Morgunblaðið - 31.10.1982, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982
39
Helga Sigurdar-
dóttir - Minningarorð
Fædd 28. febrúar 1912
Dáin 23. október 1982
Laugardaginn 23. október lést í
Landakotsspítala í Reykjavík
Helga Jórunn Sigurðardóttir, hús-
freyja, Barmahlíð 6, Reykjavík
eftir langvarandi og erfið veikindi.
Helga var fædd að Riftúni í Ölf-
usi 28. febrúar 1912, ellefta í röð-
inni af þrettán börnum þeirra
hjóna, Sigurðar Bjarnasonar og
Pálínu Guðmundsdóttur, sem
lengi bjuggu á Riftúni. Fimm
þessara systkina dóu á unga aldri,
en átta komust til fullorðis- og
efri ára. Af þeim eru fjögur á lífi.
Helga ólst upp hjá foreldrum sín-
um í Riftúni í stórum systkina-
hópi og naut hún þar almennrar
barnafræðslu þeirra tíma og
hjálpaði til við bústörfin frá því að
hún hafði aldur og getu til. Mun
hún hafa haft hina mestu ánægju
af sauðfé og hirðingu þess.
Til Reykjavíkur fluttist Helga
úr foreldrahúsum, þegar hún var
sautján ára gömul. Tók hún fljót-
lega að nema kjólasaum hjá Vil-
borgu systur sinni og öðlaðist
meistararéttindi í þeirri iðngrein.
Þær systur ráku um tíma sauma-
stofu saman og Helga vann að
saumaskap árum saman og raunar
meira og minna fram á efri ár.
Vandvirkni hennar var við brugð-
ið og leituðu gjarnan sömu kon-
urnar til hennar aftur og aftur,
þegar vandaða flík vantaði og það
jafnvel löngu eftir að hún hætti að
stunda saumaskap sem hliðarstarf
við annasöm heimilisstörf.
Hinn 18. júní 1936 gengu þau í
hjónaband, Helga og eftirlifandi
eignmaður hennar, Guðjón Guð-
mundsson, rekstarstjóri hjá
Rafmagnsveitum ríkisins. Fyrsta
heimili þeirra var að Fjölnisvegi
20 í Reykjavík, en lengst af var
heimili þeirra að Barmahlíð 6. Er
það einkar hlýlegt og smekklegt
og ber vitni góðum umgengnis-
háttum og myndarskap. Hjóna-
band þeirra Helgu og Guðjóns var
farsælt og einkenndist, trúi ég,
öðru fremur af gagnkvæmu
trúnaðartrausti og gagnkvæmri
virðingu.
Helga og Guðjón áttu barnaláni
að fagna og eignuðust fimm börn,
sem öll eru farin úr foreldrahús-
um og hafa stofnað heimili með
mökum sínum. Börnin eru: Erla
Hafrún, flugfreyja, fædd 12. júlí
1938, gift Agli Egilssyni forstjóra,
Auður Svaia, húsmóðir, fædd 2.
desember 1942, gift Rúnari Guð-
jónssyni, sýslumanni, Hrafnkell
Baldur, framkvæmdastjóri, fædd-
ur 9. maí 1946, kvæntur Guðlaugu
Jónsdóttur, húsmóður, Helga Sig-
ríður, fóstra, fædd 30. desember
1951, gift Thomasi Kaaber, raf-
tækni og Guðrún Sóley, við nám í
námsráðgjöf, fædd 7. apríl 1953,
gift Þorsteini Hilmarssyni, sem er
við framhaldsnám í heimspeki.
Heimilið varð aðal starfsvett-
vangur Helgu eins og svo margra
annarra eiginkvenna og mæðra
fyrr og síðar. Hún rækti húsmóð-
urstörfin af fádæma elju og mynd-
arskap og umhyggja hennar fyrir
velferð eiginmanns, barna,
tengdabarna og barnabarna — já
og raunar allra vandamanna —
verður lengi í minnum höfð. Hún
hafði einstakt starfsþrek og var
hamhleypa til allra þeirra verka,
sem hún tók sér fyrir hendur.
Ekki var óalgengt að Helga legði
drjúgan hluta næturinnar við
annasaman dag á stóru heimili, til
þess að leggja hönd á einhverja
flík, sem hún var að sauma á börn-
in eða aðra. Fyrirhyggja og reglu-
semi voru ríkir þættir í gerð henn-
ar. Hún leitaðist ávallt við að vera
raunsæ og gekk að hverjum hlut
eins og hann var í raun og veru, en
hvorki vanmat hann eða miklaði
fyrir sér, hvað þá að hún sveipaði
hann draumórahulu. Þannig gekk
hún að hverju verki, eins og það lá
fyrir og kostaði kapps um að ljúka
því, án þess þó að kasta nokkurn
tíma til þess höndunum.
