Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 5

Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 5 Rúrik Haraldsson er leikstjóri l.cikril \ ik- unnar kl. I 1.00: „Morðið í rannsókna- stofunni“ — eftir Escabeau Á dagskrá hljóðvarps kl. 14.00 er leikritið „Morðið í rannsóknarstof- unni“ eftir Escabeau, í þýðingu horsteins Ö. Stephensen. Leikstjóri er Rúrik Haraldsson. Með helstu hlutverkin fara Benedikt Árnason, Helgi Skúlason, Baldvin Halldórs- son og Sigurður Skúlason. Léikritið er rösklega klukkustund á flutningi. Tæknimaður: Hreinn Valdimarsson. Prófessor Harlov er kunnur fyrir rannsóknir sínar á lifnað- arháttum fólks á norðurhjara heims og hefur farið í leiðangra til heimskautssvæðanna. Dag nokk- urn þegar hann er að halda fyrir- lestur í rannsóknastofu sinni er framið þar morð með dularfullum hætti. Rannsókn er hafin, en lausn gátunnar reynist torfundnari en menn ímynduðu sér í fyrstu. Ikirn.ilcikriliO a nuímidac kl. 10.20: „Borgar- söngvar- arnir“ Á dagskrá hljóðvarps á mánudag kl. 16.20 er leikritið „Borgarsöngv- ararnir", byggt á ævintýri Grimmsbræðra, í leikgerð Jóns Ingvasonar. Leikstjóri er Jónas Jónasson. Meðal leikenda má nefna Jón Aðils, Klemenz Jónsson, Margréti Ólafsdóttur og Harald Björnsson. Leikurinn var áður á dagskrá 1963. Hann er tæpur hálf- tími. Þetta er sagan um asnann, hundinn, köttinn og hanann sem slá sér saman og ákveða að fara til borgarinnar og syngja þar. En á leiðinni gerast atburðir sem breyta áformum þeirra. Athygli skal vakin á nýjum flutningstíma barnaleikrita. Hann er nú á mánudögum klukk- an 16.20. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! s Sigurður Skúlason Helgiförin mikla Á dagskrá sjónvarps kl. 22.30 er mynd sem sjónvarpið lét nýlega gera um hina umfangsmiklu pílagrímaflutninga Flugleiða til borgarinnar Mekka í Saudi-Arabíu. Umsjónarmaður er Sigrún Stefánsdóttir. Kvikmyndun ann- aðist Páll Reynisson, en hljóðupptöku gerði Jón Arason. Það tekur adeins i 2V2 klst. ad fljúga til £ v ^ !□ Londonl Ml og veröiö okkar er í samræmi viö paö! Sumir segja að lífið í London sé stórkostleg- asta leiksýning í heimi, — þar sé meira að sjá og meira að gera en í nokkurri annarri borg. Viðhafnarmiklar og hefðbundnar skraut- sýningar, sögufrægar byggingar, söngleikir, óperur, barir, veitingahús, diskótek, nætur- klúbbar og aðrir skemmtistaðir. Öllu ægir þessu saman í London að ógleymdum ara- grúa verslana sem hafa á boðstólum vöru- úrval sem óvíða finnst glæsilegra. Og hvemig væri svo að bregða sér í 3ja, 5 eða 7 daga ferð? Heimsækja vaxmyndasafnið, fylgjast með lífvarðaskiptum við Buckingham Palace, líta inn í dýflissuna í Tower of London og skoða t.d. British Museum, Windsor kastalann eða St. Pauls kirkju. Inn á milli má ekki gleyma að skjótast í verslanir og víst er að kvölddagskráin verður ekki síður fjölbreytt og spennandi. Einstaklingsferðir Sérstakir samningar hafa verið gerðir um flug og hótel fyrir þá sem vilja heimsækja London á eigin vegum. Fyrir vikið em í boði á einkar hagstæðu verði 3ja eða 5 daga ferðir með brottför alla fimmtudaga en í vikuferð er brottför alla laugardaga og sömu fimmtudaga og hópferðabrottfarirnar eru á. wh Hópferðir Efnt verður til sérstakra hópferða fyrir aðildarfélaga og standa þær frá fimmtudegi til þriðjudags. Brottfarardagar: 18. nóvember 2. desember 16. desember Smithfield landbúnaðarsýningin Dagana 4.-11. desember efnum við til sér- stakrar hópferðar í tengslum við hina stór- kostlegu Smithfield-landbúnaðarsýningu. Verð kr: 7.190.- Jólaferð Og auðvitað fömm við í viku jólaferð til London, njótum fjölbreyttrar dagskrár og upplifum frábæra jólastemmningu heims- borgarinnar. 5.500 Verð frá kr. miðað við gistingu í 2ja manna herbergi. Innifalið í einstaklingsferðum: Flug, gisting með morgunverði. Innifalið í hópferðum aðildarfélaga: Flug, gist- ing með morgunverði og til viðbótar akstur til og frá flugvelli erlendis, miði á knatt- spyrnuleik helgarinnar og íslensk fararstjórn. Ensk kráarkvöld 19/11 - 21/11 í Súlnasal, Hótel Sögu Komið við á skrifstofunni og fáið eintak af bæklingnum “Quick Guide to London". Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 Verð miðað við flug og gengi 1.11. 1982

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.