Morgunblaðið - 05.10.1982, Page 15

Morgunblaðið - 05.10.1982, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 Flugleiðir: Um 34,4% aukning í Atlantshafsfluginu í SUMAR hefur tæknilegur rekst- ur flugs Flugleiða gengið vel. Aætlun hefur staðist, tafir hafa verið fáar og flugvélar yfirleitt á réttum tíma. Á tímabili í sumar orsakaði mjög mikil umferð um Kennedy-flugvöll í New York og O’Hare-flugvöll í Chicago tafir í Bandaríkjunum. Þessar upplýs- ingar koma fram í Flugpósti Flug- leiða. Samkvæmt spá félagsins um fjölda farþega í sumar skiptir í tvö horn. Farþegar í Norður- Atlantshafsflugi og innanlands- flugi eru fleiri en spáð var. Far- þegar frá Norðurlöndum, Bret- landi og Þýzkalandi hins vegar færri. Bráðabirgðatölur liggja fyrir um farþegaflutninga frá áramótum til 4. september sl. Samkvæmt þeim eru farþegar í Norður-Atlantshafsflugi 34,4% fleiri en á sama tíma í fyrra, farþegum milli Keflavíkur og Luxemborgar hefur fjölgað um 54,6% og í innanlandsflugi hef- ur farþegum fjölgað um 4,4% á sama tímabili. I Evrópufluginu hefur orðið minnkun, farþegar eru 3,4% færri en á sama tíma- bili í fyrra. Tölvublaðið nýtt rit á réttum tíma Sértu haldinn tölvuhræðslu, þá er Tölvublaðið rétta meðalið. Þurfir þú að hagnýta þér kosti tölvutækninnar, þá er Tölvublaðið nauðsynlegur leiðarvísir. Tölvublaðið er hagnýtur fræðslu- og upplýsingamiðill fyrir alla þjóðfélagshópa, um tækni nútímans og fylgi- fiska hennar. Áskrifendasíminn er (91)25140. __*_ ^ Ég undirritaður óaka eftir aö gerast áskrifandi aö Tölvublaðinu: ATH: I næsta tölublaði Tölvublaðsins hefur Nnr.: .................-..................................... göngu sína bréfaskóli Tölvublaðsins. í hon- I um verður kennd tölvunarfræði, allt frá | Na,n: --------------------------------------------------------- grundvallaratriðum og upp úr. Allir áskrif- Hejnli|j: ___________________________ Póstn.: _______________ endur Tölvublaösins hafa rétt á að taka I próf í skólanum. Hringið eftir nánari upp- | Sveitarfél.: -------------------------- Sími: ------------- lýsingum. Sendiö til: Tölvuútgáfan hf., P.O. Box 10110, 130, Reykjavík. Gunnar Sigurdsson Borgarspítalinn: Nýr yfir- læknir lyf- lækninga- deildar Á FUNDI stjórnar sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar þann 24. f.m. var Gunnar Sigurðsson ráðinn yfir- læknir lyflækningadeildar Borg- arspítalans frá 1. október að telja. Gunnar Sigurðsson er fæddur í Hafnarfirði 1942. Hann tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1962 og lauk kandi- datsprófi við læknadeild Háskóla Islands 1968. Að loknum aðstoð- arlæknisstöfum á sjúkrahúsum í Reykjavík og Sauðárkróki stund- aði hann framhaldsnám í London 1970—1975, að mestu leyti við Hammersmith-sjúkrahúsið í London. Hann lauk doktorsprófi við Lundúnaháskóla 1975. Næstu tvö ár stundaði hann rannsókn- arstörf við California-háskóla í San Francisco. Viðurkenndur sérfræðingur í innkirtla- og efnaskiptasjúkdómum 1976. Síðan 1977 hefur Gunnar starfað í Reykjavík, fyrst við Rannsóknastöð Hjartaverndar og síðan 1978 hefur hann starfað við Lyflækningadeild Borgar- spitalans og Landspítalans. Gunnar er jafnframt dósent við læknadeild Háskóla íslands og hefur skrifað fjölmargar greinar í innlend og erlend tímarit. Hann er kvæntur Sigríði Einarsdóttur píanókennara og eiga þau þrjú börn. Sjö umsækjendur voru um stöðu þessa. Gunnar tekur við af Þórði Harðarsyni, sem skipaður hefur verið prófessor við Háskóla íslands. Mazda 929—Örugglega bestu bílakaupin í dag. Mazda 929 Sedan SDX og Limited uppfylla allar óskir þeirra kröfuhörðustu um glæsilega hönnun, vandaða smíði, þægindi og sparn- eytni. Mazda 929 stenst fyllilega samanburð við bíla, sem kosta jafnvel tugþúsundum meira. Eftirtalinn búnaður er innifalinn í verði á Mazda 929 SDX: Útispeglar beggja vegna. V iðvörunartöl va. Snúningshraðamælir. Quarts klukka. Stokkur milli framsæta með geymsluhólfi. Opnun á bensínloki og far- angursgeymslu innan frá. Barnaöryggislæsingar. Halogenframljós. 60 A rafgeymir. Litað gler í rúðum. Ljós í hanskahólfi og skotti. Farangursgeymsla teppa- lögð í hólf og gólf. Diskahemlar á öllum hjólum. Hitastokkur aftur í. Innfelld rúllubelti á fram- og aftursætum. Og þar að auki í Mazda 929 Limited: Rafknúnar rúður. Rafknúnar hurðalæsingar. 5 gíra gírkassi. Veltistýri. Vökvastýri. Stillanlegir höfuðpúðar á aftursætum. Innilýsing með tímarofa. Sprautur á framljós. Framsæti stillanlegt á 8 mismunandi vegu. Heilir hjólkoppar. Tölvuklukka. BÍLABORG HF Smiöshöföa 23 sími 812 99 Fáanlegur aukabúnaður: Sjálfskipting. Rafknúin sóllúga. Álfelgur. ATHUGIÐ: Meðaleyðsla Mazda 929 er aðeins 9—9,5 ltr. pr. 100 km. samkvæmt prófun Morgunbl. 29.9.82.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.