Morgunblaðið - 07.10.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982
25
Hækkun úr 6,45 mills í 9,5 mills 1.
júlí 1982, síðar í 12,8 mills miðað við
ákveðna þróun í markaðsverði og
náist ekki samningar um nýtt raf-
orkuverð til langs tíma fyrir 1. nóv-
ember 1982 fær íslenska ríkið rétt
til að kaupa allt álverið frá 1. janú-
ar 1984. í ræðu, sem Hjörleifur
flutti í umræðum utan dagskrár á
Alþingi 6. maí 1982, sama dag og
slitnaði upp úr viðræðunum við
Alusuisse, sagði ráðherrann: „Þetta
verð á bilinu 15—20 aurar eða sama
upphæð í mills talið er það sem við
erum að reisa kröfur um að fá í
endurskoðun á raforkuverði við ís-
lenska álfélagið og í viðræðum við
Alusuisse." A forsiðu Þjóðviljans
stóð 7. maí 1982, að Hjörleifur Gutt-
ormsson hefði í þessari ræðu á Al-
þingi sagt, að raforkuverð yrði að
vera viðunandi og í samræmi „við
virkjanaframkvæmdir og kostnað
við raforkuöflun (15—20 mills)“.
Ráðherrann talar á þingi um 15 til
20 mills en nefndi 9,5 til 12,8 mills í
tilboði sínu til Alusuisse en sam-
kvæmt viðmiðun ráðherrans væri
verðið ekki enn komið í 12,8 mills.
Hinn 2. september 1982 kynnti
Hjörleifur Guttormsson skýrslur
starfshópa iðnaðarráðuneytisins
um skattamál ÍSAL og raforkuverð
til álversins. í skýrslunni um raf-
orkuverðið eru færð rök að því að
orkuverðið sé hækkað í 15 til 20
mills. Engin breyting hefur orðið á
stöðu mála milli ráðherra og Alu-
suisse og hann hefur ekkert látið
uppi um frekari áform sín.
Vilhjálmur G. Skúluon, prófessor,
formaður undirbúningsnefndar hátið-
arhaldanna vegna 60 ára afmælis
Norræna félagsins.
síns. Sama gildir um Uppsalahá-
skóla á undanförnum árum, þó
ekki sé það í eins ríkum mæli. Þá
má nefna að hér á landi höfum við
alltaf fengið að notast við þau
fræðirit í greininni sem nefnast
lyfjaskrár. Upphaflega notuðumst
við við danskar, en síðan norrænar
og núna i dag notum við evrópska
lyfjaskrá, sem Norðurlöndin eiga
hlut að. Þessar lyfjaskrár eru orðn-
ar svo veigamikil fyrirtæki, að eitt
þjóðland treystir sér ekki til að
gefa út sína eigin. Það er því ljóst
hvað við höfum fengið með þessu
norræna samstarfi og höfum feng-
ið í áratugi, þvi við gætum aldrei
gefið út okkar eigin lyfjaskrá.
Annað dæmi um norrænt sam-
starf sem ekki fer mikið fyrir, er að
starfandi hefur verið norræn lyfja-
nefnd, sem vinnur að því að sam-
ræma ýmsar reglur sem varða
lyfjamál á Norðurlöndunum.
A laugardaginn við opnun vina-
bæjarsýningarinnar í Norræna
húsinu verður samfelld afmælis-
dagskrá um sögu Norræna félags-
ins. Þá verður leikin tónlist frá
hinum Norðurlöndunum. Á sunnu-
daginn verður samkoma í Súlnasal
Hótel Sögu. Ávarp flytur Hjálmar
Ólafsson formaður Norræna fé-
lagsins. Skólahljómsveit Mos-
fellssveitar leikur. Þá verður
bókmenntakynning frá hinum
Norðurlöndunum. Norræn tónlist
verður leikin og þjóðdansar dans-
aðir. Þá verður almennur söngur.
