Morgunblaðið - 07.10.1982, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982
Hosni Mubarak forseti leggur blómsveig á leiði Anwar Sadats fyrrum forseta í Kairó í gær.
Ar frá því Sadat var myrtur
Kairó, 6.október. AP.
HOSNI Mubarak forseti iagói blómsveig á leiði Anwar Sadats fyrrum forseta og að minnisvarða um fallna
hermenn í dag, en eitt ár er liðið frá því Sadat var myrtur.
Þess var minnst með látlausum hætti að ár er liðið frá því Sadat var myrtur við hersýningu í tilefni þess að
átta ár voru liðin frá upphafi októberstríðs Egypta og ísraela 1973.
Mubarak ákvað að engin hersýning yrði í dag á upphafsdegi októberátakanna vegna kostnaðar.
Krefjast upp-
lýsinga um
„hina horfnu“
Miklar mótmælaaðgerðir í Buenos Aires
Kuenos Aires, 6. október. AP.
YFIK 7.000 manns virtu í dag að
vettugi bann Argentínustjórnar og
fóru í mótmælagöngu um mið-
hluta Buenos Aires og kröfðust
upplýsinga um „hina horfnu“ í
landinu. Það voru ýmsar
mannréttindastofnanir, sem stóðu
fyrir kröfugöngunni, þar á meðal
ein, sem Adolfo Peres Esquivel,
friðarverðlaunahafi Nobels 1980,
veitir forystu. Argentíska stjórnin
hafði lagt bann við þessari kröfu-
göngu á mánudag.
Mörg hundruð lögreglumenn
höfðu tekið sér stöðu meðfram
leið göngumanna, en höfðust
ekkert að, þegar mörg þúsund
manns undir forystu Esquivels
og margra presta og stjórn-
málamanna komu á vettvang.
Hrópuðu þátttakendur vígorð
gegn stjórn landsins og báru
spjöld með áletrunum, þar sem
krafizt var upplýsinga um
6.000—15.000 manns, sem ekk-
ert hefur spurzt til frá því ein-
hvern tímann á síðasta áratug.
Flestir þeirra, sem saknað er,
hurfu eftir að þeir höfðu verið
teknir höndum af mönnum, sem
þóttust vera öryggisverðir.
Stjórn Argentínu hefur hvað
eftir annað vísað á bug áskor-
unum um að láta í té upplýs-
ingar um þá, sem horfið hafa og
sagt, að þeir væru í hópi þeirra
vinstri sinna, sem fallið hefðu,
þegar baráttan gegn vinstri
sinnuðum skæruliðum stóð sem
hæst í landinu. Baráttunni gegn
þessum skæruliðum lauk að
mestu í árslok 1978.
Milljón dollarar til
hermála á mínútu
Adolfo Peres
Esquivel
friðarverðlaunahafi
1980
Karpov tapaði
fyrir Portisch
Tilburg, 6. október. AP.
ANATOLY Karpov, heimsmeistari í
skák tapaði niður unninni skák á
móti Dngverjanum Lajos Portisch í
fjórðu umferð skákmótsins í Til-
burg, sem fram fór á þriðjudag. Var
þetta fyrsti ósigur heimsmeistarans í
mótinu.
Karpov hafði hvítt gegn Port-
isch, sem beitti Petrovs-vörn.
Fórnaði heimsmeistarinn manni í
24. leik, en tapaði síðan niður
skákinni með hvatvísri sókn, sem
átti að ljúka með máti. Portisch
gaf manninn til baka á réttu
augnabliki og hagnýtti sér síðan
til hins ýtrasta þá ringulreið, sem
skapast hafði í liði Karpovs.
Heimsmeistarinn gafst svo upp í
32. leik, er hann átti um það eitt
að velja að tapa manni eða verða
mát.
í dag, miðvikudag, vann síðan
Walter Browne Bent Larsen í
fimmtu umferð og hefur því hlotið
jafn marga vinninga og heims-
meistarinn Karpov og eru þeir þá
jafnir og efstir með þrjá og hálfan
vinning hvor eftir fimm skákir.
Sosonko vann síðan Smyslov í
36. leik í dag og Nunn og Ulf And-
ersson sömdu um jafntefli. Slíkt
hið sama gerðu Torre og Húbner,
en skák Portisch og Petrosian fór í
bið eftir 43 leiki.
Staðan í mótinu er þessi eftir
umferðina í dag: I fyrsta til öðru
sæti eru Browne og Karpov með
þrjá og hálfan vinning. I þriðja til
fjórða sæti eru Sosonko og Timm-
an með þrjá vinninga. í fimmta til
sjötta sæti eru Andersson og
Smyslov með tvo og hálfan. I
sjöunda sæti er Portisch með tvo
vinninga og eina biðskák. í átt-
unda til tíunda sæti eru Húbner;
Nunn og Torre með tvo vinninga. I
ellefta sæti er Petrosian með einn
og hálfan vinning og eina biðskák
og í tólfta sæti er Larsen með einn
og hálfan vinning.
Morðingi
Dalla Chiesa
fundinn?
Keggio Calabria, 5.október. AP.
IIANDTEKINN hefur verið á íta-
líu 36 ára gamall landbúnaðar-
verkamaður, sem talinn er hafa
verið viðriðinn morðið á ('arlo Al-
berto l)alla Chiesa hershöfðingja,
sem stjórnaði baráttunni gegn
mafiunni.
