Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 44

Morgunblaðið - 31.10.1982, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 Hefurðu hugleitt það hvernig þú ert heima hjá þér? Þykir fjölskyldunni vænt um það hvað þú sýnir mikla hjálpsemi, heiðarleika og vinsemd? Legg- ur þú þitt fram þegar þarf að leysa einhver vandamál í fjöl- skyldunni? Hérna er stuttur spurningalisti, sem er víst holl- ur fyrir okkur öll. 1. Segirðu stundum, maturinn sé vondur? að 2. Ertu í góðu sambandi við hin í fjölskyldunni? 3. Ferðu í fýlu þegar þú færð ekki það sem þú vilt? 4. Tekurðu því vel þegar slökkt er á sjónvarpinu þótt þú vildir horfa? 5. Nöldrarðu yfir því sem þú þarft að gera heima? 6. Eyðirðu vasapeningun- um eða peningunum sem þú vinnur þér inn, hyggi- lega? 7. Kvartarðu yfir fjöl- skyldu þinni við vini þína? 8. Tekurðu til þitt eigið dót, föt, bækur og annað? 9. Rífstu við aðra í fjöl- skyldunni? 10. Býðurðu stundum vinum þínum sem heimsækja þig að vera með hinum í fjölskyldunni? 11. Ferðu í fýlu þegar fundið er að við þig heima? 12. Ferðu í kirkju og á önnur mannamót með fjöl- skyldunni? Öllum spurningunum, sem eru merktar með öddatölum ætti að svara neitandi. Hinum væri nú gott að geta svarað ját- andi. Tökum okkur á, ef svörin eru óhagstæð! Bókasýning í Frankfurt Almenn alþjóðleg bókasýning var haldin í Frankfurt i Þýzkalandi dagana 6.— II. október. Jóhanna Sigþórsdóttir, framkvæmdastjóri SkálholLs, útgáfu þjóðkirkjunnar, og Jóhannes Tómasson, starfsmað- ur Salts, bókaútgáfu Kristilegu skólahreyfingarinnar, sóttu bóka- sýninguna og litu þar eftir kristi- legum bókmenntum. „Þetta var geysistór og mikil sýning," sagði Jóhanna. „Þar gaf að líta hinar margvíslegustu bók- menntir, frá þekktum heimsbók- menntum til smárita og bæklinga stjórnmálasamtaka. Þar var sérstök deild kristi- legra bókmennta. Kristileg forlög frá öllum heimshornum sýndu þar bækur sínar, oft tvö eða þrjú í hverjum sýningarbás. Úrvalið var feikilegt. Ég hafði meira gagn af þessari sýningarferð en mig óraði fyrir, sá nýjar bækur og fékk nýjar hugmyndir. Mér þótti athyglisvert hvað mikið er gefið út í litlum, handhægum kiljum. Hér er svo mikið gefið út af bók- um í dýru bandi, bækur, sem mið- að er við að séu gjafabækur, en ekki keyptar til eigin nota. í mörgum kiljunum voru tekin til meðhöndlunar vandamál líðandi stundar frá kristilegu sjónar- horni, vandamál ofdrykkju, vandi hjónaskilnaðar bæði fyrir hjónin Jóhanna Sigþórsdóttir og börnin þeirra, vandi fatlaðra, afstaðan til dauðans og svo mætti lengi telja. Form og efnistök þessara bóka og margra annarra þarna á sýningunni mega koma að góðu haldi hér. Það vakti líka athygli mína hvað fjölþjóðlegar myndabækur fyrir börn yfirgnæfa útgáfu á barnabókum, sem eru samdar og prentaðar í heimalöndunum. Hluti þátttakenda. Starf aldraðra í Neskirkju Þaó var ferskur andblær sem streymdi móti greinarhöfundi er hann leit inn í safnaöarheimili Neskirkju hinn fyrsta vetrardag. Þar voru saman komnir milli 60 og 70 aldraóir borgarbúar og sungu gömlu, góóu ættjarðarljóóin af sannri innlifun. Þetta er ein af samverustund- unum fyrir aldraða, sem haldnar eru í Neskirkju hvern laugardag klukkan 15.00—17.00. Flestir þátttakenda eru úr Nessókn, en margir koma lengra að og það er sammerkt með þeim öllum að þeir hlakka allir til þessara funda, þar sem þeir blanda geði saman og kynnast. Er það ekki einmitt samneyti við aðra sem svo margir þrá er ella sætu ein- mana heima? — Að sögn sr. Franks M Ilalldórssonar sókn- arprests í Neskirkju gera þessar samverustundir ævikvöldið til- breytingarríkara og léttara. Dagskrá samverusthndanna er vönduð, en þar skiptast á upp- lestrar úr ritverkum og Ijóðum, söngur og myndasýningar. Öðru hverju er spilað bingó eða á spil. Skoðunarferðir í stofnanir og fyrirtæki hafa mælst vel fyrir, enda er aldraða fólkið áhugasamt um það sem er að gerast í kring- um það. Á sumrin er annar háttur haf- ður á starfinu. I stað vikulegra samvera hafa verið farnar skemmtiferðir, nú síðast í sumar til Akureyrar og Mývatns. Ferðir þessar eru mjög vinsælar og hafa verið vel sóttar. Meðal þess sem tilheyrir starfi aldraðra í Neskirkju má nefna hand- og fótsnyrtingu, hár- greiðsiu og klippingu. Síðast en ekki síst má