Síðast enn ekki síst höfum við
fengið færeysku leikkonuna Ann-
ika Hoydal til að heimsækja okkur
og skemmta. Kaffiveitingar verða
svo að sjálfsögðu," sagði Vilhjálm-
ur G. Skúlason að lokum.
Nálægt þriðji hver
úr árgangi innritast
nú 1 Háskóla Islands
Erindi háskólarektors á fundi 1 Rotary-klúbbi Reykjavíkur
ÉG HEF verið beðinn um að tala hér
í stuttu máli um aðsókn að námi i
Háskóla íslands. Ég hygg að hér sé
saman kominn einstakur hópur
áheyrenda. Ég sé menn, sem
brautskráðst hafa frá skólanum,
eiga nemendur í honum, hafa gert
tillögur honum til eflingar, verið
prófdómarar hafa kennt í Háskólan-
um, eða kenna þar enn og hafa jafn-
vel stjómað honum. Ég þykist jafn-
framt viss um að þið eigið eftir að
veita honum fulltingi á ýmsan hátt,
sérstaklega eftir að hafa hlýtt á mál
mitt hér.
Sé nám lagt að jöfnu við vinnu
er Háskóli Islands fjölmennasti
vinnustaður landsins. Fjöldi nem-
enda á þessu háskólaári er 3.849.
Fastir kennarar eru um 230,
stundakennarar 7-800, þegar allir
eru taldir, sé bætt við skrifstofu-
liði, aðstoðarfólki, rannsóknar-
mönnum og starfsfólki við fyrir-
tæki Háskólans, þ.e. Happdrætti
Háskóla íslands, Háskólabíói og
Reykjavíkurapóteki, er liðið alls
um 5.000 manns. Hann snertir
hverja einustu fjölskyldu í landinu
með einum eða öðrum hætti.
Fjöldi innritaðra við Háskólann
hefur aukist um 25—30% frá því
1979. En næstu árin þar á undan,
þ.e. 1976—1978 var innritun nokk-
uð stöðug. Fjöldi nýinnritaðra á
þessu hausti er á fimmtánda
hundrað en fjöldi nýstúdenta
1.402. Árið 1970 var fjöldi nýstúd-
enta 565 og nýinnritana í Háskóla
íslands 593. Það er ástæða til að
gefa þessum tölum nokkurn gaum.
a) Fæðingarárgangar eru stærri
1956—1962 en á árunum
1950—1955, það eru um 10%
fjölmennari að meðaltali á ári.
b) Hlutfail nýstúdenta í árgangi,
ef við reiknum með því, eins og
algengast er, að stúdentspróf
sé tekið við 20 ára aldur, eykst
úr 13,8% árið 1970 í 22,9% árið
1976 og í 29,8% í ár. Ástæða
hækkunar hlutfallstölu stúd-
enta úr hverjum fæðingarár-
gangi hlýtur að mega rekja til
hinna nýju fjölbrautaskóla og
öldungadeilda að verulegu
leyti.
c) Fjöldi nýskráninga í Háskóla
íslands er orðinn talsvert meiri
en fjöldi nýstúdenta, þrátt
fyrir að um 125 fari í Kennara-
háskólann og sumir beint til
útlanda. Ein ástæða þess er sú,
að þeir sem falla á prófi, eða
hverfa frá námi eru að reyna
aftur.
d) Einnig er ljóst að fólk með
eldra stúdentspróf sækir meira
háskólanám en áður, bæði af
áhuga, vegna breyttra
aðstæðna o.s.frv.
e) Þó nokkrir nemendur sækja
einstök námskeið í Háskólan-
um án þess að ætla sér að taka
kandídatspróf, eða hafa þegar
gert það, t.d. fólk sem er að afla
sér kennsluréttinda.
f) Nám erlendis er orðið dýrara
en áður og erfiðara að komast
þar inn i skóla.
