Morgunblaðið - 05.10.1982, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 05.10.1982, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 5. OKTÓBER 1982 35 Kapella að Sogni í Ölfusi NÝLEGA hefur verid tekin í notkun kepella í medferðarheimili SÁÁ að •Sogni i Ólfusi. Er kapellan klædd rauðu teppi og veggklæði, ásamt Kristslíkneski og Ijósastikum. Rúmar kapellan sex manns í sæti. Að sögn Sigurðar Gunn- steinssonar, dagskrárfulltrúa á Sogni, þá er kapellan fyrst og fremst hugsuð sem athvarf til kyrrðarstunda og bænalífs. Mönnum er frjálst að nota kap- elluna að vild og hafa vistmenn notað hana mikið. Stefjaþankar — ný ljóðabók STEFJAÞANKAK heitir ný Ijóðabók eftir Ilöskuld Ottó Guðmundsson, sem nýlega er komin út. Höfundur er Austfirðingur að ætt og uppruna, rösklega sjötugur að aldri. I formála segir að hann hafi snemma þótt hagorður og hafi frá unga aldri fengist við að gera ljóð og stökur. Bókin Stefjaþankar er 108 bls. að stærð, Letur prentaði, en höf- undur sá um útgáfuna. Sigurunn Konráðsdóttir skrifar formála. Flugskýlin á Stóra-Kroppsflugvelli í Reykholtsdal. Þegar lokið verður við , að reisa flugskýlið, sem nú er í smíðum, þá er aðstaða til að geyma 4—6 flugvélar í skýlunum. Borgarfjörður: Flugskýli á Stóra Kroppsflugvelli Borgarfjtfróur. AHUGI manna á flugi hefur farið vaxandi undanfarin ár. Hafa menn í uppsveitum Borgarfjarðar ekki látið sitt eftir liggja. Eru núna t eigu manna þar 6 flugvélar. Þurfa þær sín hús, sérstaklega þegar kemur fram á veturinn og veður gerast válynd. Hafa menn því brugðið á það ráð að reisa flugskýli yftr flugvélar sínar. Eitt flugskýli er á Húsafelli og annað var reist fyrir skömmu við flugvöllinn á Stóra- Kroppi. Er það í eigu þeirra Jóns, Jóhannesar og Snorra Kristleifs- sona á Sturlu-Reykjum i Reyk- holtsdal, um 250 m2 að stærð. Um þessar mundi er verið að reisa annað flugskýli á sama stað. Er það um 180 m2 að stærð í eigu Jóns og Guðmundar Pét- urssona í Geirshlíð í Flókadal. Samfara þessari auknu flugvéla- eign, þá efur áhugi manna á flugi aukizt að mun, svo nú eru menn að læra að fljúga, sem komnir eru af því skeiðinu, þegar menn hafa gaman af að trylla torfæru- bílum út um víðan völl. Stóra-Kroppsflugvöllur hefur verið lengdur upp í 800 metra. Var það gert nú í vor sem leið. Er flugvöllurinn því orðinn heils árs flugvöllur, þar sem ekki ætti holklaki að myndast á haustin né aur að vori. Voru þessar endur- bætur ekki kostnaðarsamar, þar sem bara þurfti að ýta drulluiagi ofan af og kom þá í ljós gott und- irlag, sem auðvelt var að ýta upp. Þurfti því ekki að aka jarðvegi til og frá í flugvallarstæðið. Þó þarf að höggvalta völlinn að vestan- verðu, þar sem heldur laust er í vellinum fyrir þyngri flugvélar. Auðvelt er með aðflug að vellin- um, þar sem ekki eru nærliggj- andi fjöll, sem hindra aðflug vegna sviptivinda. Er mikil bót að þessari lengingu, þar sem nú geta mun stærri flugvélar lent á Stóra-Kropps-flugvelli, jafnvel Fokkerar Flugleiða þegar að- stæður eru ákjósanlegar. —pþ- Bæjarráð Akureyrar: Teknar verði upp við- ræður við stjórnvöld um atvinnuuppbyggingu Á FUNDI bæjarráðs Akureyrar síðastliðinn þriðjudag var sam- þykkt að beina því til bæjarstjórn- ar aö teknar yrðu upp viðræður við iðnaðarráðuneytið um atvinnu- uppbyggingu á Eyjafjarðarsvæð- inu. Ennfremur var gengið frá drögum að svörum bæjarráðs til samstarfsnefndar um iðnþróun á Eyjafjarðarsvæðinu. Bæjarstjórn mun taka þessi mál til meðferðar næstkomandi þriðjudag. Það voru fulltrúar Sjálfstæð- isfloksins í bæjarráði, sem til- löguna um viðræðurnar fluttu og var hún samþykkt samhljóða. Tillagan var fyrst flutt í sumar, en þá var samþykkt að fresta af- greiðslu hennar og kom hún nú til afgreiðslu samhliða svörun- um til nefndarinnar. Að sögn Sigurðar J. Sigurðssonar, annars fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í bæjarráði, var meginefni tillög- unnar það, að hafnar yrðu við- ræður við stjórnvöld um at- vinnuuppbyggingu á Eyjafjarð- arsvæðinu, annars vegar að hafa skoðanaskipti um uppbyggingu stóriðju á svæðinu og að hvetja nágrannasveitarfélögin til sam- stöðu um þessi mál. Þá var einnig gengið frá hugmyndum bæjarráðs að svör- um til samstarfsnefndar, en þar var meðal annars spurt hvort af- staða bæjarstjórnar væri óbreytt til stóriðjumála. í svör- um sínum álítur bæjarráð, að rök liggi að því að næsta átak, sem gert verði í orkufrekum iðn- aði, verði á Eyjafjarðarsvæðinu, en við þetta gerði Kvenna- framboðið bókun þess eðlis, að ekki skyldi einblína á byggingu álvers við Eyjafjörð. Ennfremur komu fram hugmyndir um þátt- töku bæjarins í uppbyggingu at- vinnulífsins og í iðnþróunarsjóði Eyjafjarðarsvæðisins og hvernig hægt væri að standa að slíkri uppbyggingu í gegnum sjóðinn. Enn getum við boðið örfáa bíia frá volkswacen audi á mjög hagstæðu verði JETTA CL — CL — CL verd frá: 000 sjálfskiptur w i.www PASSAT CL verð frá: 400 AUDI 100 CL Auói verd frá: 241 .Q00

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.