sæti mínu í aðalliðinu. Én þá varð ég fyrir því óhappi að rifbeinsbrotna og var alveg frá í sex vikur. Þegar ég tók til við æf- ingar aftur vantaði mann á miðj- una hjá Lokeren og þangað var ég settur af þjálfaranum. Síðan hef- ur það verið staðan mín, fram- liggjandi tengiliður. Að vísu hef ég spilað fleiri stöður þegar vand- ræði hafa orðið. Þessi staða á vel við mig og nú hef ég leikið rúm- lega 100 leiki með Lokeren í þess- ari stöðu og leik hana líka með landsliðinu. Keppnistímabilið gekk vel hjá okkur, við náðum fjórða sæti og ég stóð mig nokkuð vel og lék alla leiki með liðinu og var öruggur með stöðu mína. Við þetta efldist svo sjálfstraustið sem er svo nauðsynlegt að hafa í atvinnuknattspyrnunni eins og í öðrum íþróttagreinum. Nú, þegar mitt fimmta keppnistímabil er að hefjast hér, er staða mín nokkuð sterk. Ég er í mjög góðri æfingu og á ekki von á öðru en að standa mig vel. Enda er mjög mikið í húfi. Samningur minn rennur út næsta vor og þá hef ég mikinn hug á því að skipta um félag. Komast í lið sem er mikið í sviðsljósinu — Ég stefni að því að reyna að komast í gott knattspyrnulið sem er mikið í sviðsljósinu. Ég mun gera allt til þess að losna héðan í vor. Ég veit að það hafa ensk og ítölsk lið verið með fyrirspurnir til Lokeren. Þá hafa lið frá V-Þýska- landi haft samband við Lokeren. En ég mun athuga minn gang mjög gaumgæfilega og flýti mér alls ekki að skrifa undir samning fyrr en ég verð fyllilega ánægður. Maður má alls ekki rasa um ráð fram í svona efnum. Langar mest til Englands og V-Þýskalands — Mig langar mest til Eng- lands eða V-Þýskalands. í báðum þessum löndum er knattspyrnan geysilega vinsæl og þar er leikin góð knattspyrna. Hvað verður mun tíminn skera úr um. En ég held að Ítalía verði ekki inni í myndinni strax. Ég hef brennandi áhuga á knattspyrnu og finnst ekkert skemmtilegra en að leika hana. Ég er ákveðinn í að ná eins langt í knattspyrnunni og nokkur möguleiki er. Það er reyndar draumur hvers einasta knatt- spyrnumanns að komast á topp- inn. Það er minn draumur að kom- ast þangað. Alveg efst. Ég hef gert það upp við mig að ganga í gegn um þetta, og þrátt fyrir að þetta sé harður skóli, þá er það þess virði. Markaskorarar í sviðsljósinu — Ég veit að ég þarf ýmislegt að bæta. Ég þarf að sanna mig enn betur. Þróa mig upp í að vera frek- ari og ákveðnari á leikvellinum. Jafnvel eigingjarnari, skora meira af mörkum því að markaskorarar eru auðvitað alltaf mest í sviðs- Ijósinu. Ég skoraði 9 mörk með liðinu á keppnistímabilinu í fyrra og ætla að reyna að gera enn betur núna. Samkeppnin í atvinnuknatt- spyrnunni er hörð og mikið um það að menn hugsi bara um sjálf- an sig. Til þess að ná góðum árangri og skara fram úr verður hver og einn að berjast fyrir sínu. Ég æfi til dæmis mikið sjálfur. Hér bak við húsið er góður grasvöllur og þang- að fer ég mjög oft og tek séræf- ingar. Ég æfi aukaspyrnur, knatttækni, held bolta mikið á lofti, æfi markskot, stutta spretti með boltann og ýmislegt fleira. Þetta byggist allt á þrotlausum æfingum. Hefur líkað vel í Lokeren — Þessi ár sem ég hef dvalið í Lokeren hefur mér líkað vel. Ég hef eignast góða vini, og um- hverfið hér er vinalegt og rólegt. Vissulega sakna ég íslands annað slagið og það er alltaf jafn gaman að koma heim, hvort sem það er í frí eða til að taka þátt í landsleikj- um. Ég tek þátt í öllum þeim Iandsleikjum sem ég er valinn í og þykir það heiður að spila fyrir land mitt. Landsliðinu hefur líka gengið vel að undanförnu og ég veit það vel að hér