Morgunblaðið - 05.10.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.10.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 23 Jafnt hjá öllum efstu liðunum MIKIÐ var um jafntefli í vestur- þýsku deildarkeppninni í knattspyrnu um helgina. Snerti það öll efstu liðin þrjú og varð því engin breyting á stöðu þeirra. Asgeir Sigurvinsson og félagar hjá Stuttgart halda því efsta sæt- inu þrátt fyrir að hafa tapað stigi á heimavelli gegn Armenia Biele- feldt. Herman Olicher skoraöi fyrir Stuttgart á 14. mínútu, en leikmenn Bielefeldt brugðust ókvæða viö og höfðu svarað með tveimur mörkum áöur fimm mín- útur voru liðnar, Frank Pagels- drof og Horst Wohlers skoruðu. Frakkinn Didier Six bjargaði svo stigi fyrir Stuttgart er hann jafn- aði metin með ágætu marki á 73. mínútu. Áhorfendur voru um 30.000. Úrslit leikja uröu annars sem hér segir: Stuttgart—Arm. Bielefeldt 2—2 Bayern M.—Eintr. Braunschweig 1 — 1 Hamburger SV—Bochum 0—0 FC Köln—Karlsruhe 4—1 Kaiserslautern—Fort. Dusseldorf 3— 1 Bor. Dortmund—Werder Bremen 0—0 Schalke 04—Nurnberg 1 — 1 Mönchengladb.—Eintr. Frankfurt 3—1 Hertha Berlin—B. Leverkusen 3—3 Paul Breitner lá heima í dyngju sinni meö flensu og háan hita er Bayern mætti Braunschweig á heimavelli sínum. Augljóst var aö liöiö saknaöi hans, því þaö náöi engum afgerandi tökum á leiknum og ef nokkuð var voru gestirnir sterkari aöilinn. Dieter Höness náöi þó forystunni fyrir liöiö meö fallegu skallamarki á 29. mínútu, en Gunther Keute jafnaöi meö góöu skoti á 67. mínútu, fyrsta markið sem belgtski markvöröur- inn Jean Marie Pfaff fær á sig á heimavelli á þessu keppnistímabili. Aöeins Köln úr hópi efstu liö- anna gat státaö af sigri á laugar- daginn, liöið mætti Karlsruhe og jafnaði liðið gersamlega viö jöröu. Klaus Fischer skoraöi fyrsta mark Kölnar eftir aöeins tvær mínútur, en Emanuel Gunther jafnaöi eftir slæm varnarmistök hjá Köln fimm- tán mínútum síöar. Heimaliðiö náöi aö gera nánast út um leikinn fyrir leikhlé, Pierre Littbarski skoraöi annaö mark Kölnar á 39. mínútu og Gerd Strack skallaöi i netiö mínútu fyrir ieikhlé eftir fyrirgjöf Holgers Willmer. Var fjaörafok út af marki þessu, þar sem Willmer þótti áberandi rangstæöur er hann sendi knöttinn fyrir mark Karls- ruhe. Köln sótti áfram án afláts í seinni hálfleik, en tókst ekki aö bæta fjóröa markinu viö fyrr en á 79. mínútu, Strack var þá felldur innan vitateigs og Stefan Engels skoraöi örugglega úr vítinu. Staö- an er nú þessi: VFB Stuttgart 8 53 0 22:7 13 Bayern Múnchen 8 52 1 19:4 12 Hamburger SV 8 4 4 0 18:5 12 FC Köln 8 5 1 2 20:11 11 Bor. Dortmund 8 43 1 12:5 11 Werder Bremen 8 4 2 2 12:8 10 Arminia Bielefeld 8 422 15:13 10 1. FC Nurnberg 8 4 1 3 12:18 9 Eintr. Braunschw. 7 2 4 1 7:6 8 Bor. Mönchengl.8 40 4 18:14 8 Karlsruher SC 8 3 1 4 7:17 7 1.FC Kaiserslautern 7223 7:12 6 Hertha BSC Berlin 8 1 4 3 14:16 6 VFL Bochum 8 1 3 4 2:7 5 Schalke 04 8 1 2 5 7:12 4 Fortuna Dússeld. 8 1 2 5 7:23 4 Eintr. Frankfurt 8 116 8:13 3 Bayer 04 Leverk. 8 116 5:21 3 PSV í miklum ham PSV EINDHOVEN náði forystunni í hollensku deildarkeppninní í knattspyrnu um helgina er liöið malaði Nac Breda mélinu smærra. Lokatölurnar 8—1 færðu liðinu forystu á betri markatölu heldur en Feyenoord getur státað af, auk þess sem Feyenoord hef- ur leikið einum leik fleira. Bæði liöin hafa sama stigafjölda. PSV var í miklum ham gegn Nac og þeir Hallvar Thoresen, Jurri Kool- hof og Rene Van Der Kerkhof skoruðu allir tvívegis. Rene Lok- hof og besti maöur vallarins, Kóreumaöurinn Joong Mo Hu, skoruöu sitt markið hvor. Koos Waslander skoraði eina mark Nac meö síöustu spyrnu leiksins. Úr- slit leikja uröu sem hér segir: Pec Zwolle—GAE Deventer 0—1 Tvente—Ajax 1—2 Nec Nijmegen—Haarlem 0—0 PSV Eindhoven—Nac Breda 8—1 FC Utrecht—Groningen 1—1 Willem 2.