Morgunblaðið - 07.10.1982, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1982
FERÐATÖSKUR
SKJALATÖSKUR
SNYRTITÖSKUR
Nýjar uppskriftir
ék /llafossbúöin
VESTURGOTU 2 - SIMI 13404
Vorum aö fá 22 ný|ar uppskriftir og nýja liti í hand-
prjónabandinu.
Borgarfjörður eystri:
Skólanefnd hafnaði manni
með kennsluréttindi
Réttindalaus kennari skipaður
Borgarfírði eystri, 5. október.
IIER i Rorgarfirði hefur verið
mikil vinna í sumar, svo segja má
að skortur hafi verið á vinnuafii.
Hraðrrystihúsið hefur verið starf-
rækt og nægilegt hráefni borist og
jafnvel meira en það. Svo þegar
slátrunin hófst, gat það ekki tekið
lengur á móti fiski, en bátar hafa
fiskað í salt síðan. I'egar slátrun
var langt komin, þá tók síldin við
og í gær barst fyrsta söltunarsíldin
á land, þegar Erlingur RE og Jón
Jónsson SH lögðu hér upp 130
tunnur.
Hafin er kennsla í grunnskóla
Borgarfjarðar og verða nemend-
ur í honum 20 í vetur. Skóla-
stjóri er eins og tvo undanfarna
vetur Auðunn Bragi Sveinsson
og er það mikils virði fyrir skól-
ann, því sífelld skólastjóra- og
kennaraskipti eru mjög óæski-
leg fyrir nemendur. Hins vegar
hefur gengið lakar að fá kenn-
ara og leit lengi vel út fyrir að
enginn myndi kæra sig um það
starf, en að lokum sótti þó um
kennarastarfið kennaraskóla-
genginn maður með full
kennsluréttindi, en vegna
órökstudds orðróms, sem enginn
vissi hver var höfundur að,
mælti skólanefndin gegn honum
og einhvern veginn komst sá
kvittur á kreik að foreldrar
myndu ekki láta börn sín í skól-
ann, ef fyrrnefndur umsækjandi
hlyti stöðuna.
Raunar er þetta því miður
ekki í fyrsta skipti sem álíka
órökstuddar sögur hafa fylgt
umsóknum ókunnugra kennara
hingað í Borgarfjörð, en reynsl-
an svo sannað tilhæfuleysi
þeirra. En allt um það, þá varð
niðurstaðan sú að réttinda-
manninum var hafnað þrátt
fyrir meðmæli skólastjórans hér
og stúlka hér í þorpinu, rétt-
indalaus, hlaut starfið og er ekki
laust við að manni finnist slík
ráðstöfun kynleg á þeim tímum,
þegar réttindafólk er talið eiga
að ganga fyrir og ekki hvað síst
í skólamálum og undarleg er af-
staða þeirra manna, sem með
menntamálin fara, hvort sem
þeir nú kallast fræðslustjórar,
deildarstjórar eða ráðherrar, ef
þeir láta skólanefndir skipa sér
fyrir verkum, þótt með því séu
gefin slæm fordæmi. Maður hélt
að reglan væri sú þegar ókunn-
ugir menn sækja um störf, að
þeir fengju tækifæri til að sýna
hvort þeir væru hæfir í þau eða
ekki, í stað þess að sæta fyrir-
fram fordæmingu og sú spurn-
ing hlýtur því að vakna, til
hvers sé þá að afla sér kennslu-
réttinda með áralangri skóla-
göngu, ef þau reynast svo gagns-
laus þegar á hólminn kemur. En
enda þótt mörgum hljóti að
virðast þessi stöðuveiting vafa-
söm, þá felst þó í þeirri afstöðu
alls ekkert vantraust á hina
nýráðnu kennslukonu. Við von-
um að hún, þótt reynslulaus sé,
reynist vandanum vaxin og við
óskum henni og skólanum góðs
árangurs í kennslustarfinu.
— Sverrir Haraldsson.
Flugdýra-
fagnaður
FLUGDÝRAFAGNAÐUR svonefnd-
ur verrtur haldinn að Hótel Loftleið-
um (ostudagskvöldið 8. október, en
þar er um að ræða samkomu ýmissa
þeirra er starfa við eða „snudda'* I
kringum flugið á einn eða annan
hátt.
