Morgunblaðið - 05.10.1982, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 05.10.1982, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 Suzuki Alto Ódýr — lipur og sparneytinn japanskur fólksbíll. • Eyösla 5,0 I pr. 100 km. • Framhjóladrif. • Hæö undir lægsta punkt 19 cm. Verö .................................................. kr. 99.800.- með sjálfskiptingu .................................... kr. 107.000.- Verö mlöaö viö gengisskráningu 28/9 ’82. SUZUKI Sveinn Egilsson hf. Skeifan 17. Sími 85100 Electropower Rafmótorar 3ja fasa 1500 snúningar á mín Hö Verð 0,33 914.35 0,5 1.040,35 1.0 1.323,85 1.5 1.639,20 2,0 1.954,20 3,0 2.364,45 4,0 2.805,75 5,5 3.530,30 7,5 4.539,15 15,0 7.786,85 Gírmótorar 3ja fasa Hö Sn/mín Verö 0,5 40 3.399,00 0,5 63 3.085,70 0,75 40 3.324,15 0,75 63 3.540,15 1.0 40 4.382,90 1,0 63 3.598,90 1.5 63 4.586,95 2,0 63 4.624,00 3,0 63 6.625,85 4,0 63 7.017,85 7,5 63 9.918,50 10,0 40 27.404,20 10,0 63 17.391,90 10,0 100 17.392,25 15,0 100 20,307,85 20,0 125 22.812,50 40,0 125 47.450,00 Sendum hvert á land sem er. FÁLKINN Suöurlandsbraut 8, sími 84670. Atriði úr Garðveizlu. Að veislulokum Eftir Kristínu Waage Þjóðleikhúsfólkið hefur lagt á djúpið saman og væntir þess, að það eigi erindi við leikhúsgesti, og það gott. Svo vitnað sé til ávarps- orða Þjóðleikhússtjóra í leikskrá við nýjasta verk Guðmundar Steinssonar, Garðveizlu. Skipstjóri og áhöfn hafa lagt frá landi, vænt- anlega til þess að leita á fengsæl mið, sem munu koma jafnt áhöfn sem aðstandendum hennar til góða. Ekki er fjarri lagi að líta á okkur leikhúsgesti sem aðstandendur, og svo sannarlega höfum við oft notið góðs af, þá fleytan hefur verið fengsæl, og skiptir þá ekki magn aflans höfuðmáli, heldur gæði. A stundum hafa veðurguðirnir leikið fleytu þessa hart og skipstjóri og áhöfn komizt í krappan dans, en allir hafa þó náð landi. Enn er lagt á miðin, en hvers lags mið verða nú fyrir valinu? Hvers lags afla sækj- umst við eftir? Með öðrum orðum hvers væntum við leikhúsgestir af leikhúsi okkar, leikhúsi þjóðarinn- ar, þar sem okkur tekst að gleyma amstri hversdagslífsins og gefa okkur hlátrinum á vald. Við leitum á vit Thalíu eftir aukinni þekkingu á okkur sjálfum, á mannlegu eðli, á þjóðfélagsgerð okkar. Fyrir tilstuðlan leikhússins getum við orðið víðsýnni, séð algildan sann- leik í nýju ljósi, dregið hann í efa. Við getum haldið heimleiðis með hugann fullan af áleitinni eða áleitnum spurningum. Leikhúsið getur dregið upp fyrir okkur heim Ijótleikans, heim fegurðar, sorgar og gleði, en allt er háð því, að stofn- unin viðhaldi listrænni reisn. Leikhúsið á erindi við gesti sína. Hvaða erindi eigum við í veizluna? Okkur er tjáð að hér sé á ferðinni siðbótaverk. Hvaða lærdóm má af verkinu draga? Þar fór nú í verra. öll framsetning er svo ruglingsleg, að það er ekki á færi hins almenna áhorfenda að nema tákn og rúnir verksins. Einna helzt má af verkinu draga þá