Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 19

Morgunblaðið - 05.10.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 19 Hús þetta stendur við Humlegárdsgatan í Stokkhólmi. Það er annað þeirra húsa, sem borgaryfirvöld höfðu iformað að taka eignarnámi og lögðu fram beiðni til eignarnáms strax á árinu 1956. í 25 ár mátti hvorki rifa, hrófla við né selja húsið. Svíar sekir um mannréttindabrot Fyrsti dómur mannréttindadóm- stóls Evrópu í fjármunarétti SVÍÞJÓÐ hefur gerzt brotleg við mannréttindareglur. Það er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu í Strasbourg og mun hún hafa það í för með sér, að sænska ríkið verður að greiða skaðabætur til tveggja fast- eignaeigenda i Stokkhólmi, sem orðið höfðu fyrir réttarmissi sökum ákvörðunar um eignarnám og byggingarbann. Þetta er i fyrsta sinn, sem þessi dómstóll hefur kveðið upp dóm varðandi sænsk málefni, en dómstóllinn var stofnaður á sjötta áratugn- um. Þetta er líka í fyrsta sinn, sem kveðinn er upp dómur yfirleitt gegn nokkru landi fyrir mannréttindabrot á sviði fjármunaréttar. Kemur þetta fram í frétt í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter fyrir skemmstu. Það voru borgaryfirvöld í Stokkhólmi, sem hugðust taka tvær húseignir eignarnámi, þar sem þær stóðu í vegi fyrir götu- lagningu. Ur þeim framkvæmd- um varð þó aldrei og fyrir þrem- ur árum felldi sænska stjórnin eignarnámið úr gildi. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu með 10 atkvæðum gegn 9, að sænska stjórnin hefði gerzt brotleg við 1. grein mannréttindasamþykktar- innar. Eignarnámsástandið og byggingarbannið hefði verið það langvarandi, að hvort tveggja hefði haft í för með sér takmark- anir á rétti eigendanna til þess að hagnýta fasteignirnar, enda hefðu borgaryfirvöldin hvenær sem var getað tekið í sínar hend- ur umráð þessara eigna og með þvi gert eignarréttinn mjög óvissan. Dómstóllinn taldi einnig með 12 atkvæðum gegn 7, að sænska stjórnin hefði gerzt brotleg við 6. grein samþykktarinnar, sem kveður á um rétt manna til þess að fá „alhliða meðferð" á málum sínum fyrir dómstólnum. Hins vegar taldi dómstóllinn ekki, að sú grein mannréttindasam- þykktarinnar, sem fjallar um mismunun gagnvart einstakling- um, hefði verið brotin, en báðir eigendur ofangreindra fasteigna höfðu haldið því fram, að réttur þeirra hefði verið gerður lakari en annarra. Það var hins vegar niðurstaða dómstólsins, að ekki væri enn kominn tími til að skera úr um fjárhagsbætur til eigendanna og var sænskum yfirvöldum veittur tveggja mánaða frestur til þess að gera sátt þar að lútandi við eigendur beggja fasteignanna. Karpov efstur Tilburg, 4. október. Al*. KARI’OV heimsmeistari í skák lagði Kugenio Torre stórmeistara frá Filippseyjum að velli í biðskák þeirra úr þriðju umferð í hinu árlega Interpolis-skákmóti, sem nú er hald- ið sjötta sinni. Karpov er í efsta sæti og hefur hlotið þrjá vinninga. Þegar Karp- ov og Torre settust að nýju að tafli eftir 42 leiki hafði heimsmeistar- inn unnið skiptamun, en Torre gaf sig hvergi og tók það Karpov á þriðju stund í biðtafli að leggja Torre að velli. Torre viðurkenndi ekki ósigur fyrr en komið var út í hörku endatafl. í öðru og þriðja sæti á mótinu eru Browne, Bandaríkjunum, og Hollendingurinn Timman, með tvo vinninga. Næstir koma And- erson, Nunn, Smyslov og Sosonko með einn og hálfan, en einn vinn- ing hver hafa hlotið Húbner, Lars- en, Petrosyan, Portisch og Torre. Browne og Timman sömdu um jafntefli í biðskák sinni úr annarri umferð í gær, en þrjár aðrar biðskákir úr þeirri umferð enduðu einnig með jafntefli, viðureignir