Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 40

Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 Hörður Asgeirs son — Minning Fæddur 27. desember 1915 I>áinn 23. október 1982 Vinur okkar Hörður Asneirsson hefur lokið hlutverki sínu á meðal okkar. Oft er erfitt að sætta sig við, t>et;ar samferðafólk deyr, því það fer með hluta af samtíð okkar með sér. Þannig fer okkur að þessu sinni, en eins ok við ráðum engu um komuna í þennan heim, þá ráðum við heldur engu um brott- förina. Þeim fækkar nú óðum sem uxu úr grasi á Flateyri á fyrstu ára- tunum aldarinnar. Minningar sækja á hut;ann frá leik í æsku, störfum á Eyrinni okkar, samveru til sjós ok frá marfíháttuðu sam- starfi fullorðinsáranna. Einkenni Harðar voru einlætíni, hjartahlýja og áhufji fyrir að verða öðrum að liði. Langvarandi sjúkdómar t;erðu hann ekki gram- an út í allt ot; alla, eins og oft hendir, hann var ávallt reiðubúinn að rétta hjálparhönd þeim sem á þurftu að halda. Það var ánætyulegt að fá tæki- færi til þess að vera með honum við stofnun félat;s húðsjúkra, sem hann bar fyrir brjósti til hinsta dat;s. Hann hreykti sér ekki af verkum sínum, þó þau marki spor í þjóðlífinu, hann vann þau í kyrr- þey ot; þakkaði öðrum. Fjölskylduböndin frá Flateyri of; samheldni systkinanna og fjöl- skyldna þeirra var honum alla tíð styrk stoð, en nánasti ástvinurinn, eiginkonan, var bárufleygur hans er boðaföllin í ólgusjó lífsins sóttu að honum í margvíslegum erfið- leikum og sjúkdómum. Hann vissi þetta allt, mat það og þakkaði. Nú þegar Hörður er allur, er að- eins hægt að þakka samfylgdina. Hann var góður maður og þar sem góðir menn fara eru Guðs vegir. Samúð okkar er einlæg með eig- inkonu, dóttur og öðrum aðstand- endum. Anna Tryggvadóttir og Þórður Magnússon. Fyrstu kynni mín af þessum góða frænda mínum hófust á Flat- eyri. Torfahúsið er mér þá efst í huga, síðan barátta hans við eld- inn í stórbruna frystihúss afa míns um svipað leyti. Leiðir skilja í nokkur ár. Næsti staður til frek- ari kynna er Stykkishólmur. Árið er 1950. Á leið í sveitina var á sumri hverju staldrað við í nokkra daga, jafnvel vikur hjá Herði og Mummu. Þar var gott að vera. Aftur skilja leiðir. Arið 1963 hitt- umst við að nýju og þá til að starfa saman fram á síðasta dag Harðar. Það var samvinna sem ég hefði ekki viljað vera án. Tvö af hugðarefnum Harðar voru baráttan við sjúkdóminn psoriasis og vinna að málefnum vangefinna. Hvort tveggja fórst honum vel úr hendi, enda maður- inn samviskusamur og vinnusam- ur, tilfinninganæmur, heilsteypt- ur og örlátur, góður starfsmaður, eiginmaður og faðir. Allt eru þetta miklir kostir sem svo margir fengu að njóta. Þar fór góður drengur og góður frændi, sem lengi verður saknað. Um leið og ég þakka Herði sam- veruna og samvinnuna, bið ég og fjölskylda mín Guð að halda fast í hendur Mummu og Ásu, þeim til halds og trausts um ókomna fram- tíð. Ásgeir Gunnarsson Sumarið er liðið. Viðbúnaður náttúrunnar gegn komandi vetri er hafinn. Tré og blóm hafa fellt lauf sín og blöð. Haustblærinn er augljós. Sumaryls og birtu hafa menn notið, en misjafnlega. Oft hafði byrgst sólarsýn og í forsælunni var á stundum napurt. Hinn dimmi og kaldi tími vetr- arins, sem í hönd fer, er því tæp- ast tilhlökkunarefni. Síst þeim sem sumarið hafði ekki náð til og framtíðarvonir kvíða blandnar. Sjúkdómar og stór skörð höggv- in í raðir nákominna yfirskyggðu gjarnan ánægjulegri augnablik. Angur og óvissa oft efst í huga viðkvæmra sálna, sem um sárt áttu að binda. Fyrsti dagur vetrarins rann upp líkur öðrum dögum. Skil