ytra er vel tekið eftir því þegar við stöndum í stór- þjóðum, svo ég tali nú ekki um ef við sigrum. Gerets sá erfiðasti — Ég á ekki von á öðru en að Lokeren-liðinu gangi allvel í vet- ur. Við erum með sæmilega gott lið og munum stefna að því að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni. Að mínum dómi gefur knattspyrnan hjá fimm bestu lið- unum hér í Belgíu ekkert eftir knattspyrnunni í Englandi eða V-Þýskalandi. Hér er mikið af góðum leikmönnum. Sá erfiðasti sem ég hef leikið gegn er bakvörð- urinn sterki hjá Standard, Gerets. Hann er sterkur varnarmaður sem gefur sinn hlut aldrei. Belgiu- menn eiga góða knattspyrnumenn. Þeir sýndu það best í HM-keppn- inni hversu vel þeir geta spilað. Til dæmis á móti Argentínu. Ég fylgist vel með knattspyrn- unni hér í kring. í Hollandi til dæmis. Þar á ég mér uppáhalds- ieikmann sem er Johann Cruyff. Hann er ennþá frábær leikmaður, og gerði lið Ajax að Hollands- meisturum í fyrra. Hann lætur þetta líta út fyrir að vera svo ein- falt og létt þegar hann leikur knattspyrnu. Af honum er margt hægt að læra. Læknaðist gegnum miðil Arnór hefur frá mörgu að segja, þrátt fyrir að hann sé ungur að árum. Og þegar hann er inntur eftir því hvað sé nú eftirminnilegt frá ferli hans fram að þessu segir hann mér frá einkennilegri lífs- reynslu sinni. — Ég varð fyrir mikilli reynslu fyrir tveimur árum, þá átti ég við mjög slæm meiðsli að stríða í baki. Svo slæm voru þau að ég gat ómögulega hlaupið, hvað þá leikið knattspyrnu. Ég átti mjög vont með svefn þar sem eymslin voru stöðug og ég varð helst að liggja á maganum. Ég hafði verið í með- ferð hjá læknum en fékk lítinn bata. Þá var það að hún amma mín setti sig í samband við Einar Einarsson miðil á Einarsstöðum. Sagði honum frá því hvernig væri ástatt hjá mér. Og viti menn, þremur dögum síðar hafði ég feng- Íð fullan bata. Ég geri mér varla grein fyrir því enn hvernig. En eymslin í bakinu hurfu alveg. Ég minnist þess að kvöld eitt eftir að talað hafði verið við Ein- ar, fór sonur minn, Eiður Smári, sem þá var á þriðja ári, inn í svefnherbergið, en kom til baka og var mikið niðri fyrir og sagði: Pabbi, það er maður inni í her- bergi. Ég kannaði málið og sá eng- an, og þessu var síðan gleymt. Þetta var sérstæð lífsreynsla. Af knattspyrnuvellinum er mér eftirminnilegast þegar Lokeren sigraði Saloniki frá Grikklandi í Evrópukeppninni, 4—0. „Mér tókst að skora fjögur mörk og náði mér mjög vel á strik. Þá eru lands- leikirnir sem ég hef spilað ofar- lega í huga mér. Vonandi verða þeir margir í viðbót í framtíðinni, segir Arnór. — ÞR. ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU AIGLVSIM.A SÍMINN KK: 22480 Húseigendur Viöhald — Nýlagnir Þarft þú aö endurnýja raflagnir, auka lýsingu, fá dyrasíma eöa breyta raflögnum fyrir heimilistæki? Viö bætum úr því, þar aö auki tökum viö aö okkur aö mæla og yfirfara rafkerfi. Önnumst einnig nýlagnir, raflagnateikningar og veit- um ráöleggingar varöandi lýsingu. Vanir menn. Fljót og góö þjónusta. Róbert Jack hf. löggiltir rafverktakar Flúöaseli 32, 109 FMk. Símar: 75886 Vestmanneyingar „10 eftirminnileg kvöld“ í Aöventkirkjunni viö Brekastíg Námskeið Glíman við streituna Meðal efnis: • Ertu aö undirbúa hjartaáfall • Hvaö orsakar streitu • 25 öruggir mótleikir • Slökun vööva, slökun hugar • Lykillinn — hvar er skráin? • Átta reglur — undirstaöan. Námskeiöiö hefst fimmtudagskvöld 30. september kl. 20.30. Allir velkomnir. Komiö og kynniö ykkur námskeiöiö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.