Morgunblaðið - 14.11.1982, Side 6
54
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
Flotsteypa — Flot 78
Þykkleiki steinsteypu er mældur eftir því hversu
marga sm sérstök keila úr blautri steypu sígur þegar
mótiö er fjarlægt. Því hærra sem sigmáliö er því
þynnri er steypan. Venjuleg steypa er tregfljótandi
meö sigmáli 5—10 sm, léttfljótandi er meö sigmáli
15—20 sm, þunnfljótandi meö meira en 20 sm sig-
mál. Steypan veröur því þynnri sem meira vatni er
bætt í hana. Of mikiö vatn í steypu hefur skaöleg
áhrif. Aldrei skyldi setja meira vatn í steypu en
minnst verður komist af meö.
Flotefnum er bætt í steypuna til aö þynna hana, án
þess aö þaö skaöi hana eins og óhófleg vatnsíblönd-
un gerir. Gera má venjulega tregfljótandi steypu fljót-
andi, léttfljótandi eöa þunnfljótandi meö flotefnum.
Flotefnum er bætt út í steypuna á byggingarstaö.
Áhrif þess vara u.þ.b. Vz klst.
Flotefni eru einkum notuö þar sem erfitt er aö koma
steypu í mót og þar sem steyptir fletir skulu hafa
slétta áferö t.d. þegar ekki er múrhúöaö.
Notkun flotefna fer nú vaxandi viö alla almenna
steypugerö, þar sem léttfljótandi steinsteypa meö
sigmál 15—20 sm er auðveldari og þægilegri í niöur-
lögn en tregfljótandi. Kostnaöarauki flotefnis, al-
gengt um 10% af veröi steyþu, vinnst oftast strax upp
aftur vegna aukins vinnuhraöa og minni hættu á
áferðargöllum. Ekki er æskilegt aö gera veikari
steypu en S-250 léttfljótandi með flotefnum.
Eftir ítrekaöar samanburöarrannsóknir mælum viö
meö flotefninu Flot 78 frá Woermann í steypuna.
Vandiö til allrar meöferöar steinsteypu. Muniö aö
steinsteypan er buröarás mannvirkisins.
Steypustdðin hí
Vörubflakeðjur
Jeppakeójur
Traktorskeðjur
Keðjuefni
fyrirliggjandi
Mjög
hagstætt
verð
Gerið
verðsaman-
burð
Gtobusa
LÁGMÚLA 5, SÍMI 81555
Þáþýddí
ekkert að heita
Laddi
Þórhallur Sigurðsson á tímamótum
TEXTI SVEINBJÖRN I. BALDVINSSON
Laddi, Þórhallur Sigurösson, hefur komið þjóð-
inni til að hlæja oftar en margur annar. Hann
hefur brugðið sér í ótrúlegustu gervi og alltaf er
eitthvað nýtt á ferðinni hjá honum. Til að nefna
örfáar persónur sem hann hefur skapað nægir að
geta Eiríks Fjalars, Saxa læknis og Þórðar hús-
varðar í Stundinni okkar. En þetta eru allt grín-
hlutverk, þetta eru allt manngerðir fremur en al-
vöru persónur. Hvað gerist þegar Laddi tekst á við
alvarlegt hlutverk, leikur manneskju en ekki
manngerð? Það fáum við að sjá í sjónvarpsleikriti
sem nú er í vinnslu og sýnt verður um næsta páska,
en þar leikur Laddi aðalhlutverkið.
Klukkan er tíu að morgni
og rétt um það bil orðið
bjart, þegar ég hringi
viðeigandi dyrabjöllu á
Fornhaganum og brátt opnast
dyrnar inn í stigaganginn. Þegar
upp er komið er Laddi kominn
fram á gang til að fyrirbyggja all-
ar vegvillur og brátt sitjum við í
stofu yfir morgunkaffi, hvorugur
veruldga vel vaknaður.
„Við erum að æfa eins og vit-
lausir menn núna í Þórskabarett-
inum, það á að frumsýna á föstu-
daginn, eftir tvo daga. Við vorum
að til klukkan fjögur í nótt. Við
höfum aídrei lagt jafn mikla
vinnu í þetta og núna. Nú er sér-
stök dagskrá fyrir hvert kvöld um
helgar. Við vorum búnir að semja
allt of mikið af efni og höfum lent
í miklum niðurskurði eins og
bændurnir. En auðvitað rennum
við alltaf dálítið blint í sjóinn með
þetta. Okkur finnst þetta sjálfum
sniðugt, en svo er óvíst hvað öðr-
um finnst."
Fyrst við erum farnir að tala
um þessa hlið á Ladda verður mér
hugsað til Þórðar húsvarðar og ég
spyr fyrst hver semji textann
fyrir gamla manninn.
„Ég sem þetta sjálfur og bý til
grind sem við Bryndís reynum svo
að spinna útfrá. Það verður eðli-
legra með því móti, heldur en ef
það er skrifað niður orð fyrir orð.
