Morgunblaðið - 07.10.1982, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 198g,
Jón Ingi Hannesson
Stefin Kristjinsson
Birgir F. Strandberg
Pétur Hallgrímsson
Guðmundur Ágústsson
Verkfallid kemur ekki til
með að tefja heildarverkið
Degi hallar, en ifram er unnið i vöktum dag og nótt.
VIÐ Sultartanga er verið að gera 6
kilómelra langan stíflugarð, 12 metra
hian að meðaltali, otl 20 metra hian,
þar sem hann er hæstur. Mannvirkið
þýðir jarðvegsflutning upp i
18—1900 þúsund rúmmetra. Til sam-
anburðar mi geta þess, að í stífluna
við Hrauneyjafoss fóru 600 þúsund
rúmmetrar. Þarna er því um mikið
mannvirki að ræða. Það er verktaka-
fyrirtækið Hagvirki, sem hefur fram-
kvæmdirnar með höndum.
Fyrir skömmu stöðvuðust fram-
kva-mdirnar i svæðinu í um það bil
hálfan mánuð vegna vinnudeilna, en
úr þeim leystist í síðustu viku, þegar
samningar milli deiluaðila voru und-
irritaðir. Morgunblaðið lagði leið sína
upp að Sultartanga, til að heyra hljóð-
ið í mönnum að loknum samningum
og eins til að kynna sér hvernig fram-
kvæmdirnar þar gengju.
Höldum áfram eins lengi
og vedur leyfir
Vid tókum tali Ásmund
Sigvaldason, verkfræðing hjá Hag-
virki, til að afla okkur upplýsinga
um hvernig verkið stæði og hvaða
áhrif verkfailið hefði haft á það.
„Verkið stendur vel,“ sagði Ás-
mundur. „Það tefur auðvitað
verkið, að ekki var hægt að gera
það, sem áætlað var að gera meðan
á verkfallinu stóð. En það kemur
ekki til með að tefja heildarverkið,
þó það tefji framkvæmdir í ár, því
það sem átti að vinna í verkfallinu,
verður unnið á næsta ári. Það er
áætlað að Ijúka verkinu haustið ’83
og það eru engar líkur á ððru en
það takist.
Hér vinna nú um 140 manns, en
þegar mest var nú í sumar unnu
hér um 230 manns, en það hefur
verið að fækka smá saman, eftir
því sem á haustið hefur liðið. Við
verðum að, eins lengi og veður leyf-
ir og það fer ailt eftir því hvernig
veturinn verður, hvað verður unnið
hérna nú j vetur," sagði Ásmundur
Sigvaldason, verkfræðingur að lok-
um.
Mjög góöur aöbúnaður
„Eg veit ekki hvað skal segja, ég
get ekki sagt að ég sé beint ánægð-
ur með þá,“ sagði Jón Ingi Hannes-
son, sem við hittum að máli, þar
sem hann var við vinnu sína á
gröfu og spurðum um samningana.
„Það er að vísu hækkun og breyt-
ingar á sumum töxtum, en maður
hefði gjarnan viljað fá eitthvað
meira," sagði hann ennfremur. Að-
spurður um hvort hann hafi verið
lengi þarna uppfrá, segir hann: „Ég
er búinn að vera hérna uppfrá frá
því um mánaðamótin maí/júní og
kann vel við mig. Hér er mjög góð-
ur aðbúnaður að öllu leyti. Við
vinnum hérna á átta tíma vöktum
allan sólarhringinn, en nú fer að
hylla undir að því verði hætt og þá
fækkar mikið því þá þarf ekki leng-
ur nema einn mann á mörg tækin,
svo það getur farið að styttast í
veruna hérna,“ sagði Jón Ingi
Hannesson að lokum.
Eigum þaö undir
Skaparanum
Næstan hittum við að máli Stef-
án Kristjánsson tækjamann og
báðum um álit hans á samningun-
um. „Ég hef nú ekki kynnt mér þá
til hlítar, en sjálfsagt er hægt að
hugsa sér betri samning en þennan.
En það er engin pressa á verkinu á
þessum árstíma, þegar það getur
orðið stopp hvenær sem er vegna
veðurs, því ef það gerir frost og
snjó, þá fá allir pokann sinn. Við
eigum það því undir Skaparanum,
hvað við getum verið lengi að fram
eftir hausti. Ég er búinn að vera
hérna uppfrá síðan í vor og það er
ágætt að vera upp á fjöllum yfir
sumarið og jafnvel væri vel þess
virði að prófa það yfir veturinn
líka,“ sagði Stefán Kristjánsson að
endingu.
Maturinn virki-
lega góöur
ȃg er svona eftir atvikum
ánægður með samningana, en þeir
voru ekki samþykktir með miklum
meirihluta," sagði Birgir F.
Strandberg, sem við hittum næstan
að máli. Aðspurður um veruna
þarna uppfrá, sagði hann: „Ég hef
verið hérna í tvo mánuði og kann
vel við mig. Hér er góður starfs-
andi og aðbúnaður allur tíl sóma og
maturinn, ekki má gleyma honum,
hánn er virkilega góður," sagði
Birgir að síðustu.
Kauptaxtinn sæmilegur
„Ég veit ekki hvað ég á að segja,
ég er lítið inn í þessum rnálurn,"
sagði Pétur Hallgrímsson bifvéla-
virki aðspurður um samningana.
„Kauptaxtinn er sæmilegur og svo
er náttúrlega um ýmislegt annað
að ræða en bara taxtann."
„Ég er búinn að vera hérna upp-
frá í tvö ár samfleytt," segir hann,
þegar hann er spurður um veruna
þarna uppfrá. „Ég hef bara kunnað
vel við mig, en hvort það verður