Helga var hljóðlát kona og al-
vörugefin, en kunni þó á góðri
stund að gleðjast með vinum sín-
um og hafði mikla ánægju af. Hún
tranaði sér hvergi fram, en væri
til hennar leitað var hún boðin og
búin að rétta hjálparhönd. Sú
hönd var örugg og styrk og lagði
sig alla fram við að leysa viðkom-
andi mál á sem bestan hátt. Þessa
nutum við, ég og mín fjölskylda, í
ríkum mæli alla tíð og það var
ósjaldan, sem létt var undir með
okkur við gæslu barnanna, á með-
an þau voru lítil og ósjálfbjarga,
og nám og störf okkar foreldranna
gerðu okkur ókleift að vera öllum
stundum með þeim. Hið sama á
reyndar við um önnur börn og
barnabörn hennar, enda voru þau
öll mjög hænd að ömmu sinni og
sakna hennar sárt. Eigi var heldur
sjaldan, að sest var að matborði í
Barmahlíðinni, hvort sem um var
að ræða gestaboð ellegar hvers-
dags og má segja að heimili þeirra
hjóna hafi verið manns annað
heimili allt frá fyrstu kynnum.
Helga fór marga veiðiferðina
með bónda sínum, einkum hin síð-
ari ár og tók „bakteríuna" eins og
það er kallað. Kom þar fram, eins
og í öllum öðrum athöfnum henn-
ar, þessi mikli áhugi og dugnaður
og kvartaði hún helst yfir því hve
seint á ævinni hún fór að stunda
laxveiðar. Seigla Helgu kom vel í
ljós í fyrrasumar, en þá virtist
sem hún hefði fengið nokkra
heilsu á ný, þótt sá bati yrði ekki
langvaandi. Þá fór hún í síðustu
veiðiferðina með eiginmanninum,
í ána sem þau höfðu dvalið við á
hverju sumri í fjölda ára. Einnig
rættist sá draumur hennar að fara
með manni sínum hringferð um
landið og gista í tjaldi, en slíkur
ferðamáti hafði ætíð verið hanni
að skapi. Þau hjónin voru ein-
staklega lánsöm með veður í þess-
ari ferð, sól og blíða næstum
hvern dag. Loks má nefna, að í
fyrrahaust fóru þau hjón til Sví-
þjóðar til að heimsækja dottur
sína, sem þá dvaldi í Lundi við
nám. Hafði Helga mikla ánægju
af þessum síðustu ferðalögum sín-
um.
Mér er enn í minni sú mynd,
sem ég fékk af Helgu, tengdamóð-
ur minni, við fyrstu kynni fyrir
einum tuttugu árum. Það var að
kvöldi, sem ég kom í Barmahlíðina
þeirra erinda, að sjálfsögðu, að
finna dótturina, Auði, nú konu
mína. Ég hringdi dyrabjöllunni og
í dyrasímanum sagði konurödd
mér að gera svo vel að koma inn
fyrir. Er inn var komið leit ég upp
í stigann og á stigaskörinni stóð
kona, sem mér fannst, í svip,
ógnar stór. Þetta var Helga. Þótt í
Ijós kæmi að Helga var rétt með-
almanneskja á hæð, hefur mér
ætíð fundist þessi fyrsta mynd
mín af henni táknræn, því að hún
var stór kona að allri gerð. Mest
var stærð hennar í hinum erfiðu
og langvarandi veikindum hennar.
Hún veiktist fyrst alvarlega í
ágústbyrjun 1980. Hún gekk undir
þrjár meiriháttar skurðaðgerðir
og var oft sárþjáð. Hún tók veik-
indum sínum eins og öllu öðru af
sama raunsæinu og æðruleysinu
og felldi aldrei tár af hvarmi. Hún
vissi að hverju stefndi og kveið
ekki endalokunum. Hún var sér-
staklega þakklát læknum og
hjúkrunarfólki Landakotsspítala
fyrir frábæra umönnun.
Ég vil að leiðarlokum færa
minni kæru tengdamóður alúðar-
þakkir fyrir allt það sem hún var
mér. Við, aðstandendur hennar,
söknum hennar mjög, en þær góðu
minningar, sem við eigum um
hana og vitneskjan um að hún dó,
þegar dauðinn var henni ábati,
verður okkur nokkur huggun.
Blessuð sé minning hennar.
Rúnar Guðjónsson.
Mágkona mín, Helga Sigurðar-
dóttir, Barmahlíð 6 hér í bæ, and-
aðist í sjúkrahúsi hinn 23. október
eftir langa og erfiða sjúkdómslegu
og enn lengri veikindi.
