Morgunblaðið - 14.11.1982, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 14.11.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1982 71 Spjallað við tvo Vilhelm Sophus Hólm, 86 ára lagermaóur hjá Vélamiöjunni Héöni. Morgunblaöiö/ RAX sem láta ekki að sér hæða Axel Clausen, 94 ára sölumaður, að fá sér ( nefiö. „Miður hæddust konur að okkur, þá er við vorum yngri“ Attugasti og áttundi kafli Eglu hefst þannig: „Egill Skalla- Grímsson varð maður gamall, en í elli hans gerðist hann þungfær, og glapnaði honum bæði heyrn og sýn. Hann gerðist og fótstirður. Egill var þá að Mosfelli með Grími og Þórdísi. Það var einn dag, er Egill gekk úti með vegg og drap fæti og féll. Konur nokkrar sáu það og hlógu að og mæltu: „Farinn ertu nú, Egill, með öllu, er þú fellur einn saman." Þá segir Grímur bóndi: „Miður hæddu kon- ur að okkur, þá er við vorum yngri.“ Þá kvað Egill: Vals hef eg vofur helsis; váfallr er eg skalla; blautr erum bergis fótar borr, en hlust er þorrin." Þegar þarna er komið sögu er Egill orðinn gamall og latur, og hafði fyrir nokkru dregið sig út úr skarkala lífsins: löngu hættur í víking og varla svo mikið sem krækt auga úr nokkrum manni um árabil. En það eru ekki allir sem draga sig í hlé þótt aldurinn sígi á þá. Egill varð blindur og heyrnar- daufur og gat lítið aðhafst utan þess að bakast við elda. En ein- staka menn eru svo lánsamir að halda góðri heilsu fram eftir öll- um aldri, og þeim er oft lítið um það gefið að hætta sínu ævistarfi og fara að „taka því rólega". Axel Clausen Axel Clausen, sölumaður, er einn þeirra. Hann er 94 ára gamall og stundar sín störf af kappi enn þann dag í dag. Reyndar er hann nýkominn frá Bandaríkjunum, en þangað var honum boðið af félagi viðskiptamanna í Burlington, Stowe. En hvernig er það, ætlar maður- inn ekki að fara að draga sig í hlé? „Ég skal segja þér sögu. Fyrir skömmu hitti ég mann á götu sem ég hafði ekki séð lengi. Hann spurði mig eins og gengur hvað ég væri helst að gera, hvort ég starf- I aði nokkuð ennþá. Ég sagðist gera það. Og þá ekki mikið, er það, spurði hann. Nei, nei, ekki meira en þegar ég var fimmtugur. Hann varð alveg eins hissa og þú og spurði hvort ég ætlaði ekki að fara að hætta þessu. Og þá svaraði ég því til sem ég ætla að svara þér núna: ég ætla að halda áfram að vinna á meðan ég er ennþá ungur, og hætti ekki fyrr en elli kerling hefur náð á mér tökum." — Hvernig ferðu að því að halda þér í svona góðu formi? „Ég veit nú ekki almennilega hverju ég á að þakka mína góðu heilsu. Nema kannski því helst að mér hefur alltaf fundist að allir sem ég hitti og á samskipti við séu vinir mínir og vilji mér allt hið besta. Það er kannski þess vegna sem ég er eins og ég er.“ — Þú treystir sem sagt náung- anum í hvívetna. „Já, það geri ég. Ég hef t.d. allt- af treyst þeim mönnum sem ég hef átt viðskipti við, þrátt fyrir það að sumir einstaklingar hafi brugðist mér. Og ég held að mér sé óhætt að segja að ég hafi traust minna viðskiptavina. Ég skal nefna þér dæmi. Ég er vanur að fara í tvær til þrjár sölu- ferðir í kringum landið á bíl ár- lega. Ég hef að vísu ekkert farið í ár, en í október ’81 fór ég í slíka ferð. Ég var með fjórar töskur fullar af sýnishornum. Ég seldi á flestum stöðum, en opnaði þó aldrei tösku! Og þó var ég með leikföng og gjafavörur, sem yfir- leitt er erfitt að selja. Fólk treyst- ir því einfaldlega að ég viti hvað því þénar.“ — Hefurðu látið þér detta í hug að fara á elliheimili? „Nei. Elliheimili eru góð fyrir þá menn sem geta sætt sig við að búa á þeim. En ég segi fyrir mig, mér fyndist ég ekki eiga heima á elliheimili, á meðan ég hef ráð og rænu get ég ekki hugsað mér að fara á elliheimili." — Nú ertu nýkominn frá Bandaríkjunum, Axel. Hvernig fannst þér? „Stórkostlegt, í einu orði sagt. Ég hef ferðast svona 40—50 sinn- um til Evrópu í gegnum tíðina, en þetta var í fyrsta skipti sem ég hef komið til Bandaríkjanna. Og það segi ég satt, að Evrópa kemst ekki í hálfkvisti við Bandaríkin. Það er allt svo nýtískulegt þarna.