Morgunblaðið - 31.10.1982, Page 46

Morgunblaðið - 31.10.1982, Page 46
46 Vinsælustu lögin Bretland 1. Pass the dutchie/MUSICAL YOUTH 2. Do you really want to hurt me /CULTURE CLUB 3. Zoom/FAT LARRY'S BAND 4. Hard to say l'm sorry/CHICAGO 5. Starmaker/KIDS FROM FAME 6. Jackie Wilson said.. ,/DEXY'S MIDNIGHT RUNNERS 7. Love me do/BEATLES 8. Love come down/EVELYN KING 9. Annie, l'm not your daddy/KID CREOLE AND THE COCONUTS 10. Lifeline/SPANADAU BALLET Bandaríkin 1. Who can it be now/MEN AT WORK 2. Jack and Diana/JOHN COUGAR 3. Up where we belong/JOE COCKER AND JENNIFER WARNES 4. I keep forgettin’/MICHAEL McDONALD 5. Somebody’s baby/JACKSON BROWNE 6. Heart attack/OLIVIA NEWTON JOHN 7. You can do magic/AMERICA 8. Eye in thh sky/ALAN PARSONS PROJECT Hold on/SANTANA 10. Break it to me gently/JUICE NEWTON Vinsælustu plöturnar Bretland 1. Love over gold/DIRE STRAITS 2. UB44/UB 40 3. Give me your heart tonight/SAKIN STEVENS 4. The kids from fame/YMSIR 5. Nebraska/BRUCE SPIRNGSTEEN 6. A broken frame/DEPENCHE MODE 7. New gold dream/SIMPLE MINDS 8. Upstairs at Eric's/YAZOO 9. Special beat service/BEAT 10. Kissing to be clever/CULTURE CLUB Bandaríkin 1. American fool/JOHN COUGAR 2. Mirage/FLEETWOOD MAC 3. Abracadabra/STEVE MILLER BAND 4. Nebraska/BRUCE SPIRNGSTEEN 5. Emotions in motion/BILLY SQUIER 6. If that’s what it takes/MICHAEL McDONALD 7. Eye in thh sky/ALAN PARSONS PROJECT 8. Vacation/GO GO’S 9. Chicago 16/CHICAGO 10. It's hard/WHO Einar Örn sestur viö trommurnar ALDREI fór þaö svo, aö Einar Örn., söngvari í Purrkinum legöi upp laupana þótt sveitin geröi slíkt. Járnsíðan hefur nú fregnaö, að hann hyggist stotna nýja hljómsveit og ætli sjálfur að sitja við trommusettið á þeim bæ. Ekki tókst aö ná í hann sjálfan til þess aö fá frekari staöfestingu á þessu uppátæki, en er haft fyrir satt. Hvaö varðar fyrirhugaða samvinnu hans og einhvers úr Jonee Jonee hefur ekki skýrst frekar. poppfréttir MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 STUTTAR EN SAMT STERKAR Vandað frétta- bréf Steina hf. Skvísan Pat Benatar. Fjórða plata skvísunnar Pat Benatar mun vera væntanleg áð- ur en langt um líöur. Ber hún nafnið „Get nervous“. Ef einhver skyldi vera búinn aö gleyma henni er rétt að minna á lagiö „Hit me with your best shot“. FRANSKA bárujárnsrokksveitin Trust hefur lagt upp laupana. Mun það koma til af heiftarlegum ágreiningi söngvarans Bernard Bonvoisin og gítarleikarans Nono. Gátu þeir víst ekki komið sér saman um hvor átti aö vera meira áberandi á sviði. Plötusnúöur nokkur í Kólórado varð svo móðgaður er hann frétti, að hann ætti ekki að fá viötal við REO Speedwagon aö afloknum tónleíkum sveitarinnar, að hann ákvað aö ganga á fjall nokkurt og eyöa deginum á toppi þess í mót- mælaskyni. Þeir Kevin Cronin og Gary Richrath úr hljómsveitinni „DÚNDRID“ heitir nýtt mánaö- arlegt fréttabréf, sem Steinar hf. hafa hafið útgáfu á. Eins og gefur aö skilja sitja þar í fyrir- rúmi fréttir af starfsemi fyrir- tækisins og þeirra hljómlist- armanna, sem eru á snærum þess. Fyrsta tölublaöiö leit nýveriö dagslns Ijós. Er óhætt aö segja aö þaö fari vel af staö undir yfir- umsjón fyrrum Pelican-aödáand- ans Valdimars Ómars Valdi- marssonar. Uppsetnlng er lipur, frágangur góöur og vel vandað til texta. i þessu fyrsta tölublaði eru m.a. fréttir af Mezzoforte, Tappa Tíkarrassi, Egó, Lólu, auk frétta af fjölmörgum erlendum poppur- um og svo af nýjum plötum. Blaö þetta