Hún fæddist 28. febrúar 1912 í
Riftúni í Ölfusi, dóttir hjónanna
Pálínu Guðmundsdóttur og Sig-
urðar Bjarnasonar, sem þar
bjuggu um langan aldur og voru
bæði af kunnum sunnlenskum
bændaættum. Þau eignuðust
þrettán börn og komust átta
þeirra til fullorðinsára. Ábýlis-
jörðin var lítið en notasælt kot og
sjósókn úr Þorlákshöfn bætti að
nokkru um búhagi, þótt róðurinn
hafi ugglaust stundum verið harð-
sóttur að koma svo stórum barna-
hópi á legg.
Ung að árum hélt Helga úr föð-
urgarði til Reykjavíkur og nam
kjólasaum. Þar kynntist hún ung-
um rafvirkja, Guðjóni Guðmunds-
syni, nú rekstrarstjóra Raf-
magnsveitna ríkisins. Þau gengu í
hjónaband árið 1936 og stofnuðu
heimili í Reykjavík, þar sem þau
dvöldust síðan að undanteknum
skömmum tíma, sem þau voru bú-
sett í Hafnarfirði. Þau eignuðust
fimm börn: Erlu, flugfreyju, gifta
Agli Egilssyni forstjóra; Áuði,
gifta Rúnari Guðjónssyni sýslu-
manni í Borgarnesi; Hrafnkel, for-
stjóra, kvæntan Guðlaugu Jóns-
dóttur; Helgu, fóstru, gifta Tómasi
Kaaber raftækni, og Guðrúnu Sól-
eyju, nemanda í námsráðgjöf,
gifta Þorsteini Hilmarssyni heim-
spekinema.
Vettvangur Helgu var hið hljóð-
láta starf húsfreyju og móður, að
annast heimilið, mann sinn og
börn. Heimilið bjó hún af smekk-
vísi og að ágætum föngum, og
uppeldi barnanna var henni bæði
áhuga- og metnaðarmál. Þar var
starfsvettvangur hennar allur, og
utan heimilisins hafði hún sig litt
eða ekki í frammi. Af svo þröng-
um vettvangi fer sjaldnast mikil
saga. Þar ríkir hin hávaðalausa
önn, og ef til vill detta einhverjum
í hug orð Bjarna skálds Thorar-
ensen, sem hann kvað við lát ann-
arrar húsfreyju og móður, en
hann var oft frábærlega skyggn á
mannlífið og snillingur að draga
upp táknmyndir mannlegra ör-
laga:
l*á oik í stormi hrynur háa
hamra þvi tn'ltin skýra frá,
þá fjóla fcllur bláa
fallió þart cnginn ht vra má,
« n angan horfin innir fyrst
urtabyKgðin hvrrs hrfur misst.
Æðrulaust tók Helga þeim
þunga dómi, að sjúkleiki hennar
hlyti til eins að draga og að fram-
undan biði skammur áfangi. Á
milli þess sem hún dvaldist í
sjúkrahúsi við erfiðar aðgerðir,
annaðist hún heimili sitt meðan
kraftar entust. Þegar þá þraut og
lokavistin í sjúkrahúsinu tók við,
hvarf hún þangað án ótta og von-
ar, þótt hugurinn leitaði löngum
til barnanna og eiginmannsins,
sem nú var orðinn einn heima eft-
ir nær hálfrar aldar samfylgd. Nú
var ekki annað eftir en að gera
sínar síðustu ráðstafanir, og til
þess fékk hún að halda ráði uns
öllu var lokið.
Kæri Guðjón. Þungur harmur
er nú kveðinn að þér, börnum ykk-
ar Helgu og öllum aðstandendum.
Eftir er aðeins að orna sér við yl
minninganna, þar sem þið eigið
svo drjúgan fjársjóð, og takast svo
á við framtíðana við breyttar að-
stæður.
Ilaraldur Sigurðsson
Ný, sportbif reið, f rá, Skoda
á, bílasýningu, um, helgina
Þú ættir að líta inn í sýningarsalinn að Nýbýlavegi 2
um helgina og kynnast nýja, glæsilega Skodanum okkar, -
Skoda Rapid. Þar færðu svar við öllum spurningum varðandi
þennan athyglisverða bíl og að auki kynnistu „gömlu góðu“
Skodunum sem að sjálfsögðu standa fyrir sínu við hlið nýja
félagans.
Sýningin er opin kl. 13.00 til 17.00 laugardag og sunnudag.
Ath! Jón Spæjó ætlar að læðast inn milli kl. 14.00 og
15.00 báða sýningardagana og árita myndir af sér með
alvörusvip.
Og nú er bara að drífa sig!
JÖFUR
HF
Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Simi 42600