Andersons og Torres, Húbners og Sosonkos og Smyslovs og Port- ischs. British Airways sýnir aftur hagnað BRESKA RÍKISREKNA flugfélagið British Airways skilaði 70 milljóna sterl- ingspunda hagnaði síðustu sex mánuðina, að sögn Sir John Kongs, forstjóra félagsins. Þetta þykja jákvæðar fregnir í Bretlandi, því félagið hefur á undanfórnum árum verið rekið með gifurlegum halla. Þannig var hallinn á rekstrinum 300 milljónir punda í fyrra, en í þeirri upphæð er 200 milljóna punda kostnaður við uppsagnir 24 þúsunda starfsmanna. Thatcher vinsælli en áður Ixmdon, 4. október. AP. Í'TTJÓRN Margaret Thatcher, flokkur hennar og forsætisráð- herrann sjálfur, njóta meiri vin- sælda meðal brezkra kjósenda nú en fyrir ári, samkvæmt skoðana- könnun Gallup-stofnunarinnar, sem blaðið The Daily Telegraph birti í dag. Þrjú og hálft ár eru nú liðin frá því Thatcher komst til valda og er könnunin birt daginn fyrir flokksþing íhaldsflokksins, sem hefst á morgun, þriðjudag, í Brighton. Samkvæmt könnuninni eru kjósendur mjög uggandi vegna atvinnuleysisins í landinu, sem vex stöðugt, einnig hækkandi framfærslukostnaðar og þá mælist festa stjórnarinnar gagnvart launakröfum lágt launaðra starfsmanna sjúkra- húsa ekki sérlega vel fyrir hjá kjósendum. Stjórnmálafréttaritarar herma, að helztu mál flokks- þings Ihaldsflokksins verði væntanleg sala nokkurra ríkis- rekinna iðnfyrirtækja og undir- búningur fyrir næstu kosningar. Sir John sagði að rekja mætti velgengni félagsins síðasta hálfa árið til gagngerrar endurskipu- lagningar fyrirtækisins, sem fólst í uppsögnum þúsunda starfs- manna, sölu flugvéla og fækkun flugleiða, sem margar reyndust óhagkvæmar. Margaret Thatcher hefur ákveð- ið að selja flugfélagið til einkaað- ila, og lýsti hún fögnuði sínum við fregnirnar af hagnaði BA. Sir John hvatti hana til að láta ekki af hugmyndum sínum um sölu fé- lagsins, sem væri enn verðmeira nú en áður vegna ábatavonarinn- ar. Vera má að erfitt reynist að selja British Airways, þar sem fé- lagið hefur safnað skuldum síð- ustu misseri, og eru þær lauslega áætlaðar eitt þúsund milljónir punda í dag. Talið er ólíklegt að einkaaðilar kaupi félagið nema skuldirnar verði afskrifaðar áður. Ágreiningur er í ríkisstjórninni hvort ríkið skuli afskrifa skuldirn- ar, eins og verið hefur um annan iðnað, en ef félaginu væri ætlað að afskrifa skuldirnar sjálfu, gæti aldrei orðið af því að það yrði boð- ið til sölu fyrir næstu kosningar. Starfsmenn British Airways eru í dag 41.200 og verða næsta vor komnir niður í 35.000. Þeir voru 59.000 þegar stjórn Thatchers tók við í maí 1979. Fækkun starfs- fólksins er sögð aðalorsökin fyrir velgengni félagsins nú, en að auki hefur flugi verið hætt á tugum flugleiða, tugir flugvéla verið seld- ir og skrifstofum og bækistöðvum víða um heim verið lokað. NÝ BRÁDSKEMMTILEG PLATA LOKSINS hefur tekist aö endurvekja á íslenskri hljómplötu hina gömlu og góðu „rokk-stemmningu“ frá sjötta áratugnum. BJÖRGVIN HALLDÓRSSON valdi nokkur gamalkunn lög frá þessu tímabili sem ekki hafa áður komið út á íslenskum plötum, lét gera við þau íslenska texta og sá síðan um útsetningar og hljóðritun og er árangurinn bráðskemmtilequr. LANDSLIÐ íslenskra dægurlagasöngvara er að finna á plötunni: Björgvin Halldórs- son, Helga Möller, Jóhann Helgason, Erna Gunnarsdóttir (Erna-Eva-Erna), Sigurður Dagbjartsson (Upplyfting), Ólafur Þórarinsson (áður Mánum) og Haraldur Sigurðsson (áður Halli og Laddi). Platan og kassettan fæst í hljómplötuverslunum um land allt. Ármúli 38, simi 84549.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.