Fjöldi brautskráðra hefur stað-
ið nokkuð í stað síðan 1976 en
hlýtur að vaxa á næstunni þegar
fjölgunin fyrir þremur árum fer
að segja til sín, en sem kunnugt er,
eru BA. greinar flestar þriggja
ára nám, viðskiptafræði og verk-
fræði fjögurra ára, lögfræði og
guðfræði fimm ára nám, læknis-
fræði og tannlækningar eru
kenndar á sex árum o.s.frv., en
meðalnámstími er eitthvað lengri
í öllum greinum.
• Rétt er að taka fram, að Há-
skólanum er skylt að taka við nær
öllum sem inngöngu æskja, full-
nægi þær tilteknum skilyrðum,
þ.e. um stúdentspróf eða samsvar-
Guðmundur Magnússon
andi menntun. Athyglisvert er að
það er Háskólaráð en ekki
Menntamálaráðuneytið sem
ákveður hvort takmarka skuli
fjölda nemenda í nokkrum grein-
um, að fengnum tillögum deilda
eða námsbrauta, þ.e. í tannlækn-
ingum yfir á annað námsár, lækn-
isfræði yfir á annað námsár og í
sjúkraþjálfun á fyrsta námsár.
Fjöldatakmörkun hefur gilt í
tannlækningum frá upphafi
kennslu í þeim, yfirleitt veri tekn-
ir sex en nú átta y fir á annað
námsár svo og frá upphafi í
sjúkraþjálfun, yfirleitt um tutt-
ugu nú átján af nýinnrituðum.
Fjöldatakmörkun yfir á annað
námsár í læknisfræði var í fyrsta
sinn ákveðin á síðastliðnu há-
skólaári fyrir þá sem nú fara yfir
á annað námsár, þ.e. 36 plús
nokkrir útlendingar. Var svo kom-
ið að sýnt þótti að ef jafnfjöl-
mennir árgangar yrðu og nú eru
að komast á þriðja og fjórða ár,
þ.e. 70—80 yrðum við að fara að
flytja inn sjúklinga og út lækna,
sem er ekki sérlega arðbært.
• Námsframboð hefur aukist
talsvert sl. áratug, hæst ber
kennslu til fullnaðarprófs í verk-
fræðigreinum upp úr 1970, einnig
má nefna þjóðfélagsfræði, hjúkr-
un, sjúkraþjálfun, matvælafræði,
tölvunarfræði, námsráðgjöf og
innan skamms kennslu til kandi-
datsprófs í lyfjafræði lyfsaia.
Einnig hefur framboð á sérsviðum
aukist, eins og t.d. í viðskiptadeild,
þar sem ég þekki best, þar sem eru
sölusvið, fjármálasvið, hagrann-
sóknarsvið, stjórnunarsvið, endur-
skoðunarsvið og bráðlega verður
gefinn kostur á sérhæfingu á raf-
reiknisviði og framieiðslusviði.
• í Háskóla íslands er ekki boðið
upp á neitt framhaldsnám til
doktorsprófs, en hugsanlegt væri
að gera það á sviðum þar sem við
erum algerlega samkeppnishæfir.
Hingað til hafa allflestir, sem í
sérnám hafa farið, orðið að fara
til útlanda, sem bæði hefur kosti
og galla, ég held að það verði þó að
telja að kostirnir séu yfirgnæf-
andi. Þeir koma m.a. fram í því, að
Háskóli íslands hefur á að skipa
kennaraliði, sem sótt hefur fram-
haldsmenntun til fleiri skóla en
kennarar í nokkrum öðrum há-
skóla sennilega í heimi og yfirleitt
til bestu menntastofnana í Banda-
ríkjunum og Vestur-Evrópu.
• Nær allt rekstrarfé kemur úr
ríkissjóði, segja má að kennslu-
gjöld séu engin, því að það litla
sem nemendur þurfa að greiða,
rennur beint til þeirra sjálfra aft-
ur, Félagsstofnunar stúdenta og
stúdentaráðs. Stjórnvöld hafa að
mestu lokað augunum fyrir þeirri
nemendafjölgun, sem orðið hefur
síðan 1979 og fyrir rannsóknar-
hlutverki Háskólans. Við Háskól-
ann hefur bæst meira en heill
menntaskóli af stærstu gerð án
þess að hann hafi fengið til þess
aukið fé.
