Morgunblaðið - 31.10.1982, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982
25
Klausa í afmælisgrein gáraði í
gráu heilasellunum, sem ég sat
að hefðbundnum sunnudags-
morgunsið með ljúfa tóna eins
Brandenborgarkonserts Bachs
úr morguntónleikum útvarpsins
í eyrum og fletti helgarblöðun-
um. Þar var Hjálmar Ólafsson
að senda sextugsafmæiiskveðju
Árna lögfræðingi Halldórssyni á
Egilsstöðum, skrifaði: „Þetta er
orðin nokkuð löng vegferð. Allt
frá því við sátum saman í stúd-
entaráði með Ellu Pálma einni
kvenna, Palla Líndal, Tomma
Tomm í Keflavík, Víkingi, Jóni
P., Jóni úr Hornafjarðarhólum
og Jónasi Gísla — og ætluðum
að frelsa heiminn. Ég er raunar
ekki frá því að þú sért enn á
þeim buxunum."
Mikið rétt, fyrir 30 árum vor-
um við öll farin að frelsa heim-
inn, hvert eftir sinni leið og
sannfæring um að hún væri sú
eina rétta. Bara herða róðurinn.
Og þegar að er gáð, erum við þá
ekki enn að baksa við þessi ver-
aldarbjörgunarstörf — hvert á
sinn hátt og eftir gömlu góðu
leiðunum okkar. Ég á Moggan-
um, afmælisgrein Hjálmars til
Árna í Þjóðviljanum, svo sem
vera ber, einn boðar í kirkju,
annar leggur sitt fram í sjúkra-
húsi, tveggja flokka sveitar-
stjórnarmenn bardúsa hvor í
sínum landsfjórðungi o.s.frv.
Enn á fullum spretti og í stress-
inu, sem allir eru að níða, eflaust
jafn sannfærð um að heimurinn
bjargist ekki nema við séum allt-
af að skipta okkur af honum. En
er ekki stressið það sem maður
verður að borga fyrir að vera
veðhlaupahestur en ekki belja?
eins og einhverjum, eflaust
stressuðum, varð að orði. Ætli
maður að koma einhverju í verk
í þessu flókna og hraða nútíma-
samfélagi, þýðir víst ekki annað
en vera á harðaspretti gegn um
lífið. Sem segir svo vitanlega
ekkert um að maður komist
nokkurn tíma í mark. Einhver
verður líka að vera síðastur.
Maður byrjar með hugsjónirnar
og kemst svo að þeirri and-
styggilegu staðreynd, að til að
koma þeim fram fylgir ómæld
vinna og hún snýst öll um pen-
inga — að safna fé, hala inn fé,
útvega fé, biðja um fé ... Bara
hafa ekki augun af hugsjóna-
málinu, eins og ónefnt dýr á
guirót, því annars kynni maður
bara að leggjast á meltuna í
makindum og hafa það gott. Og
hvað yrði þá um heiminn?
Varla hefur það verið Brand-
enborgarkonsertinn sem ýtti
undir hugleiðingar um nauðsyn
á stressi í lífinu, en framhalds-
þátturinn kviknaði við að setjast
aftur við útvarp nú í vikunni.
Var þá ekki framvarðarsveitin á
hlaupabrautinni á sínum árlega
útvarpsumræðuspretti. Raunar
fréttist varla af nokkrum áheyr-
anda öðrum sem vildi játa að
hafa fylgst með linnulaust allt
kvöldið. Að agnúast út í pólitík
er nefnilega orðið álíka vinsælt
þjóðarsport og að bölva veðrinu
eða aka bíl eins og „Palli einn í
heiminum". Rétt eins og menn
hafi óljósan grun um að allt
muni lagast af sjálfu sér, ef bara
væri hægt að vísa á dyr þessari
leiðindatík, pólitíkinni. Þá muni
varningur hætta að hækka, allir
fá kauphækkun, árekstrum
fækka á götuhornum, mann-
skapurinn hætta að drekka
brennivín sér til óbóta og allt böl
bætast.
