Morgunblaðið - 31.10.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 31.10.1982, Qupperneq 1
80 SÍÐUR 243. tbl. 69. árg. SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 Prentsmiöja Morgunblaösins Meira hveiti og korn Róm .’M). október. Al'. Matvælastofnun Samein- uöu þjóðanna, FAO, spáði því í gær að heildar hveiti- og kornvöruframleiðsla í heim- inum í ár myndi nema einum milljarði og 533 milljónum smálesta, en það er 0,5 pró- sent meiri framleiðsla heldur en á síðasta ári. FAO spáði því einnig að hveitisala myndi minnka í 96 milljónir smálesta frá 101 millj- ón tonna á síðasta ári og korn- salan myndi einnig dragast sam- an, vera í ár 100 milljónir tonna, en var í fyrra 102 milljónir tonna. Neysla verður minni á ár- inu og því munu birgðir vaxa. Loks spáði FAO því að eftir- spurn eftir hrísgrjónum kynni að fara fram úr framboðinu, þar sem framleiðslan hefur verið 3 milljónum tonna minni í ár en í fyrra, verður nú 40 milljónir tonna, en var 43 miiljónir tonna. Jólin nilgast. — Vetur konungur er nýgenginn í garð, þótt þess sjáist engin merki enn. Hins vegar minnir þessi Ijósmynd Kristjáns Kinarssonar okkur i ad jólin nálgast, því nú er sá tími kominn að verzlunargluggar verða skreyttir jólaskreytingum. Þessi jólasveinn tók sér til að mynda stöðu í glugga Rammagerðarinnar í gærmorgun og kinkaði óspart kolli og veifaði til þeirra sem þar fóru fram hjá. Trúarerjur í Nígeríu kosta 350 manns lífið lx>ndon, 30. október. Al'. lllVt 350 MANNS hafa týnt lífi, þar af eitthundrað lögreglununn, i fjögurra daga trúarhragðauppþotum í Maidug- uri í norAausturhluta Nígeriu, að sögn brezka útvarpsins, BBC. Margar bygg- ingar voru brenndar til grunna, og að sögn er líkhúsið við sjúkrahúsið i Maiduguri sneisafullt af likum. BBC hafði eftir útvarpsstöð í Kaduna, sem er röska 600 kílómetra suðvestur af Maiduguri, að lögreglu hefði tekizt að bæla uppþotin niður í De Lorean sleppt Los Angeles 30. október .Al'. JOHN Z. De l.orean, bifreiða- hönnuðurinn, var látinn laus úr fangelsi í gær gegn 10 milljóna dollara tryggingargjaldi, en lög- fra-ðingar hans náðu á síðustu stundu fyrir helgina að ná upp- hæðinni saman. De Lorean var sem kunnugt er hnepptur í varð- hald fyrir meinta eiturlvfjasölu fyrir nokkru. I>að kom babb í bát- inn hjá De Lorean og lögfræðing- uin hans er dómstóllinn tvöfald- aði tryggingarupphæðina á sið- ustu stundu og varð það næstum til þess að hann losnaði ekki fyrir helgi. Kéttarhöldin munu hefjast innan 70 daga. Ekki hafði De Lorean spókað sig utan fangelsismúranna lengur en í nokkrar mínútur er hann komst í fréttirnar á ný. Bifreið sú er ók honum frá fangelsinu varð fyrir óhappi ók á tvær aðrar bifreiðir og voru skemmdir á bifreiðunum um- talsverðar. Enginn varð þó fyrir meiðslum. gærkvöldi, eftir sex stunda bardaga. Sagði BBC að lögreglan hefði drepið nær alla ofstækismennina í loka- áhlaupinu, en áður hefði tekizt að handtaka fjölmarga þeirra. llppþotin brutust út þegar lög- reglan reyndi að taka 16 félaga í trúflokki heittrúaðra múhameðstrú- armanna í Maiduguri, sem stunduðu trúboð í leyfisleysi. Þeir veittu mót- spyrnu og ofbeldisaðgerðirnar brut- ust út. Uppreisnarseggirnir eru sagðir stuðningsmenn Alhaji Mohammadu Marwa, sjálfsvalins spámanns, sem jafnframt er þekktur sem Maitats- ine, en hann var drepinn í uppþot- um, sem trúflokkurinn efndi til í Kano í norðurhluta Nígeríu í des- ember 