Morgunblaðið - 31.10.1982, Page 20

Morgunblaðið - 31.10.1982, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 Á 75 ára afmæl- inu er Laurence Olivier, sem nú hefur fallist á það að leika Lear konung í sjónvarpsleikriti, ákveðinn í að lifa ekki bara á fornri frægð, sem vissulega hefur ekki skort. Breska blaðið Telegraph er að birta greina- flokk um hann og er hér þýtt upphafið að hon- um. Olivier lávarður er kannski eini mað- urinn sem í raun getur gert að sín- um eftirfarandi orð úr Draumi á Jónsmessunótt eftir Shakespeare, því hann hefur raunverulega plant- að ()eim og þau blómstra hjá honum: Kg vcil um hlóma-brckku, þar .st*m gr*r hlóóbcrf' i lvnj»i, villirósin hlær og fjólur kinka kolli; þarna vefur sig klifur flólta um Ix-rjarunn; þar scfur ... fl*ýó. Ilolj'a llálfdánarsonar.) I^ngi hefur hann unnað garðin- um við sveitabústað sinn. Hann er óendanleg uppspretta ánægju og rósemi þessum manni, sem hugðist efna þar til gestaboðs í maí sl. í tilefni 75 ára afmælis síns. Sund- laugin cr í þessum glæsilega ramma miðjum, og upphituð, svo að hann getur synt þar á öllum árstíma sínar 40 ferðir á hverjum morgni fyrir morgunverðinn. Af- síðis liggur lítt áberandi tennis- völlur fyrir krakkana. Ósjaldan skoðar hann og ræðir um þessar mörgu runnategundir við garð- yrkjumanninn, en þær þekkir hann allar með latneskum nöfnum. Inni í húsinu má sjá gömlu, lágu bitana, sem maður er alltaf að reka sig upp undir. Hvíthærði maðurinn, sem er þar alltaf eitthvað að bauka, gæti allt eins verið fjáður fjármálamað- ur, sem sestur er í helgan stein í kyrrðinni úti í sveit. En það væri algerlega rangt til getið. Fjölskyldulífið er honum mikils virði, en í bland við alls kon- ar uppákomur. Laurence Olivier hélt aldrei þetta afmælisboð, en flaug þess í stað til Los Angeles til að hitta Dickie son sinn, sem er þar við háskólanám. Kona hans, Joan Plowright, sem um þessar mundir er að leika í Cavell í Chichester, er svo sem dáðri leikkonu ber, alltaf önnum kafin við að lesa handrit, ræða einhver framkvæmdaatriði, eöa á hlaupum til að geta skotið inn í og hætt á sig nokkurra daga kvikmyndaupptökum. Dætur OIivi- ers, Tamsin og Julie-Kate, nota skólafríið til fjölbreyttra ferða- laga. Sjálfur bregður Olivier sér til London tvisvar til þrisvar sinnum í viku. Þýtur þangað, þótt undarlegt megi virðast af manni sem ekki er lengur á kafi í leiklistarlífinu, í hvítum Bentley-bíl með einkabíl- stjóra. Það er bara svo hagkvæmt og þægilegt. Þangað kominn tekur hann vinnuskorpu við endalausar bréfaskriftir með einkaritara sín- um og reynir að líta inn á leiksýn- ingu, þar sem einhver af vinum hans kemur fram, eða fer til rakar- ans. Ekki þó til að láta raka sig. Fyrstu sjáanlegu merkin um að hann sé með sjálfum sér farinn að gæla við þá hugmynd að leika Lear konung fyrir Granada sjónvarps- átöðina (til sýningar á næsta ári) eru þau, að hann er farinn að leyfa hvíta skegginu á sér að vaxa. Nýj- ustu hlutverkin hans í sjónvarps- myndum, blindi lögmaðurinn í „Voyage Round My Father" eftir John Mortimer og Machmain lá- varður í „Brideshead Revisited", voru svo sem vera ber mjög áhuga- verð hlutverk í kassastykkjum. Þau sýndu svo ekki varð um villst að gamli krafturinn og hæfnin eru ekkert farin að láta á sjá. En þessi hlutverk voru ekki nein stór ögrun til að takast á við. Þar á undan lék hann í flóði af kvikmyndum, sem kurteislega mætti lýsa sem misjöfnum að gæð- um. Því miður voru gæðin ekki nægilega fjölbreytileg. Líklega hef- 'ur Dracuia verið verst, en Olivier biður ekkert afsökunar á Betsy og Jazzsöngvarinn var að minnsta kosti geysivinsael mynd. Einhverja bestu túlkun hans á þessu tímabili munum við því miður líklega aldrei fá að sjá, af fjárhagsástæðum. í þessari rándýru kvikmyndaupp- töku á Inchon, ieikur hann Mac Arthur hershöfðingja, og lagði sig að venju í líma við að ná áherslum og hreim hershöfðingjans. En því miður var Mac Arthur sjálfum sér ósamkvæmur, og beitti röddinni mismunandi eftir því hvert tilefnið var og áheyrendur. Til viðbótar er Olivier alltaf fjúkandi vondur þeg- ar gagnrýnendur eru að hafa orð á því að hann sé með litað hár. Þá er Laurence Olivier ekki að reyna að sýnast yngri en hann er, heldur að falla að hlutverkinu, því Mac Arth- ur litaði á sér hárið. Það er athygl- isvert, að þótt hann sé búinn að leika lágmyndir í mörg ár, þá er hann enn alltaf í aðalhlutverki, öfugt við flesta aðra leikara á hans aldri. I kvikmyndinni sem hann lék í sumar í, Vegasaltinu, fékk hann á móti sér gamlan meðleikara úr Sleuth, Michael Caine. Laurence Olivier getur vel sýnst ungur maður á kvikmyndatjaldinu, þar sem andlit hans er furðulega hrukkulaust, en í sannleika sagt þá ætti hann í rauninni að liggja í gröfinni. Hann hefur fengið þrjá 1936 varð Laurence Olivier ástfanginn af Vivian Leigh, fyrri konu sinni, í kvikmyndinni „Eldur yfir Eng- landi“. Á árinu 1941 léku þau hvort sitt stórhlutverkið, hún Scarlett O’Hara í „Gone With the Wind“ og hann Heathcliff í „Fýkur yfir hæðir“ og heim komu þau frá Hollywood sem hjón. Laurence Olivier sem Archie Rice á árinu 1957, en það ár kynntist hann leikkonunni Joan Plowright. LÍFÍ ÞEM GAMLA - ENNÞÁ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.