“ — Mér er sagt að þú hafir farið upp í loftbelg. „Já, ég gerði það. En ég verð að játa að ég var svolítið smeykur. En ég held að mér hafi þó tekist að leyna því! Þetta var risastór loftbelgur og við fórum upp í 4000 feta hæð. Mér fannst nokkuð svalt, það var mik- ill gustur þarna, en það hlýnaði þegar maðurinn lét eldgas spraut- ast upp í loftbelginn. Það var víst gert til að hann hrapaði ekki.“ — Hvað dreif fleira á daga þína þarna úti? „Ja, það er nú svo margt. Dag- inn sem ég kom tók á móti mér Ólafur G. Jónsson í New York, og gisti ég hjá honum um nóttina. Ég vil endilega nota tækifærið og hvetja fólk sem fer til New York að gista hjá Ólafi. Það er bæði gott og ódýrt. Nú, daginn eftir fór Ólafur með mig út á La Guardia-flugvöll og reyndi ég þar að koma fólkinu í skilning um að ég væri ekki góður i ensku. Var þá hengt á mig eitthvert visst merki. En eftir að ég setti þetta merki á mig, hafði ég engan frið, hvorki fyrir konum né körlum, því menn streymdu til mín og buðust til að hjálpa mér. Ég tók því fljótlega merkið af mér til að fá frið. Við komum svo til Burlington, sem er aðeins 2000 manna bær, þó að sjaldgæft sé að þar séu staddir færri en 6000 manns. Þetta er ferðamannabær og þarna er mikið gert af því að stunda íþróttir. En aldrei sá ég nokkurn mann vinna þarna. Þarna var fjall, Mansfield-fjall, sem er 4000 feta hátt. Það er sjón- auki efst á fjallinu og þegar mað- ur leit í hann var hægt að sjá allt að 150 km frá sér. Það var stór- kostleg réynsla. Og ég skal segja þér, í Burling- ton sá ég hund sem var með annað augað blátt og hitt augað rautt. Þetta hafði ég aldrei séð áður og lét því taka mynd af fyrirbærinu, því ég hélt að menn tryðu mér ekki hér heima nema ég hefði sönnun. En svo hef ég frétt af því núna að það muni vera til fólk sem hefur svona mislit augu. Jú, jú, ég gæti nefnt þér ótal- margt fleira sem gerðist í þessari ferð. Mér voru t.d. haldnar þrjár veislur og í þeim öllum var fólkið látið giska á hvað ég væri gamall. Það komst nú enginn hærra en 75 ár, en kannski var það nú af kurt- eisi.“ Vilhelm Sophus Hólm Annar maður, aldraður vel, en þó í fullri vinnu ennþá, heitir Vilhelm Sophus Hólm. Hann er 86 ára gamall og vinnur sem lager- maður á járnalagernum hjá Vélsmiðjunni Héðni. Þess á milli dyttar hann að ÍNU, sem er 12 tonna bátur sem hann á og rekur á sumrin. „Ég væri löngu dauður ef ég hefði hætt að vinna einhvern tíma. A.m.k. kalkaður. Nei, ég held að það sé langbest fyrir fullorðna menn að vinna ef þeir mögulega geta.“ — Þú ert þá ekkert á þeim bux- unum að fara að draga þig í hlé? „Nei, ekki aldeilis. Og því skyldi ég gera það, ég er við hestaheilsu, eins hraustur og ég var um þrí- tugt!“ — Hvers vegna ertu svona hraustur, heldurðu; hefurðu stundað heilsurækt reglulega eða hvað? „Nei, ekkert svoleiðis. Ég held að þetta sé ættgengt. Það hefur alla tíð verið hraust og langlíft fólk í minni átt. Pabbi varð t.d. 96 ára, og ég á bræður sem eru komn- ir yfir áttrætt og eru í fullu fjöri." — Hvað hefurðu helst unnið við um ævina? „Lengst framan af var ég á sjón- um. Ég er fæddur og uppalinn á Flateyri í Önundarfirði og þaðan stundaði ég sjóinn á mótorbátum fram til 1924, en þá fluttist ég til Reykjavíkur. Seinna fór ég á farskipin og sigldi m.a. á milli Spánar og Eng- lands á árunum sem borgarastyrj- öldin geisaði á Spáni. Og á árum heimsstyrjaldarinnar sigldi ég á Heklu og Kötlu. En svo var ég orðinn leiður á sjónum og árið 1952 byrjaði ég að vinna hjá Héðni en þá í Keflavík. Og lengstum hef ég starfað sem viðgerðarmaður, það er aðeins núna seinni árin að ég vinn á lag- ernum.“ — Þú segist hafa orðið leiður á því að vera á sjónum. En þú átt samt sem áður 12 tonna bát. „Það er nú sitt hvað að vera allt- af úti á sjó eða skemmta sér við þetta á sumrin. Ég hef geysilega gaman af að dunda við bátinn minn, ÍNU RE 81. Þessa dagana er ég öllum stundum eftir vinnu að gera klárt fyrir veturinn. Stund- um jafnvel fram á rauða nótt.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.