1980, en hermt er að þá hafi um fjögur þúsund manns týnt lífi. JA KUZEL.SK I hershöfðingi sagði í ræðu í gær, að herlögum yrði ekki aflétt i I’óllandi næstu tvö árin ef Pólverjar kysu að liðsinna þeim öfl- um sem „höggva að efnahag lands- ins og grafa undan framforum í efnahagsmálum“. l’ólska herstjórn- in á í vændum vaxandi mótmælaað- gerðir og andóf næstu tvo mánuðina frá hendi „Einingar", óháðu verka- lýðssamtakanna sem nýlega voru bönnuð með öllu i Póllandi. „Það er enn möguleiki á því að aflétta herlögunum fyrir áramót- Blaðið Finaneial Times hafði eftir talsmanni Shehu Shagari forseta að óeirðaseggirnir hefðu drepið fjöl- marga óbreytta borgara sem þeir hefðu haldið í gíslingu. Hátt á fjórða hundrað fylgjenda trúflokks- ins hefðu verið handteknir. Sagði blaðið að óeirðaseggirnir hefðu ver- ið vopnaðir byssum, örvabogum og öðrum vopnum. Uppþotin í Kano í desember 1980 stóðu yfir í 10 daga, og neituðu emb- ættismenn í Nígeríu að staðfesta orðróm um að Líbýumenn hefðu staðið á bak við óeirðaseggina, en diplómatar og blöð gáfu í skyn að beint samband hefði verið á milli óeirðanna og brottrekstrar allra líb- ýskra diplómata frá Nígeríu skömmu seinna. in,“ sagði Jaruzelski ennfremur, „en það fer eftir því hvernig stað- an verður og hversu ágengt and- kommúnískum öflum verður í árásum sínum á pólsku þjóðina á næstunni." Leiðtogar Einingar hafa boðað til átta klukkustunda verkfalls 10. nóvember og síðan til umfangs- mikilla mótmælaaðgerða dagana 13., 16. og 17. sama mánaðar. Um þetta sagði Jaruzelski: „Það er löngu ljóst að ævintýramennska Jaruzelski af þessu tagi er með öllu vonlaus og það versta er að svona lagað tefur aðeins fyrir bata pólska efnahagsins. Hversu lengi herlög- in verða í gildi fer eftir ástandinu í landinu og ástandið fer eftir Pólverjum sjálfum. Það er þeirra að velja." Hann gagnrýndi síðan Bandaríkjamenn harðlega fyrir að draga úr efnahagsaðstoð við Pól- land, sagði Pólland ekki vera neitt „Texas-fylki", og Pólverja enga indiána sem hægt væri að loka inni á lokuðum landsvæðum. Gasleiðslan niikla: Reynt að setja niður ágreining New York, 30. oklóber. Al'. BANDARÍSKIR, kanadískir, japanskir og evrópskir emb- ættismenn koma saman í New York um helgina og reyna art finna lausn á ágrein- ingi vegna gasleiöslunnar miklu, og með hvarta hætti Bandaríkjamenn geti hætt refsiartgerðum gegn fyrirtækj- um, sem hlut hafa átt art smírti leiðslunnar. Fregnir herma að reynt sé að finna lausn sem byggi á langtíma samkomulagi um fyrirkomulag og takmörkun viðskipta við ríki austan járntjalds. Hermt er að evrópskir aðilar vonist eftir skjótri lausn málsins, en með öðr- um og veigaminni skilyrðum en stjórn Reagans forseta vill setja. Þannig herma diplómatar að Evrópuríkin séu tilbúin að semja og undirrita almenna yfirlýsingu um nauðsyn sameiginlegrar sam- stöðu gagnvart Sovétríkjunum, en að sameiginleg viðskiptastefna hafi engin áhrif í fyrstu. Margrét Thatcher, forsætis- ráðherra Bretlands, og Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýska- lands, létu þá von í ljós við lok viðræðna í Bonn í gær, að Banda- ríkjastjórn aflétti sem fyrst þeim höftum er hún hefur lagt á fyrir- tæki í Evrópu sem framleiða hluti samkvæmt bandarískri tækni- þekkingu í gasleiðsluna miklu frá Síberíu. Jaruzelski hótar her- lögum tvö næstu árin Varsjá, 30. október. Al'.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.