Morgunblaðið - 07.10.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 07.10.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 Lokaskýrsla Coopers & Lybrand komin: Ekki tekið af- stöðu til hvort ÍSAL fær hana — segir Hjörleifur Guttormsson iönaöarrádherra „ÉG HKF ekki lekið neina afstöðu til þess hvort ISAL fær skýrsluna. l»eir fenjju niðustöðurnar I. september sl. og ég vil ekki fullyrða neitt um, hvort það er ástæða til að senda þeim skýrsluna," sagði lljörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra er Mbl. ræddi við hann í tilefni af því að iönðarráðuneytinu barst nú nýverið lokaskýrsla frá breska endurskoðunarfyrirtækinu ('oopcrs & Lyhrand um endurskoðun þeirra á ársreikningum ISAL fyrir árið 1981, en áður höfðu borist frá þeim drög að niöurstöðum þessarar sömu cndurskoðun- Borgardómur: Dæmt í sérstæðu húsakaupamáli í KOKGAKIMIMI var í gær kveðinn upp dómur í sérstæðu húsakaupamáli í Keykjavík síðastliðinn vetur. Tveir af þremur eigendum húseignarinnar llringbraut 119 skrifuðu undir samn- ing um sölu á Hringbraut 119. I>riðji eigandinn neitaði síðar að skrifa und- ir samninginn. Skömmu síðar kom fram tilboð frá öðrum aðila um kaup á Hringbraut 119 og féllust allir eigend- ur á það og skrifuðu undir samning um söluna. I’essu vildu fyrri kaupend- ur ekki una og kröfuðust þess, að þeir yrðu dæmdir eigendur að Hringbraut 119 samkvæmt samningnum. Borgar- dómur féllst ekki á kröfu sækjenda og úrskurðaði síðari samninginn gild- an. Tildrög þessa máls eru þau, að þann 27. janúar síðastliðinn skrif- uðu Jón Jónsson og Sigurlaug Egg- ertsdóttir undir samning f.h. Hraðfrystistöðvarinnar í Inn- ri—Njarðvík um sölu á Hringbraut 119 til Byggingarfélagsins Oss hf. og Rörsteypunnar hf. fyrir tæpar 6 milljónir króna. Þriðji eigandinn, Sólveig Eggertsdóttir neitaði að skrifa undir samkontulagið. Skömmu síðar kom fram hærra tilboð frá Bjarna Árnasyni í Brauðbæ og Jóni Hjaltasyni í Óðali og féllust allir þrír eigendur hús- eignarinnar á það og þann 30. janú- ar var skrifað undir samning um sölu á Hringbraut 119 fyrir um 7 milljónir króna. Þessu vildu forráðamenn Óss og Rörsteypunnar ekki una og höfðuðu mál á hendur seljendum og kröfð- ust þess, að þeir yrðu dæmdir eig- endur að Hringbraut 119. Borgar- dómur hafnaði þessari kröfu í gær. Bjarni K. Bjarnason, borgardóm- ari, kvað upp dóminn. Lögmaður Óss og Rörsteypunnar var Tómas Gunnarsson, hrl., lögmaður Jóns Jónssonar og Sigurlaugar Egg- ertsdóttur var Jóhannes L.L. Helgason, hrl. og lögmaður Sólveig- ar Eggertsdóttur var Páll S. Páls- son, hrl. Réttargæzlumaður þeirra Jóns og Bjarna var Jón Zóega, hdl. ISAL hefur ekki borist eintak af þessari skýrslu, né heldur Alu- suisse og sagði Hjörleifur að- spurður, að hann myndi taka til athugunar hvort Alusuisse fengi skýrsluna. Hann bætti því við að þessir aðilar hefðu báðir fengið niðurstöðurnar og endurskoðunin hefði verið unnin í samvinnu við Alusuisse. Hjörleifur vildi ekki tjá sig um innihald skýrslunnar, sagðist ekki vera búinn að kynna sér hana ítar- lega. Halldór Jón Kristjánsson lögfræðingur, sem starfað hefur með álviðræðunefnd fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins sagði, í gær að lokaskýrslan væri algjört trún- aðarmál og að hún hefði verið send álviðræðunefnd til umfjöll- unar. Hann var spurður hvort eitthvað nýtt kæmi fram í skýrsl- unni, sem ekki hefði komið fram áður. Hann svaraði: „Ekkert sem ástæða hefur verið talin til að gefa út fréttatilkynningu um, umfram það sem kom fram í fréttatilkynn- ingunni 1. september sl.