nefna það sem ekki er í hávegum haft, en það er að- hlynning og heimsóknir safnað- arfólks til handa þeim sem ekki ganga heilir til skógar. Slík þjón- usta við náungann verður senni- lega seint metin sem skyldi. Af nýjungum í safnaðarstarf- inu er helst að telja stofnun kórs aldraóra. Ætlunin er að kór sá „troði upp“ á samverustundunum og ef vel tekst til, einnig í mess- Af kóræfingu. um. Megin markmiðið er að gefa fólki kost á að gleðjast yfir því að syngja saman og stefna með því að einhverju ákveönu. Umsjón með þessu kórstarfi hafa hin sí- unga Hrefna Tynes og Reynir Jónasson organisti kirkjunnar. Það er liðið að lokum samveru- stundarinnar. Presturinn les úr ritningunni og flytur stutta hug- vekju. Endað er með bæn. Orðin úr 19. sálmi Davíðs óma enn: „O, að orAin af munni mínum yrAu þér þóknanleg og hugsanir hjarta míns ka-mu fram fyrir auglit þitt, þú Drottinn, helluhjarg mitt og frelsari!" Þegar menn tygja sig til brott- farar eru tveir þátttakenda tekn- ir tali. Guójón Björnsson er 76 ára Snæfellingur, frá Álftavatni í Staðarsveit. Sagði hann þessar samverustundir í Neskirkju einkar ánægjulegar og vildi ekki fyrir nokkurn mun láta þær fram hjá sér fara. Þætti honum fjöl- breytni þeirra við hæfi og líkaði ágætlega að koma þar og hitta fyrir kunningja sína. Sagðist hann og sækja messur að stað- aldri. Reyndar er Guðjón ekki ókunnugur safnaðarstarfi, því sjálfur sat hann fyrr á árum í safnaðarnefnd í heimasveit sinni. I sama streng og Guðjón tók Soffía Vagnsdóttir frá Hesteyri við ísafjarðardjúp. Hún hefur sótt samverustundirnar allt frá því þær hófust 1979 og finnst þær alitaf jafn skemmtilegar. Vel finnst henni að öllu staðið — líka þessum gómsætu veitingum í kaffihléinu og hvetur hún fólk eindregið til að koma og vera með í þessu starfi fyrir aldraða í Nes- sókn. Soffía VagnsdóUir Guójón Björnsson 21. sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Jóh. 4:46—53 HANN TÓK TRÚ! Guóspjall dagsins fjallar ura traust til Jesú. Konungsraaóurinn hafði áreiðanlega kynnst Jesú áður, séð hann framkvæma kraftaverk eða heyrt af honum látið og trúað þvi. Annars hefði honum varla dottið i hug að leita til Jesú i aðsteðjandi vanda, allra sist að koma nokkra vegalengd til Jesú. í einlægu trausti bað hann Jesúm að koma mað sér og vinna kraftaverkið. E.t.v. virðist okkur svar Jesú allt að því hranalegt er hann segir: „Þér trúið ekki, nema þér sjáið tákn og stórmerki.“ Samt felst í þeim mikill sannleik- ur — er það ekki oft einmitt svo, að við viljum helst ekki trúa nema við getum þreifað á? Konungsmaðurinn treysti Jesú og ítrekaöi bæn sína. Jesús fór ekki með honum, eins og hann bað um, heldur mætli: „Far þú, sonur þinn lifir." Hvernig gat konungsmaðurinn treyst þessu? Hann hafði alls ekkert i höndunum — Jesús hafði svarað bæn hans á annan veg en um var beðið. En orð Jesú nægðu konungsmanninum. Hann þurfti enga áþreifanlegri sönnun en þá, að heyra og sjá Jesúm mæla þessi orð. Það þarf trú, traust, til að sjá bænheyrslu Drottins þegar hann i umhyggju sinni svarar okkur með þvi að gefa jafnvel meira en það, sem við kunnum að biðja um. Það þarf trúarhlýðni til að mögla ekki gegn Drottni, heldur fara að orðum hans, sem þó leiða til hins besta. Á heimleiðinni hitti konungsmaðurinn þjóna sina er sögðu honum að sonur hans væri að ná sér. Hann hafði einmitt farið að finna til bata um það leyti, sem Jesús hafði sagt hann lifa. Hvílík tilviljun hefðu eflaust sumir hugsað. En konungsmaðurinn sá í þessum atburði kraftaverk Drottins — fyrir honum var augljóst, að Jesús var að baki lækningu sonarins. Kraftaverkið haföi þannig staðfest upphaflegt traust hans til Jesú, og hann tók trú ásamt sínu fólki. Það er alveg áreiðanlegt, að einhverjir viðstaddir tóku ekki trú á Jesúm. Hefðu þeir ekki traust á honum, var lækningin ekki krafta- verk hans. Þannig er það ævinlega. Við sjáum Guð að starfi þegar við lifum i trausti til hans, en kraftaverkin ein geta aldrei gefið okkur endanlega sannfæringu þess, að um starf Guðs sé að ræða. Þess vegna er fyrst og síðast spurt um traust okkar á Jesú. A DROmiWH UMSJON: Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir Gunnar Haukur InKÍmundarson Séra Ólafur Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.