Morgunblaðið - 31.10.1982, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 31.10.1982, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1982 47 Crass upp á kant við stjórnmálamenn — lag þeirra um Falklandseyjadeiluna veldur reiði þingmanna Stjórnleysingjahljómsveitin Crass kom heldur betur viö kaun- in á breskum siógæðisyfirvöldum fyrir skemmstu er hún gaf út lag, sem fjallar um Falklandseyja- stríöið á milli Breta og Argentínu- manna. í texta lagsins er styrjöldin harkalega gagnrýnd og þá ekki hvaö síst járnfrúin (meö öllu ótengd Járnsíöunni illræmdu), Margaret Thatcher. Segir þar aö hún eigi alla sök á því hvernig fór. i textanum segir m.a. : „How does it feel to be the mother of 1000 dead?“ (Hvernig liöur ykkur, mæörum hinna þúsund dauöu). Auk þessarar setningar eru marg- ar til viðbótar, sem vafalitið falla í grýttan jarðveg hjá stjórnmála- mönnum landsins. „Þetta er svæsnasti texti sem hefur veriö gefinn út hérlendis,” sagöi Tim Eggar, einn þingmanna breska ihaldsflokksins, í viötali við dagblaöiö Observer. „Þetta geng- ur út yfir öll velsæmismörk ritfrels- is. Þetta eru ekkert annað en svi- viröingar á svíviröingar ofan." Andy Palmer, einn meðlima Crass, er ekki á sama máli og þingmaöurinn. „Inntakiö í texta okkar er gagnrýni á þá ákvöröun yfirvalda, aö senda óharðnaöa unglinga út í opinn dauöann. Þaö eitt er margfalt ógeöfelldara en öll verstu orðin í okkar texta.” Rúnar Erlingsson bassaleikari í Egóið. Rúnar genginn í Egóið og tónleikar um allt landið — nýja plata Egósins væntanleg eftir nokkrar vikur ALDREI fór þaö svo aö Egóinu tækist ekki aö fá Rúnar Erlings- son til liðs viö sig. Rúnar, sem er einn besti bassaleikari landsins og var áöur í Utangarðsmönnum og Bodies, var genginn til liös við þá Eirík Hauksson, Sigurgeir Sig- mundsson og Kristján Edelstein í nýrri hljómsveit þeirra, en snerist hugur og innritaöi sig í Egóiö áö- ur en hljómsveitin hélt upp í tón- leikaferöalag sitt um landiö. Geysilegur fengur aö honum fyrir Egóið en að sama skapi mikill missir fyrir hina. Þarf ekki aö taka þaö fram, aö Egó stendur nú betur aö vígi en nokkru sinni meö valinn mann í hverju rúmi og ný plata væntanleg eftir nokkrar vikur. Egó hélt fyrir siðustu helgi upp í heljarmikiö tónleikaferðalag um landiö. Er ætlunin aö kynna nýju plötuna, sem kemur út í nóvem- berlok. Þá veröa og leikin lög af plötu Bubba Morthens, Plágunni, svo og af fyrstu plötu Egósins, Breyttir tímar. Egó hélt tónleika á Seyðisfiröi, Noröfiröi og Reyöarfiröi í vikunni og aö Laugum í gær. i dag er stefnan tekin vestur á bóginn og leikiö á Húsavík i kvöld, 31. Stóru- Tjarnir veröa þvínæst fyrir valinu á morgun. Þaöan veröur haldiö til Akureyr- ar og troöiö upp í Menntaskólan- um 2. nóvember og í Dynheimum 4. nóvember. Siglfiröingar veröa heimsóttir þann 5. nóvember og þá Sauökrækingar þann 6. Á Blönduósi veröur leikið 7. nóv., aö Reykjum í Hrútafirði 8. og yfirreiö- inni lýkur aö Bifröst i Borgarfirði þann 9. Ekki hefur enn neitt veriö ákveöiö meö tónleika á höfuö- borgarsvæöinu, en þeir kunna aö veröa auglýstir siöar. Nema-hátíö á Selfossi SVONEFND Nema-hátið veröur haldin í íþróttahúsinu á Selfossi þann 7. nóvember nk. Koma þar saman allir þeir hljóöfæraleikarar og söngvarar, sem tekiö hafa upp í hljóöverinu Nemi í Hraungerö- ishreppi. Rimlarokkiö var m.a. tekiö þar upp svo og Bergmál Bergþóru Arnadóttur, en auk þess hefur fjöldi annarra komiö þar við sögu. Ætti aö geta oröiö gaman á Sel- fossi þetta kvöld. Plata Sonus Futurae væntanleg á næstunni: „Fórum út í þetta mest fyrir forvitni“ SONUS Futurae heitir sú eina núlifandi íslenskra hljómsveita, sem lagt hefur fyrir sig tölvu- popp/nýrómantík eöa hvaö menn vilja kalla þá tónlist. Eftir um 3 vikur er fyrsta hljómplata þeirrar sveitar væntanleg. Er