Morgunblaðið - 14.11.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
53
Söguleg skáldsaga
DANSKI rithörundurinn Vagn Steen
hefur sent frá sér nýja skáldsögu.
Sagan nefnist „Mer end meget“ og er
176 bladsíður að stærð. Sögusviðið er
héraðið Djursland á austurströnd
Jótlands árið 1856, eða skömmu eftir
setningu stjórnarskrárinnar, sem
markaði skýr spor í lýðræðisátt í land-
Vagn Steen
JOHN Fowles, höfundur sögunnar
„The French Lieutenants Woman“,
sem náði miklum vinsældum og hefur
verið kvikmynduð með Meryl Streep
og Jeremy Irons í aðalhlutverkum,
hefur nú sent frá sér nýja skáldsögu.
Ber hún heitið „Mantissa" og er
John Fowles
inu. Þetta er ekki átakalaust tímabil,
borgararnir hræðast þegar almúginn
tekur að notfæra sér hið nýfengna
frelsi og það kemst mikið rót á trú-
málin, en vald ríkiskirkjunnar er
sterkt.
í þessari nýju sögu lýsir Vagn
Steen lífinu og fólkinu í þessu hér-
aði mánuð fyrir mánuð, lífi sem á
sér stað fjarri þeim stað þar sem
stóratburðir gerast á, þar sem vald-
ið er. Sagan er sett saman úr brot-
um af ýmsum gerðum, sumum
sögulegum og raunsönnum, en öðr-
um sem eru nánast litlar skáldsög-
ur, hvert um sig.
Það sem sagan lýsir, er hvernig
trúarleg vakning í héraðinu verður
ógnun við ríkiskirkjuna, hvernig
fókið hefur ekki mátt til að fram-
kvæma þá byltingu sem um sinn
virðist vera að verða að veruleika.
Og í lokin er ljóst að allur mót-
þróinn er um það bil að sigla leti-
lega inn um hafnarmynni hins
hefðbundna og viðtekna samfélags
á ný.
fremur stutt, eða innan við 200 blað-
síður að stærð.
Orðið „Mantissa" ku vera notað
yfir fremur tilgangs- og marklitla
viðbót við texta eða orðræðu, en er
ekki kvenmannsnafn, eins og marg-
ur gæti haldið. Þessi saga segir frá
rithöfundinum Miles Green og sam-
skiptum hans við skáldgyðjuna og
fleiri aðila. Miles þessi rankar við
sér í bólstruðum klefa á geðsjúkra-
húsi og þjáist af minnisleysi, man
til dæmis ekkert eftir eiginkonu
sinni, henni til sárra leiðinda og ar-
mæðu. Læknirinn, Dr. A. Delfie,
ráðleggur ástúðlega meðferð og fær
áhugasama hjúkrunarkonu til
verksins. Gyðja ástarljóða og
skáldskapar, Erato, birtist á sjón-
arsviðinu klædd sem pönkari og er
reið höfundinum fyrir að hafa
plantað sér í þessa sögu og skorar á
hann að stytta henni aldur á fimm
línum til að lina þjáningar hennar.
Þannig gengur sagan út á sam-
skipti höfundarins og sögupersón-
anna. — Byggt á Newsweek.
Mótorpúðar
Margar geröir.
54315
Vélaverslun
Hvaleyrarbraut 3
Hafnarfirði.
Fróóleikur og
skemmtun
fyrirháa sem lága!
Samskipti við skáldgyðjuna
Pitmans-prófin
gilda alls staöar í Evrópu og Ameríku. Tvö próf veröa
haldin í vetur, 2. febrúar (English as a Foreign Langu-
age) og 30. marz (English for Business Communi-
cations). Verzlunarenska, ensk bréfritun. Þrír tímar á
morgni fjóra daga vikunnar (auk vélritunar, ef óskaö
er). Nokkur pláss laus. Sérstakt tækifæri fyrir þá sem
vilja æfa sig í enskum bréfaskriftum fyrir vinnumark-
aðinn.
Upplýsingar í Einkaritaraskólanum, sími 10004 (kl.
1—5 e.h.).
Mímir, Brautarholti 4
Kanaríeyjar á
þríðjudöggm
gegnum heimsborgina Amstendam
Kanaríeyjar með viðkomu í Amsterdam. Sláiö tvær flugur í einu höggi; njótið sólarinnar
á Kanaríeyjum og kynnist stórborgarlífi, menningar- og listaborginni Amsterdam.
Brottför alla þriðjudaga.
Verð: Smáhýsi. 4 pers: 11 dagar/ 11.647, 18 dagar/12.907, 25 dagar/12.989.
íbúðir 3 pers. 11 dagar/11.750, 18 dagar/12.507, 25 dagar/ 13.299.
Hótel m/fæði, tveir í herb.: 11 dagar/12.989, 18 dagar/14.847, 25 dagar/16.534.
Sérhæfð þjónusta — vingjarnleg þjónusta.
FERÐAMIÐSTÖÐIIM
AÐALS7RÆTI9
SIMI28133 11255