Morgunblaðið - 05.10.1982, Page 28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982
28
Þrjú efstu liðin náðu aðeins 2 stigum
— Kevin Keegan skoraði fjögur mörk fyrir Newcastle
Frá Skapta Hallgrímseyni í Ipawich.
AFLEIT skilyrdi settu mjög mark sitt á knattspyrnuhald í Englandi á
laugardaginn. Víöast hvar rígndi mikið og vellirnir voru hálir sem
skautasvell. Þaö rigndi þó ekki mörkum aö sama skapi, aö minnsta
kosti var lítið skorað miöaö viö laugardaginn þar á undan, en því er
kannski ekki saman aö líkja, þá voru skoruð 50 mörk og var litiö á
markaregnið þá sem hálfgert undur. Það sem var kannski markverð-
ast viö úrslit helgarinnar var ósigur Liverpool gegn Ipswich, en liðið er
engu aö síður í efsta sæti deildarinnar þar sem Manchester Utd. mátti
sætta síg við jafntefli gegn Luton. Watford náði einnig aöeins jafntefli,
en vert er að fylgjast með West Ham, sem vann fjórða sigur sinn í röö
og er komið í fjórða sætið með aðeins einu stigi minna en Liverpool og
United. Sigur West Ham gegn Arsenal var eftir atvikum sanngjarn. Að
vísu sótti Arsenal mun meira, en þetta var klassískt dæmi um þaö að
eftír því sem leikmenn reyna meira, tekst minna. West Ham lék skyn-
samlega og klókindalega, einkum sýndi Alan Devonshire snilldartakta
á vallarmiðjunní. Furðulegasta framlagið átti þó miöherjinn Paul
Goddard, hann skoraði annað mark West Ham, átti þátt í þriðja mark-
inu og bjargaði auk þess tvívegis af eigin marklínu skotum Arsenal-
manna. Það var annars Francois Van Der Elst sem skoraði fyrsta mark
WH strax á 20. mínútu. Mark Goddards kom tveimur mínútum fyrir
leikhlé. En Talbot skoraöi þá fyrir Arsenal. Alvin Martin skoraöi með
skalla eftir aukaspyrnu Franks Lampard strax í upphafi síðari hálf-
leíks, Goddard fiskaði spyrnuna, en eina mark Arsenal skoraöi Paul
Davis á síðustu mínútu leiksins. Úrslit leikja urðu annars þessi:
• George Burley, t.v., átti stórleik í vörninni hjá Ipswich, er liðið geröi
sér lítið fyrir og sigraði Liverpool.
Arsenal — West Ham 2—3
Birmingham — Watford 1 — 1
Everton — Brighton 2—2
Ipswich — Liverpool 1—0
Luton — Manchester Utd. 1 — 1
Manchester City — Coventry 3—2
Nott. Forest — Stoke 1—0
Southampton — Notts C. 1—0
Sunderland — Norwich 4—1
Swansea — Tottenham 2—0
W. Bromwich — Aston Villa 1—0
Ipswich lék án stjörnuframherja
sinna, þeirra Paul Mariners og Al-
an Brazils, og í fyrri hálfleik réö
Liverpool með öllu gangi leiksins.
Góö markvarsla og stórleikur
þeirra Burleys og Osmans í vörn-
inni hélt Ipswich þó á floti, auk
þess sem óheppni elti nokkuð
leikmenn Liverpool. Ipswich varð
fyrir frekara áfalli, er Hollendingur-
inn Franz Thijssen meiddist í fyrri
hálfleik og lék ekki með þann sið-
ari. Kevin O'Callaghan kom í hans
stað og geröi þetta ekki annað en
að þjappa leikmönnum Ipswich
STAÐAN
I. dt iW:
I.ncrpool H 5 2 I li 7 17
ManrlH*slí*r Utd. * 1i 2 1 14 6 17
Walford H 5 12 20 6 16
Wcsl llam K 5 1 2 IH H 16
Wi*st Bromwirh H 5 () 3 16 9 15
Manrhrslrr < 'ity H 5 0 3 10 10 15
Tottrnham H 4 13 17 II 13
Stoke H 4 1 3 17 14 13
Aston Villa H 4 0 4 12 12 12
Notlingham For. H 4 0 4 14 16 12
Hri^hlon H 3 2 3 H 19 II
l.uton H 2 4 2 21 19 10
('oventry H 3 1 4 10 II 10
Swansea H 3 1 4 10 12 10
Sunderland H 3 1 4 II 16 10
Ipswirh H 2 3 3 14 II 9
Kverton H 2 2 4 14 13 H
Arsenal H 2 2 4 H 9 H
Notts ( ounty H 2 2 4 6 15 H
Southampton H 2 1 5 4 IH 7
Norwirh H 1 3 4 II 17 6
Birmingham H 1 2 5 4 19 5
STAÐAN
Ck> 0
2.deild: Wolverhampton H 6 2 0 1 t , 20
(irimsby H 6 1 1 19 9 19
Sheffield W'ed. H 6 0 2 21 13 1H
(Jueens l»ark K. 9 5 2 2 12 H 17
Fulham H 4 2 2 17 12 14
Leeds 7 4 2 1 II 8 14
Chelsea H 3 3 2 12 H 12
Barnsley 7 3 3 1 12 9 12
('rystal l'alare H 3 3 2 II 9 12
Newraxtle H 3 3 2 II 9 12
l^eicester H 3 1 4 14 9 10
Oldham H 2 4 2 9 10 10
('arlisle H 3 1 4 15 19 10
Shrewsbury 8 3 0 5 7 11 9
Blarkburn 8 3 0 5 12 17 9
Kotherham 8 2 3 3 10 15 9
Burnley 7 2 14 12 12 7
( harlton 8 2 2 4 10 16 H
Bollon 8 2 15 7 13 7
('ambridge 9 12 6 9 16 5
l>erby County 7 12 4 6 13 5
Middlesbrough 8 0 3 5 7 21 3
saman. Þeir léku mun betur í síöari
hálfleiknum og þá var Mick Mills
alveg sérstaklega atkvæðamikill á
miðjunni. O’Callaghan geröi góöa
hluti, hann er útherji og sprettir
hans niður kantana opnuðu nokkr-
um sinnum vörn Liverpool. Hann
átti allan heiðurinn af sigurmark-
inu, sendi knöttinn vel fyrir markið
tiu mínútum fyrir leikslok og Mich
D’Avrey skallaði glæsilega í netið.