“ Mynd Mbl. Júlíus. Læknar frá slysadeild Borgarspítalans kanna meiðsl drengsins, sem varð fyrir bifreið á Miklubraut. Fjögur börn fyrir bifreiðum í gær — þrjú þeirra voru á reiðhjóli FJÖGUR börn urðu fyrir bifreið- um í Keykjavík í gær. Þrjú þeirra voru á reiðhjóli, en hið fjórða var á leið yfir gangbraut. Ekkert barn- anna slasaðist alvarlega. í öllum tilvikum komu læknar frá slysa- deild Borgarspítalans á staðinn með hinni nýju sjúkrabifreið Kauða kross íslands. Mikil ánægja er með þessa ráðstöfun og telja lögreglumenn mikið öryggi í að fá lækna á slysstað. Fyrsta slysið varð laust fyrir klukkan níu í gærmorgun. Átta ára gamall drengur á leið yfir gangbraut á Miklubraut, skammt frá Tónabæ, varð fyrir bifreið á leið austur á bóginn. Drengurinn var ásamt skólafé- lögum og fór síðastur yfir gangbrautina. Ekki er ljóst, hvort ennþá logaði grænt ijós þegar hann gekk yfir. Læknar komu með sjúkrabifreið og leyfðu þeir drengnum að fara leiðar sinnar eftir að hafa skoð- að hann. Stúlka varð fyrir bifreið á Kringlumýrarbraut skammt fyrir sunnan Nesti skömmu fyrir klukkan þrjú. Hún var með reiðhjól, en ekki er ljóst hvort hún leiddi það við hlið sér eða var hjólandi, þegar ekið var á hana. Hún var flutt í slysadeild, en meiðsli hennar munu ekki talin alvarleg. Drengur á reiðhjóli varð síð- degis fyrir bifreið á Ægissiðu skammt frá benzínstöð Esso. Hann var fluttur í slysadeild, en meiðsli hans reyndust sem betur fer ekki alvarleg. Það var svo laust fyrir klukk- an níu í gærkvöld að fjórða barnið varð fyrir bifreið. Ekið var á dreng á reiðhjóli á Hofs- vallagötu við Hagamel. Reiðhjól- ið gereyðilagðist, en drengurinn, sem var fluttur í slysadeild, slapp við alvarleg meiðsli. Ágreiningur stjórnarliða meðferð bráðabirgðalaga um Látið verði reyna á málið hið fyrsta, segir Ingvar Gíslason „ÉG TEL heppilegast að það komi hið fyrsta í Ijós eftir að þing kemur saman, hvort bráðabirgðalögin verða felld. Ef svo fer þá tel ég kominn tíma til að rikisstjórnin efni til kosninga. lím lifslengd ríkisstjórnarinnar vil ég engu spá, en vegna þessarar stöðu gæti allt eins komið til kosninga í vetur. Þetta fer alveg eftir því hvernig málin þróast á þinginu, en ég vil láta ræða frekar við stjórnarandstöðuna um að hún veiti þessu brautargengi, sem mér finnst sjálfsagt að hún geri,“ sagði Ingvar Gíslason menntamálaráðherra, er Mbl. ræddi við hann í gær, en meðal stjórnarliða eru mjög skiptar skoðanir um hvernig standa skuli að framlagningu og afgreiðslu mála á komandi Alþingi. Stjórnarliðar skiptast sam- bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- kvæmt heimildum Mbl. í tvo hópa, innar skuli lagt fram í neðri deild án tillits til flokka, um það hvort á fyrstu dögum þingsins og þá frumvarpið til staðfestingar strax látið reyna á afgreiðslu þess, Qlafur Hauksson stjórnarformaður í SFU: Meginmarkmiði náð í grundvallaratriðum Með ákvæðum um auglýsingar er helmingur frelsisins tekinn til baka „í grundvallaratriðum er náð fram meginmarkmiði okkar, sem er að aflétta einokun ríkisútvarpsins," sagði Ólafur Ilauksson, sem sæti á í stjórn Samtaka um frjálsan út- varpsrekstur, i samtali við Mbl. í gær. Hann var spurður álits á til- lögum Útvarpslaganefndar um breytingar á útvarpslögum. Ólafur sagði að tillögur nefnd- arinnar samrýmdust hugmynd- um samtakanna að mörgu leyti, en gallar væru ýmsir. Samtök um frjálsan útvarpsrekstur væru á móti því að pólitísk nefnd annaðist úthlutun útvarpsleyfa og sagði hann menn hrædda við pólitísk hrossakaup. Slæmt væri að ekki væru gerðar tillögur að reglum um efni, en nákvæmnin væri furðuleg í tillögum