Óneitanlega væri það notalegt
ef það dygði að hún hyrfi eins og
álfkonan í Öskubusku, hún póli-
tík, og allir tækju þá að lifa vel
og lengi í áhyggju- og vanda-
málaleysi. En pólitíkin bregður
sér bara í margra líki og vill ekki
hverfa. Hún er ekki aðeins karl-
ar að rífast í útvarpinu, eða
þinginu svo lítið ber á, og koma
út meðal fólksins til að skamm-
ast fyrir kosningar. Það er póli-
tík, sem tryggir konum jafnrétti
(dágóð samlíking það!), fræðir
börnin í svona skóla en ekki
hinsegin, ákveður hvort vinnu er
að hafa og hvernig raðast í
launaflokka í samfélaginu, hve
mikið maður fær að eiga í budd-
unni þegar yfirvöld hafa tekið
sitt, hvort manni tekst að byggja
yfir sig íbúð, fara á hljómleika,
skíði eða gefa út bækur og hvort
maður getur tórt sæmilega í ell-
inni. I hvert sinn sem efnt er til
umræðna í íþróttafélögum eða
menningarhópum koma ábúð-
armiklir menn og segja: Við
skulum halda pólitík fyrir utan
þetta! En það er bara ekki frekar
hægt en regninu frá 17. júní eða
kyniífi frá barnsfæðingum (þótt
það kunni raunar að vera tíma-
spursmál). Allt okkar líf, inni-
falinn hjúskapur og uppfræðsla
æskunnar, á allt sitt undir þess-
ari bannsettu tík, pólitíkinni.
Það er nefnilega tíkin sú, sem
ákveður hvert fara fjármunirnir,
afl þeirra hluta sem gera skal og
hve miklir peningar verða inn-
heimtir til þess og teknir frá
öðru — allt eftir hug og stefnu
þeirra sem með fara — að
ógleymdum títtnefndum hug-
sjónamálum þeirra. Það er
nefnilega hún sem ákveður for-
gangsefnin.
Dæmi um klárt forgangsval og
spretthörku við að koma málum
fram er einmitt nýkjörinn meiri-
hluti í borgarstjórn í Reykjavík.
Ég kom á verkstæði þar sem
héngu uppi „Kosningaloforð
sjálfstæðismanna", sem birt
voru fyrir kosningarnar. Smið-
irnir skemmtu sér við að krossa
við hvert loforð sem efnt var að
þeirra dómi. Veðjuðu á hann
Ilavíð eins og veðhlaupahest. Og
nú fimm mánuðum eftir að hann
varð borgarstjóri, voru þeir að
krossa við síðasta liðinn, loforðið
um að lækka fasteignagjöldin,
en hann hafði sagt í sjónvarpi að
gert sé ráð fyrir því í næstu fjár-
hagsáætlun. Krossar voru þegar
við loforðin um að fækka borg-
arfulltrúum, að hætta við
Rauðavatnsbyggðina og byggja
með ströndinni, að leggja niður
framkvæmdaráð, fella úr gildi
bryggjurnar út í Tjörnina, fella
úr gildi ákvörðun vinstri meiri-
hlutans um íbúðabyggð í Laug-
ardal, leggja niður punktakerfið
í áföngum og stefna að því að
lóðaumboð fullnægi eftirspurn
(er byrjaður, sögðu þeir), beita
sér fyrir að hafin verði bygging
bifreiðageymsluhúss í miðbæn-
um, selja Ikarus-vagnana (hann
hefur verið að reyna það, en vit-
anlega átti ekki að gefa þá,
sögðu þeir). Svona á pólitík að
vera, enda kusum við hann út á
loforðin og finnst við fá það sem
boðið var.