Liverpool lék einnig án lykilmanna,
lan Rush og Dave Hodgeson,
miöherjarnir, báöir meiddir. Þaö
hafði auövitaö sitt aö segja, Ken
Dalglish og Craig Johnstone léku
sem framlínumenn aö þessu sinni,
en voru ekki eins beittir og hinir
tveir hafa veriö það sem af er
hausti.
Manchester Utd. lék án tveggja
lykilmanna í Luton, þeirra Arnold
Muhren og Steve Coppell. Báöir
meiddir og Coppell á í miklum
vandræðum meö hnéð sem hann
var skorinn upp í á síöasta sumri.
Stööur þeirra tóku Remi Moses og
Ashley Grimes og það voru einmitt
þeir sem unnu saman aö marki
United. Moses sendi til Grimes á
13. mínútu og írinn horaði skoraði
örugglega. Bæöi liöin léku furöu
vel í rigningunni og hálkunni og
skilyrðin áttu sinn þátt í jöfnun-
armarki Luton á 60. mínútu, Brian
Horton sendi fyrir markiö og Ricky
Hill kastaöi sér fram og skallaði í
netið. Knötturinn fór milli fótanna á
Garry Bailey, klaufalegt, en hann
bætti það að nokkru leyti upp
nokkru síðar, er hann varöi hreint
ótrúlega glæsilega þrumuskot frá
Mal Donaghie. Knötturinn sneiddi
varnarmann og breytti gróflega um
stefnu þannig að Bailey varö aö
gera stefnubreytingu á sjálfum sér
í „háloftunum". Auk þeirra Muhr-
ens og Coppells, lék United án
John Gidmans og Martin Buchans.
Miöverðir voru Gordon McQueen
og Kevin Moran. Voru þeir frábær-
ir aö sögn BBC og litlar líkur á því
aö Buchan endurheimti sætið
nema aö hinir verði fyrir meiðslum.
Watford gerði nóg til aö vinna
Birmingham fimm sinnum er liöin
mættust á heimavelli síðarnefnda
liösins. Mörg góö marktækifæri
fóru forgöröum, aöeins eitt nýtt, er
Luther Blissett skallaöi í netiö
hornspyrnu Nigel Callaghans. Tí-
unda mark Blissetts í haust.
Heimaliöiö kom íviö meira inn í
myndina er á leikinn leiö og jafnaði
fremur óvænt á síðustu mínútunni
er Kevin Summerfield skoraöi.
WBA náöi í dýrmæt stig er liðiö
sigraði nágrannaliðið Aston Villa
meö eina marki leiksins. Villa var
lengst af mun betri aðilinn, en
skömmu fyrir leikslok geröi Gord-
on Cowans Ijót mistök, ætlaöi aö
senda knöttinn til markvarðarins,
en sendi þess í staö beint til hins
unga Nick Cook og hann skoraði |
örugglega. Cook lék í staö Cirylle
Regis, en hann mun vera meiddur.
Cowans klúöraöi skömmu síöar
ákjósanlegu tækifæri til aö jafna,
lokatölurnar þvi 1—0 fyrir WBA,
fyrsti sigur liðsins gegn Villa í 16
ár.
Manchester City reif sig upp eft-
ir nokkra lélega leiki og sigraöi
Coventry í skemmtilegum leik. Jim
Melrose skoraöi fyrir Coventry
strax á 8. mínútu, en Graham Bak-
er jafnaöi fyrir leikhlé eftir fyrirgjöf
hins 16 ára gamla Paul Simpsons.
City lék síöan mjög vel framan af
síöari hálfleik, Tommy Caton skor-
aöi mark eftir aö Asa Hartford
haföi rennt knettinum til hans úr
aukaspyrnu og á 70. minútu geröi
Dave Cross út um leikinn er hann
skoraði þriöja mark MC. Gary
Thompson tókst aö minnka mun-
inn undir lok leiksins, en heimaliöiö
héit öllum stigunum.
