Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982
17
Lögfræðirit
til heiðurs
Johs. Andenæs
Universitetsforlaget i Ósló hefur
gefið út ritgerðasafn til heiðurs Johs.
Andenæs, prófessor við lagadeild
Oslóarháskóla, sem varð sjötugur 7.
september sl. Afmælisritið heitir Lov
og frihet — Lög og frelsi — og er
717 blaðsíður með skrá yfir ritverk
Johs. Andenæs og Tabula Gratul-
atoria.
Johs. Andenæs hefur verið pró-
fessor í lögum síðan 1945, hann
var tilnefndur af deildarráði 1942
en Quisling-stjórnin neitaði að
skipa hann. Eftir stríðið var hann
í hópi þeirra lögfræðinga, sem
fjölluðu um mál norsku föðurl-
andssvikaranna og siðar ritaði
hann bók um afskipti sín af þeim
málaferlum öllum. Johs. Andenæs
ritaði á stríðsárunum fræðilegt
yfirlit fyrir almenning um norsku
stjórnlögin og stjórnskipan í Nor-
egi, sem gefin hefur verið út hvað
eftir annað. Fræðistörf sín hefur
hann hins vegar einkum unnið á
sviði refsiréttar. Þá hefur hann
einnig gegnt mörgum trúnaðar-
sörfum bæði á vegum stjórnvalda
og háskólans og var rektor
Óslóarháskóla 1970—’72.
Afmælisritið til heiðurs Johs.
Andenæs skiptist í fjóra megin-
kafla, í hinum fyrsta er fjallað um
refsirétt, síðan er kafli um réttar-
far í refsimálum, þá kafli um
stjórnskipunarrétt og loks kafli
um almenn viðfangsefni lögfræð-
innar. Höfundar eru fjölmargir og
frá öllum Norðurlöndunum nema
íslandi, hins vegar árna nokkrir
íslendingar Johs. Andenæs heilla í
Tabula Gratulatoria.
Verð bókarinnar Lov og frihet
er 390 norskar krónur að því er
segir í tilkynningu frá Universi-
tetsforlaget í Ósló.
Grafíkmappa
með verkum
fimm kvenna
ÍSLENZK grafík hefur gefið út
þriðju grafíkmöppuna með verkum 5
listamanna.
Sigrid Valtingojer sagði í sam-
tali við Mbl. að samtök grafík-
listamanna hefðu þann háttinn á
að efna annað hvort ár til félags-
sýningar og hitt árið er gefin úr
mappa með verkum félagsmanna.
Að þessu sinni eru verkin í möpp-
unni öll eftir konur; Jenný E. Guð-
mundsdóttur, Jóhönnu Bogadótt-
ur, Lísu Guðjónsdóttur, Sigrid
Valtingojer og Sigrúnu Eldjárn,
og er eitt verk eftir hverja í möpp-
unni.
Grafíkmappan er gefin út í 50
eintökum og seld föstum áskrif-
endum, en Sigrid sagði hugsanlegt
að einhverjir þeirra heltust úr
lestinni.
Eskifjörður:
Síldveiöin
mjög misjöfn
Kskifirði, 4. oklóber.
Margir reknetabátar lögðu net sín
í Reyðarfirði i nótt. Afli þeirra var
mjög misjafn, var frá 10—120 tunn-
ur á bát. Níu reknetabátar lönduðu
400 tunnum og tvö nótaskip um 700
tunnum. Nú er búið að salta í um
5.000 tunnur fyrir utan dagsaflann.
Mest hefur verið saltað hjá Sölt-
unarstöðinni Auðbjörgu, um 2.800
tunnur. Sjómenn segja töluverða
síld vera í firðinum, en í nótt var
mjög bjart veður og því ekki góð
skilyrði til síldveiða. — Ævar.
AUGLVSrNGASIMINN ER:
22480
Gítartónleikar á Kjarvalsstöðum
I KVÓLD, þriðjudag, og á morg-
un, miðvikudag, munu gítarleik-
ararnir Símon Ivar'sson og Sieg-
fried Kobilza leika á Kjar-
valsstöðum.
Hafa þeir félagar sett saman
efnisskrá með spænskri tónlist,
sem sjaldan heyrist hér á landi.
Er það annars vegar klassisk
tónlist frá 19. og 20. öld, og hins
vegar flamenco. Tónleikarnir
hefjast kl. 20:30 bæði kvöldin.
Forsala aðgöngumiða er í
Hljóðfæraversluninni Rín,
Frakkastíg 16, og við inngang-
inn.
Eftir þessa tónleika í Reykja-
vík, halda þeir til Austfjarða, og
leika þ. 8. okt. á Neskaupstað, 9.
okt. á Breiðdalsvík, 10. okt. á Eg-
ilsstöðum og 11. okt. á Seyðis-
firði.
TR00PER
ISUZU TROOPER
LEGGUR LAND UNDIR FÓT
Isuzu Trooper leggur land undir fót og heldur
í hringferö um íslandtil þess aö leyfa
landsmönnum að líta á sig.í förinni verður
einnig hinn vinsæli Isuzu Pick-up. Komið verður
við í öllum landsfjórðungum og mun þá gefast
tækifæri til þess að kynnast kostum þessara
vönduðu vagna frá ISUZU. Nánar mun verða
tilkynnt um tilhögun ferðarinnar í útvarpi.
m $ VÉLADEILD GM
ISUZU Ármúla3 38900