—Feyenoord 0—2 AZ’67 Alkmaar—Helm. Sport 4—2 Roda JC—Fortuna Sittard 1—1 Sparta—Excelsior 4—2 PSV og Feyenoord hafa 14 stig hvort félag, PSV eftir 8 leiki, Fey- enoord eftir 9 leiki. Markatala PSV er 25—9, markatala Feyen- oord 18—12. Ajax er í 3. sæti meö 13 stig eftir 8 leiki, en Roda hefur sama stigafjölda eftir níu leiki, auk þess sem markatala liösins er lakari en hjá Ajax. Andre Jeliazkov og Peter Houtman skoruðu mörk Feyen- oord og þeir Marco Van Basten og Wim Kieft skoruðu mörk Ajax. Markahæstir eru Koolhof hjá PSV með 8 mörk, Peter Houtman og Rick Talan hjá Alkmaar hafa skorað 7 mörk hvor. 1. deildin í körfu: Haukar sigruðu Grindavík FYRSTI leikurinn í 1. deild karla í körfuknattleik fór fram um helg- ina, Grindavík og Haukar áttust við. Grindvíkingar með nýjan kana, Mike Sailes, komu á óvart eftir slaka leiki í Reykjanesmót- inu. í fyrri hálfleik komust þeir í 24—20 en síðan sigu Haukarnir fram úr og höfðu forystu í hálf- leik, 36—32. Seinni hálfleikur hélst jafn framan af en stórleikur Pálmars Sigurðssonar gerði út um leikinn og Haukarnir unnu sigur 84—58. Haukarnir virkuöu hálf daufir í leiknum og ef Pálmars heföi ekki notiö viö væri óvíst hvernig leikur- inn heföi endað, aö vísu vantaöi Webster í liö Hauka. Grindvíkingar eiga eftir aö veröa sterkari í vetur. Mike Sailes styrkir þá mjög mikiö. Sterkur leikmaður sem á eftir aö veröa stórgóöur i vetur þegar hann kemst í góöa æf- ingu. í fyrri hálfleik gladdi Sailes áhorfendur meö sýnikennslu í því hvernig á aö troöa knettinum og blokkera skot. Var oft unun aö horfa á kappann. Stigahæstir í liöi Hauka voru Pálmar Sigurösson 41, Hálfdán Markússon 13 og Kári Eiríksson 12 stig, en hjá Grindavík var Mike Sailes meö 19 stig og Pálmi Ingólfsson meö 15. Einn galli er á 1. deildinni í ár. Fjölga átti í deildinni um eitt liö og var ÍBV boöin þátttaka en þeir treystu sér svo ekki til aö vera meö þegar á hólminn var komiö. Staö- an er því sú aö ekkert liö fellur í ár. Kemur þetta óneitanlega niöur á allri spennu í deildinni. Veröur því aöeins um þá spurningu aö ræöa hvaöa liö kemst upp í úrvalsdeild- ina. í nógu að snúast hjá yngri körfuknattleikslandslióunum • Eins og frá var greint í Mbl. fyrir nokkru hefur Bandaríkja- maðurinn John Dooley verið ráð- inn þjálfari íslenska A-lands- liðsins í körfuknattleik. Dooley er sem kunnugt er þjálfari úrvals- deildarliðs ÍR. En það eru fleiri landslið en A-landsliðíö, 21 árs landsliö, unglingalandsliö og drengja- landslíð. Þjálfari þeirra er Einar Bollason fyrrum landsliösþjálfari. Aðstoðarmenn hans verða Torfi Magnússon og Jón Sigurðsson. Verkefni 21 árs liösins veröa 4 ieikir í Belgíu og Hollandi dagana 17.—23. desember, en hópurinn verður valinn í nóvember, 15—16 manna flokkur. Unglingalandsliöiö leikur 3 leiki viö íra í frlandi frá 21.—25. október, en síöan er Polar Cup á dagskrá 6.—10. janúar. 16 manna hópur hefur þegar veriö valinn og er byrjaður aö æfa. Hópinn skipa eftirtaldir: Kristinn Kristinsson, Eyþór Þ. Árnason, Jóhann Bjarnason, Ólaf- ur Guömundsson, Páll H. Kol- beinsson, Þorkell Andrósson, Lár- us Thorlacius, Björn Ottó Steffen- sen, Jóhannes A. Kristbjörnsson, Matthías Einarsson, Tómas A. Holton, Einar Ólafsson, Björn Zoéga, Matthías Matthíasson og Birgir Mikaelsson. Verkefni drengjalandsliösins eru þau, aö stefnt veröur aö 3 lands- leikjum viö England ytra dagana 26.