Nottingham Forest sigraði
Stoke mun léttar en 1—0-loka-
tölurnar gefa til kynna. Stoke sýndi
lítiö af þeirri snjöllu sóknarknatt-
spyrnu sem á boöstólum hefur
veriö hjá liöinu þaö sem af er ha-
usti, Forest haföi leikinn ávallt í
hendi sér. Garry Birtles skoraöi
sigurmarkiö á 60. mínútu, þriöja
mark hans í jafn mörgum leikjum.
Peter Fox var hetja Stoke-liösins,
hann stóö aö vanda í markinu og
bjargaði liði sínu frá stórtapi með
snilidarmarkvörslu.
Tottenham haföi algera yfirburöi
framan af gegn Swansea, en nokk-
ur opin marktækifæri fóru í súginn
af ýmsum sökum, ekki síst vegna
klaufaskapar. Heimaliðiö náöi
smám saman betri tökum á leikn-
um og í seinni hálfleik skoruöu þeir
Max Thompson og Bob Latchford
fyrir Swansea. Liöið haföi tapaö
fjórum leikjum í röö fram aö þess-
um sigri.
Sunderland hristi af sér fjóra
tapleiki í röð, þar af 0—8-hökkun
gegn Watford, meö því aö rót-
bursta Norwich aö viöstöddum aö-
eins rúmum 13.000 áhorfendum.
j Ekki mörg ár síöan um 30.000
manns að jafnaöi tróöu sér inn á
Roker Park er Sunderland lék þar,
jafnvel sem 2. deildarliö. Hvaö um
þaö, liðiö lék vel gegn Norwich og
þaö stóö ekki steinn yfir steini hjá
Anglíuliöinu er upp var staðiö. Þaö
var ekkert skoraö í fyrri hálfleik, en
sá síöari var ekki eldri en fimm
mínútna, en Gary Rowell skoraöi
eftir frækinn einleik. Þar meö var
ísinn brotinn, Ally McCoist skoraöi
20 mínútum síöar og Rowell var
aftur á feröinni skömmu síöar með
þriöja mark Sunderland. Lokaorö-
iö átti svo John Cook, hann skor-
aöi fjóröa markiö eftir mikinn ein-
leik. Eina mark Norwich skoraöi
Dave Bennett á siöustu mínútunni.
Southampton lagaöi mjög stööu
sína við botn deildarinnar meö því
aö sigra Notts County meö eina
marki leiksins á The Dell í South-
ampton. Justin Fashanu, lánsmaö-
urinn frá Forest, gat leikiö meö á
ný eftir meiösli og hann skoraöi
sigurmark Southampton í síöari
hálfleiknum.
Brighton barðist frækilega gegn
Everton, tvívegis náöi heimaliöiö
forystu í leiknum, en í bæöi skiptin
náöi suöurstrandarliðið aö jafna.
Adrian Heath skoraöi fyrst fyrir Ev-
erton, en Mick Robinson jafnaði.
Voru fleiri mörk ekki skoruö í fyrri
hálfleiknum. Billy Wright skoraöi
aftur fyrir Everton snemma í síöari
hálfieik, en Jimmy Case jafnaöi
metin meö glæsilegu marki af 30
metra færi.
2. deild:
Shrewsbury O — Leicester 2
(McDonald, O’Neil)
Carlisle 0 — Wolverhampton 2
(Smith, Livingstone)
Rotherham 1 (McBride) — New-
castle 5 (Keegan 4, 1 víti, Todd)
Leeds 2 (Butterworth, Hird) —
Cambridge 1 (Reilley)
QPR 3 (Neill, Allen, Micklewaith)
— Burnley 2 (Steven 2)
Blackburn 2 (Garner, Stonehouse)
— Sheffield W. 3 (Bannister 2,
Megson)
Middlesbrough 1 (Otto) — Oldham
1 (Palmer)
Chelsea 5 (Fillery, Speedy 2,
Bumstead, Droy) — Grimsby 2
(Drinkell, Cumming)
Bolton 1 (Hoggan) — Crystal Pal-
ace 0
Charlton 1 (White) — Derby 1
(Gamble)
Kevin Keegan hefur greinilega
engu gleymt, 5— 1-sigur New-
castle var athyglisveröur, en þó
var sigur Barnsley gegn Fulham at-
hyglisveröari. Lundúnaliðiö náöi
þar þriggja marka forystu á fyrstu
sjö mínútum leiksins, en Barnsley
tókst samt aö kreista fram sigur,
svaraöi meö fjórum mörkum.
í Knaltspyrna)
• Kevin Keegan var
sannarlega í essinu
sínu á laugardaginn,
lið hans Newcastle
mætti Rotherham og
sigraði með miklum
yfirburðum, 5—1.
Keegan var öðrum
fremur maðurinn á
bak við sigurínn, því
þessi fyrrum lands-
liðsfy rirliöi Englands
skoraði fjögur af
mörkunum.