Morgunblaðið - 31.10.1982, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982
43
Hallgrímur Oddsson
— Minningarorð
Fæddur 1. október 1905
Dáinn 21. október 1982
Hallgrímur Oddsson, fyrrver-
andi útgerðarmaður, er látinn.
Hann varð bráðkvaddur úti á
Kanaríeyjum 21. október sl., en
hann hefur dvalið þar á veturna
nokkur undanfarin ár.
Hallgrímur var fæddur í Stykk-
ishólmi 1. október 1905, sonur
hjónanna Guðrúnar Hallgríms-
dóttur og Odds Valintínussonar,
skipstjóra og síðar hafnsögu-
manns, sem bjuggu þar. Hallgrím-
ur var fimmta barn þeirra hjóna
af sjö systkinum, fimm dætrum og
tveim sonum, en yngri sonurinn
lést sjö ára gamall.
Eins og þá var siður byrjaði
Hallgrímur snemma að vinna.
Hann fór á sjó með föður sínum,
tók vélstjórapróf og fékk réttindi
til vélgæslu við þá stærð véla, sem
þá var yfirleitt notuð í fiskibátum
og litlu síðar skipstjórapróf fyrir
smærri skip. Hann stundaði sjó-
mennsku á þessum skipum frá
unglingsárum og fram yfir fer-
tugsaldur, en á því tímabili ók
hann einnig fólksflutningabíl frá
Bifreiðastöð Islands.
Hann tók þátt í íþróttum, var
knár í islenskri glímu og varð
skjaldarhafi í þeirri íþrótt meðal
félaga sinna og vina í Snæfells- og
Hnappadalssslu og hann glímdi á
Þingvöllum árið 1930.
Kynni mín, sem þessar línur
rita, af Hallgrími hófust um lok
síðari heimsstyrjaldarinnar.
Hann hafði þá fyrir nokkru byrjað
rekstur útgerðar á fiskibátum. Við
tókum þá að okkur forustu í fé-
lagssamtökum fiskibátaeigenda í
Reykjavík og sinntum þeim sam-
eiginlega um margra ára skeið.
Það var gott að vinna með Hall-
grími að þessum málum. Hann var
fljóthuga og ráðhollur, ráðþæginn
og framúrskarandi ósérhlífinn og
lét aldrei standa á sér, þegar á
þurfti að halda.
Hann var á tímabili stærsti
bátaútgerðarmaður í Reykjavík,
átti og gerði út á tímabili fjóra
fiskibáta, sem stunduðu ýmist
þorsk- eða síldveiðar.
Hallgrímur var forustumaður
að því að við fimm félagar stofn-
uðum Faxaver hf. og var fram-
kvæmdastjóri þess félags þann
tíma, sem það var rekið. Fyrirtæk-
ið leigði hraðfrystihúsið á Kirkju-
sandi um árabil og rak það, það
keypti Melavelli í Sogamýri, en
þar var verkaður fiskur í salt og
skreið og söltuð síld. Einnig rak
það í félagi við annan aðila síldar-
söltun á Siglufirði, og fyrirtækið
Kjólar — Kjólar
Nýir kjólar frá London.
Verö frá kr. 390.00. Stæröir 12—22 (38—48).
Dalakofinn
Tískuverslun, Linnetsstíg 1, Hafnarfiröi.
ALETAP Á ÞRIÐJUDÖGUM
^ ^ __
DROTEA
„Þýska brynjan“
Sagt frá knattspyrnumanninum
Hans-Peter Briegel
Mörk Rummenigge
gegn Englandi
Knattspyrnumenn eru
of hátt launaðir
— segir Daninn Bastrup
Itarlegar og spennandi íþróttafréttir
varð hluthafi í Síldar- og fiski-
mjölsverksmiðjunni Kletti.
Hallgrímur leigði á tímabili
hraðfrystihúsið Hrímni á Siglu-
firði og rak þar síldarsöltun.
Á þessu tímabili vorum við
Hallgrímur mjög nánir og góðir
félagar, og kann ég honum miklar
þakkir fyrir þann félagsskap.
Það var góður hópur við mat-
borðið á Hótel Hvanneyri á Siglu-
firði, þar sem við sátum saman við
matborðið nokkur sumur ásamt
þeim Einari Ingvarssyni, banka-
fulltrúa, Jóni Árnasyni, fyrrv. al-
þingismanni, og Guðfinni Einars-
syni, útgerðarmanni.
Þegar Hallgrímur hætti útgerð,
tók hann sér fyrir hendur að
bygRja hús. Hann vann að því í
Silfurtúni og á Arnarnesi af mikl-
um dugnaði, og lagði þar hönd að
verki sjálfur.
5. okt. 1935 gengu þau í hjóna-
band Hallgrímur og Aldís Þórð-
ardóttir. Þau áttu indælt heimili á
Miklubraut 44. Þar eignuðust þau
fjögur börn. Þau eru Lilja, -gift
Árna Norðfjörð, úrsmið, Sigrún
giftist Hólmari Finnbogasyni, þau
fluttust til Bandaríkjanna, Gylfi,
giftur Asu Magnúsdóttur, og Ás-
laug, gift Reyni Svanssyni. Barna-
börnin eru orðin fimmtán og
barnabarnabörnin eru fjögur.
Heimili þeirra var ánægjulegt
og gaman að koma til þeirra og
dvelja þar. Þau voru samhent í því
að sýna gott viðmót og veita vel.
Einstök regla var á heimilinu,
enda neytti hvorugt þeirra áfengis
eða tóbaks.
Hallgrímur gerði nokkuð af því
að spila á spil, en þó hélt hann sér
meira að því að tefla skák og sér-
staklega seinni árin átti hann
marga kunningja, sem nutu þess
að sitja yfir tafli tímunum saman.
Eins og fyrr er getið dvaldi
hann síðustu ár ævi sinnar lang-
dvölum á Kanaríeyjum. Hann
stundaði þar akstur á bíl sínum
með íslendinga, sem voru þar í
leyfi og eignaðist hann marga
kunningja í gegnum það starf, sem
kunnu vel að meta lipurð hans og
velvilja á mörgum sviðum. Öll
framkoma hans var þannig að fólk
sóttist eftir samvistum við hann,
og hann naut þess að leysa vanda
þess í leiðsögn og þjónustu á allan
þann máta, sem honum var fær.
Að leiðarlokum þakka ég Hall-
grími samferðina hérna megin. Ég
bið allri fjölskyldu hans blessunar
Guðs, og bið Guð að styrkja þau.
Honum sjálfum bið ég alls hins
góða í nýjum heimkynnum. Guð
veri með honum.
Baldur Guðmundsson
TÆKIFÆRIÐ
GRÍPTU
GREITT
v
Við þurfum að rýma fyrir nýjum vörum og
erum reiðubúnir að gefa þér góðan afslátt af
eftirfarandi:
Skidoo Citation vélsleöi, notaöur.
Artic Pantera, notaöur.
Bombardier snjóbíll.
Mercedes Benz Unimog, radarbíll.
Dodge Weapon diesel.
Camper-hús á pick-up.
Álhús á pick-up.
Hjólhýsi.
Tjaldvagn.
Gróöurhús.
Gísli Jónsson»
Co. hf.
Sundaborg 41, sími 86644.