—30. desember. Þá er stefnt aö 3—4 leikjum heima eöa heiman i lok mars, en ekki er enn Ijóst gegn hvaöa þjóöum. 16 manna hópur hefur þegar veriö valinn og hafið æfingar. Hópinn skipa eftir- taldir piltar: Ómar Scheving KR, Ómar Guömundsson KR, Heimir Jónasson Vai, Karl Guölaugsson ÍR, Björn Þorvaldsson ÍR, Hjálmar Hallgrímsson UMFG, Kristinn Ein- arsson UMFN, Hreiöar Hreiöars- son UMFN, Jón I. Guöbrandsson IBK, Sævar Guðbergsson ÍBK, Matti Osvald Stefánsson iBK, Magnús H. Matthíasson Val, Sig- uröur Ingimundarson ÍBK, Skarp- héðinn Héöinsson ÍBK og Guöjón Skúlason iBK. — gg. • Stórskytta, Þróttar Páll Ólafsson, komst lítiö áleiðis gegn sterkri vörn Valsmanna. Þróttur fékk skell gegn Valsmönnum — töpuðu med níu marka mun VALSMENN unnu mjög öruggan sigur á Þrótti í 1. deildinni á laug- ardaginn, 23—14. Þetta er annar stóri skellurinn sem lið Þróttar fær í íslandsmótinu til þessa. Greinilegt er á liöi þeirra að sumir leikmennirnir eru frekar illa undir mótið búnir, því er líöa tók á leik- inn gegn Val voru flest allir leikmenn Þróttar alveg búnir og lítill sem enginn kraftur í þeim. Þetta notfæröu Valsmenn sér og rööuöu mörkum á Þrótt og sig- ruðu með níu marka mun. I hálf- leik var staðan hinsvegar jöfn, 9 —9. Allur fyrri hálfleikur var mjög jafn, þráft fyrir aö frumkvæöiö í leiknum hafi veriö hjá Vals- mönnum. í síöari hálfleik snerist dæmiö alveg viö. Valsmenn léku viö hvern sinn fingur og yfirspiluðu Þróttara algjörlega. Liö Vals beitti skyndisóknum hvaö eftir annaö með góöum árangri. Þá var línuspil oft gott hjá liöinu. Theódór Guö- finnsson átti mjög góöan leik meö val og skoraði sjö lagleg mörk. Flest úr horninu. Þá komu ungu mennirnir í liöi Vals sérlega vel frá leiknum. Sýndu góöa takta. Þar eru menn framtíöarinnar á ferö- inni. Júlíus og Jakob komu vel frá leiknum. Einar Þorvaröarson varöi oft vel í marki Vals, og getur gert enn betur. í liöi Þróttar bar einna mest á Guömundi Sveinssyni og Konráö Jónssyni í sókninni. Varnarleikur Þróttar í síöari hálfleik var slakur og barátta lítil sem engin. í stuttu máli: islandsmótiö 1. deild. Valur — Þróttur 23—14 (9—9). Mörk Vals: Theódór 7, 1 v, Þor- björn Guðmundsson 4, Jakob 3, Júlíus 3, Brynjar 2, Jón Pétur 2, Gunnar 1 og Þorbjörn Jensson 1. Mörk Þróttar: Konráö Jónsson 5, Guðmundur Sveinsson 5, 1 v, Páll Ólafsson 3, Gísli og Ólafur H. 1 hvor. Einar Þorvarðarson Val varöi tvö víti í leiknum. Siguröur Ragn- arsson Þrótti varöi eitt. Brottrekstur af velli: Þorbjörn Jensson og Júlíus hjá Val í 2 mín. og Páll Ólafsson og Lárus hjá Þrótti í 2 mín. — ÞR. Stjörnuleikmenn: Valur: Theodór Guðfinnsson 3 Einar Þorvarðarson 2 Júlíus Jónsson 1 Þróttur: Konráö Jónsson 2 Guðmundur Sveinsson 1 Fimakeppni — Firmakeppni Hin árlega firmakeppni Ungmennafélagsins Aftureld- ingar í innanhússknattspyrnu veröur haldin í íþrótta- húsinu aö Varmá (sem hefur einn af þremur stærstu innivöllum á Stór-Reykjavíkursvæöinu) helgina 16,—17. okt. Þau fyrirtæki sem áhuga hafa, hafi samband viö Stefán dagana 5.-7. okt. frá kl. 4 til kl. 22 í síma 66754. Ungmennafélagiö Afturelding. Firmakeppni Gróttu í knattspyrnu innanhúss veröur í íþróttahúsi Seltjarn- arness helgarnar 16. og 17., og 23. og 24. okt. Keppt verður um Gróttubikarinn sem nú er í vörslu Pósts og síma. Þátttökugjald er kr. 1.000. Þátttaka tilkynnist í síma 25769 milli kl. 13 og 15 (Sigrún). Knattspyrnudeild Gróttu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.