verður gefiö öllum þeim er vilja hafa og liggur frammi í plötuverslunum. Ellen undir- býr sólóplötu ELLEN Kristjánsdóttir, sem lítiö hefur heyrst í frá því hún gaf út tveggja laga plötu einhvern tíma fyrir löngu, er nú aö undirbúa út- gáfu sólóplötu og aö sjálfsögöu er allur undirleikur í höndum þeirra pilta úr Mezzoforte. Sá orðrómur var á kreiki aö fimmta plata Mezzoforte væri í deiglunni og Ellen myndi syngja öll lögin, en þaö er sumsé ekki rétt. Rimlarokkið sloppið út EIN sérstæðasta plata, sam gef- in hefur verið út hérlendis, var kynnt blaðamönnum á fundi aö Litla-Hrauni í vikunni. Er hér auðvitað verið að vitna til Rimlarokks, en svo nefnist af- sprengi nokkurra fanga af Litla-Hrauni. Það eru þeir Rúnar Þór Pét- ursson/trommur, Siguröur Páls- son/bassi, Halldór Fannar Ell- ertsson/hljómborö og Sævar Ciecielski/gítar sem mynda hljómsveitina, sem aö baki plöt- unni stendur. Skýrt hefur veriö frá þessari plötu á Járnsíöunni áöur (reyndar fyrst allra fjölmiöla eins og oftast). Plötunni veröur dreift í versl- anir á næstu dögum. Lög af henni hafa veriö kynnt á dans- stööum og falliö í góöan jaröveg. — Veröi einhver hagnaöur af útgáf- unni munu % hlutar renna til Verndar og '/3 fer til hljómlistar- mannanna sjálfra. Reynt var aö láta fanga vinna sem allra mest aö gerö plötunnar, og má því til áréttingar nefna aö plötuumslag- iö er unniö af einum vistmanni Litla-Hrauns. Bad Company/Rough diamonds: Ætíö samir við sjálfa sig ★ ★ ★ Hljómsveitin Bad Company hefur ekkert látið í sér heyra um langt skeið. Reyndar eru liöin þrjú ár frá því „Desola- tion angles" leit dagsins Ijós og voru þá flestir búnir að ganga út frá því aö dagar sveítarinnar væru taldir. Ekki varð undrun manna minni þegar „Rough diamonds" kom út eftir þriggja ára þögn. Þaö er eins gott aö segja þaö strax, aö Bad Company hefur ekki breyst neitt. Á þeim átta árum, sem hljómsveitin hefur veriö við lýöi, hafa plötur hennar veriö ákaflega keimlík- ar. Á tveimur þeim síöustu hafa ballööurnar, sem margar hverj- ar voru töfrandi á fyrri plötun- um, dottiö aö mestu uppfyrir og heildarsvipurinn jafnst. Lög- in keimlíkari hvert ööru en áöur og tempóiö svipaö út í gegn, lítiö um sveiflur. Undirritaour hefur alltaf veriö einlægur aödáandi Bad Comp- any. Allt frá því „Can’t get enough“ sló í gegn af fyrstu Tappinn úr flöskunni ★ * * Tappi Tíkarrass er sú þeirra ungu hljómsveita, sem vakið hefur hvaö mesta athygli hér- lendis á undanförnum mánuö- um. Frammistaöa flokksins á „Melarokki" undirstrikaði styrkleika hennar, þótt fæstir hafi um hann efast. Nú er komín út fímm laga plata með Tappanum. Ef frómt skal frá segja átti ég von á betri plötu. „Bitið fast í vitiö” er ekki slök, en mér finnst eins og einhvern kraft vanti í lögin og þau eru máttlausari en verið hefur á tónleikum. Sér- staklega er söngurinn hjá Björk mun svipbrigöaminni en hún á vanda til. Hún lætur þó aöeins til sín taka i laginu „llty ebni“ og eins í „London”. Tónlistin hjá Tappanum á þessari plötu svipar á köflum mjög til Þeysara. Kemur þaö e.t.v. ekki svo mjög á óvart, þar sem Jakob Magnússon, bassa- leikari, er bróöir Þorsteins, gít- arista í Þey. Einhvers staöar örlar á smávægilegum glopp- um í trommum og bassa, sér- staklega eftir takbreytingar. Bestu lögin á „Bitiö fast í vit- ið“ eru „Óttar“ og „London“. Sannfæröur er ég þó um að Tappi Tíkarrass getur enn bet- ur. Tappinn hefur þó veriö tek- inn úr flöskunni meö þessu framlagi