Morgunblaðið - 26.09.1982, Síða 20

Morgunblaðið - 26.09.1982, Síða 20
68 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. SEPTEMBER 1982 Hvernig fremja á sjálfsmorð Minn 27 ára gamli Frakki, Pat- rick Bondy, var búinn að vera at- vinnulaus í tæpt ár og fyrir u.þ.b. tveimur mánuðum tók hann inn of stóran skammt af barbítúr-töflum. I ágúst sl. svipti Michel nokkur Fazilleau sig lífi á svipaðan hátt á tjaldstæði í Frakklandi, en fjöl- skylda hans hefur lýst honum sem dulum og einraenum. Dennis Otterman var aðeins tuttugu og tveggja ára er hann stytti sér aldur í íbúð sinni i Strasbourg. Það var aðeins eitt sem þessir þrír menn áttu sameiginlegt: Hjá líkum þeirra allra fannst leiðarvísir með nákvæmum upplýsingum um það hvernig fremja ætti sjálfsmorð. Bókin „Hvernig fremja á sjálfsmorð" er 276 bls. að stærð og kostar um 100 krónur út úr búð og hefur verið á lista yfir metsölubækur í Frakklandi í tvo mánuði. I bókinni, sem á frum- málinu heitir „Suicide, Mode D’Emploi", er að finna langa og ítarlega lista yfir alls kyns eitur og lyf og hvaða magn af hverju sé banvænt. I öðrum köflum bók- arinnar er m.a. fjallað um sjálfsmorð og tryggingar, rétt- inn til að ákveða að deyja, sögu sjálfsmorða, aðra möguleika og staðsetningu. Bókin hefur vakið mikla reiði og hneykslun í Frakklandi. Heil- brigðisráðherra hefur spurst fyrir um möguleika á að banna bókina, en Dómsmálaráðuneytið svarar því til að hún brjóti ekki í bága við núgildandi lög. Marcel Bondy, faðir Patricks, sem nefndur var í upphafi og svipti sig lífi að forskrift bókarinnar, hefur hafið mikla herferð til að reyna að hefta frekari sölu þessa 276 blaðsíðna leiðarvísir vekur reiði í Frakklandi og selst vel ritverks. „Það verður að taka þennan hrylling úr umferð," seg- ir hann. Útgefandinn, Alain Moreau, heldur uppi vörnum fyrir verkið, á þeirri forsendu að sjálfsmorð eigi að vera sársaukalaus og að bókin sýni þeim, sem hyggist stytta sér aldur, leiðir til að ná því marki „með aðferðum sem ekki skerða mannlega reisn". Moreau kveðst ekki sjá eftir neinu. Andstæðingum bókarinn- ar finnst að hann hafi þó ærna ástæðu til þess. Jean Pierre Soubrier, þekktur sálfræðingur og sérfræðingur í sjálfsmorðum, segir: „Þessi bók hefur slæm áhrif á þunglynt fólk sem hugleitt hefur sjálfsmorð. Níu af hverjum tíu, sem reyna að svipta sig lífi, vilja í raun ekki að það takist." Pierre Moron rekur lækna- stofu þar sem fólk, sem hefur gert tilraun til sjálfsmorðs, er lífgað við og því veitt ráðgjöf. Hann er ómyrkur í máli: „Dauðauppskriftirnar í bókinni eru ýmist árangurslitlar eða mun óþægilegri en gefið er í skyn.“ Hann segir að bókin sé „argasta plat“. Bókin kom út í apríl. Hún er væntanleg á markað í Vestur- Þýskalandi og á Spáni í haust. Bókaútgefendur í Bandaríkjun- um, Japan, Brasilíu, Danmörku og á Italíu eru að semja um út- gáfu hennar í heimalöndum sín- um. í Frakklandi seldust 50.000 eintök fyrstu fimm mánuðina. En það gekk ekki auðveldlega að fá ritið gefið út. Höfundarnir, Guillon og LeBonniec, tveir blaðamenn um þrítugt, báðir búsettir í París, sendu handritið til útgáfufyrirtækis þess sem Moreau stjórnar, en þar var því hafnað af fimm manna útgáfu- ráði og síðar var því hafnað af tíu öðrum útgefendum, en loks ákvað Moreau að hunsa ákvörð- un ráðsins og gefa bókina út þrátt fyrir allt. Það hefur reynst gróðafyrirtæki. Byggt á AP og NowtWMk Allir í björgunar- gallana Þetta er skipun, sem enginn skip- stjóri vill þurfa aö gefa... En, ef til kemur, þá gefur Beaufort Boss 15A björgunarbúningurinn manni möguleika á aö bjargast í ca. 12—15 klst. í 6—8°C köldum sjó. Meö nútíma björgunartækni, neyö- arsendum og þyrlum þá er Boss 15A einn áríöandi hlekkurinn. unnai S^^eivMn k.f. SUÐURLANDSBRAUT 16. S: 35200. Framandi menning í framandi landi Ert þú fædd/ur 1965 eöa 1966? • Viltu búa eitt ár í framandi landi? • Viltu auka þekkingu þína á umheiminum? • Viltu kynnast lifnaöarháttum annarra þjóöa? • Viltu veröa skiptinemi? Ef svariö er já, haföu samband viö: á íslandi Umsóknarfrestur er til 8. okt. Opið daglega milli kl. 15 og 18. Hverfisgötu 39 — P.O. Box 753 — 121 Reykjavik. Sími 25450. leigjenda og leigusala á því, að Félagsmálaráðuneytið gefur út eyðublöð fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði. Notkun þess tryggir réttindi beggja aðila. HÚSBGEmASAmMD ÍSIANDS Hið löggilta eyðublað fyrir leigusamninga um íbúðarhúsnæði fæst án endurgjalds hjá bæjar- og sveitarstjórnum og á skrifstofum okkar. Önnur samningseyðublöð eru ekki gild. ‘ c^Húsnæðisslofnun ríkisins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.