Verkamaðurinn, Nicola Al-
varo, hefur áður komið við sögu
lögreglunnar og er talinn hafa
tengsl við maftuna.
Dalla Chiesa var myrtur
ásamt konu sinni í Palermo er
vopnaðir menn skutu á bifreið
hans með sjálfvirkum rifflum.
Þriðji maðurinn særðist í árás-
inni og lézt af sárum sínum
tveimur vikum seinna.
Lögreglan lýsti morðinu á
Dalla Chiesa sem dæmigerðu
mafíumorði. Fjöldi manna var
tekinn fastur eftir morðið, en
láta varð þá alla lausa síðar
vegna ónógra sannanna.
Erfiðleikar í
Mexíkó aukast
Mexíkóborg, 6.október. AP.
GJALDÞROTA fyrirtækjum fjölgar
og iðnframleiðsla fellur jafnt og þétt
í Mexíkó þrátt fyrir tilraunir stjórn-
valda til að leysa alvarlega efnahags-
örðugleika þjóðarinnar, að sögn
helztu iðnjöfra landsins.
Að undanförnu hefur fjölmörg-
um starfsmönnum í bifreiðaiðnaði
og öðrum iðnfyrirtækjum verið
sagt upp störfum og verkföllum
hefur verið hótað ef laun verða
ekki hækkuð til jafns við verðbólg-
una, sem búist er við að verði yfir
60% á árinu.
Samtök bílaframleiðenda til-
kynntu í dag, að framleiðslan
hefði dregist saman um 24% í
september, og að salan innanlands
og útflutningur hefðu dregist
meira saman.
Þá var ákveðið að hætta við
kaup á fjórum DC-9-þotum, sem
ríkisrekna flugfélagið Aeromexico
hafði pantað, en farþegum félags-
ins hefur fækkað á sama tíma og
rekstrarkostnaður hefur aukist.
Mexíkanskur sérfræðingur i
efnahagsmálum hefur varað við
því að allt stefni í gjaldþrot banka
landsins árla á næsta ári.
Washinglon, 5. október. AP.
Á MÍNÚTIJ hverri er jafnvirði einnar milljónar dollara varið til
hermála í heiminum, að því er fram kemur í riti sem gefið er út af
bandarískum samtökum sem leggja til að dregið verði úr útgjöldum
til hermála.
Gasleiðslan:
Tveimur fyrir-
tækjum refsað
Wuhington, 6. október. AP.
Samkvæmt ritinu nema út-
gjöld til hermála í heiminum
600 milljörðum dollara, en það
jafngildir 19.300 dollurum á
hvern hermann. Höfundurinn,
hagfræðingurinn Ruth Leger
Sivard, segir hins vegar að láta
muni nærri að útgjöld til
menntamála jafngildi 380 doll-
urum á hvert barn.
„Það tekur kjarnorkuflaugar
aðeins sex mínútur að fara frá
Vestur-Evrópu til Moskvu,"
segir höfundur, „en á sama
tíma tekur það venjulega
sveitakonu í Afríku margar
stundir dag hvern að sækja
vatn til heimilisnota."
„Afkastageta bandarískrar
bifreiðar hefur tvöfaldast frá
lokum seinni heimsstyrjaldar,
en á sama tíma hefur eyð-
ingarmáttur kjarnorkuvopns
150-faldast,“ segir í ritinu.
Höfundurinn segir, að sagan
sýni að venjulega hafi vígvél-
um og stríðstólum fækkað milli
meiriháttar styrjalda, en mikil
aukning hefði hins vegar orðið
í vopnabúrum heimsins síðustu
árin.
Segir í ritinu, að 11%
mannkyns búi í Bandaríkjun-
um og Sovétríkjunum, en sín á
milli séu þessi lönd ábyrg fyrir
helmingi allra útgjalda til her-
mála, og ráði þau saman yfir
96% allra kjarnorkuvopna.
Jafnframt segir að þróunar-
löndin, hinar fátæku þjóðir,
hafi á undanförnum 20 árum
tvöfaldað hlutdeild sína í út-
gjöldum til hermála, og að til
hervæðingar þessara ríkja
megi rekja þá fjölgun, sem orð-
ið hefur á mönnum undir vopn-
um.
í ritinu tekur höfundur, sem
er forstjóri stofnunarinnar
„World Priorities", undir til-
lögur um frystingu kjarnorku-
vopnaframleiðslu og myndun
kjarnorkulausra svæða.
Bandaríkjastjórn hefur ókveöið að
banna bandarískum fyrirtækjum að
eiga viðskipti við tvö vestur-þýzk
fyrirtæki, sem selt hafa búnað til
gasleiðslunnar miklu.
Búist hafði verið við þessari
ákvörðun, en fyrirtækin tvö sem
verða fyrir barðinu á þessum
refsiaðgerðum eru AEG-Kanis-
túrbínuverksmiðjan í Essen og
Mannesmann-fyrirtækið í Dúss-
eldorf. Aðgerðirnar ná einnig til
dótturfyrirtækja þessara fyrir-
tækja í V-Þýzkalandi.
Með þessum aðgerðum hafa
bandarísk yfirvöld refsað sex evr-
ópskum fyrirtækjum fyrir að eiga
viðskipti við Sovétmenn vegna
gasleiðslunnar.