Morgunblaðið - 31.10.1982, Page 38

Morgunblaðið - 31.10.1982, Page 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 Sigurlaug Jónas- dóttir Uppsölum Fædd 8. júlí 1892 Dáin 13. október 1982 Þeim fækkar nú óðum alda- mótakonunum sem af eðlisborinni hneigð helguðu heimilinu, börnum og eiginmanni líf sitt allt, töldu aldrei vinnustundirnar en trúðu á „gróandi þjóðlíf með þverrandi tár“ og áttu þá ósk æðsta að skila heiminum dálítið betri, fegri og fullkomnari í hendur þeirra lífs- kvista, sem þær höfðu borið undir brjóstum og alið í misjafnlega köldum baðstofum, kennt bænir og vers, sagt sögur og sungið ætt- jarðarljóð meðan olíulampinn hékk á krók undir skarsúðinni. Kannski kvað einhver rímu eða sagði sögu, sem entist mörg kvöld, og menn áttu sér fjallkonu. Því var það, að börnin horfðu stóreyg mót rísandi morgni framtíðar, þar sem eitthvað hlaut að bíða stórt, fagurt og undursamlegt, enginn var með frostbólgu í tánum, allir voru glaðir og höfðu nægtir. Fólk- ið átti sér draum. Ef til vill var lífsþráðurinn einmitt þannig spunninn gegnum aldirnar. Ein þessara mætu kvenna var húsfreyjan á Uppsölum, Sigurlaug Jónasdótlir frá Völlum í Vall- hólmi. Sigurlaug er í þennan heim bor- in á Völlum 8. dag júlímánaðar, þegar ekki var nema rúmlega spannarlengd þar til sól nýrrar aldar skein yfir Arnarhóli Ingólfs, Glóðafeyki og Mælifellshnjúk í Skagafirði, gleymdi heldur ekki öðrum íslandsfjöllum. Foreldrar Sigurlaugar voru: Jónas bóndi á Völlum og bústýra hans, Anna Kristín Jónsdóttir. Albræður Sig- urlaugar voru: Haraldur, bóndi og hreppstjóri á Völlum, og Egill, sem lést í blóma lífsins. Hálfbróð- ir hennar, að móðurinni, var Jón bóndi Jónsson á Syðri-Húsabakka. Jónas á Völlum var gegn maður og greindur, skemmtinn og bú- höldur í besta lagi. Faðir hans var Egill Gottskálksson, bóndi og sýslunefndarmaður á Skarðsá. Eg- ill var búsýslumaður og naut trausts samtíðarmanna, hafði á hendi fjöldann allan af trúnað- arstörfum. Meðal annars var hann varaþingmaður Skagafjarðar um skeið. Hann var ýfirsetumaður og talið er, að hann hafi tekið á móti sex hundruð börnum. Móðurfaðir Sigurlaugar var Jón bóndi Stefánsson. Hann bjó á ýmsum jörðum í Skagafirði, meðal annars á Völlum og Vallanesi (Skinþúfu). Jón er talinn hafa ver- ið einstakur áhuga- og framfara- maður og stórbætti ábýlisjarðir sínar allar, hvort heldur sem hann bjó leiguliði eða í sjálfsábúð. Aldamótaárið brá hann búi og fluttist til Vesturheims ásamt börnum sínum nokkrum. A Völlum er vítt til veggja og fagurt útsýni. Héraðsvötn líða vatnsmikil en fremur kyrrlát milli gróinna bakka og vagga gjarna drifhvítum svani á vormorgni. í þessu umhverfi sleit hin unga mær barnsskónum, varð enda víð- sýn kona, sem þeir gerst vissu, er best þekktu til. Ung að árum hleypti hún heimdraganum, stundaði nám við Kvennaskóla Blönduóss og var aðeins átján ára, er hún hafði lokið því námi. Sigur- laug var í alla staði vel verki farin og ágætlega greind. Námsárangur varð því svo góður, að forstöðu- kona skólans, Rósa Arasen, óskaði að fá hana til aðstoðar við kennsl- una næsta vetur. Af því varð þó ekki. Hins vegar liðu ekki mjög mörg ár, þar til hún fór til Reykja- víkur og dvaldi þar einn vetur. Sauma stundaði hún á saumastofu hálfan þennan vetur. Hinn hlut- ann vann hún á heimili Sigurðar Thoroddsen verkfræðings og konu hans Maríu Kristínar Claessen, foreldra núverandi forsætisráð- herra. Mun þetta allt hafa verið talinn nokkur frami og allgóð menntun á