Morgunblaðið - 07.10.1982, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 07.10.1982, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982 45 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS vjajnfix-ua vera ósk okkar allra að fangelsis- vist sé betrunarvist en ekki bara refsivist til að svala hefndar- þorsta. Vissulega eru menn innan fang- elsismúranna sem einangra þarf frá samfélaginu. Því þarf að velja úr þá einstaklinga sem sýnt hafa að þeir séu hæfir til betrunar og aðlögunar að samfélaginu. Þar þarf því að treysta á dómgreind þeirra manna sem á málum halda, enda hefur komið í ljós með feng- inni reynslu að þeir fangar sem hér hafa verið, voru þess trausts verðir er þeim var sýnt. Samt fékk fólk hér því framgengt að skóla- ganga þeirra hefur verið skert mjög og nú fá þeir aðeins að stunda nám í þeim fáu fögum sem kennd eru í öldungadeild. Hefði mátt ætla að látum linnti og allir gætu verið ánægðir. Þá skellur næsta óveður á. Sóðaskrif hefjast, sem eingöngu virðast ætluð til að særa og for- herða viðkomandi aðila. Eg vil lýsa undrun minni á, að skrif sem þessa nafnlausa Selfyssings skuli fást birt í Morgunblaðinu. Þar er vegið af einstakri mannvonsku að fáeinum einstaklingum sem ekki eru í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Að lokum vil ég svo láta þá ósk mína í ljós að fangarnir fái í friði að stunda það nám, sem þeir enn geta nýtt sér og láti ekki þessi ljótu skrif, sem einkennast af rangfærslum, illgirni og vanþekk- ingu, hafa áhrif á sig. Ég þori að fullyrða að meðal Selfossbúa eru þeir ekki færri sem af einlægni vilja þeim vel og óska þeim góðs gengis á námsbrautinni og í kom- andi framtíð." sem tók kettling upp á sína arma og ól önn fyrir honum í þrjú ár og hugsaði alltaf um hann, varð fyrir því að hann réðst á hana, meðan hún var að tala í síma og beit hana svo hastarlega, að hún þurfti að ganga í heilt ár til læknis, á hverj- um einasta degi, vegna ígerðar sem hún hlaut af bitinu. Eg hef einnig þá reynslu af köttum, að þessu „ævintýri" slepptu, að þetta séu sjálfselskustu dýr sem til eru. Og ætlar Svanlaug Löve að telja okkur trú um að allar mýsnar og fuglarnir sem kettirnir drepa, enda þótt þeim sé skaffað bæði fæði og húsnæði, hafi verið að áreita kettina að fyrra bragði? Nei, látum Tomma og Jenna í friði. Það er frábær húmor í þess- um myndum og ég get sagt þá sögu af mínu heimili, að krakk- arnir mínir fimm bíða eftir þeim félögum alla vikuna, og ég hef ekki orðið var við neinar óæskilegar hugarfarsbreytingar hjá þeim í garð katta. Verður að hafa það Jóna Jóns skrifar: „Velvakandi. Mig langar til að beina máli mínu til Ólafs M. Jóhannessonar: Kæri Ólafur. Ég er ein af þessum Jónum Jónsdætrum og hef lesið öll þín skrif í Morgunblaðinu. Ég minnist þess, er þó hófst að rita gagnrýni þína í það blað, að nokkur styrr stóð um það, hvort þú hefðir „rétt- an bakgrunn" til starfans. Ég fylgdist því strax með því, sem úr penna þínum flaut og hef svo sannarlega ekki orðið fyrir von- brigðum. Ég er hvorki listfræðingur né listamaður, einungis listnjótandi. En að mínum dómi eru skrif þín með því besta sem birtist í Morg- unblaðinu. Gagnrýni þin er allt í senn jákvæð og hlý, opin og yfir- veguð, án þess þó að verða of fræðileg, og vinnubrögð þín vönd- uð. En nú hef ég náttúrulega þverbrotið þá óskráðu reglu að ekki megi hæla þeim sem lifa og Olafur M. Jóhannesson starfa mitt á meðal okkar nema í hófi. Það verður þá bara að hafa það.