I síðustu gárum varð mér á í
messunni, að kalla bók Marylyn
French, Ladies Room, í stað
Womans Room, sem breytir þó
ekki því sem segja átti. Líklega
hefur gamalt grín ruglað mig í
ríminu. Á kvennasnyrtunni hjá
Sameinuðu þjóðunum stóð jafn-
an: Ladies, Dames (konur bæði á
ensku og frönsku). Ameríkani
sem kom þar að og rak í þetta
augun, þrumaði: „Leidies Deim-
es, hvaða fjandans munur er á
því!“ Svona orðaleikir verða vart
þýddir, en í trausti þess að þjóð-
in hafi á 10—20 ára skólasetu
lært obbolítið í ensku, læt ég
skýringuna samt flakka.
MorKunblaAiA / Kmilía Björg Björnadóttir
gerður hefði verið samningur við
Sovétríkin um olíuriðskipti okkar
og þeirra á næsta ári. Samið var
um kaup á 320 þúsund tonnum af
olíuvörum frá Sovétríkjunum. í
því felst sú breyting frá árinu í ár,
að bensíninnflutningur eykst um
5.000 tonn en innflutningur á
svartolíu minnkar um 15.000
tonn og má rekja þá minnkun til
banns á loðnuveiðum. í ár eru sem
sé samningar um kaup á 330 þús-
und tonnum af olíuvörum frá Sov-
étríkjunum, sem svarar til um
70% af heildarolíunotkun okkar í
ár ef miðað er við 480 þúsund
tonna innflutning, aðeins minni
en 1981. Hlutur Sovétríkjanna í
heildarorkuneyslu landsmanna er
því mikill, þar sem olíuvörur full-
nægja um eða innan við 40% af
orkuneyslu þjóðarinnar. Sé litið á
viðskipti íslands og Sovétríkj-
anna, innflutning og útflutning,
kemur í ljós að þau nema 7,2% af
heildarviðskiptum þjóðarinnar.
I umræðum um sovéska efna-
hagssamvinnusamninginn, sem
undirritaður var 2. júlí sl. af Ólafi
Jóhannessyni, utanríkisráðherra,
fyrir eindregin tilmæli frá Tómasi
Árnasyni, viðskiptaráðherra, og
ráðuneyti hans, var því meðal
annars haldið á loft samningnum
til varnar, að aðrar Vestur-
Evrópuþjóðir hefðu gert svipaða
samninga og ættu mikil viðskipti
við Sovétríkin.
Hans Dietrich Genscher, utan-
ríkisráðherra Vestur-Þýskalands,
ritaði nýlega tímaritsgrein, þar
sem hann fjallaði meðal annars
um viðskipti við Sovétríkin. Hann
sagði, að í þeim efnum yrðu vest-
rænar þjóðir að gæta þess, að
verða ekki háðar Sovétríkjunum í
viðskiptum. Hann segir að miðað
við innflutning og útflutning sé
Vestur-Þýskaland helsti við-
skiptavinur Sovétríkjanna á Vest-
urlöndum. Engu að síður nemi út-
flutningur Þjóðverja til Sovétríkj-
anna aðeins þriðjungi af útflutn-
ingi þeirra til Sviss. Þar sé aðeins
um að ræða 1,9% af útflutningi
Þýskalands 1981 — sama ár nam
útflutningur íslendinga til Sovét-
ríkjanna 6,2% af heildarútflutn-
ingi okkar. Níutíu þúsund manns í
Vestur-Þýskalandi hafi 1981 beint
eða óbeint haft atvinnu af því að
framleiða vörur til sölu í Sovét-
ríkjunum — eða 0,4% af vinnandi
fólki í landinu. Tölur um þetta
liggja ekki á lausu hér á landi.
Hins vegar má geta þess, að 0,4%
af heildarmannafla hér á landi er
um 400 manns.
Segir Genscher, að enginn geti á
þessum forsendum talið, að
Vestur-Þjóðverjar þurfi að sæta
pólitískum afarkostum í sam-
skiptum sínum við Sovétríkin. Hið
sama verður ekki sagt um okkur
Islendinga miðað við það, hvernig
staðið var að gerð sovéska efna-
hagssamvinnusamningsins í
sumar.
