Morgunblaðið - 31.10.1982, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982
19
ab's d’absorba
Nú kostar
127
án ryövarnar, miöad viö gengi 1.10 ’82
special 3ja dyra aðeins kr.
112.000
iðeins nokkrum
bflum
óráðstafað
Hægri höndin
úthúðar Banda-
ríkjamönnum
Catimini
bekuba
Jóla-
fötin
komin
Sendum í póstkröfu
kRaKKa^
LAUGAVEGI 48
Sími: 13041
Moskva, 29. október. Al*.
KONSTANTIN Chernenko, hægri
hönd Leonids Breshnev forseta Sov-
étríkjanna, gagnrýndi utanríkis-
stefnu Bandaríkjastjórnarinnar
harðlega í ræðu sem hann hélt í
Tblisi í gær. Chernenko sagði Reag-
an og stjórn hans ekki hafa staðist
„Detente-prófið“, sem felst í vin-
samlegum samskiptum og samhliða
afvopnun risaveldanna. I»etta er í
þriðja skiptið á jafn mörgum dögum,
að utanríkisstefna Reagans fær
slíka útreið i Sovétríkjunum, en
Breshnev forseti hafði dagana tvo á
undan verið mjög svo sammála nán-
asta aðstoðarmanni sinum í ræðum
sem hann hélt.
Chernenko sagði m.a.: „Ráða-
menn í Bandaríkjunum hafa ekki
áhuga á öðru en að spilla afvopn-
unarviðræðum og hræða íbúa
Vestur-Evrópu með tali um tak-
markað kjarnorkustríð í álfunni.
Sovétríkin eru einn póll af tveim-
ur í heimsstjórnmálum, sá póllinn
sem vill koma í veg fyrir kjarn-
orkustyrjöld og beita sér fyrir
raunhæfum friðarviðræðum.
Bandaríkjamenn sitja í öndvegi á
hinum pólnum þar sem menn hafa
ekki áhuga á öðru en að æsa upp
vígbúnaðarkapphlaupið og steypa
heiminum út í nýtt „kalt stríð“.“
^^uglýsinga-
síminn er 2 24 80
aaaa 127
hefur eitt hæsta endursöluverö notaöra bíla
aaaa 127
eyðir u.þ.b. 6—7 lítrum á hverjum 100 km
*
EGILL VILHJALMSSONp smiðjuvegi4,kópavogi, sími 77200
BÝÐUR BETUR?
Tónlistardagar
Dómkirkjunnar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Tónlistardagar Dómkirkjunnar
eru lofsvert framtak og sannar-
lega tími til kominn að kirkjan
geri eitthvað til að ná úr höndum
áhugamanna, utan kirkjunnar,
sinni tónlist og flytji hana í sinum
húsum, þeim, er þangað koma sér
til huggunar, einnig til gleði og
andlegrar uppbyggingar. Ráðgerð-
ir eru þrennir tónleikar og voru
fyrstu tónleikarnir sl. fimmtudag,
samtímis frumflutningi Töfra-
flautunnar hjá íslensku óperunni.
Þetta er sagt hér, svo að þeir sem
telja að alvarleg tónlist eigi sér
fáa aðdáendur megi hugleiða þar
um nokkuð, þ.e. um hlut slíkrar
tónlistar í tónlistarumsvifum bæj-
arins og hversu tónlistariðkun er
orðin margslungin í okkar litla
bæ. Tónlistardagar Dómkirkjunn-
ar hófust með kórlagi eftir Pál ís-
ólfsson er heitir Syng Guði dýrð.
Annað verkið var svo Gloria, eftir
Hjálmar H. Ragnarsson. Frum-
flutningur verks er ávallt tíðindi
og vel viðeigandi að kirkjan eigi
þátt í þeirri grósku, sem er í
tónsköpun hér á landi. Verkið er
mjög hljómfallegt en ekki sérlega
rismikið og þó það megi rekja til
erfiðleika kórsins í að flytja svona
tónerfitt verk, var það nokkuð
laust í formi. I heild er verkið
hljómfallegt, einfalt og skýrt í
formi, m.ö.o. fallegt tónverk. Þess
skal getið, að verkið var endur-
flutt í lok tónleikanna og þéttist
þá nokkuð í meðförum kórsins,
sem flutti verkið á sannfærandi
hátt. Sem milliþátt flutti svo
Haukur Guðlaugsson orgelleikari—■
og söngmálastjóri þjóðkirkjunnar
fjögur orgelverk eftir Pál ísólfs-
son, tvo fallega orgelforleiki,
Máríuvers og Ostinato et Fug-
hetta. Sigrún V. Gestsdóttir söng
þrjú lög eftir Jón Leifs og átti
nokkuð erfitt með þau tvö fyrstu.
Vertu guð faðir, faðir minn, er fal-
legt lag en það er vandsungið og á
í raun að tóna það frekar en að
syngja. Annað lagið, Allt eins og
blómstrið eina, var flutt allt og of
hratt. Sérkennilegur undirleikur-
inn á að tákna þungstigna sorg-
argönguna, en sálmur þessi var í
flutningi Sigrúnar og Marteins H.
Friðrikssonar léttstígt göngulag.
Síðasta lagið Upp, mín sál, sem er
mjög fallegt sálmalag, var besta
lag Sigrúnar. Fyrir utan endur-
tekninguna á Gloría eftir Hjálmar
enduðu tónleikarnir á Jesu meine
Freude eftir Bach og til liðs við
kórinn fékk stjórnandinn, Mart-
einn H. Friðriksson, Ágústu
Ágústsdóttur, Sigrúnu V. Gests-
dóttir, Rut Magnússon og einn af
félögunum í kórnum, Rúnar Ein-
arsson, til að syngja smá sólóþætti
og þáttinn Góða nótt, sem er með
því fallegasta sem Bach reit af
kórtónlist. Undirleikur á orgel og
celló framinn af Ingu Rós Ing-
ólfsdóttur og Helga Péturssyni.
Marteinn H. Friðriksson er dug-
mikill kórstjóri en hefur ekki á að
skipa nógu þjálfuðu söngfólki til
að takast léttilega á við svo erfitt
verkefni sem Jesu meine Freude.
Þrátt fyrir það var flutningur
verksins þokkalega unninn en allt
of „nervus", jafnvel þeir þættirnir
sem einsöngvararnir fluttu. Það er
mikill menningarauki að tónleik-
um sem þessum og rétt að leggja
áherslu á að kirkjan þarf að stór-
auka þátttöku safnaða sinna í
tónleikahaldi og hlustun fagurrar
kirkjutónlistar.
Jón Ásgeirsson
HVER