árstíða voru óljós þennan morgun. Komu hans fylgdi ekki frekari uggur en komu annarra daga. Og vista- skipti engu fremur í hugum manna þá en endranær. En ákvörðunin kom skjótt. Störfum Harðar, mágs míns, á þessu tilverustigi skyldi nú lokið. Að vísu var aðdragandinn ærinn, en endalokin samt sem áður óvænt. Hann hafði um langt skeið verið haldinn sjúkdómi, sem gjarnan fer með sigur af hólmi, misfljótt eftir aðstæðum. En þegar berjast þurfti á fleiri vígstöðvum við erfiða vágesti þá varð vörnin veikari og viðnámið þvarr. Líf Harðar og Guðmundu, konu hans, var síst áhyggjum firrt. Barnið þeirra, hún Áshildur, var alltaf lítil og hún þurfti ávallt sér- stakt skjól, sem þau létu henni stöðugt ríkulega í té. Missir henn- ar er mikill við fráfall föðurins. Þó kjarkur móðurinnar og stilling í erfiðum veikindum hennar og áfallasömu lífi sé meiri en flestum er gefinn. Hörður, mágur minn, átti sér- staklega tvö höfuðáhugamál, auk þeirra starfa sem hann vann fyrir þakkláta húsbændur. Áhugamál þessi áttu það sam- merkt að bæði stefndu þau að bættri stöðu og betra lífi fyrir þá, sem minna máttu sín eða áttu við erfiðan sjúkdóm að stríða. Hann helgaði krafta sína fé- lagsstörfum í þágu vangefinna og einnig þeirra sem þjást af illlækn- andi húðsjúkdómi. En við þann sjúkdóm barðist hann í áratugi. Til starfa að þessum mikilvægu verkum hreif hann margt ágætra manna sem halda munu hátt því merki sem hann hóf og í krafti mannkærleika og fórnfýsi stefna að því marki sem hann og þeir settu. Hjálpsemi Harðar og greiðvikni við alla sem höllum fæti stóðu og á þurftu að halda var viðbrugðið. Sá eðlisþáttur var gildur. Fóstraður í skjóli gæskuríkra foreldra. Styrktur í baráttu fyrir bættum hag bágstaddra. En nú er lífsgöngu hans lokið. Hún er vörðuð þakklæti þeirra sem nutu gæsku hans og góðra verka. En þó nú sé vetur og dagar skammir þá skulum við muna það að aldrei skína stjörnurnar skær- ar en þá. Og stjörnurnar minna á nálægð himinsins. Megi sá, sem skóp himininn, líta til þeirra og leiða þá sem þjást af söknuði. Og vitja þeirra sem veikir eru og vanmegna. Mágur minn hafi heila þökk mína og minna. Baldur Sveinsson Það er skammt stórra högga á milli innan fjölskyldunnar, þar sem Hörður bróðir er nú þriðji í röðinni, sem hverfur yfir landa- mærin miklu á árinu. Á undan eru farin Katrín mágkona og Ingimar mágur. Hörður var þriðja barn foreldra okkar, Jensínu Eiríksdóttur og Ásgeirs Guðnasonar kaupmanns og útgerðarmanns á Flateyri. Snögglegt fráfall Harðar kom okkur að óvörum þótt oft hafi hann legið á sjúkrahúsi mikið veikur og vart hugað líf því krans- æðastífla hrjáði hann um árarað- ir. Laugardaginn 23. október talaði hann við konu sína á sjúkrahúsinu þar sem hún lá eftir uppskurð og hugðist hann heimsækja hana um eítirmiðdaginn með dóttur þeirra. Af þessari heimsókn varð ekki, því varla náði hann á Borgarspítalann í sjúkrabíl, áður en hann yrði all- ur. Þar sem Hörður var 1% ári eldri en ég, lágu leiðir okkar sam- an frá barnæsku, en þó sérstak- lega síðustu 20 ár að hann hafði á hendi stjórn á vörumóttöku og sendingum og því lífæðin í þeirri deíld fyrirtækja minna. Sem unglingur stundaði hann sjómennsku en hugðist læra í járnsmiðju á ísafirði í byrjun kreppunnar, með það í huga að gerast vélstjóri en námið varð stutt vegna aðsteðjandi vanda í þjóðfélaginu. Eftir það vann hann hjá föður okkar á Flateyri, ýmist til sjós eða lands þar til hann fluttist til Reykjavíkur árið 1939 með konu sinni, Guðmundu Guðmundsdótt- ur, og dótturinni, Áshildi, sem þá var nýfædd. Hann vann sem