“ Orði ofaukið Karl Karlsson skrifar: „Velvakandi. Fyrir nokkrum vikum hlustaði ég með stuttu millibili á tvær messur með altarisgöngum í út- varpinu. Þá tók ég eftir því mér til undrunar, að búið er að bæta orði við innsetningarorðin svonefndu, frásögnina af því, er Jesú stofnaði heilaga kveldmáltíð — altaris- gönguna. Orðin „gjörði þakkir“ verða nú „gjörði þér þakkir“. Þetta mun þá komið inn í hinn heilaga texta í nýju helgisiðabókinni. Én hann mun vera byggður á frásögn guðspjallanna og einkum frásögn Páls postula í fyrra Korintubréfi. En ég finn ekkert þér í þeim text- um. Vitanlega getur stundum verið álitamál um orðalag þýðingar á biblíutextum. En mig grunar, að í margar aldir hafi textinn Gjörði þakkir verið óbreyttur þar til nú. Ég kann ekki við þessa viðbót við orð biblíunnar. Fróðlegt þætti mér að vita, hvort þessi viðbót hefir verið sam- þykkt mótmælalaust á presta- stefnu og á kirkjuþingi. Ég held að einhver hljóti að hafa mótmælt. Einhverjir fleiri en ég hafa hlot- ið að heyra í útvarpsmessu viðbót við Faðir vor. Bænin til komi þitt riki varð: Til vor komi þitt ríki. En þessi viðbót er vitanlega ekki í nýju helgisiðabókinni. Hin fyrri á þar ekki heldur að vera. Vonandi verður hún niður felld við fyrsta tækifæri." GÆTUM TUNGUNNAR Rétt er að segja: Hvorttveggja er gott, og af hvoru- tveggja er nóg. Íslenzk-Ámeríska félagið HAUSTFAGNAÖUR 1982 Hinn árlegi haustfagnaður félagsins verður haldinn að kvöldi dags Leifs Eiríkssonar, laugardagskvöldiö 9. október nk., aö Hótel Loftleiðum kl. 20.00 stundvíslega. Heiðursgestur: Patricia McFate, forstjóri American- Scandinavian Foundation. Amerískur matseðill. Skemmtiatriði: Graham Smith. Dans: Finnur Eydal, Helena og Alli leika og syngja. Fordrykkur í Menningarstofnun Bandaríkjanna í boöi amerísku sendiherrahjónanna. Miðasala og borðapantanir kl. 17—19 á fimmtudag og föstudag 7. og 8. október á Hótel Loftleiðum. Skemmtinefnd. Alltaf á fóstudögum Vefnaður Rætt við Sigríði Halldórsdóttur skólastjóra Heimilisiðnaöarskólans — O — Tvær nýjar Ijóðabækur ísak Harðarson og Guðrún Svava Svavarsdóttir gefa út fyrstu bækur sínar — O — Svarti túlipaninn Verslað með gömul föt frá Hollandi Föstudagsblaðid er gott forskot ú helgina Eg mun ekki biðja þeim neinn- ar blessunar fyrir þetta Arinbjörn G. Guðnason, Hafnar- firði, skrifar: „Velvakandi. greiðslur og því missi ég frían Ég mun ekki biðja þeim neinnar síma. blessunar fyrir þetta.“ S\G&A V/QGfr g liLVtftAN EF ÞAÐ ER FRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU \l (.LYSINI. \ SIMINN KR: 22480 Aldrei hélt ég andskotinn alveg losnað gæti. Kn nú gengur hann út og inn um allar dyr á fa-ti. Ég var búinn að hafa frían síma í nokkur ár, en viti menn: í sumar lækkaði tekjutryggingin hjá mér og þá var um að gera að gleðja lasinn öryrkjann; tekinn af mér frísíminn. Skrýtið, þegar tekjur manns lækka á maður að geta borgað meira. Ég var búinn að hafa um langt skeið rúmar 2.000 krónur á mánuði. Svo er því um kennt nú að ég fái lífeyrissjóðs-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.