niðurstöðu, að mannekjan sé í eðli sínu vond, að hún eigi sér ekki viðreisnar von. Vissulega má ráða rúnirnar á fleiri vegu. Við getum sagt, að hér sé á ferðinni verk um afskræmd mann- leg samskipti, baráttu kynjanna, ragnarök og e.t.v. eitthvað fleira. Hvað um það, hlýtur það ekki að vera hlutverk leikhússins og höf- undar að koma boðskap sínum þannig á framfæri, að hann sé hin- um almenna áhorfanda skiljanleg- ur? Sé ekki ljóst, hvert viðfangs- efnið er, leiðir af sjálfu sér, að ógjörningur er að meðtaka boðskap og tilgang leikritsins. Hvaða erindi átti Þjóðleikhúsfólkið og höfundur við okkur leikhúsgesti? Má vera, að erindið sé, að sýna okkur hæfni leikaranna til að endurtaka i sífellu sömu einhæfu setningarnar og líkja þar með eftir gallaðri hljóm- skífu? Var tilgangurinn að leiða í ljós getu leikaranna til að sýna af- skræmt mannlegt atferli, draga fram ljótleika aðeins ljótleikans vegna? Ég spyr, því að tilgangur- inn, markmiðið með þeirri lágkúru og þeirri viðurstyggð, sem í sýning- unni felst, er mér hulinn. Hver var uppskera mín af veizlusetunni sl. fimmtudagskvöld? Hafði ég gefið mig hlátrinum á vald? Hafði mér aukizt víðsýni eða þroski? Hafði ég öðlast nýjan skilning á tilverunni, mannlegu eðli? Hafði ég orðið vitni að listrænum viðburði? Hafði ég siðbætzt? Svarið við öllum þessum spurningum er nei. Uppskeran var nístandi sársauki, sem fyllti brjóst mitt og vitund. Nístandi sársauki yfir hlutskipti stofnunarinnar og þeirrar listgreinar, er hún þjónar. Hlutskipti þess, sem í tilgangsleysi er saurgaður. Mér er annt um leikhúsið, ég á því að þakka ómæld- ar stundir gleði og uppljómunar. Mér hefur ætíð verið það tilhlökk- unarefni að sækja þetta hús. Aldrei fyrr hef ég fundið til slíkrar vanlíð- unar innan veggja þess sem nú. Lagt var á djúpið, og hvert var haldið? Út á lífvana forarpytt frá hverjum leggur megnan ódaun. Ég á þá ósk heitasta, að hið fyrsta muni skipstjóri og áhöfn létta akk- erum og halda á önnur mið. Helgi Einarsson — Manitoba Fisherman HELGI Kinarsson, A Manitoba Fish- erman í þýðingu George Hauser og útgefin af Queenston House hefur verið send Morgunblaðinu. Helgi Einarsson var fæddur 1870 á íslandi, en flutti átján ára gamall með foreldrum sínum til Kanada. Þau bjuggu í fyrstu í Lundar, Man- itoba, en fluttu síðar norður, til Narrows. Helgi fékkst við ýmis störf, vann á búgörðum, við járn- brautirnar, var í byggingarvinnu og stundaði sjósókn. Sumarið 1897 var Helgi skipstjóri á fyrsta bensínknúna bátnum á Manitoba- vatni. Síðan gerðist hann umsvifa- mikill í fiskveiðum og kom sér upp ýmsum stöðum við Manitobavatn og keypti þaðan fisk. Hann hóf að púnkta hjá sér endurminningar sínar um 1920 og skrifaði þær á íslenzku. Hann lauk þeim 1952 og 1954 voru minningar hans gefnar út á íslandi HELGI EINARSSON ÞU AUGLYSIR UM ALLT LAND ÞEGAR Þll AUGLÝSIR í MORGUNBI.AÐINU AUGLÝSINGASÍMINN ER; 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.