Morgunblaðið - 05.10.1982, Page 5

Morgunblaðið - 05.10.1982, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 5 Slippstöðin á Akureyri: Skuttogara fyrir Þingeyr- inga hleypt af stokkunum NÝJIIM SKUTTOGARI var hleypt af stokkunum hjá Slipp- stöóinni á Akureyri fyrir helgi. Að sögn Sigurðar Richter, yfirverk- fræðings hjá Slippstöðinni er um að ræða tæplega 500 rúmlesta skuttogara fyrir Fáfni hf. á Þing- eyri, en hann hlaut nafnið Slétta- nes. Skipið er búið að vera í smíð- um í um það bil eitt ár, en það verður væntanlega afhent nýj- um eigendum í janúarmánuði nk. Skipið er 50,55 metrar á lengd, 9,76 metrar á breidd, dýpt á efra þilfari er 6,74 metrar, dýpt á neðra þilfari 4,44 metrar. Skipið verður knúið áfram með Wichmann-aðalvél, sem er 2.000 hestöfl. Hjálparvél er af gerðinni GMC. Sigurður Richter sagði að- spurður, að um þessar mundir væri Slippstöðinn einnig með tvo báta úr svokölluðu rað- smíðaverkefni í smíðum, en þeir eru smíðaðir með ríkisábyrgð, auk skips fyrir þróunaraðstoð íslendinga. Það er því ekki hægt að segja annað, en verkefnin í vetur séu ágæt, miðað við ástandið eins og það hefur verið, en á tímabili leit út fyrir verk- efnaskort hjá okkur í vetur. Hins vegar að ef reka á svona fyrirtæki eins og bezt verður á kosið, þurfa að liggja fyrir verk- efni a.m.k. 2—4 ár fram í tím- ann,“ sagði Sigurður Richter ennfremur. Hjá Slippstöðinni á Akureyri munu starfa tæplega 300 manns í vetur. Dauft yfir síldveiðinni DAIIFT hefur verið yfir síldveidum undanfarna daga og lítill afli borizt á land. I*ó hefur aflazt svipað magn og á sama tíma í fyrra. Nú eru ails um 4.250 lestir af síld komnar á land. Um 2.000 hafa veiðzt í nót, og 2.250 í rek- og lag- net. Veiðar í lagnet hafa gengið treglega síðan 21. september, en þá voru um 900 lestir af síld, veiddri í lagnet, komnar á land, en nú er afl- inn í lagnet orðinn um 1.300 lestir. Alls má veiða 50.000 lestir af síld á þessari vertíð, 1.500 í lagnet, 14.500 í reknet og 34.500 í nót. fyrir lítið! Flugleiðir bjóða í vetur mjög ódýr helgarfargjöld til allra áfangastaða sinna í Evrópu: Glasgow kr. 3.455.00 Kaupmannahöfn kr. 4.546.00 London kr. 3.993.00 Lux kr. 4.621.00 Osló kr. 4.141.00 Stokkhólmur kr. 5.182.00 Söluskrifstofur félagsins, umboðsmenn og ferðaskrifstofurnar veita upplýsingar um ferðatilhögun og skilmála og annast alla fyrirgreiðslu við útvegun á hótelum, bílaleigubílum og því um líku. Vel skipulögð helgarferð er alvöru-utanlandsferð! FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.