og vonandi er inni- haldiö, sem á eftir aö koma enn bragöbetra. — SSv. plötunni, „Bad Co“ hefur hljómsveitin átt fastan sess í hjarta rokkarans. Þaö hefur alltaf veriö einhver sérstakur blær yfir Bad Company og vafalítiö gerir söngur Paul Rod- gers, fyrrum Free-múrara, út- slagiö. Á þessari nýju plötu er eins og fyrr segir fátt um breytingar. Þeir fjórmenningar: Boz Burr- ell/bassi, Simon Kirke/tromm- ur, Paul Rodgers/söngur og Mick Ralphs/gítar, eru samir viö sig. Öruggt samspil Kirke og Burrells bætir upp fremur svipbrigöalausan gítarleik Ralphs. Hann hefur aldrei veriö fyrir sólóin drengurinn sá. Bestu lögin á „Rough dia- monds“ eru „Electricland", „Painted face“, „Downhill ryd- er“ og „Racetrack". Fyrir þá, sem ekki hafa vaniö sig á Bad Company væri þetta vafalítiö ósköp ómerkileg plata. Fyrir hina, sem þekkja hana af eigin raun, er þetta velkomin plata. Bad Company eins og eveitin lítur út í dag. Gillan/Magic: Ekkert nýtt, en framför * ♦ w Þegar lan Gillan kom fram á sjónarsviðið að nýju fyrir ein- um fjórum árum eða svo með splunkunýja hljómsveit, sem einfaldlega bar nafniö Gillan, var eftir honum tekið enda fyrsta plata sveitarinnar þrusugóð. „Glory Road" var hún nefnd. Síöan kom bakslag í seglin hjá Gillan. „Future Shock“ var afskaplega ómerkileg þótt ekki sé meira sagt, en meö „Double Trouble" sáust batamerki, sér í lagi á þeirri plötunni, sem tekin var upp í hljóðveri. Hljómleika- parturinn var misheppnaöur mjög. Þaö var því meö blöndnum huga, aö ég lagöi viö hlustir á nýjustu plötunni, „Magic“. Merkilegt nokk, karlinn viröist vera aö snúa blaöinu viö á ný, sér heldur betur í hag. Þaö er í rauninni ekkert nýtt aö finna á þessari plötu, en hver segir svo aö bárujárns- rokkiö eigi aö vera uppfullt af nýjungum. Þaö hefur veriö nær óbreytt í áratug og öllum líkaö prýðilega. Því þá aö breyta? (Spyrjið bara strákana í Status Quo.) Á „Magic“ er greinilegt, aö Gillan hefur ákveöið aö snúa sér aftur aö sinni upprunalegu línu. Þótt þessa nýju plötu skorti talsvert á að vera eins góð og „Glory Road“ er alltaf hægt aö hugga sig viö aö hún sýnir aö karlinn er á uppleið. Við fyrstu heyrn er ekkert laganna sérstaklega grípandi, en hins vegar vinnur platan á viö hverja hlustun. Jannick Gers er óöum aö fylla upp i þaö skarö er Bernie Torme skildi eftir sig, en vantar enn herslu- muninn á aö geta talist jafningi hans. „Bluesey Blue Sea“ er ansi skondiö lag og í „Long Gone“ er nokkuö augljóst aö banda- rísk áhrif hafa skotiö rótum í huga hins 37 ára rokkara. „Driving Me Wild“ býöur upp á hress tilþrif og bassinn minnir þar i byrjun verulega á „Are You Sure“ á „Glory Road“. „Living for the City“, gamla Wonder-lagiö, kemur ágætlega út en heföi mátt vera „aggresív- ara“. Annars ágætasta plata. Ekki er hægt aö skilja viö „Magic“ án þess aö minnast á umslagiö. Það er sniöugt og ákaflega ólíkt því sem gerist í þessari tónlist. Sérstaklega er rétt að vekja athygli á lúmskri teikningu í opnu umslagsins. — SSv. Niðurskorið barujarn og fleira álíka góðgæti ákváðu að koma plötusnúönum ágæta á óvart og leigðu sér þyrlu til að heimsækja hann. Vegna þrumuveöurs gátu þeir félagar ekki lent uppi á fjallinu en tókst að gera honum skiljanlegt, að / vænlegra væri fyrir hann að koma sér niður af fjallinu. Þegar niður kom biðu þeir hans og að sjálfsögöu fékk hann viðtaliö góða. Þaö sem menn leggja á sig nú á dögum. \

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.