Morgunblaðið - 14.11.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982
67
Af frönsku kvikmyndavikunni:
Surtur og hreinsunin
Kvikmyndír
Sæbjörn Valdimarsson
SURTUR — ANTHRACITE
Leikstjórn og handrit: Edouard
Niermans, (1980). Kvikmynda-
taka: Bernard Lutic. Tónlist: Alain
Jomy. Aðalhlutverk: Jean-Poul Du-
bois, Bruno Cremer, Jean Bouise,
Jeróme Zucca. Sýn.tími 90 min.
I sinni fyrstu mynd, Anthra-
cite, leiðir leikstjórinn, Edouard
Niermans, áhorfandann inn
fyrir klausturmúra jesúítaskóla.
Arið er 1952 og haldið er stíft í
gamlar og strangar siða- og upp-
eldisreglur.
I Anthracite fer fram trúar-
legt uppgjör á milli eins kennar-
anna, sem kallaður er Surtur,
hreintrúarmanns sem stjórnast
af göfuglyndi og hinsvegar
miskunnarlausra nemendanna
og ósveigjanlegra yfirmanna
klaustursskólans.
Hér er dregin upp framandi,
(ærið frönsk), mynd og óvenju-
leg, um skólavist unglingspilta,
áhersla lögð á að skyggnast und-
ir yfirborðið. Það er gert af
raunsæi; ekki sýnt eins slétt og
fellt og yfirleitt er látið í veðri
vaka. Hér gefur að líta mikinn
kvikindisskap og það óhugnan-
lega miskunnarleysi sem ósjald-
an setur mark sitt á unglingsár
þeirra harðari. Hinn viðkvæmi
verður að breyta um afstöðu til
að þrauka — verða töff eins og
hinir.
Skólameistari orðar þetta ein-
hvern veginn á þessa lund
, . . . mér líkar betur við
skinnsprettur en rómantísk sár
því þau gróa fyrr“. Mikill sann-
leikur það.
Það er reisn og fegurð yfir
þessari fyrstu mynd Niermans,
umhverfið er fallegt og af natni
fest á filmuna. Eins eru margar
innitökur athyglisverðar, — svo
dæmi sé nefnt, er Surtur biður
Drottinn að gefa sér styrk til að
þola nemendurna.
Niermans hefur gott tak á
leikurunum, minnisstæðastir
eru þeir Jean-Poul Dubois og
Bruno Cremer í hlutverkum
Surts og hins viðkvæma skóla-
pilts. Annars er allur unglinga-
hópurinn athyglisverður og það
sama verður sagt um frumraun
leikstjórans.
ATH: Leikstjóri myndarinnar,
Niermans, er gestur Frönsku
kvikmyndavikunnar í ár og mun
kynna þetta verk sitt í kvöld, 13.
nóvember, á opnunardegi henn-
ar.
HREINSUNIN —
COUP DE TORCHON
Leikstjóri: Bertrand Tavernier.
Ilandrit: Tavernier og Jean Aur-
enche. Kvikmyndataka: Pierre-
William Glenn. Tónlist: Philippe
Sarde. Adalhlutverk: Philippe
Noiret, Isabelle Huppert, Stéphane
Audran, Eddy Mitchell. Sýningar-
tími: 208 mín.
Líkt og flestir vita er Taverni-
er einn kunnasti nútímaleik-
stjóri Frakka og hafa nokkrar
myndir hans verið sýndar hér-
lendis, m.a. á kvikmyndahátíð-
um.
Tavernier (f. 1941) vakti fyrst
athygli með myndinni L’Horlog-
er de Saint Paul (’74), sem jafn-
framt var hans fyrsta kvikmynd
í fullri lengd. Síðan hefur hver
ágætismyndin rékið aðra; Que la
féte commence (’75), Le juge et
l’assassin (’76), Des enfants gaés
(’77), Une semaine de vacances
Tavernier leikstýrir Christine Pascal í myndinni Que la féte commence.
(bls. 37.1.F.G.)
Or Surt — Anthracite Niermans. Hér er skólameistari að útskýra fyrir
nemanda lögmil frumskógarins.
(’80), og nú fáum við að líta, að
því ég best veit, nýjasta verk
þessa eftirtektarverða leik-
stjóra, Coup de torchon —
Hreinsunin.
Að þessu sinni er sögusvið Ta-
verniers, smábær í Frönsku
Vestur-Afríku við upphaf seinna
stríðs. Við fylgjumst með lögr-
eglustjóranum (Philippe Noiret),
dusilmenn sem allir hæða og
spotta í upphafi myndar, en um-
hverfist er honum lærist að ha-
ldbesta ráðið gegn niðurlæging-
unni er að borga fyrir sig tvöfalt.
Upphefst nú tími hefndarinn-
ar og hinum hálf-ruglaða, kokk-
álaða lögreglustjóra gengur vel
að ná sér niðri á sínum fyrri
kvölurum. Er á líður telur sig
jafnvel vera Krist endurborinn
til að binda endi á vesaldarlíf
þeirra armingja sem hann kem-
ur fyrir kattarnef
Það er erfitt að lýsa þessari
mögnuðu mynd Taverniers, sjón
er sögu ríkari. Hann leiðir okkur
inní dökka, hálfógnvekjandi ver-
öld niðurlægingar og spillingar,
endurvekur andrúmsloft liðins
nýlendutíma Frakka í Afríku.
Myndin er fyrst og fremst svört
kómedía þó í henni megi finna
fleiri flokka kvikmyndagerðar-
innar. Fjölbreytileg líkt og önn-
ur ágætismynd þessarar
Frönsku viku, Diva, sem nánar
verður fjallað um í blaðinu eftir
helgi.
Til liðs við sig hefur Tavernier
fyrst og fremst Philippe Noiret,
sem hann hefur unnið með í
mörgum sínum fyrri myndum.
Erfitt er að ímynda sér Hreins-
unina án Noirets. Þessum viðf-
elldna, rólega og tjáningarríka
leikara tekst hér ofurvel að hold-
ikiæða þennan furðufugl — hinn
margflókna lögreglustjóra. Isab-
elle Huppert er ein efnilegasta
leikkona Frakka, hér fer hún á
kostum í hiutverki ómerkilegrar
stelpugálu sem styttir sér helst
stundir við að liggja undir ótilh-
öfðum lögreglustjóranum.
Hin glæsilega Stéphane Au-
dran, sem við þekkjum best úr
ólíkum hlutverkum í myndum
manns hennar, Claude Chabrol,
stendur sig vel í stykkinu sem
þvæld, lífsleið og ótrú eiginkona
Noirets.
Yfir Hreinsuninni er einhver
ólýsanlegur, móskulegur og
niðurníddur blær á mönnum, at-
ferli og umhverfi þeirra sem ég
hvet alla kvikmyndaunnendur til
að upplifa í Regnboganum.
trésmíðavélar
sérstæðar vélar — vélar samtengdar
með mótor á einu borði
Ýmsar vélar fyrirliggjandi
Hagstætt verö
Jónsson & Júlíusson
Ægisgötu 10, sími 16875.
Glæsileear
• *»• ”
gjafir
MEXICO
Matar- og
kaffistell
frá Bing &
Gröndahl
Stálborðbúnaður:
Hinn margeftirspurði þýski
stálborðbúnaður — Fleiri gerðir
Góð verð.
RAMMAGERÐIN
HAFNARSTRÆTI 19