Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 05.10.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 Madrid takmark valdaránsins Herinn trúr, segir Madrid. 4. október. Al\ ÁKORM valdaræningjanna beindust einkum að þvi að ná yfirráðum yfir Madrid. /Etlun þeirra var að ná valdi yfir öllum aðliggjandi vegum til borgarinnar, leggja undir sig stjórnarráðsbyggingarnar og ein- angra stofnanir eins og póst og síma. Þetta kom fram í tilkynningu, sem spánska varnarmálaráðuneytið lét frá sér fara í dag í kjölfar handtök- unnar á þremur foringjum innan spánska hersins, sem fram fór sl. laugardag. Blaðið Diario 16 í Madrid skýrir ennfremur svo frá í dag, að tilraun 13 fórust með þyrlu lupelin^a, .1. októher. Al*. ÞRKTTAN manns fórust þegar her- þyrla brotlenti á fjallstindi í rigningu og hvassviðri síðdegis á föstudag, en meðal þeirra sem fórust voru fram- bjóðandi stjórnarfiokksins við fylkis- stjórakosningar í Bahia-fylki og tveir þingismenn, að því er skýrt var frá í dag. Þyrlan fórst í fjallendi skammt frá Itapetinga, skömmu eftir að hún hafði árangurslaust reynt að lenda í borginni Caatiba í suðurhluta Bahia. Gat þyrlan ekki lent vegna veðurofs- ans. Jafnframt sagðist flugmaðurinn eiga í erfiðleikum með þyrluna. spánska stjórnin þessi til valdaráns hefði átt að fara fram 27. október nk., daginn fyrir almennar þingkosningar, sem fyrirhugaðar eru á Spáni 28. okt. nk. Tilraunin hefði borið heit- ið „Operation Cervantes" og sam- kvæmt henni hefði auk annarra mikilvægra bygginga verið áform- að að hernema konungshöllina. Alberto Oliart, varnarmála- ráðherra Spánar, lýsti því yfir í dag, að langmestur meirihluti hersins í landinu væri trúr stjórn- arskrá landsins og konunginum. Mennirnir þrír, sem handteknir voru, eru allir foringjar í spánska hernum og heita Luis Munoz Guti- errez, Jesus Crespo Cuspineda og Jose Crespo Cuspineda. Þeir tveir síðastnefndu eru bræður. Haft var eftir heimildum í Madrid í dag, að del Bosch hers- höfðingi, sem dæmdur var í 39 ára fangelsi fyrir valdaránstilraunina 23. febrúar 1981, hafi lagt á ráðin um alla þætti fyrirhugaðrar valdaránstilraunar frá fangels- isklefa sínum. ■ ■■ 1 , ERLENT, Lourdes í Frakklandi: Oútskýranlegur krabbameinsbati l»urdes, Frakklandi, 4. október. Al\ ALÞJÓDLEGA heilbrigðisnefndin í Lourdes hefur tilkynnt að bati átján ára gamallar stúlku frá Sikiley, sem þjáðist af beinkrabbameini, sé óútskýranlegur frá læknisfræðilegu sjónarmiði. Tilkynnt var að stúlkan hafi verið albata er hún sneri aftur úr pílagrímsför að grafhýsi heil- agrar Bernadettu í Lourdes í Frakklandi, en þá ferð tók hún sér á hendur sem sína síðustu ferð eftir að henni hafði verið tilkynnt að óumflýjanlegt væri að taka af henni annan fótinn til að lengja lífslíkur hennar. Alþjóðlega heilbrigðisnefndin er saman sett af 16 læknum frá sex löndum og kannar lækningar er taldar eru stafa af krafta- verkum og niðurstöður hennar gera kaþólsku kirkjunni kleift að staðfesta kraftaverkin sem opin- ber. Olafur Jóhannesson, utanríkisráðherra íslands, lengst til vinstri ásamt utanríkisráðherrum Frakklands og Grikklands og fulltrúa V-Þjóðverja á NATO-fundinum í Val Davd í Kanada, Berndt von Staden. Jákvæður andi á NATO-fundi Val David, (hiebw, 4. októbcr. AF. UTANRÍKISRÁÐHERKAR 16 Atlantshafsbandalagsríkja ræddust við á tveggja daga fundi um helgina og var m.a. ákveðið