• Byggingarframkvæmdir eru
þessa stundina meiri en nokkru
sinni áður í sögu Háskólans.
Lengst er komið áleiðis á Lands-
pítalalóð byggingu fyrir lækna-
deild og tannlæknadeild og allt
bendir til að hefja megi kennslu í
tannlækningum í hinni nýju bygg-
ingu nú upp úr áramótunum
næstu. Þá er unnið á Háskólalóð
að svonefndu Hugvísindahúsi og
grafið hefur verið fyrir næsta
áfanga í þágu verkfræði- og
raunvísindadeildar vestan Suður-
götu. Einnig er unnið að Þjóðar-
bókhiöðusmíði á vegum sérstakrar
nefndar og mun Háskólabókasafn
þar sameinast Landsbókasafni.
Aðaluppspretta framkvæmdafjár
er tekjuafgangur Happdrættis
Háskóla Islands auk þess sem
20% af honum renna til Rann-
sóknastofnana atvinnuveganna á
Keldnaholti. Það yrði áreiðanlega
tómt um að litast ef Happdrættis-
ins nyti ekki við, en betur má ef
duga skal, því Háskólinn hefur nú
húsnæði á leigu á tugum staða út
um allan bæ, sem veldur miklum
hlaupum og óþægindum. Á árun-
um 1970—76 kom mótframlag úr
ríkissjóði og einnig á árunum
1980—1982 samkvæmt sérstöku
samkomulagi við ráðuneyti
menntamála og fjármála og fjár-
veitinganefnd.
• Ég vil ekki láta hjá líða að
leggja áherslu á að Háskólinn rek-
ur margar rannsóknastofnanir,
sem ég get ekki talið upp á þessum
vettvangi allar, en vil þar sér-
staklega nefna Raunvísindastofn-
un Háskólans, sem sett var á stofn
fyrir bandarískt gjafafé á 50 ára
afmæli skólans árið 1961 og
Reiknistofnun Háskóla íslands
sem hefur nær helming tekna
sinna frá utanskólaaðilum og Til-
raunastöð Háskólans í meina-
fræði, Keldum, en samningar
standa nú yfir við Reykjavíkur-
borg um framtíðarafnot Keldna-
svæðisins og Keldnaholts. Tengsl
Háskólans við atvinnulífið væri
viðfangsefni í heilt erindi, ég vil
aðeins nefna það, að þau eru með
ýmsum hætti, en geta orðið meiri
og að því er unnið.
• Til upplýsinga fyrir þá sem ekki
vita það nú þegar, eru 15 manns í
Háskólaráði, sem fer með stjórn í
málefnum Háskólans, þ.e. forsetar
deildanna átta, tveir fulltrúar Fé-
lags háskólakennara, fjórir stúd-
entar og rektor, sem jafnframt er
formaður ráðsins. Stúdentar hafa
fjórðungsaðild að stjórn deilda og
námsbrauta. Við rektorskjör sem
er á þriggja ára fresti hafa þeir V4
greiddra atkvæða en fastir kenn-
arar og fastir starfsmenn háskóla-
stofnana með háskólapróf hafa %
greiddra atkvæða.
• Hvað er framundan? Það verð-
ur á næstunni séð til þess að
stjórnmálamenn komist ekki hjá
því, að hugsa um hvað gera skuli
við allann þann fjölda nemenda
sem nú sækir Háskóla íslands, en
það er nú að verða þriðji hver úr
fæðingarárgangi. Háskólanum er
ekkert kappsmál að taka við fleiri
nemendum en hann getur sinnt
með góðu móti, þannig að gæði
námsins séu trygg. Ég hygg að
ekki verði fundinn ódýrari staður
fyrir fólk en í Háskólanum og
flestum komum við til manns.