Vestur-þýski utanríkisráðherr-
ann gerir einnig grein fyrir orku-
kaupum Vestur-Þjóðverja af Sov-
étmönnum. Gasleiðslan mikla frá
Sovétríkjunum til Vestur-Evrópu
á að vera fullbúin um miðjan
þennan áratug. Innflutningur á
gasi til Vestur-Þýskalands frá
Sovétríkjunum mun draga úr olíu-
innflutningi Þjóðverja þaðan.
Niðurstaðan verður sú, að 5 til 6%
af heildarorkuþörf Þjóðverja verð-
ur fullnægt með orkuinnflutningi
frá Sovétríkjunum og eru þeir því
mun betur settir að þessu leyti en
við íslendingar. Sovéskt gas mun
að vísu samsvara 30% af gas-
neyslu Vestur-Þjóðverja en
Genscher segir, að gerðar hafi
verið varúðarráðstafanir til að
tryRKja að helstu iðnfyrirtæki er
nota þetta gas geti í stað þess not-
að olíu eða kol með skömmum
fyrirvara. Engar sambærilegar
varúðarráðstafanir hafa verið
gerðar af íslenskum stjórnvöldum
og raunar hafa þau brugðist hið
versta við þegar bent er á hættuna
sem af þessu andvaraleysi leiðir.
Sýnist það vera pólitískt markmið
fleiri en kommúnista að koma í
veg fyrir skynsamlegar umræður
um þessi mál — þau kunna þó að
kalla á lausn á næstu árum, þvi að
allar spár sérfræðinga benda til
þess að um miðjan þennan áratug
hætti Sovétmenn að vera aflögu-
færir um olíu.
Kútter
Sigurfari
Frá því var sagt nú í vikunni, að
svonefndur Sigurfarasjóður á,
Akranesi hefði ákveðið að gangast
fyrir víðtækri fjársöfnun meðal
einstaklinga og fyrirtækja um
land allt því til styrktar að kútter
Sigurfari verði varðveittur við
byggðasafnið í Görðum. Ýmsum
kann að koma það spánskt fyrir
sjónir, að menn telji það nauð-
synlegt að efna til svo víðtækrar
fjársöfnunar til að varðveita kútt-
er. Við nánari athugun kemur þó í
ljós, að hér er um brýnt verkefni
að ræða.
Séra Jón M. Guðjónsson, sókn-
arprestur á Akranesi og hugsjóna-
maður um varðveislu sögulegra
minja, beitti sér fyrir því að á
þjóðhátíðarárinu 1974 keyptu fé-
lagsmenn í Kiwanisklúbbnum
Þyrli á Akranesi kútter Sigurfara
í Færeyjum. Ekkert skip af þess-
ari gerð var þá til hér á landi.
Kútterar skipa þó veglegan sess í
atvinnusögu þjóðarinnar og 1897
var kútter Sigurfari fyrst keyptur
til Islands og gerður út á hand-
færaveiðar hér við land næstu 23
árin. Kútterinn var smíðaður í
Englándi 1885 og er ætlunin að
endursmíði hans verði lokið á
Akranesi 1985 ef fjáröflun gengur
samkvæmt áætlun og landsmenn
bregðast vel við kalli Sigurfara-
sjóðs.
Undir forystu Gils Guðmunds-
sonar, fyrrum alþingismanns, hef-
ur nefnd unnið að þvi að koma á
fót Sjóminjasafni. Því hefur verið
ætlaður staður í Hafnarfirði og
verður væntanlega hluti Þjóð-
minjasafnsins. Fer vel á því, að
fyrsta sérsafn Þjóðminjasafns, ef
þa’nnig má að orði komast, tengist
sjósókn, án dugmikilla sjófarenda
og fiskimanna hefði íslenska þjóð-
in aldrei komist í þær álnir að hún
hefði efni á því að reisa safn yfir
minjar frá fyrri öldum.
Æskilegt. væri, að þannig yrði
um kútter Sigurfara búið að hann
yrði ekki landfastur á Akranesi
heldur sjófær og gæti til dæmis
einnig glatt gesti hins væntanlega
Sjóminjasafns í Hafnarfirði þegar
fram líða stundir.