I Þórð fer fyrri hluti mánudagsins
hjá mér í upptöku auk nokkurs
undirbúnings að sjálfsögðu. Þessi
persóna, eða týpa, var upphaflega
sögumaðurinn á plötunni okkar
Halla, Umhverfis jörðina. Röddin
var nálægt því sem hún er núna.“
Laddi setur sig í Þórðar-stellingar
og stælir: „ — svona dálítið mjó,
og ég fór eitthvað að hugleiða
hvernig svona manngerð liti út og
ég sá strax fyrir mér bókavörð eða
húsvörð, einhvern svona rykugan
karl. Eins og húsverðirnir sem
maður man eftir úr skóla, alltaf
með sag á vestispeysunni og ég
mótaði útlit hans fyrir áramóta-
skaupið í hitteðfyrra, en prófaði
þá jafnframt aðra rödd, sem ég
hætti síðar við.“ Laddi lætur mig
heyra dæmi og ég hristist í sófan-
um. „En nú er röddin og útlitið
eins og það á að vera. En það er
merkilegt hvað fólk er viðkvæmt,
það hefur verið skrifað í blöðin og
kvartað yfir útganginum á Þórði
og sagt að þetta sé ekki dæmigert
fyrir aldrað fólk. Ha. Auðvitað er
þetta ekki dæmigert fyrir aldrað
fólk. Þórður húsvörður er grínfíg-
úra. En þetta hneykslunargjarna
fólk getur brátt andað léttar, því
ég hætti um leið og Bryndís um
mánaðamótin nóvember og des-
ember.
Bytta sem spil-
ar á Sögu
En það er ljóst að mál málanna
fyrir Þórhall Sigurðsson þessa
haustdaga er hvorki kabarettinn í
Þórskaffi, né Þórður húsvörður í
Stundinni okkar. Mál málanna er
aðalhlutverkið í sjónvarpsleikriti
Þorsteins Marelssonar, „Hver er
sinnar gæfu smiður", en á þessu
stigi er reyndar ekki fullijóst
hvort þetta verður endanlegt nafn
verksins, en vinnuheiti er það all-
tént. Leikstjóri er Hrafn Gunn-
laugsson.
„Þetta er að klárast núna, í
næstu viku. Við þurftum að bíða
eftir vetri til að taka upp fáein
atriði. Ég leik þarna uppgjafa-
poppara sem er búinn að drekka
sig út úr bransanum og ætlar að
byrja nýtt líf sem kennari í
heimavistarskóla úti á landi, ekki
síst fyrir orð konu sinnar. Það má
segja að þarna sé brotið blað í
minni sögu, því þarna leik ég aðal-
hlutverk í leikriti og það er hlut-
verk sem er í hæsta máta alvar-
legt, þrátt fyrir stöku grátbrosleg
atriði. Það fylgir þessu auðvitað
mikið álag, en þetta er líka
ofboðslega gaman og ábyggilega
það skemmtilegasta sem ég hef
gert fram til þessa. Það er óskap-
lega spennandi að sjá hvernig
maður tekur sig út í svona hlut-
verki sem er svo ólíkt öllu sem
maður er vanur. Þegar um grínfíg-
úrur er að ræða þá veit ég nokk-
urn veginn hvernig ég kem öðrum
fyrir sjónir en í þessu tilfelli hef
.ég ekki hugmynd um það. Ég er
líka öðruvísi í útliti en ég er van-
ur, svona skegglaus."
— Hefurðu ekki sjálfur verið
poppari?
„Jú, ég hef verið poppari og get
því vel sett mig inn í þetta líf sem
því fylgir. Sveinn, eins og aðal-
söguhetjan heitir í myndinni, hef-
ur verið í frægum hljómsveitum
og þar hefur viðgengist drykkju-
skapur og dóp. Kona hans var
upphaflega bara fylgifiskur
hljómsveitarinnar, en hún hefur
elst og þroskast, en hann aftur á
móti staðið algerlega í stað. Hún
er komin í Háskólann en hann er
bytta sem spilar á Sögu. Ég var
byrjaður að læra á píanó þegar við
byrjuðum á þessu og það kom sér
vel, því Sveinn er hljómborðsleik-
ari, en þó er ég nú ekkert ákaflega
sterkur á svellinu, kann ósköp lít-
ið.“
Að túlka heila
manneskju
— Hvernig hefur þcssi kvik-
myndavinna gengið?
„Hún hefur gengið mjög vel,
held ég að ég megi segja. Þetta er
ágætur hópur sem vinnur að
þessu. Það eru til dæmis 30 til 40
krakkar sem valdir voru úr um
200, þeir hafa staðið sig alveg sér-
staklega vel og það hefur verið
mjög gaman að vinna með þeim.
Af öðrum leikurum má nefna að
Elfa Gisladóttir leikur konuna og
Jón Viðar Jónsson, gagnrýnandi,
leikur skólastjórann.
Þetta hefur verið gífurleg lífs-
reynsla fyrir mig að fást við þetta
hlutverk og vonandi hefur það
tekist. Það má búast við því að