þeirri tíð. Að þessu loknu hvarf Sigurlaug aftur til átthaganna og vann á búi föður síns um hríð. Arið 1921 urðu tímamót í lífi þessarar konu. En 20. maí það ár gekk hún upp að altarinu með Bjarna Halldórssyni, ungum og efnilegum bóndasyni af ætt Gísla Konráðssonar sagnfræðings. Þótt þessi hjón væru að nokkru ólíkrar gerðar er óhætt að fullyrða, að þetta varð þeim báðum hið mesta gæfuspor. Sá er þetta ritar hefur búið meira en hálfa öld í nágrenni við þessi hjón og veit með vissu, að þrátt fyrir erfiða lífsbaráttu á köflum, hélst gagnkvæmt traust, virðing og ástríki óskert frá fyrstu til síðustu stundar. Vellir í Vallhólmi er hæg jörð og falleg. Þarna settu ungu hjónin bú saman giftingarárið og fengu jörðina hálfa til ábúðar. Ekki varð þetta þó staðfesta þeirra til lang- frama. Haustið 1924 festu þau kaup á jörðinni Uppsölum og fluttu þangað til ábúðar árið eftir. Uppsalir eru með meiri jörðum í Blönduhlíð, og til þess að ráðast í að kaupa slíka jörð þurfti stórhug og áræði, en hvorugt skorti. Hins vegar voru efni ekki mikil, ár að ýmsu leyti erfið og lán og önnur fyrirgreiðsla með allt öðrum hætti en síðar varð, ef slíkt var þá að hafa. Enda man ég vel, að mis- jafnar voru spár manna hvernig fara mundi. Nú tóku börnin líka að sjá ljós þessa heims hvert af öðru. Og þótt það sé sannmæli, að gæfa heimilis vaxi með hverju heilbrigðu barni, verður því þó ekki neitað, að slíku fylgja aukin umsvif og erfiði. Ekki liðu heldur mjög mörg ár, þar til bóndinn tók að kenna vanheilsu, fór enda svo, að hann varð að leggjast á sjúkra- hús og gangast undir hættulegan uppskurð árið 1936. Þetta færði nýjan vanda að höndum, og reyndi mjög á stillingu og stjórnsemi húsfreyjunnar, þar eð hún varð að bera alla ábyrgð heimilisins um sinn. Kom þá best í ljós hvern mann Sigurlaug hafði að geyma, því aldrei bugaðist hún en annað- ist börn, heimili og sjúkan eigin- mann á þann veg, að á betra varð ekki kosið. En þrátt fyrir tíma- bundna erfiðleika vék gæfan ekki um set. Bjarni náði fullri heilsu, efnahagur vænkaðist og hafist var handa um umbætur á jörðinni, allt fremur stórt í sniðum. Ekki voru þó vandamál húsfreyjunnar úr sögunni. Hæfileikar bóndans kölluðu á margvísleg félagsmála- störf fyrir sveit, hérað og félags- samtök bænda. Af þessum sökum var hann oft langdvölum að heiman. Hvíldi þá öll stjórn á hús- freyjunni svo og uppeldi barn- anna. En svo vel var Sigurlaug á Uppsölum þessu verki vaxin, að hagsæld og hamingja heimilisins blómguðust ár frá ári. Og öll eru börn þeirra hjóna vel gerð og mannvænlegt fólk, hafa komist til mennta og eru nýtir þjóðfélags- borgarar hvert á sínu sviði. Gamli Uppsalabærinn stóð hátt í hlíð, tún var þýft og að hluta til nokkuð brattlent. Víðáttumiklir mýraflákar teygðu sig allt niður- undir Héraðsvötn og voru engja- lönd jarðarinnar fyrrum. Arið 1949 reis nýtt íbúðarhús á hentug- um stað miklu neðar og nær þjóð- vegi. Allar þessar mýrar eru nú frjósöm tún, og útihús á þann veg, er nú tíðkast. Búskapur er nokkuð stór í sniðum, og kalla má, að tvö höfuð séu á hverri skepnu. Lengst af hefur nokkuð mann- margt verið í Uppsalaheimilinu. Anna, móðir Sigurlaugar, fluttist þangað með dóttur sinni, og Helga Sölvadóttir, móðir Bjarna, dvaldi þar einnig síðustu æviárin. Börnin voru snemma dugmikil, barna- börn komu til sögunnar og sam- heldni hefur ávallt verið í fjöl- skyldunni. Því er það, að það sem sagt hefur verið hér að framan, varðandi umbætur jarðarinnar, er sjálfsagt