Flugdýrafagnaður var síðast
haldinn 1979, en venjulega er efnt
til þessa fagnaðar að haustlagi.
Þar koma m.a. saman atvinnu-
flugmenn og einkaflugmenn, flug-
umferðarstjórar, flugvirkjar,
flugkennarar, rútubílstjórar,
skrifstofufólk og ýmsir þeir aðrir
sem ýmist hafa af því atvinnu eða
áhuga að snudda í kringum flugið.
Fagnaðurinn er venjulega í léttum
tón, einkum þegar á kvöldið líður
og ýmsir gesta reyna að upphefja
lögmál flugfræðinnar.
Lionsklúbb-
ur Akraness
selur perur
á föstudag
NÚ Á næstunni mun Lions-
klúbbur Akraness afhenda
Sjúkrahúsinu að gjöf svokallað
sónartæki, en það er tæki til inn-
vortis myndatöku, sjúklingum al-
gjörlega að skaðlausu. Tækið er
mikið notað til að mynda fóstur.
Perusala Lionsklúbbsins nú í
ár er lokaátakið við fjármögnun
á kaupum á tækinu, sem kostar
um 200.000 krónur. Lionsklúbb-
urinn treystir nú sem endranær
á góðar viðtökur föstudaginn 8.
október, er Lionsfélagar ganga í
hús og bjóða perurnar til sölu.
Lionsklúbbur Akraness
Prentvilla
í nafni
PRENTVILLA varð í nafni einnar
kvennanna sem skrifuðu undir
Friðarávarp í blaðinu í gær. Hún
heitir Guðlaug Pétursdóttir, ekki
Pálsdóttir.
Kommandör Martin Högberg og Cunhild Högberg.
Nýr umdæmisstjóri
Hjálpræðishersins
KOMMANDÖR Martin Högberg,
nýr umdæmisstjóri Hjálpræðishers-
ins, kemur til íslands á morgun og
mun ásamt konu sinni, Gunhild,
dvelja hér á landi eina viku. Þau
raunu kynna sér starf Hjálpræðis-
hersins hér á landi, taia á almennum
samkomum auk þess sem þau munu
sitja ráðstefnu sem verður haldin
hér í Reykjavik ásamt öllum foringj-
um Hjálpræðishersins hér á landi og
í Færeyjum.
í frétt frá Hjálpræðishernum
segir, að Kommandörinn hafi
starfað fyrir Hjálpræðisherinn
víða um heim. Hann er sænskur
og hefur haft mörg embætti í Sví-
þjóð, m.a. verið túlkur enskumæl-
andi yfirforingja, ritstjóri Her-
ópsins, herskóiastjóri og einnig
aðalritari Hjálpræðishersins.
Hann hefur einnig verið næst-
æðsti yfirmaður Hjálpræðis-
hersins í Sviss og skólastjóri al-
þjóðlega foringjaskóla hersins í
Lundúnaborg. Konan hans,
Gunhild, er einnig sænsk.
Þau hjón munu tala á almenn-
um samkomum í Reykjavík, í
Herkastalanum, föstudaginn 8.
okt. og þriðjudag, miðvikudag og
fimmtudag, 12.—14. okt., alla dag-
ana kl. 20.30. Auk þess munu for-
ingjar frá Færeyjum og utan af
landi taka þátt í samkomunum
12.—14. október. Á Akureyri verða
haldnar samkomur laugardag og
sunnudag kl. 20.30, einnig verður
fjölskylduguðsþjónusta á sunnu-
deginum kl. 13.30.
Austurbæjarbío:
Námuvinnsla í geimnum
AUSTURBÆJARBÍÓ hefur hafið
sýningar á bandarískri kvikmynd
sem heitir Geimstöðin og leikur
Sean Connery aðalhlutverkið.
Myndin segir af málm-
vinnslu jarðarbúa á fjarlægum
stjörnum og viðureign yfir-
manns lögreglunnar þar við
eigendur námafyrirtækisins
sem svífast einskis til að fá
sem mest afköst við námu-
vinnsluna.
Leikstjóri er Peter Hyams og
er hann einnig höfundur hand-
rits.