um tekjuhlið útvarpsstöðva. Furðu- legt væri að útvarpsréttarnefnd ætti að ákveða auglýsingataxta, því með þeim hætti væri helm- ingurinn af frelsinu tekinn burt. Um tillögur nefndarinnar þess efnis að auglýsingahlutfall ætti að vera svipað í frjálsum út- varpsstöðvum og hjá ríkisút- varpinu, sagði Olafur að ekki væri ástæða til að setja slík mörk og með því væri verið að setja vissar hömlur á reksturinn, sem gæti ráðið því hvort hann bæri sig ekki. „Þarna er stjórnvöldum í lófa lagið að ráðskast með atriði, sem skipta mjög miklu máli,“ sagði Ólafur. Sagði hann að í tillögun- um væri verið að vernda ríkis- útvarpið fyrir fjárhagslegum skakkaföllum, frjálsu stöðvun- um væri gert erfitt um vik með rekstur, en hins vegar virtist ekkert hafa verið athugað með hvað fiutt yrði í stöðvunum. en eins og komið hefur fram í fréttum hefur ríkisstjórnin tapað meirihluta sinum í deildinni. Aðr- ir vilja, þar á meðal forsætisráð- herra Gunnar Thoroddsen, leggja málið fram í efri deild og láta það síðan „þæfast" þar fram yfir 1. desember, en þá kemur til fram- kvæmda umtalsverð skerðing vísi- tölubóta á laun. Þá koma og til fleiri atriði varð- andi afgreiðslu bráðabirgðalag- anna, sem valda óeiningu meðal stjórnarliða. Guðmundur J. Guð- mundsson gerði ákveðna kröfu fyrir afgreiðslu bráðabirgðalag- anna innan ríkisstjórnarinnar að orlofslögum yrði breytt og kallar það á sérstakt frumvarp þess efnis á þinginu. Þá vilja framsóknar- menn, a.m.k. margir hverjir, fylgja því fast eftir að lagt verði fram stjórnarfrumvarp um nýtt vísitölukerfi, en það er sá þáttur efnahagsmálanna sem farið hefur hvað mest fyrir brjóstið á alþýðu- bandalagsmönnum. Ingvar Gísla- son menntamálaráðherra sagði þetta rétt vera, en hann sagðist gera sér góðar vonir um að sam- komulag um breytt vísitölukerfi næðist innan ríkisstjórnarinnar, ef hún héldi velli. Aðspurður sagði hann í lokin, að ríkisstjórnin hefði enn ekki samþykkt neinar tillögur að frumvörpum, hvorki hvað varð- aði orlofslögin né nýtt vísitölu- kerfi. Loðnustofn- inn mældur Kannsóknaskipió Bjarni Sæ- mundsson hélt fyrir skömmu til mæl- inga á loónustofninum undir stjórn Iljálmars Vilhjálmssonar. Mælingarn- ar hófust út af sunnanverðum Vest- fjörðum og farið var yfir að ströndum Grænlands. Síðan vinnur leiðangurinn sig áfram í norður og austur. Mjög gott veður hefur fengizt við mæl- ingarnar og hafa þær gengið vel. Ennþá er Bjarni Sæmundsson eina skipið við þessar rannsóknir, en norskt rannsóknaskip, G.O. Sars, kemur á miðin mjög fljótlega og tekur þá þátt í mælingunum. Er hér um að ræða árlega samvinnu íslend- inga og Norðmanna um mælingar á stærð loðnustofnsins. Verður haf- svæðið milli íslands og Grænlands kannað, svo og austur til Jan Mayen og þar austur um. Mun rannsóknum Ijúka seint í þessum mánuði. Lítil síldveiði LÍTIL síldveiði hefur verið að undan- förnu og kenna menn helzt um björt- um nóttum, en vegna birtunnar liggur síldin mjög djúpt. Nánast engin veiði hefur verið í nót síðustu daga, en Morgunblaðinu er þó kunnugt um að Börkur frá Neskaupstað fékk um 50 lestir í nót í gær. Þá hefur verið einhver reit- ingur í reknet, en lítið í lagnet. Að sögn fiskifræðinga er uppi- staða þeirrar síldar, sem nú veiðist í nót árganpir frá 1974 og 1975, en svo var einnig í fyrra. I lagnetin hefur aðeins eldri síld, eða frá 1971, veiðzt og í reknetunum hefur aðeins gætt árganga frá 1977 og 1978. Er þetta allt sumargotssíld eins og ver- ið hefur undanfarin ár. Síldin er yf. irleitt fremur feit og þokkalega stór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.