bifreiðastjóri hjá Mjólkursamsölunni um tíma, en flutti síðan til Skagastrandar þar sem hann gerðist verkstjóri við frystihús kaupfélagsins. í lok stríðsins flutti hann til Stykkishólms þar sem hann gerð- ist frystihússtjóri hjá Sigurði Ág- ústssyni. Við stofnun frystihúss föður okkar á Flateyri, tók hann að sér verkstjórn þar uns það hús brann árið 1949, að hann flutti aftur til Stykkishólms og gerðist frystihús- stjóri aftur hjá Sigurði Ágústs- syni í Stykkishólmi. Hörður var góður verkstjóri og það átti vel við hann að stjórna fólki. Hann kom sér vel hjá þeim sem hann hafði samskipti við, enda átti hann fjölda vina í þeim fyrirtækjum og byggðarlögum sem hann starfaði í og er hans saknað. Hjálpfýsi Harðar var mikil, sér- staklega ef einhver átti í vandræð- um lagði hann sig fram til að hjálpa og veita aðstoð. Ég og fjölskylda mín höfum not- ið greiðvikni hans og Guðmundu konu hans, fyrst þegar þau bjuggu úti á landi, svo og eftir að þau fluttu til Reykjavíkur. Vegna vinfengis þeirra var auð- velt að koma börnunum í sveit við Breiðafjörð enda valdi hann þeim heimili sem börnunum leið vel á. Sem starfsmaður fyrirtækja minna var hann vakandi yfir vel- ferð þeirra og fór jafnan í eftir- t Eiginmaður minn, KJARTAN BJARNASON, fyrrverandi spariajóðsatjóri, frá Siglufirói, verður jarösunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 3. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna. Helga Gísladóttir. t Jarðarför eiginmanns míns, HAROAR ÁSGEIRSSONAR, verslunarmanns, Kleppsvegi 28, fer fram frá Dómkirkjunni mánudaginn 1. nóvember kl. 10.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag vangefinna. Guömunda Guðmundsdóttir. Bróðir okkar, t BJÓRN STEFÁN SIGMUNDSSON, frá Ásmundsstöðum, Frakkastíg 12, veröur jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriöjudaginn 2. nóvember kl. 13.30. Jóhanna Sigurðardóttir, Gunnhildur Siguröardóttír, Sverrir Sigurðsson, Jakobína Sigurðardóttir, Vilborg Sigurðardóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR ODDSSON, fyrrv. útgerðarmaður, sem lést á Kanaríeyjum 21. okt., sl. veröur jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 1. nóvember kl. 13.30. Lilja Hallgrímsdóttir, Árni Norðfjörö, Sigrún Hallgrímsdóttir Breazile Gylfi Hallgrimsson, Ása Magnúsdóttir, Áslaug Hallgrímsdóttír, Reynir Svansson, börn og barnabörn. t Hjartans þakkir öllum þeim sem heiðruöu minningu fööur okkar, KRISTINS JÓNSSONAR, fyrrverandi meöhjálpara, Sólvallagötu 14, Keflavík. Sérstaklega vlljum við þakka læknum og starfsfólki sjúkrahúss Keflavíkur fyrir frábæra umönnun, kórstjóra og kór Keflavíkur- kirkju, Keflavíkursöfnuði og séra Birni Jónssyni, Akranesi. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Kristinsdóttir, Jón M. Kristinsson, Júlíus Fr. Kristinsson, Sigurður B. Kristínsson, Eggert V. Kristinsson, María Kristinsdóttir, Ingibergur Þ. Kristinsson, Jakob Arnason, Sonja Kristensen, Inga Sigurgeirsdóttir, Hlíf Káradóttir, . Joseph W. Nipper, Guörún Júlíusdóttír. t Maðurinn minn, ALEXANDER GEIRSSON, Ljósafossi, verður jarösunginn frá Selfosskirkju þriöjudaginn 2. nóvember kl. 2. Irma Geirsson. t SESSELJA SVEINSDÓTTIR frá Eskihlíð D verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna. Bjarki Magnússon. Lokað veröur mánudaginn 1. nóv. kl. 13—15 vegna jarðar- farar Hallgríms Oddssonar. Jóhannes Norðfjörð, Hverfisgötu 49. Fyrirtæki okkar veröa lokuö mánudaginn 1. nóvember til kl. 13.00 vegna jaröarfarar Harðar Ásgeirssonar. Gunnar Ásgeirsson hf. Veltir hf.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.