fjölskylduverk, og kann ég ekki gleggri skil þar á, enda hafa gömlu Uppsalahjónin nú fyrir nokkru látið jörðina í hendur syni sínum og tengdadóttur, nú- verandi ábúenda jarðarinnar. Fyrir um það bil tuttugu árum kenndi Sigurlaug á Uppsölum sjúkleika, Parkinson-veiki, sem að lokum varð hennar banamein. Lengi vel gekk hún þó til starfa sem heilbrigð væri, vissu jafnvel fáir annað. Þó kom að því, að sjúkdómurinn ágerðist svo, að ekki varð hún vinnufær. Ekki fór hún þó á sjúkrahús meðan á fótum varð staðið en dvaldist heima, hélt ró sinni, las mikið og fylgdist með öllu heima sem heiman, naut enda framúrskarandi umhyggju og hjúkrunar eiginmanns sins, sem enn heldur líkams- og sálarkröft- um allvel þrátt fyrir háan aldur. Börn hennar öll og tengdabörn munu og hafa sýnt henni um- hyggju og ástúð svo sem við varð komið, einnig barnabörnin. En án þess á nokkurn sé hallað má þó án efa fyrst og fremst nefna soninn og tengdadótturina, sem hafa tek- ið við jörð og búi sem áður segir, enda heimilið allt sameiginlegt. Sigurlaug lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks 13. október, var jarð- sett að Silfrastöðum 23. s.m. Fjöl- menni fylgdi henni síðasta spöl- inn. Þeim Uppsalahjónum fæddut átta börn. Eitt lést í frumbernsku. Hin eru: Halldór, yfirkjötmats- maður, búsettur í Hveragerði, kona hans var Guðrún Bergþórs- dóttir, Kristín, húsmóðir á Sauð- árkróki, hennar maður er Maron Pétursson, Jónas, rennismiður á Akureyri, giftur Rakel Grímsdótt- ur, Egill, héraðsráðunautur hjá Búnaðarsambandi Skagafjarðar, kona hans er Alda Vilhjálmsdótt- ir, Gísli, skólastjóri Barnaskóla Akureyrar, giftur Elínu Sigur- jónsdóttur, Árni, bóndi að Uppsöl- um, giftur Sólveigu Árnadóttur, Helga, barnaskólakennari og hús- móðir að Frostastöðum, hennar maður er Konráð Gíslason. Alls munu afkomendur þeirra hjóna nú vera fimmtíu. Húsfreyjan íslenska hefur löng- um látið lítið yfir sér, gengið hljóðlát um garða og stillt í hóf kröfum sínum til samfélagsins. Við götu hennar hafa þó oft vaxið þau blóm og lífsprotar, sem átt hafa ómældan þátt í að halda uppi íslenskri þjóðmenningu. Meðal þessara kvenna var Sigurlaug á Uppsölum. Hún var ákaflega yfir- lætislaus kona og hlédræg, án þess þó að vera ómannblendin, því glaðlynd var hún, jafnlynd og góð viðræðu, enda nokkuð víðlesin og hafði því rúman sjóndeildarhring, jafnvel allt framundir það síðasta. Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei í kvenfélag né hafði afskipti af opinberum málum. Fórnfús og æðruiaus vann hún störf sín öll studd þeirri einlægu Guðstrú og vissu um handleiðslu, sem hún bar í brjósti frá barnæsku. Þannig bar hún sjúkdóm sinn einnig. Eftir þessa konu liggur giftudrjúgt ævistarf. Sigurlaug Jónasdóttir var með- alkona á vöxt, nettvaxin og svo mjúk í hreyfingum, að skóhljóð hennar heyrðist vart. í allan stað var hún sómagóð kona. Að leiðarlokum þakka ég Sigur- laugu áratugalanga samfylgd á lífsgöngunni. Og fyrir mína hönd, dætra minna og dótturdóttur, Önnu Maríu, votta ég eftirlifandi eiginmanni hennar, börnum og fjölskyldu allri mína innilegustu samúð. Guðmundur L. Friðfinnsson OPIÐ I DAG FRA 2—5. og á góöu verdi Bjóöum ykkur aö koma í nýja húsnæöiö og skoöa þaö nýjasta í fram- leiðslu okkar. Baðinnréttingar ásamt hreinlætistækjum, sturtuklefum og blöndunar- tækjum. Eldhúsinnréttingar ýmsar viöartegundir. Klæðaskápar margar geröir. Tréval hf. # Smiöjuvegi 32, Kópavogi. Sími 40800.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.