Morgunblaðið - 14.11.1982, Síða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
— Við tölum bara um það, elsk-
an mín, seinna þegar betur stend-
ur á. Það eru nú ekki hundrað í
hættunni.
Ömmu þótti þetta víst ekki allt-
af nógu gott, en afa fyrirgafst
flest af því honum þótti svo ósköp
vænt um alla og öllum þótti svo
vænt um hann.
Engan mann hef ég vitað kurt-
eisari.
Þegar unnustur móðurbræðra
minna hölluðu sér á Vesturgöt-
unni yfir blánóttina, sólaði hann
skóna sem stóðu framan við dyrn-
ar á meðan unga fólkið fékk sér
kríublund.
Brennivín fór ósköp og skelfing
illa með hann afa minn. Hann bjó
einn síðustu ár ævi sinnar, en þeir
sem voru nálægt honum voru alla
tíð sérlega góðir við hann. Hann
vann alltaf mikið og hafði skó-
verkstæði þar til hann dó. Stund-
um lenti hann á vondum „túrum“,
og varð mikið veikur á eftir. Einu
sinni var hann lagður inná spítala,
talsvert illa haldinn. Júlli á Leirá,
bróðir hans, heimsótti gamla
manninn og sagði við hann:
— Sérðu nú ekki ósköp mikið
eftir þessu öllu, Oddur minn?
— Æ, ég veit það ekki Júlli
minn, svaraði afi minn, þetta var
nú oft svo afskaplega gaman.
Og einu sem hann afi minn
sagði við mig þegar ég var krakki,
hef ég aldrei gleymt:
— Það er aðeins eitt betra hei.l-
ur en að sofna glaður. Það er að
vakna brosandi.
Mamma fór að vinna úti. Ég var
hjá ömmu.
Ég veit ekki hvernig ömmu leið
á þessum árum. Það var ekki rætt.
Ég var alsæll, sat löngum uppá
eldhúsborðinu á Vesturgötunni, og
söng með henni kanónur á meðan
hún var að baka kleinur oní vest-
urbæinga með kaffinu.
Mér þótti afskaplega vænt um
hana ömmu mína, eiginlega
vænna en um annað fólk. Hún var
ekki allra. Ég held jafnvel að þeir
hafi verið til, sem höfðu af henni
beyg. Trúlega hefur hún átt það til
að verða viðskotaill, þegar vin-
sældir afa keyrðu úr hófi. Eigin-
konur gleðimanna Vesturbæjarins
á kreppuárunum þurftu, held ég,
að temja sér raunsæi. Draumórar
voru sérréttindi kallanna, að ekki
sé nú talað um herlega útreiðar-
túra um helgar og þaulsetur á
góðra vina fundi þar sem vanda-
mál samtíðarinnar voru rædd,
reifuð og brotin til mergjar, án
þess að gerðar væru umtalsverðar
tilraunir til að leysa þau.
Ég hugsa að ömmu hafi þótt
hyggilegast að halda sig sem mest
niðri á jörðinni. Það er stundum
kallað á íslensku að vera jarð-
bundinn og ætti varla að teljast
ljóður á ráði nokkurs manns.
Einu sinni sagði hún við mig:
— Ekki veit ég hvort það er
satt, sem sagt hefur verið um
hann Teit á Brekkunni, að hann
hafi sett eitur í skyrið hjá fyrri
konunni sinni sálugu og barið
krakkana til óbóta. Og ennþá síður
veit ég hvort það var hann sem
kveikti í búðinni hérna um árið, þó
það sé nú altalað. Nú, þó að hann
væri nú sífuilur blessaður, hroða-
legur með víni og misþyrmdi bæði
konunni og krökkunum í tíma og
ótíma, þá má hann þó eiga eitt,
hann Teitur: Hann skaffar vel.
Einhvern tímann, skömmu áður
en hún dó, spurði hún mig hvað
Hermann Jónasson gerði.
— Hann er forsætisráðherra,
amma mín, svaraði ég.
— Já, það veit ég vel, svaraði þá
amma mín, en vinnur maðurinn
ekkert?
Og það var raunar þessi amma
mín sem orti fræga vísu um jarp-
an hest, sem Kiddi móðurbróðir
minn átti í hest.húsinu uppí lóð-
inni á Vesturgötu 15.
