Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 Morgunhræðslan við hvítu arkirnar Ritvallarstarfsmenn rákust nýlega á grein eftir hinn nýbakaða Nóbels- verðlaunahöfund Gabriel Garcia Marquez i Politiken. f greininni fjallar hann um m.a. Hemingway heitinn, sem einnig var Nóbelsskáld, og þar koma fram ýmsar hugmyndir Marquez um eðli skáldskapar, sem hljóta að teljast forvitnilegar. Hér fara á eftir brot úr greininni um- ræddu: „I kenningum Hemingways fólst meðal annars sú skoðun að höf- undur megi ekki ljúka störfum við eitthvað að kveldi, án þess að vita hvað hann ætli að gera morguninn eftir. Þetta er hvorki meira né minna en öruggt læknisráð gegn versta óvini rithöfundarins, morg- unhræðslunni við hvítu arkirn- ar...“ „Eg man ekki hver það var sem sagði, að við skáldsagnahöfundar læsum aðeins sögur annarra en okkar sjálfra til þess að kanna hvernig þær væru skrifaðar. Ég held að þetta sé rétt. Við látum okkur ekki nægja þá leyndardóma sem opinberaðir eru á blaðsíðun- um, heldur flettum fram og aftur tii að komast að því hvernig hlut- irnir eru settir saman. Á einhvern hátt, sem erfitt er að útskýra, leysum við slíka bók upp í frum- Gabriel Garcia Marquez Ernest Hemingway Umsjón: Sveinbjörn I. Baldvinsson parta sína og röðum þeim svo saman á ný, þegar við höfum aflað okkur vitneskju um hið dularfulla sigurverk sögunnar ...“ „Þegar tekst að leysa svona upp blaðsíðu í bók eftir William Faulkner, hefur maður á tilfinn- ingunni að skrúfur og fjaðrir liggi dreifðar um allt og ómögulegt sé að koma öllu í samt lag á ný. En þessu er öðruvísi farið hjá Hem- ingway. Hann hikar ekki við að láta skrúfurnar sjást greinilega á framhlið skáldverksins, líkt og á járnbrautarvögnum. Hjá honum er minni ástríða á ferðinni, minni andagift og minna brjálæði en hjá Faulkner...“ „I hinu sögulega viðtali sem George Plimpton átti við Hem- ingway fyrir Paris Review lýsti hann því yfir í eitt skipti fyrir öll, andstætt hinni rómantísku hug- mynd um það að skrifa, að fjár- hagslegt sjálfstæði og góð heilsa væru skilyrði fyrir ritun bóka, að einna mestur vandinn væri að raða orðunum rétt, að það væri gott að endurlesa bækur sínar ef illa gengi með það sem verið væri að vinna að, að það væri hægt að skrifa hvar sem er þar sem ekki er hætta á heimsóknum og símhring- ingum í tíma og ótíma og að það væri ekki rétt að blaðamennska gengi af rithöfundi andlega dauð- um eins og oft er haldið fram. Það sem venjulega gerðist væri ná- kvæmlega andstæðan, svo fremi að menn væri ekki í blaðamennsku allt of lengi ...“ Metsölubækur ÞESSI listi yfir mest seldu skáldverkin í Bandaríkjunum birtist í vikuritinu Time 1. nóvember sl. Hann er byggður á upplýsingum frá rúmlega eitt þúsund bókaverslunum þar í landi. Tölurnar í svigum tákna stööuna næstu viku á undan. 1. Space (Michener) (1) 2. Master of the Game (Sheldon) (2) 3. The Valley of Horses (Auel) (3) 4. Foundation’s Edge (Asimov) (7) 5. E.T. The E.T. Storybook (Kotzwinkle) (4) 6. Crossings (Steel) (5) 7. Different Seasons ( King) (6) 8. Spellbinder (Robbins) (8) 9. Lace (Conran) (9) 10. Life, the Universe and Everything (Adams) (—) Voðaskot út um glugga KURT Vonnegut hefur bætt nýrri skáldsögu í hóp verka sinna. Þessi tíunda skáldsaga hans heitir „Dead Eye Dick“ og er aö formi til frásögn fimmtugs lyfjafræðings, leikrita- skálds og leiöindaskjóðu um eigið líf. Sá heitir Rudy Waltz. Þegar Rudy var tólf ára skaut hann af riffli út um herbergisgluggann sinn og varð ófrískri konu að bana, sem var á gangi i mikilli fjarlægð. Þetta gerðist á ma“ðradaginn. Bókarheitið er sótt i þessa skotfimi Rudys. Rudy er óreyndur í kynferðis- málum þrátt fyrir hálfrar aldar til- veru og lítur til baka yfir farinn veg, sem hefur verið nokkuð grýtt- ur. Faðir hans, sem hafði vingast við Hitler á skólaárum í Vínarborg, deyr í mannskaðaveðri og móðirin deyr af æxli sem á rætur að rekja Kurt Vonnegut til geislavirkrar arinhillu á heimili hennar. Neftrónusprengja springur fyrir slysni í heimabæ Rudys og íbúarnir falla unnvörpum, en bygg- ingarnar standa óskemmdar eftir. I formála segir Vonnegut að í bókinni sé að finna einskis metna menningarmiðstöð, sem sé höfuð hans sjálf. Kynlausi lyfjafræðing- urinn sé dvínandi kyntilvera hans sjálfs og voðaskotið sé það slæma sem hann hafi sjálfur gert. Þessi nýja bók Vonneguts er 240 hls. að stærð. En af eldri verkum hans eru sennilega þekktastar skáldsögurnar „Slaughterhouse- Five“, „Cat’s Cradle" og „Breakfast of Champions", auk leikritsins „Happy Birthday Wanda June“. — ByggtáTIME Rætur íslenzkrar menningar eftir Einar Pálsson Ritiö Baksviö Njálu hefur veriö endurprentað. Er nú unnt aö fá allar sex bækur ritsafnsins á skrifstofu Mímis. Útgáfan er mjög vönduö, fjöldi mynda skreytir bækurnar, atriöa- og nafnaskrá fylgja. Skrifstofa Mímis veröur opin kl. 1—5 daglega til 10. desember. Mímír, Brautarholti 4, sími 10004. Bladbuiðarfólk óskast! Austurbær Hverfisgata 63—120 Freyjugata 28—49 Uthverfi Klapparás Gnoöarvogur 44—88 Hjallavegur Heiðargerði 2—124 ColourcÁrt yhcto Kæru viöskiptavinir! Vegna mikils annríkis biöjum viö ykkur um aö leggja inn eftirpantanir á stofumyndum okkar sem afgreiöast eiga fyrir jól sem fyrst. Meö því er hægt aö foröast tafir og veita bestu mögulega þjónustu. | UOSMYN DAÞ JÓNUSTAN S.F. LAUGAVEGM78 REYKJAVÍK SIMI85811

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.