að kanna með hvaða hætti hægt yrði að varðveita öryggi vestrænna varna þegar um viðskipti við austantjaldsríki væri að ræða. Ráðherrarnir ræddust við á óformlegum fundi, þar sem eng- in dagskrá lá fyrir. Þeim til að- stoðar var ekki hefðbundin hjörð aðstoðarmanna, heldur hafði hver ráðherra með sér einn ráðgjafa á fundinum. Til að leggja áherzlu á hversu óformlegur fundur þessi var, birtu ráðherrarnir enga sam- eiginlega yfirlýsingu að honum loknum, ög aðeins Allan J. Maceaschen utanríkisráðherra Kanada kom fram á blaða- mannafundi við lok fundarins. Maceaschen sagði að ágrein- ingurinn varðandi sölu Evrópu- ríkja á búnaði til gasleiðslunnar miklu hefði borið á góma á fundinum, og vissulega hefði verið ágreiningur í þeim efnum, en fundarmenn hefu ekki eytt miklum tíma í að ræða þá deilu, sem verið hefur ofarlega á baugi upp á síðkastið. Er deilan um gasleiðsluna dæmi um þann ágreining innan Atlantshafs- bandalagsins hversu mikil áhrif varnarmálin eigi að hafa ann- ars vegar þegar um efnahags- legan ávinning er að ræða hins vegar. Að sögn Maceaschen voru umræður opinskáar og and- Fundist hafa tveir af fjórum „svörtum kössum" flugvélarinnar og leit beinist enn að hlutum úr hreyflum þotunnar og hjólabúnaði. Leonid Alexandrovitch Platonov flugstjóri, sem er 58 ára, segir hægri hreyflana hafa brugðist þeg- ar hann hugðist nota afl þeirra til að stöðva þotuna, gervenda. Sjón- arvottar halda því fram að þotan hafi lent á alltof miklum hraða og alltof innarlega á flugbrautinni. rúmsloftið jákvætt. Hann sagði að þeim skjátlaðist verulega, sem á þessum tímum teldu að Evrópubúar og Bandaríkja- menn gætu ekki komið sér sam- an í nokkru máli eða ættu yfir- leitt enga samleið. Yfirvöld í Luxemborg segja að ástand flugbrautarinnar hafi verið eðlilegt með öllu, og að ekkert hefði verið athugavert við fjarskipti flugturns og þotunnar, og aðflug og lending „eðlileg í byrjun." Sovézkir embættismenn með að- stoðarsamgönguráðherra og for- stjóra Aeroflot í broddi fylkingar fylgjast með rannsókninni í Lux- emborg. Flugslysiö í Lúxemborg: Orsakirnar enn óljósar Luxemborg, 4. oklóber. AF. YKIRMAÐUR nefndar, sem vinnur aö rannsókn flugslyssins í Luxemborg, sagói aó enn væri með öllu óljóst, hvað valdið hefði því að Ilyushin-62-þota sovézka fiugfélagsins Aeroflot fór út af flugbrautinni á Kindel-flugvelli i Lux- emborg með þeim afleiðingum aö hún eyðilagðist og sex menn fórust. allt sem hugurinn girnist ** frá QuElle Der »goldene Katalog« von Europas gröötemNfersandhaus Stœrsta póstverslun í Evrópu. Quelle pöntunarlistinn með haust- og vetrartískunni 82/83 er nærri þús- und blaðsíður, uppfullar af vönduðum þýskum varningi. Orvalsfatnaður á alla fjölskyiduna, skór, töskur, skartgripir, húsbúnaður, heimilistæki, leik- föng, já allt sem hugurinn girnist. Allt gæðavörur á hagstæðu verði. Öruggur afgreiðslumáti. __________________________________________________________________ IVinsamlegast klippið þennan hluta auglýsingarinnar frá og sendið okkur eða hringið — ef þér viljið kaupa Quelle pöntunarlistann. Verð listans er kr. 72 auk póstkröfugjaldsins. Quelle-umboðið Pósthólf 39, 230 Njarðvík. Sími 92-3576. íj Afgreiðsla í Reykjavík Laugavegi 26, 2.h. Sími 21720. „ Nafn sendanda heimilisfang 1 sveitarfélag póstnúmer ■ ■ L Quelle umboóið sími 21720

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.