þar um aö ræöa sex lög á 12 tommu 45 snúninga plötu. Fjögur laganna voru tekin upp á 24-rása tæki, en tvö á 8-rása tæki. Þaö er Hljóöriti sem gefur plötuna út og þessa dagana er Jónas R. Jónsson staddur í Hollywood (því eina sanna) þar sem platan veröur skorin. Sonus Futurae er tæplega eins árs gömul hljómsveit og skipuð þremur ungum námsmönnum úr Menntaskólanum í Reykjavík, þeim Jóni Gústafssyni, sem leikur á seg- ulband og syngur, Kristni Þóris- syni, sem syngur og leikur á gítar og Þorsteini Jónssyni, sem leikur á hljómborö. Kristinn hefur lagt stund á píanó- og gítarnám í 6 ár, en Þorsteinn hefur setiö viö píanó undir leiösögn kennara í heilan áratug. Þeir kunna því vel til verka þótt ungir séu aö árum, allir á aldr- inum 18—19 ára. Nafngiftin, Sonus Futurae, er latnesk aö uppruna og útleggst á íslensku „Hljómur framtíöarinnar". E.t.v. ekki aö undra þótt þeir félag- ar sæki nafniö í latínuna þar sem tveir þeirra eru viö nám í máladeild skólans. Reyndar komst sá orö- rómur á kreik, aö Sonus Futurae væri ættuö úr Hafnarfiröinum, en þaö reyndist á misskilningi byggt. Halldór Árni (sem eitt sinn var kall- aöur Dóri feiti) úr Hafnarfiröi var þeim innan handar þegar fyrstu skrefin á framabrautinni voru stig- in og töldu þeir félagar aö þannig heföi Hafnarfjöröur blandast inn í málin. Járnsíöan ræddi lítillega viö hljómsveitarmeðlimina í vikunni og sögöu þeir aö tónlist þeirra mætti e.t.v. líkja viö þaö sem hljómsveitir á borö viö Depeche Mode og Yazoo lékju og gæti fólk þá e.t.v. gert sér í hugarlund hvaö væri hér á feröinni. Sonus Futurae kom fjórum sinn- um fram í Óöali í vor og sumar og hefur síöan gert víöreist um félags- miöstöövar borgarinnar. Sögöu strákarnir, aö fólk hefði tekiö þeim vel, en margir veriö dálítið „skept- ískir" í byrjun. Auövitaö heföi einn og einn bent þeim á, aö trommu- settið hefði gleymst heima og ann- aö í þeim dúr, en gagnrýnisradd- irnar hefðu aö mestu hljóönað er þeir hófu leik sinn. Lögin á plötu þeirra félaga eru öll ný af nálinni utan eitt. Þaö er aö sögn þeirra fjögurra ára gamalt, frá þeim tíma er þeir félagarnir voru pönkarar. Hefur því aö sögn veriö breytt til samræmis viö nýrri tónlistarstefnur. Á þeim árum komu þeir félagar fram undir nöfn- um eins og Gaulverjar og Ekkó, en þóttu ekki betri en svo aö menn buöust til aö borga þeim ef þeir hættu aö spila. „Tölvupoppiö kom þannig til sögunnar, aö Þorsteinn keypti sér hljómborö og fleiri græjur í þeim dúr og viö keyptum okkur upp- tökutæki," sögöu þeir. „Viö fórum eiginlega út í þetta mest fyrir for- vitni sakir og erum komnir þetta |angt.“ _ Stjörnugjöf Járn- síðunnar í samantekt SÍDAN stjörnugjöfin var tekin upp í plötudómúm Járnsíöunnar höfum viö einu einni birt lista yfir allar þær plötur, sem teknar hafa veriö til umfjöllunar. Viö birtum listann nú á nýjan leik og þá auövitað endurbættan. Cure/ PORNOGRAPHY ★ ★★ Kiss/ KILLERS ★ ★★ Dire Straits/ LOVE OVER GOLD ★ ★★★ Yazoo/ UPSTAIRS AT ERIC’S ★ ★★★ Imagination/ In THE HEAT OF THE NIGHT ★ Donna Summer/ DONNA SUMMER ★ Steve Miller Band / ABRACADABRA ★ ★ Ýmsir/ GLYMSKRATTINN ★ Crass/ CHRIST — the album rt Nýja Kompaníið/ KVÖLDA TEKUR ★ ★★ Jonee Jonee/ SVONATORREK ★ ★★★ ABC/ LEXICON OF LOVE ★ ★ Trio/ TRIO ★ ★★★★ Fleetwood Mac/ MIRAGE ★ ★ Van Halen/ DRIVER DOWN ★ ★★★ Anti Nowhere League/ WE ARE THE LEAGUE ★ ★★★★ Box/ SKUGGAHLIÐIN ★ ★ Bergþóra Árnadóttir/ BERGMÁL ★ ★★ Purrkur Pillnikk/ NO TIME TO THINK ★ ★★★★ Santana/ SHANGO ★ ★★ Robert Plant/ PICTURES AT ELEVEN ★ ★★★ B.A. Robertson/ R & BA ★ ★★ Survivor/ EYE OF THE TIGER ★ ★★ Go GO’s/ VACATION ★ ★ Frida/ SOMETHING'S GOING ON ★ ★ Spliff/ 85555 ★ ★★★★ lí- 'SVN 'fsc Þremenningarmr í Sonut Futurae í móðurtölvuherbergi Moggans. Morgunblaóið/KEE

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.