A Jarpi höfðu allir mesta dá-
læti, en Jana, sem var í vist hjá
ömmu, og úr Dölunum, elskaði
klárinn.
Svo var það einhvern tímann að
skita hljóp á Jarp. Þá orti amma
mín þessa vísu:
Þegar Jarpur hafði skitu
allir grétu á Vesturgötu
Jana grét þó mest.
Hinir gátu þó hætt.
Undir handarjaðri þessarar
ömmu minnar óx ég svo úr grasi,
og tók trú hennar á guð og góða
siði.
Trú mín á guð fór þverrandi eft-
ir því sem aldurinn færðist yfir
mig, en þegar ég var tíu ára gerði
ég samning við hana þess efnis að
mér yrði ekki lengur gert að fara
með bænir upphátt. Hvað viðvék
góðum siðum var ekki hægt að
rokka gömlu konunni, engar und-
anþágur veittar í því efni. Þegar
að fermingunni dró var ég löngu
hættur að hugsa um guð og amma
raunar hætt að spyrja mig hvort
ég færi með bænirnar í hljóði. Ég
lét þó tilleiðast að fermast, útaf
brúnskjóttum fola sem ég girntist
og hafði ástæðu til að ætla að ég
fengi í fermingargjöf.
í staðinn fyrir „föður, son og
heilagan anda“, fékk ég svo „pen-
inga, hjól og brúnskjóttan fola“.
Á næstu árum hætti ég svo að
trúa á allt, nema þann brún-
skjótta og hugmyndir mínar um
himnaríki miðuðust við það eitt
hvort mér tækist að gera góðan
hest úr göldum fola.
Þetta tamningarskeið er enn
ekki á enda runnið, folinn raunar
brokkgengur og dyntóttur, þótt
gangur kunni að leynast í honum.
Þannig fargaði ég guði almátt-
ugum, skapara himins og jarðar,
fyrir óstýrilátan fola og mun ekki
láta af að laða fram kosti hans þó
litlir séu, þar til yfir lýkur.
Eftir að ég fullorðnaðist hefur
mér þó orðið ljóst, að við ferming-
una hefur efnishyggjan verið
rækilega konfirmeruð í sálarlíf-
inu, því nýlega dreymdi mig skrít-
inn draum.
Mig dreymdi semsagt að verið
var að ferma mig.
Athöfnin stóð sem hæst. Það
var verið að meta gjafirnar. Við
Lolli, vinur minn, knékrupum við
gráturnar í einhverju framandi
guðshúsi og ég sagði honum að ég
hefði fengið hjól í fermingargjöf.
Hann hafði fengið skellinöðru. Ég
hafði fengið úr. Hann hest. Ég
hafði fengið skauta. Hann skíði.
Ég hafði fengið sundskýiu. Hann
froskbúning. Ég hafði fengið
plötuspilara. Hann hafði fengið
dolbí kvadró spesíal samstæðu
með negatív fídbakk, face lock
loop, með stabílum sveifluvaka,
kapasítorless útgangsþéttihaus,
kvartslock mótorstýringu, vúfer,
tvíder og skvíker og átpúttið var
víst tvö eða þrjúhundruð píkvött.
Svo var farið að telja pen-
ingana. Þá kom í Ijós að við höfð-
um fengið nákvæmlega sömu upp-
hæðina. Báðir tuttuguogfimmþús-
und krónur, eini munurinn var sá,
að hans voru nýjar, en mínar
gamlar.
Og ég hugsaði með mér: Það var
til lítils fyrir mig að vera að hafa
fyrir því að ganga til prestsins.
Þá vaknaði ég.
Nú er tíminn
fýrir Multi-tabs..
- til öryggis!
/ ,
Fiskverkendur -
Hreistrunarvélar
Getum útvegaö hreistrunarvélar á hagkvæmum verö-
um.
íslenzka Umboðssalan hf.,
Sími26488.
Félag viðskiptafræðinga
og hagfræðinga
Aðalfundur félagsins verður haldinn aö Lágmúla 7
(3. hæö), miðvikudaginn 17. nóv. kl. 17.15. Aö
aöalfundarstörfum loknum mun Þráinn Eggerts-
son prófessor flytja erindi um George Stigler,
nóbelsverölaunahafa í hagfræöi áriö 1982.
Mætiö stundvíslega.
Stjórnin.